Dagblaðið Vísir - DV

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinnovember 1982næsti mánaðurin
    mifrlesu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112
Útgáva
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Síða 20
20 DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER1982 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Derwall tók Sehuster loks í sátt Jupp Derwall, landsliðseinvaldur V-Þýskalands, hefur tekið vandræðabamið Berad Schuster, sem leikur með Barcelona, í sátt og valið hann í lands- liðshóp sinn sem leikur gegn N-írlandi í Evrópu- keppni landsliða í Belfast 17. nóvember. — Ég er búinn að ræða við Schuster og er allur ágreiningur úr sögunni, sagði Derwall þegar hann tilkynnti landsliðshópinn sinn í Bonn í gærdag. Það bendir því allt til aö Schuster muni leika sinn fyrsta landsleik í átján mánuði í Belfast en hann var settur út úr landsliðshópnum í mai 1981 þegar hann neitaði að fara í samkvæmi meö öðrum leikmönnum v-þýska liösins eftir landsleik gegn Brasilíu og gaf síðan út ýmsar yfirlýsingar í dagblöð sem Derwall varekki sáttur við. Schuster, sem er 22 ára og leikur með Barcelona, er talinn einn litríkasti knattspymumaöur V-Þjóð- verja síðan Frans „keisari” Beckenbauer var og hét. Derwall ætlar honum að taka stöðu Paul Breitner á miðjunni í landsliði sínu og stjóma þannig miðvallarspilinu. Einn nýliði er í landsliðshópnum — það er marka- skorarinn Rudi Völler hjá Bremen, sem er 22 ára. Eins og við höfum sagt frá tilkynntu fjórir sterkir leikmenn eftir HM að þeir væru hættir aö leika með v-þýska landsliðinu. Það vora þeir Paul Breitner hjá Bayem, Klaus Fischer hjá Köln og Hamborgar- leikmennirnir Horst Hrubesch og Felix Magath. Landsliðshópur Jupp Derwall er skipaður þessum leikmönnum: •Markverðir: Tony Schuhmacher, Köln og Eike Immel, Dortmund. • Varaarleikmenn: Hans-Peter Briegel, Kaisers- lautem, Bernd Foerster og Karl-Heinz Foerster, Stuttgart, Manfred Kaltz, Hamburger, UM Stielike, Real Madrid og Gerd Strack, Köln. •Miðvallarspilarar: Thomas Allofs, Kaisers- lautem,, Stefan Engels, Köln, Lothar Matthaeus, Mönchengladbaeh, Berad Schuster, Barcelona og Norbert Meier, Bremen. • Sóknarleikmenn: Klaus Allofs, Köln, Pierre Littbarski, Köln, Juergen Milewski, Hamburger, Karl-Heinz Rummenigge, Bayera og Rudi Völler, Bremen. Varaarleikmaðurinn Wolfgang Dremmler hjá Bayern var ekki valinn í hópinn vegna þess að hann var rekinn af leikvelli í leik í „Bundesligunni” á dögunum. -SOS Sammy Lee ílandsliðshóp Englands Bobby Robson, landsliðseinvaldur Englands, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn sem leikur gegn Grikklandi i Evrópukeppni landsliða í Salonika 17. nóvember. Robson hefur kallað á þrjá unga leik- menn tU liðs við sig — þá Sammy Lee, Liverpool, Danny Thomas, Coventry, og Paul Goddard, West Ham. — „Sammy Lee hefur leikið mjög vel með Liver- pool að undanförnu og þá var hann frábær með 21 árs landsUðinu gegn V-Þjóðverjum,” sagði Robson um Lee, sem var fyrirliði enska landsliðsins skipað leUanönnum undir 21 árs aldri, sem varð Evrópu- meistari í Bremen á dögunum. Danny Thomas, bakvörðurinn snjaUi hjá Coventry, sem verður 21 árs á föstudaginn, hefur einnig leikið vel að undanförau og er reiknað með að hann taki stöðu'Viv Anderson sem hægri bakvörður, en Anderson er meiddur. Ray WUkins, fyrirliði enska landshðsins, er meiddur og þá er Glenn Hoddle, miðvallarspUari frá Tottenham, ekki búinn að ná sér fullkomlega eftir meiðsli í hné og missir hann þvi af því að taka við fyrirliöastöðu Wilkins. Reiknaö er meö að Brian Robson hjá United verði fyrirliði. Steve CoppeU, sem hef ur átt við meiðsli að stríða í hné, er aftur kominn í landsliðshópinn. Robson hefur ekki valið þrjá leikmenn sem léku gegn V- Þjóðverjum á Wembley á dögunum — þá Russell Osman hjá Ipswich, David Armstrong hjá Southampton og CyriUe Regis hjá W.B.A., sem áttu mjög slakan leik. Þá eru þeir John Bames hjá Watford og Mark Chamberlain hjá Stoke ekki í landsliðshópnum þar sem þeir leika meö 21 árs Uöinu gegn Grikkjum í Aþenu 16. nóvember. Enski landsliðshópurinn er skipaður þessum leik- mönnum: • Markverðir: Ray Clemence, Tottenham, og Peter Shilton, Southampton. • Varaarieikmenn: PhU Neal, Liverpool, Danny Thomas, Coventry, PhU Thompson, Liverpool, Terry Butcher, Ipswich, Alvin Martin, West Ham, og Kenny Sansom, Arsenal. • MiðvaUarspilarar: Gary Mabbutt, Tottenham, Sammy Lee, Liverpool, Bryan Robson, Man. Utd., Graham Rix, Arsenal, og Alan Devonshire, West Ham. • Sóknarmenn: Steve CoppeU, Man. Utd., Ricky HiU, Luton, Paul Mariner, Ipswich, Tony Woodcock, Arsenal, Tony Morley, Aston VUla, Paul Goddard, West Ham, og Luther BUssett, Watford. .gos Einn hinna ungu og upprennandi júdómanna leitar ráða hjá hinum eldri og reyndari í íþróttinni, þeim HaUdóri Guð- björassyni og Níels Hermannssyni, á Reykjavíkurmótinu á sunnudaginn. Júdóbúningurinn er enn of stór fyrir kappann en það skipti engu máli þegar út í bardagann á gólfinu var komið. DV-mynd Friðþjófur. Reykjavíkurmótið í júdó: — Pétur „Ég er búinn aö gefa ÍR ingum ákveðið svar. Éf ætla að leika með þeim vetur,” sagði Pétur Guð mundsson körfuknattleiks maður í samtali við DV morgun. „Valsmenn gáfust upp í þessu máli einhverra hhití vegna og þá kom ekken annað félag en ÍR til greim hjá mér. Ég fékk gott tilboi frá þeim á laugardagim To| 71 Norðurlandamótið í borðtenni: verður baldið í Reykjavík á næst: Litlu peyjarnir settu mikinn svip á keppnina Hinir keppnisvönu kappar í júdóinu, þeir HaUdór Guðbjörasson, Kári Jakobsson og Bjarai Ásg. Friðriksson, urðu Reykjavíkurmeistarar í júdó þegar Reykjavikurmótið var haldið um síðustu helgi í íþróttahúsi Kennaraháskólans. HaUdór sigraöi í léttasta flokknum — undir 73 kg — og hafði þar mikla yfirburði. Sigraði hann alla andstæð- inga sína á „ippon”. Rúnar Guðjóns- son, JFR, varð annar en síðan komu þeir Magnús Jónsson, Á, og örn Amarsson.Á. Kári Jakobsson, JFR, sigraði í undir 83 kg flokknum. Var mikil keppni mUU hans og Níelsar Hermannssonar, Á, og vann Kári þá viðureign með minnsta mun. Þriðji varð svo EgiU Sigurgeirs- son,Á. 1 þyngsta flokknum — yfir 83 kg — var Bjarni Ásg. Friðriksson, Ármanni, í sérflokki og lagði aUa sína andstæð- inga á „ippon”. Kristján Valdimars- son, A, varð annar og Runólfur Gunn- laugsson,Á, þriðji. I mótinu var einnig keppt í drengja- flokki og mátti þar sjá marga unga og bráðefnUega júdómenn. Var mikil keppni mUU þeirra og kappið eftir því. Var gaman að sjá tU þeirra og hresstu þeir mikið upp á mótið sem hinir eldri virðast vera heldur að missa áhugann á. Urslit í þessum drengjaflokkum urðu þessi: 10 tU llára. Asgeir Thoroddsen, Á Eyþór HUmarsson, JFR Ingimundur Kárason, JFR EUas Bjarnason, JFR 12 tU 13 ára (undir 45 kg) Friðgeir Eyjólfsson, A Helgi Júlíusson, A Magnús Kristinsson, Á Karl Sigurbjömsson, Á 12 tU 13 ára (yfir 45 kg) Ástvaldur Sigurbergsson, Á GuðmundurMagnússon, A Jónas Jónasson.Á. 14 tU 16 ára: Guðmundur Sævarsson, Á Viðarötly, A Stefán Hjörleifsson, JFR GunnarGuðnason, JFR. -klp Millstil Sunderland — sem borgaði Ipswich 50 þús. pund fyrirhann Chelsea situr nú eftir með sárt ennið. Mick MUls, fyrirUði Ipswich, hætti við að fara tfi Lundúnafélags- ins um helgina. Hann skrifaði undir samning við Sunderland, sem borgaði Ipswich 50 þús. pund fyrir þennan snjaUa bakvörð. Það er greinUegt að MUls hefur ekki vUjað fara tU Chelsea þar sem óvissuástand ríkir hjá félaginu, sem á við fjárhagslega erfiðleika að stríða eins og svo mörg önnur félög í Englandi. Chelsea er á hvín- andi kúpunni og einnig á HuU við erfiðleika að stríða. Þess má geta að Sunderland bauð MUls að koma til sín sl. keppnistimabU sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri og lelkmaður, en þá vUdi Ipswich ekki láta hann fara. -SOS Ánægjuleg frétt Tyrirþig sem hefur áhuga aiþrottum Fjögurra síöna blaöauki um íþróttir fylgir Þjóövilj- anum á hverjum þriöjudegi. Mikiö af myndum og áreiöanleg skrif um innlenda og erlenda íþrótta- viöburði. Aö sjálfsögöu gleður þessi nýjung alla þá sem vilja fylgjast vel með því sem er aö gerast á vettvangi íþróttanría. Og ekki er þaö lakara aö Víðir Sigurösson hefur umsjón meö blaðaukan- um. Sjálfstætt félk les Þjóðví Ijann NOBVIUINN Áskriftarsimi 81333

x

Dagblaðið Vísir - DV

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Mál:
Árgangir:
41
Útgávur:
15794
Registered Articles:
2
Útgivið:
1981-2021
Tøk inntil:
15.05.2021
Útgávustøð:
Keyword:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Stuðul:
Tidligere udgivet som:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 256. tölublað (09.11.1982)
https://timarit.is/issue/189135

Link til denne side: 20
https://timarit.is/page/2468843

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

256. tölublað (09.11.1982)

Gongd: