Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Page 40
t 27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983. Mál Einars Bollasonarfyrir Hæstarétt ígær: Hárra skaðabóta krafist Málflutningur í Máli Einars G. Bollasonar gegn fjármálaráöherra fyrir hönd ríkissjóös fyrir gæsluvarö- hald að ósekju fór fram fyrir Hæsta- rétti í gær. Sat Einar í gæsluvaröhaldi að ósekju í alls 105 daga á árinu 1976, ásamt þeim Viðari Olsen, Magnúsi Leopoldssyni og Sigurbirni Eiríkssyni. Mál Einars er viðamest af málum þeirra fjórmenninga, en málflutningur í máli Viðars, Magnúsar og Sigur- b jöms f er fram í dag. Fjórmenningarnir fara allir fram á skaðabætur og í undirrétti vom þeim dæmdar bætur að upphæö 150—190 þúsund krónur. Af hálfu Einars Bolla- sonar er gerð krafa um tæplega 1,3 milljónirkróna í skaöabætur. Gunnlaugur Claessen, sem flutti málið fyrir hönd ríkissjóðs, gat þess m.a. í málflutningi sínum að til varð- halds hefði komiö af óviðráðanlegum ástæðum. Slíkt varðhald væri þó að- eins tímabundin röskun á högum manna en ekki varanleg. Skaöabóta- upphæöir væru ennfremur of háar og í ósamræmi viö öll fordæmi sem fyrir væru. Ingvar Bjömsson, lögmaður Einars Bollasonar, sagði hins vegar að hand- taka Einars og varðhald hefði verið með öUu óþörf og hefðu haft slæm áhrif á hann og fjölskyldu hans. Fjárhags- legt tjón Einars og aðra röskun í einka- lífi mætti rekja beint tU gæsluvarð- haldsins. Ingvar gat þess einnig aö rannsóknaraðilum hefðu orðið á alvar- leg mistök og þeir hefðu sent frá sér viUandi fréttatUkynningar. Hann sagði að bætur til skjólstæðings síns gætu aldrei bætt aö fuUu það tjón er hann varö fyrir, bæði andlega og líkamlega. -PÁ Tívolí í sumar Fyrirtækið Kaupstefnan hefur ákveðið aö flytja Tívolí til landsins í sumar og reka þaö í júnímánuöi. Kaup- stefnan hefur tvisvar áður rekið Tívolí í tengslum við sýningar í Laugardal en þetta mun í fyrsta skipti sem tilraun er gerö til sjálfstæðs tívolírekstrar síöan gamla tívolíiö í Vatnsmýrinni hætti fyrir tæpum þrjátíu árum. Tívolí það sem nú er fyrirhugað að flytja hingað næsta sumar verður viðameira en þau sem rekin hafa veriö í tengslum við sýningarnar. Að sögn forráðamanna Kaupstefnunnar gæti það jafnvel orðið vísir að skemmtigarðsrekstri og hug- myndin er að láta reyna á hvort, rekstur sumartívolís geti gengið í framtíðinni. -óm. LOKI Maður var illa fjarrí góðu gamni á Aragötunni. „Þaö er rétt. Þetta er út af aga- nema. haldið fögnuð í húsi við Aragötu, þar læknadeildarinnar fyrir sunnan broti þar, eða hvað við eigum að „Gjöreyðingarpartí” var þaö orð sem þeir hafa haft lestraraðstöðu. I Landspítalann. kalla það á hátíölegu máli,” sagði sem ónafngreindur viðmælandi þessu sama húsi hafa prófessorar Háskólarektor var spurður hvort Guðmundur Magnússon háskóla- blaösins notaði um þaö mál sem há- deildarinnar einnig haft aöstöðu. fögnuður tannlæknanema heföi leitt rektor, aðspurður um hvort rétt væri skólaráð telur ástæðu til að ræða sér- Tannlæknanemamir voru að fagna afséreignatjón: að háskólaráö kæmi saman í dag til staklega. Nemar í tannlæknadeild brottflutningi frá Aragötunni í hin „Það er nú eitthvað, já. En ekki að ræða mál sem snertir tannlækna- munu fyrir nokkrum dögum hafa nýju, glæsilegu húsakynni tann- stórvægilegt.” -KMU. Verulegt tap á innanlandsflugi — Flugleiðir töpuðu um 20 mill jónum króna í fyrra „Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir árið 1982 er tapið á innanlands- fluginu um tuttugu milljónir króna,” sagði Bjöm Theodórsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Flug- leiöa, í samtali við DV. „Til þess að jöfnuður hefði náðst hefðu fargjöldin, að öllu öðru jöfnu, þurft að vera fimmtán prósentum hærri að meöaltali yfir allt árið,” sagði Björn ennfremur. Hann sagði að þeir Flugleiðamenn kenndu stefnu stjórnvalda í verðlagsmálum umtapið. „Það er fróðlegt að benda á að sú eftirgjöf gjalda, eða svokallaður styrkur stjómvalda vegna Norður- Atlantshafsflugsins er nokkurn veg- inn sú sama upphæð og okkur hefur raunvemlega verið skipaö af stjóm- völdum að tapa á innanlandsfluginu. Þannig að þaö er sama fjárhæö og ríkið réttir okkur og tekur svo af okk- ur í innanlandsfluginu með hinni hendinni, ” sagði Björn Theodórsson. „Það liggja enn engar tölur fyrir en þó er ljóst að það er verulegt tap,” sagði Agnar Friöriksson, fram- kvæmdastjóri Amarflugs, er DV spurði hann um rekstur innanlands- flugs félagsins á síðasta ári. Agnar sagði að f járhæðirnar væru ekki stórar þar sem innanlandsflugið væri lítill hluti af heildarrekstrinum. Hann sagöi að félagið hefði sett fjóra starfsmenn til aö fara yfir rekstur- innáþessuflugi. -KMU. Fjölda- handtökur Fjöldahandtökur fóru fram í Reykjavík af hálfu rannsóknarlög- reglu ríkisins og lögreglunnar í Reykjavík í gærkvöldi. Flestum hef- ur verið sleppt að undanskildum fimm manns, fjóram karlmönnum og einni konu, sem sitja nú í haldi hjá rannsóknarlögreglunni. Rannsóknarlögregla ríkisins stað- festi í morgun að handtökurnar hefðu farið fram. Var upplýst aö þær hefðu átt sér stað á nokkrum stööum í bænum. Fimmmenningarnir sem sitja í haldi era allir um tvítugt. Að sögn rannsóknarlögreglunnar era handtökurnar í tengslum við þjófnaðarmál sem er til rannsóknar. Ekki hefur þó fengist upplýst um hvaða mál sé að ræða. Fimmmenningamir hafa ekki ver- ið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en ef svo verður mun það verða gert í dag. Rannsóknarlögreglan vildi ekki gefa frekari upplýsingar um þetta mál þar sem það gæti skaðað rann- sóknmálsins. JGH Hér er einn hinna handteknu á leið inn i lögreglubil. DV-mynd: S Nítján ára piltur á gjör- gæsludeild — eftir sprengingu í Vélsmiðju Ólafsfjarðar Nítján ára piltur hlaut talsverð meiðsl þegar vatnstankur sprakk í Vél- smiðju Olafsfjarðar á mánudagsmorg- un. Hann var strax fluttur með flugi til Reykjavíkur og liggur nú á gjör- gæsludeild Borgarspítalans. Að sögn lögreglunnar á Olafsfirði varð slysið laust fyrir klukkan níu um morguninn. Var verið að þrýstiprófa vatnstank í vélsmiðjunni, þegar hann skyndilega gaf sig. Þeyttist botn hans harkalega í piltinn, sem var að vinna í námunda við tankinn. Pilturinn var fluttur á slysadeild Borgarspítalans, þar sem hann gekkst undir langa aðgerð, en hann er meðal annars handleggs- og f ótbrotinn. Þess má geta að svo öflug var sprengingin að allar rúður í vélsmiðj- unnibrotnuðu. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.