Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Side 6
6
DV. MIÐVKUDAGUR 2. MARS 1983.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Nýir ávextir og grænmeti innihaida mikið af C-vitamini.
Margir fá oflítið C-vítamín
— sýna danskar rannsóknir
Danskir læknar hafa komist aö
því að f jölmargir þar í landi fá ekki
nægilega mikið C-vítamín. Þetta
kom fram í grein í danska tímaritinu
Helse sem út kom á dögunum. Fer
greinin hér á eftir nokkuð stytt og
eilítið staðfærð.
Flestallar dýrategundir framleiða
C-vítamín í líkama sínum. Maðurinn
er ein þeirra sem gerir það ekki. Því
verður hann að fá þetta mikilvæga
efni í fæðunni. Sjúkdómur, sem staf-
ar af skorti á C-vítamíni, nefnist
skyrbjúgur. Um þann sjúkdóm vissu
menn löngu áður en þeir vissu að
nokkuð væri til sem héti C-vítamín.
Flestir, sem fengu skyrbjúg, fengu
hann eftir að hafa í langan tíma neytt
einhæfrar fæðu. Algengt var aö það
henti s jómenn á langsiglingum.
Árið 1750 sannaöi breski læknirinn
James Lind að hægt var að koma í
veg fyrir skyrbjúg með því að boröa
appelsínur og sítrónur. Þótt hann
starfaði sem læknir við breska flot-
ann var þaö ekki fyrr en 45 árum
seinna sem sítrónusafi varð fastur
hluti af kosti sjómannanna í flotan-
um.
Við hér á landi erum löngu hætt að
líða af skyrbjúg. Formæður okkar
vissu af hollustu skarfakálsins og
alltaf voru kartöflur á borðum megin-
hluta árs á síðustu öldum.
C-vítamín er eins og kannski f lestir
vita helst í nýju grænmeti, ávöxtum
og berjum. Kartöflur og aðrir rótar-
ávextir innihalda mun minna C-víta-
mín en blaðgrænmeti. En þar sem
kartöflur eru fastur liður á borðum
flestra landsmanna eru þær ágætur
C-vítamíngjafi.
Vitað er aö 10 milligrömm af C-
vítamíni á dag eru nægileg til að
koma í veg fyrir skyrbjúg. En menn
greinir hins vegar á um það hvort
ekki þurfi meira magn til þess aö
tryggja fullkomnlega heilbrigöi. I
Danmörku ráðleggja læknar full-
orðnu fólki að neyta um það bil 60
milligramma á dag. Það magn á
að duga í langflestum tilfeUum. Þaö
er hægt að fá með því að drekka 125
mUUlítra af appelsínusafa (í Utlu
fernunum eru 250 miUUítrar). EUeg-
ar borða 300 g af kartöflum. Með því
að borða f jölbreyttan mat ætti því að
vera öruggt að menn líða ekki af C- •
vítamínskorti.
Gamla fólkið
En rannsóknir í Danmörku hafa
sýnt að þaö eru ekki ahir sem borða
fjölbreytt fæði. Vitaö er að þeú- eru
margir sem fá ekki nægUegt C-víta-
mín. Ekki hafa fundist nein sjúk-
dómseinkenni sem beinUnis er hægt
að rekja til þessa skorts. En ekki er
talið óUklegt að rekja megi ýmsa
kviUa tU C-vítamínskorts. Má þar
nefna sífeUda þreytu, erfiðleika við
að halda athygUnni vakandi og sljó-
leikahverskonar.
C-vítamín eyðileggst oft við mats-
eld. Um er aö gera að sjóöa græn-
metið sem minnst og helst ekki að
rífa það niður. Ef það er gert er best
að gera það ekki fyrr en rétt áður en
þaö er borið á borö. Sé grænmetið
soðið er best aö setja það í sjóöandi
vatn og sjóöa í örstutta stund undir
loki.
Gamalt fólk og þeir sem Ufa á mat,
sem eldaður er í fjöldaframleiðslu,
vara sig hins vegar ekki á þessu. Við
þekkjum þann íslenska sið að sjóða
kartöflur upp undir klukkutíma og
grænmetiö í kjötsúpunni er soöið þar
til það er komiö í mauk. Stofnanir
sem elda mat í stórum skömmtum
bjóða líka oft upp á grænmeti sem
búið er aðsjóöavel og lengi. Danirnir
komust að því að þaö eru fyrst og
fremst hinir elstu þar í þjóðfélagi,
sem þjást af C-vítamínskorti. Þeir
borða oft á tíðum lítið af grænmeti og
sárasjaldan ávexti. Skýring á þessu
kann að vera að hvort tveggja er
hart undir tönn.
Annar hópur sem gæta þarf þess
að fá nægt C-vítamín eru reykinga-
menn. Þeir þurfa meira af því en
aðrir. Til dæmis er taUð að sá sem
reykir 20 sígarettur á dag þurfi að
auka C-vítamín skammt sinn um 30
mUUgrömm.
C-v'rtamín töflur
Fæstir þurfa á því að halda að
taka C-vítamín í töflu- eöa duftformi.
En nái menn ekki að neyta fersks
grænmetis reglulega af einhverjum
orsökum, boröi oft á mötuneytum,
séu gamUr eða reyki, er ástæöa til
þess að huga að töflum. Mest er hætt-
an á því að fá ekki nægt C-vítamín á
vetuma og vorin. En vert er að
athuga að vanti menn C-vítamín er
h'klegt að önnur vítamín séu líka af
skornum skammti. Sérlega önnur
vatnsleysanleg vitamín. Því er fólki
fremur ráðlagt að taka fjölvita-
míntöflur en tómt C-vítamín. I flest-
um f jölvítamíntöflum em um það bil
60 miUigrömm af C-vítamíni og ætti
það að vera örugglega nóg í viöbót
við það sem f æst úr f æðunni.
Margir taka C-vítamín í mjög stór-
um skömmtum, allt upp í mörg
grömm á hverjum degi. Sú trú er
víða að sUkt geti komið í veg fyrir
kvef. En Danir hafa komist að ann-
arri niðurstöðu. I tilraunum, sem
gerðar hafa verið, þannig að tveim
hópum voru gefnar töflur, öörum C-
vítamin og hinum töflur sem inni-
héldu ekkert C-vítamín, kom í ljós að
engin tengsl virtust vera mUU víta-
mínsins og þess hvort menn fengu
kvef. Hvorki hversu oft menn
kvefuðust né hversu slæmt kvefið
varð. önnur trú hefur veriö sú að C-
vítamín tryggði lengra líf. En engar
niðurstöður rannsókna benda heldur
til þess.
I líkamanum breytist C-vítamín aö
hluta í oxalsýru. Til eru dæmis þess
aö menn myndi nýmasteina úr þess-
ari sýru. Vísindamenn hafa því
sumir taUð það óráðlegt fyrir fólk
sem fengið hefur nýrnasteina að
taka mikið C-vítamín. En hvort þetta
er rétt hefur enn ekki verið sannað.
En fyrst búið er að sanna að stórir C-
vítamínskammtar gera ekkert gagn
ættu hvorki þeir sem eru með nýma-
steina eða aðrir að þurfa að taka
sUka skammta. C-vítamín er, eins og
ÖU önnur vítamín, dýrt og því óþarfi
að skola mörgum miUigrömmum af
því út með þvaginu á hver jum degi.
DS/þýtt og endursagt
úr Helse.
Má flytja inn pizzur? — spyrja lesendur:
Ef kjöt og fiskur er
innan við 20% innihalds
Okkur hafa borist tvær f yrir spurn-
ir varðandi innflutning á pizzum.
Þær HUdur Sigurðardóttir og Mál-
fríður Ámadóttir vildu fá að vita
hvemig stæði á því að leyft væri að
flytja inn pizzur með hvers konar
kjötmeti og osti þegar innflutningur
á slíkum mat væri að öllu jöfnu
bannaður. Tímann sinn tók að finna
þann aðila sem gæti svarað þessu en
loksins hefur það tekist.
Mér var bent á skýringar toUa-
samvinnuráðsins í Brussel. Þær em í
notkun í 140 löndum, þar á meðal Is-
landi og okkar helstu viðskiptalönd-
um, fyrir utan Bandaríkin. I þeim
skýringum er kveðið svo á að ef kjöt
eða fiskur eða aðrar fæðutegmidir í
Ukingu við þær er meira en 20% af
hinum innflutta mat skal telja mat-
inn kjöt eða fisk. Ef innihaldið er
hins vegar undir 20% af þyngd
vörannar skal ekki telja hana kjöt
eða fisk. 1 dæminu um pizzurnar telj-
ast þær þannig brauö ef innihaldið af
kjöt- eða fisktagi er minna en 20%.
Innflutningur á brauöi er frjáls og
fellur undir ákvæöi í 19. kafla
íslensku tollskrárUinar. Innflutning-
ur á k jöti eða fiski er hins vegar tak-
markaður og heyrir undir 16.
kaflann.
Því má ganga út frá því sem vísu
aö þær pizzur sem hér fást innihaldi
kjöt eða fisk í minna mæU en 20%
miöað er við það ástand sem varan
er í þegar hún berst í hendur toll-
gæslu. Ekki sitja þó menn þar og
vega hina ýmsu flokka heldur taka
þeir mark á þeim upplýsingum sem
fylgja með frá innflytjanda. Telja
þeir ekki ástæðu tii að ætla annaö en
aö matvæla- og heilbrigðisefth-Ut í
útflutningslandinu fylgist reglulega
með að uppiýsingar séu í samræmi
við staðreyndir.
DS
Gleraugun þurfa að sltja vel bæði á
eyrum og nefi. Því þarf spöngin að
vera hæfilega löng.
Gleraugu fyrir börnin:
Áríðandi að
vanda valið
Það er orðiö nokkuð algengt að börn
noti gleraugu. FyrU- nokkram áratug-
um sást slíkt varla, ekki þó vegna þess
að börnin heföu betri sjón þá en núna,
heldur líklega fremur vegna þess að
ekki var athugað eins gaumgæfilega
og nú er gert hvort sjónrn væri í lagi.
Það þótti líka ekki prýða bömm að
hafa gleraugu, jafnvel fyrU- örfáum ár-
um eða áratugum. Eg man til dæmis
eftir því að skólasystkinum mínum
með gleraugu var strítt á því í barna-
skóla. Er ég þó ekki nema tæplega þrí-
tug. Nú virðist mér hins vegar á þeim
bömum, sem ég þekki, aö „ekkert
mál” sé lengur aö vera með gleraugu,
svo að gripið sé til tískuorða. Bæði böm
og fullorðnir virðast líta á gleraugu
bama sem sjálfsögð hjálpartæki.
Danska blaðið Helse birti fyrir
nokkru ráðleggUigar til foreldra sem
þurfa að kaupa gleraugu handa böm-
um sínum. Verður stiklað á þeim hér á
eftir.
Það er ekki nóg að gleraugun séu af
réttum styrkleika, þó að það sé vita-
skuld það sem er mest áríðandi. Gler-
augun verða líka að sit ja rétt. Það vita
þeir foreldrar sem sjálfir hafa gler-
augu. HmU- verða að þiggja ráðlegg-
Uigar gleraugnasala. Gefið ykkur góð-
an tUna til þess að ræða máUn, velja
réttu umgerðirnar þannig að barnið sé
ánægt meö þær og þær sitji vel.
Það hefur vissa kosti að velja þekkt
merki af gleraugnaspöngum. Þá er oft-
ar hægt að fá varahluti svo sem skrúf-
ur og spengur þegar þessir hlutir
Baraið verður sjálft að vera ánægt
með valið á gleraugnaumgerð. Annars
getur reynst erfitt að fá það til að
ganga með þau.