Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Page 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. MARS1983. 15 aröbum sem ekki vildu gefa eftir land sitt. Innan heimshreyfingar síonista mætti Jabotinsky andstöðu vegna ofsafenginnar afstöðu og klauf hann sig úr hreyfingunni og stofnaði eigin hreyfingu. Ben Gurion kallaði Jabotinsky „Vladimir Hitler”. Begin kallaði Jabotinsky „faðir eða rabbí”. Gegn breskum gæslusveitum Þegar stríðiö braust út var um það rætt í Irgun hvort stríðinu gegn Bret- umskyldi haldið áfram. (Samkvæmt „hvítbók” frá 1939 áttu Bretar að a) halda áfram yfirráðum sínum í Palestínunæstu 10 árin, b) takmarka innflutning gyðinga við 75 þúsund á 5 ára tímabili og c) setja takmarkanir á aögang gyðinga til kaupa á landi í Palestínu. Þetta leiddi til þess að síonískar bardagasveitir beindu aðgeröum sínum mjög gegn breska gæsluliðinu.) Eftir hatrammar umræður í Irgun um það hvort hætta ætti bardögum gegn Bretum, sem voru í raun óbein hjálp til hersveita Hitlers, þar sem þær voru við Torbuk í Líbýu, ákvað meirihlutinn að hætta um stundar- sakir. Minnihlutinn sætti sig ekki viö þetta og klauf sig úr hreyfingunni og stofnaði áðurnefnda LEHY hreyf- ingu. Einn af leiðtogum LEHY varð Itshak Yzertinsky, þekktari undir nafninu Yitshak Shamir, núverandi utanríkisráðherra Israel. Enda þótt Irgun undir forystu Begins hefði ákveðið að hætta hern- aði gegn Bretum varð reyndin önnur. Á meðan breskir hermenn féllu í bardögum gegn nasistum í Evrópu og víðar, skipaöi Begin fáliðaðri morðsveit sinni fyrir verkum í Palestínu. Sveitir Irgun köstuöu sprengjum á innflytjendaskrifstofur í Tel Aviv, Haifa og Jerúsalem. Bækistöðvar Breta urðu einnig fyrir sprengjuárásum. Stærsta „afrek” Irgun var unnið rétt eftir stríðið, þeg- ar Haganas (Vamarsveitir Kibbúts- anna) unnu að því að smygla flótta- fólki til Palestínu, en Begin vann skemmdarverk á þeirri starfsemi. I júlí 1946 sprengdi Irgun hótel ,JCing David” í Tel Aviv í loft upp. Spreng- ingin varð 45 Bretum, gyðingum og aröbum aö bana. Nokkmm dögum eftir sprenginguna sendi Irgun frá sér tilkynningu þar sem sagði að Bretar héldu því fram að Irgun af- sakaði hinn mikla f jölda mannfóma. „Þetta er útúrsnúningur. Við sögð- um að við syrgðum gyðingafómar- lömbin og við meinum alltaf þaö sem við segjum”, sagöi í orösendingu Irgun. David Ben Gurion fordæmdi Begin og Irgun og sagði „Irgun er óvinur gyðinga”. Blaðiö A1 Hamishmar skrifaði: „Hvað kemur næst? Eigum við að leggja örlög þjóðarinnar í hendur alræmdri klíku fasista? Er það ekki skylda okkar að losa okkur við þá áöur en það er of seint?” Nú er foringi fasistaklíkunnar, Menahem Begin, orðinn forsætisráð- herra og foringi LEHY, Yitshak Shamir, utanríkisráðherra. Ariel Sharon og hersveit 101 Gagnstætt Begin og Shamir er Sharon fæddur í Israel. Sharon hóf hemaðarferil sinn 14 ára gamall. Eitt af fyrstu leiðandi verkefnum sem hann fékk var þegar hann var 25 ára og majór, er Moshe Dayan gerði hann aö foringja nýstofnaðrar her- sveitar, hersveitar 101, en verkefni hennar var að ráðast inn í Jórdaníu og vinna hryðjuverk. Ein hroðaleg- asta aðgerðin sem sveit Sharons framkvæmdi var árásin á þorpið Quibia. Árásin var gerð aö nætur- þeli. Húsin vom sprengd í loft upp. 60 þorpsbúar, þ. á m. konur og böm, létu lífið. Árás þessi var fordæmd og kærö til Öryggisráðs Sameinuðu þjóöanna. Ben Gurion neitaði því í Knesset (ísraelska þinginu) að það hefðu verið sveitir úr her Israel, sem heföu framið ódæðið, enda þótt hann og Dayan hefðu sjálfir fyrirskipað það. Moshe Sharret, þáverandi for- Begin — bloðugur ferill. sætisráöherra, skrifaði í dagbók sína: „Ég sagði að enginn kæmi til með að trúa slíkri sögu og við yrðum afhjúpaðir sem lygarar.” Um árásina skrifaði Sharret: „Ég for- dæmdi Qibia, sem afhjúpaði okkur frammi fyrir öllum heiminum sem blóöþyrstar skepnur, reiðubúnar að framkvæma fjöldamorð, óháð því hvort aðgerðimar leiddu til stríðs eðaekki.” Sharon er sá sem ábyrgðin á f jöldamorðunum í Beirút á að hvíla á. Ábyrgðin liggur sjálfsagt ekki á herðum Sharons eins; heldur þeirri sveit foringja og stjómmálamanna í Israel, sem á að baki blóði drifinn feril. Að Sharon geti borið þessa ábyrgð einn er ekkert vafamál, því samvisku eða mannkærleika á sá maður ekki. Virðing fyrir mannslífi er heldur ekki til. Árið 1960 varð átta ára sonur Sharons fyrir byssuskoti og dó þegar hann var að leika sér að byssu fööur síns. Sá sem lætur bam sitt leika sér að hlöðnu morðtóli eða gætir þess ekki að það nái ekki til þess getur ekki borið viröingu fyrir lífi. Slíkur maöur hefur samt verið einn af helstu leiötogum síonista og um skeið vamarmálaráðherra. Fyrirskipunin um loftárásirnar á Beirút og fjöldamorðin í Sabra og Chatila, búðum Palestínuaraba í Líbanon, sl. sumar vom ekki mistök á stjórnmálaferli Sharons, eins og sagði í einu íslensku blaðanna. Að- gerðirnar sl. sumar voru vísvitandi og í sama anda og þessir aðilar í ísra- elskri pólitík hafa alltaf staðið fyrir. „Engin Palestínuþjóð" Að lokum skal þess getið að hér hefur ekki veriö fjallað um afstöðu og sögu síonistanna í Verkamanna- flokknum ísraelska. Hún er frá- bmgðin sögu þeirra Begins, Shamirs og Sharons í mörgu. Eitt er þó sameiginlegt. Afneitunin á rétti Palestínuaraba til eigin fóstur- jarðar. I því sambandi er ekki úr vegi að ljúka þessari grein á orðum eins helsta leiðtoga Verkamanna- flokksins um langan tíma, Goldu Meir, um palestínsku þjóðina: „Það var ekki þannig að þaö væri til palestínsk þjóð og að við kæmum og rækjum hana burt og tækjum land hennar. Hún var ekki til. ” Samt er þjóð á flótta, ofsótt og hrakin. Samt kostar ríkiö Israel stór- fé og mannafla til að varpa sprengj- um á flóttamannabúðir Palestínu- araba, sem eiga sér ekkert annað land en Palestínu. Albert Einarsson kennari. Ba«8Ó«'8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.