Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Side 35
DV. MIÐVIKUDAGUR2. MARS1983. 35 Þetta er ekki hefð- bundin uppfærsla — segir Guðjón Pedersen um Fröken Júlíu Gránufjelagsins „Þetta er ekki hefðbundin uppfærsla á Fröken Júlíu” — sagði Guðjón Pedersen sem fer með hlutverk Jean í þessu þekkta Strindberg-leikriti. — „Við notum texta höfundar óbreyttan en höfum bætt við tveim hlutverkum, þeim Per Olof (Pelle) og Carl Johan. Þeir eru vonbiðlar Júlíu. Tilgangur okkar með þessari viðbót er sá að reyna aö rjúfa einangraðan heim leikritsins. Viö höfum gert eins vel og við höldum okkur geta ein. Síðan kemur til kasta áhorfenda að leggja sitt af mörkum. Leikhús getur aldrei verið neitt endanlegt svo við munum halda áfram aö vinna og þróa þessa út- færslu. Vinna okkar felst mikið í spuna. Markmiðið er síðan að halda þessum spuna áfram. Þannig er ekki Ijóst hvort útkoman verður sú að sýningarnar verða tiltölulega ólíkar. Samt er þetta ekki nein sjálfsfróun leikara. — Eða það vonum við ekki. Frumsýningin átti aö vera viku fyrr en raun varð á en þá gerðist það óhapp að ég þurfti endilega að slasa Guðjón Pedersen fer með hlutverk Jean i Fröken Júliu. DV-mynd S. mig í löppinni. Nú er ég samt mikið að hressast og er líklegur til alis. Við í Gránufjelaginu höfumáhuga á að finna nýjar leiðir að hefðbundnum verkum, þannig aö þau höfði til okkar í samtíðinni. Við viljum ekki að leikrit sé einangraður heimur uppi á sviði. Mikill hluti af okkar leikhúsi er þjálfun og leiksmiðju- vinna. Að þessu verkefni loknu munum við skoða tvö verk. Annað gerist á milli-stríösárunum og hitt í nútímanum. Mig langar annars til þess að allir leikarar á Islandi geri saman eina sýningu. Það gæti aðeins orðið um eina að ræða. Þetta yrði nefnilega svo erfitt ískipulagningu.” Svo mörg voru þau orð. Eftir stendur sú spurning hvort Fröken Júlía er enn Fröken Júlía Strind- bergs aö tveim persónum viðbættum. Er Hamlet enn Hamlet Shakespeare’s ef ég bæti þar við, segjum átta manns? — Eða yrði ég að finna eitthvert samheiti yfir nafn leikritsins og mína viðbót? Hver einstaklingur verður að svara slíkum spumingum fyrir sig. Það verður ekki gert án þess að sjá þessa uppfærslu Gránufjelagsins; sjá hvaða hlutverki viöbæturnar tvær gegna — og hvernig farið er meöleikritið. -FG. BAe-146á Reykjavíkurflugvellii fyrra. Tilraunaþotan fann þá enga isingu við Island. British Aerospace 146 þotan komin aftur: D V-mynd Bjarnleifur. SMÁauglýsinga- og áskriftasími Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Hverfisgötu 108, þingl. eign Sigurvalda Hafstcinssonar, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl., Veðdeildar Landsbankans, Sparisj. Rvfkur og nágr., Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Ama Guðjónssonar hrl., Iðnaðarbanka Islands, Bene- dikts Sigurðssonar hdl., Utvegsbanka Islands og Hafsteins Sigurðsson- ar hrl. á eigninni sjálfri f östudag 4. mars 1983 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Grettisgötu 62, þingl. eign Eiríks Oskarsson- ar, fer fram eftir kröfu Lífeyrissj. verslunarmanna á eigninni sjálfri föstudag 4. mars 1983 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Funahöföa 17, þingl. eign Stálvers h.f., fer fram eft- ir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Iðnþróunarsjóðs á cigninni sjálfri föstudag 4. mars 1983 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Laugavegi 33 A, og 33 B, þingl. eign Victors h.f., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á cigninni sjálfri föstudag 4. mars 1983 kl. 13.30. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Flugáhugamenn hérlendis muna örugglega eftir British Aerospace 146 þotunni sem kom til Islands í apríl í fyrra til að fljúga í isingarskilyrðum. Ekki tókst þá aö finna slík skilyrði við Island. En nú á að reyna aftur. BAe—146 er nú aftur komin til Islands. Ætlunin er að fljúga þotunni í ísingu, láta klakann hlaðast á skrokk hennar og sjá hvort og hvernig ís- vamarbúnaðurinn reynist. Flugvélartegund þessi er enn ekki komin á markað. Fyrst þarf að gera margvíslegar tilraunir með hana. Aður en hún fer í farþegaflug þarf hún aðstandast hinar; ólíkustu kröfur. , British Aerospace 146 þotan er fjögurra hreyfla. Hún getur notast við stuttar og lélegar flugbrautir og gæti því hentað ágætlega hér á landi. Fram- leiðendur segja hana mjög hagkvæma í rekstri. Hún á að geta borið allt að 109 farþega. -KMU. Eftir fyrsta flugið var strax kafað inn i mótora vólarinnar til að sjá hver árangur hefði orðið. DV-mynd Loftur. finna ísingu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 74., 76. og 75 tbl. Lögbirtingablaðs 1979 á Aðalstræti 8, þingl. cign Þorkels Valdimarssonar, fer fram eftir kröfu Gjald- hcimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudag 4. mars 1983 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 103., 107. og 111. tölublaði Lögbirtingablaðs 1982 á Hamarsgötu 25, Fáskrúðsfirði, þingl. eign Jóns B. Kárasonar, fer fram samkvæmt kröfu Áma Halldórssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudag- inn 8. mars 1983 kl. 10 árdegis. Sýslumaðurinn íSuður-Múlasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 103., 107. og 111. tölublaði Lögbirtiugablaðs 1982 á Túngötu 16, Eskifirði, þingl. eign Sigurðar Jónssonar, fer fram sam- kvæmt kröfu Landsbanka Islands og Utvegsbanka Islands á eigninni sjálfri mánudaginn 7. mars 1983 kl. 14. Bæjarfógetinn á Eskifirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 103., 107. og 111. tölublaði Lögbirtingarblaðs 1982 á Dalbergi, Djúpavogi, talinni eign Hjartar Asgeirssonar, fer fram sam- kvæmt kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 8. mars 1983 kl. 14. Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.