Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Qupperneq 37
DV. MIÐVIKUDAGUR2. MARS1983. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Linn Ullmann með „Bambínó" sór við hlið i diskótekinu Zenon. Passaðu þig — hann Bambínó minn ergóðurboxari Litli fuglinn okkar, hún Linn Ullmann, sem nú þegar hefur getiö sér gott orö, sem fyrirsæta, aðeins sextán ára aö aldri, erkomin meölífvörö. Hann er kallaöur „Bambínó” og er fyrrverandi hnefaleikari og rugbyspil- ari. Linn sem oft sést á diskótekinu Zenon í New York mætti fyrir stuttu með „Bambínó” meö sér og hún fór meira að segja út á gólf meö kappan- um. Við segjum nú ekki annað en aö Linn ætti að vera örugg um sig meö boxar- ann fy rrverandi sér viö hlið. Hefur Robert Mitchum ofleikið? Frekar ræni ég nú banka Þaö er stundum talað um aö menn ofleiki og slíkt fellur vægast sagt illa í geö áhorfendum. En það má með sanni segja að hann Robert Mitchum hafi ofleikiö og þá er þaö meint í öörum skilningi. Hann var nefnilega beöinn um að leika í nýrri sjónvarpsauglýsingu en slíkt mun Mitchum ekki hafa tekið sér fyrir hendur til þessa. „Aldrei, vinir mínir. Eruö þiö gengn- ir af göflunum eða hvað? Frekar ræni ég nú banka en taka slíkt aö mér,” svaraði Robert með látum. Mynd af Monu Lisu Þaö er ekki á hver jum degi sem viö í Sviðsljósinu förum út á götur og tökum myndir. En þaö gerðist þó síðastliðinn laugardag og árangur- inn finnst okkur bara vera nokkuö góöur. Aö minnsta kosti hafa menn verið ánægöir meö sig siöan. I raun ætti að segja aö menn séu í meira lagi montnir. Tildrög myndatökunnar voru þau að undirrituöum gafst kostur á aö sækja námskeiö í ljósmyndun sem haldiö var fyrir okkur blaöamenn DV hér á blaðinu í síöustu viku. Aö sjálfsögðu gripu menn tækifærið og um hádegisbilið síðastliöinn laugar- dag rann stóra stundin upp. Fariö var niður í bæ og teknar myndir. Kominn með Canon á bringuna, eins og bandarískur ferðamaöur, var sprangað niöur á Lækjartorg og fólk, sem beið þar eftir strætó, myndað í bakogfyrir. Ekki var búist við miklu enda menn aldrei veriö gefnir fyrir aö taka myndir. Almennt látiö duga aö skoöa myndaalbúmin hjá fjöl- skyldunni og vinum. Þegar svo var farið aö framkalla íilmuna og skoöa árangurinn ætlaöi allt vitlaust aö veröa í framköllunar- herberginu. Þaö ómögulega haföi gerst. Sjálf Mona Lisa fest á filmu. Og þaö af algjörum viðvaningi niöri á Lækjartorgi. Slíkt gerist ekki á hverjumdegi. Finnst ykkur svo nokkuö skrítið þó aö þaö sé svolitið loft í mönnum þessa dagana? -JGH *! M Mona Lisa stödd á Lœkjartrogi i hádeginu síðastliðinn laugardag. Þegar myndin var tekin snjóaði litillega og þvi er vinkona okkar með blautt hárið. Það kom j>ó ekki að sök við myndatökuna þvi hún fór fram innandyra. Ekki þart tleiri oro um þesse mynd frekar en um mál- verkið forðum, hún skýrir sig sjálf. DV-mynd: JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.