Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 5. MARS1983. Óvissa um hitaveitu Rangæinga: Borholan prófuð eftir helgina Mikil óvissa rikir enn um hitaveitu- mál Rangæinga. Vonast er til að mál taki að skýrast í næstu viku. Kynningar- fundur Kristilegra skóla- samtaka 1 kvöld kl. 20.30 gangast Kristileg skólasamtök fyrir sérstökum kynn- ingarfundi í húsi KFUM- og K að Amtmannsstíg 2b. Efni hans verð- ur f jölbreytt. M.a. verða samtökin kynnt, sýndur verður leikþáttur, sönghópur syngur og reynt verður að svara spurningunni „Hver er Jesús?" Fundur pessi kemur í kjölfar kynningar á samtökum í nokkrum grunnskólum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. KSS eru kristileg samtök sem starfa innan þjóðkirkjunnar. Mark- mið þeirra er aö safna saman ungu fólki sem vill trúa á Jesúm Krist. Einkunnarorð þeirra eru „Æskan fyrir Krist". Félagar eru um 300 og eru á aldrinum 13—20 ára. Heimsóknum í skólana var mjög veltekið. MAM/Starfskynning Unnið verður um helgina að því aö lagfæra dælur sem setja á niður í bor- holuna að Laugalandi i Holtum á mánudag. Við rannsókn hefur komiö i ljós að dælurnar, sem voru í holunni, biluðu vegna þess að þær gengu þurrar, að sögn Karls Omars Jónssonar, verk- fræðings Fjarhitunar. Ætlunin er að hefja prófanir á hol- unni eftir helgi. Kanna á hve mikið heitt vatn hún gefur af sér. Ekki er tal- ið óliklegt að hún gefi af sér um eða yf- ir tíu sekúndulitra, án sérstakra ráð- stafana. Meðan allt lék í lyndi var hægt að dæla allt að 40 sekúndulitrum af 90 gráðu heitu vatni. Til aö fullnægja þörf notenda þarf um 25 sekúndulitra. Fari svo að niöurstaða athugana verði sú að borholan á Laugalandi geti ekki gefið nægilega orku þarf aö fara að huga að nýjum stað til að bora á eft- ir jarðhita. Mánuöir myndu h'ða þar til viðbótarorka f engist. Rafmagnsveitur ríkisins haf a ákveð- ið, að frumkvæði iðnaðarráðuneytis- ins, að gera timabundnar ráðstafanir gagnvart þeim húseigendum sem eiga í erfiðleikum. Rafmagn verður selt til upphitunar samkvæmt hitatöxtum en ekki ljósatöxtum. Þrátt fyrir þetta bendir allt til þess að margir húseigendur muni þurfa aö leggja út í verulegan kostnað viö að koma sér upp kyndingartækjum til notkunar meðan hitaveitan er í lama- sessi. -KMU Gjöfin sem stœkkarmeð námsfólkinu.... <s> VerÓ kr 1.790. Verð kr. 2.200. NANNY — borðið er nýjung. Borðið má hækka og lækka að vild og halla borðpötunni eftir því sem best hentar hverju sinni. NANNÝ — borðið er tilvalið til náms og tómstunda. s + W*H PE 82 stóllinn hefur skapað sér fastan sess hér á landi vegna gæða sinna og hagstæðs verðs. PE 82 fæst bæði með og án arma og hægt er að stilla setu og bak eftir hentugleikum. Og til að hafa rétta birtu við námið eða tómstunda- störfin eigum við mikið úrval LUXO — lampa. GEFIÐ GÓÐA GJÖF — GEFIÐ GJÖF SEM STÆKKAR MEÐ NÁMSFÓLKINU. Sendum gegn póstkröfu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.