Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 5. MARS1983. 13 Mannlíf að norðan „Spékoppur9' Akureyringa — ný bék væntanleg á markaðinn „Bókin geymir gamanmál um Akureyringa og atburði nýliöins árs á Akureyri í spéspegli," sagði Ragnar Lár aðsþurður um bók sem væntanleg Ragnar Lár teiknar Akurayringa i spéspagli. er um miðjan mánuðinn. Að útgáf unni standa auk Ragnars þeir Rögnvaldur Rögnvaldsson ráðhúsherra og Þórður „Doddi" Pálmason, barþjónn og skipasmiður. ,,Spékoppur" heitir bók- in og um tilurð hennar orti Rögnvald- ur: Ýmsum þætti ævin þur andlaus bæði og loppin. Ef Ragnar, Doddi og Rögnvaldur réttu þeim ekki koppinn. „Bókin er í myndum og máli, þar á meðal bundnu máli eftir Rögnvald," hélt Ragnar áfram. „Eg er búinn að vera með þetta í maganum frá því ég flutti til Akureyrar en fæðingin hefur dregist á langinn. Bæjarfélagið er ekki of stórt, en það er samt nógu stórt til að svona lagað geti gengið." — Ertu ekkert hræddur um að Akur- eyringar séu hörundsárir? „Nei, það er ég ekki, þvi þó sneitt sé að mönnum í bókinni þá er það ekki gert á þann hátt að við óttumst máls- höfðun. Bókin er í nokkurs konarann- álsformi og inni á milli eru auglýsing- ar sem þó eru hluti af efninu og i létt- um dúr. Okkur hefur verið mjög vel tekið sem sést best á því aft við urðum að loka fyrir auglýsingar. Það hlýtur aðveralslandsmet,"sagði Ragnarog hló við. Ragnar Lár var í mörg ár með Spegilinn, samvisku þjóðarinnar— góða eða vonda eftir aðstæðum. „Spé- koppur" Akureyrar verður áþekkur, í brotinu A4 og blaðsíðurnar verða að likindum64. -GS/Akureyri. Rögnvaldur Rögnvaldsson réðhús- herra sér um bundið mál i bókinni. DV-myndir GS/Akureyrí Endurtekið vegna mikillar þátttöku NÁMSKEIÐ í JAPANSKRI STJÖRIMUIM FYRIR STJÓRNENDUR FYRIRTÆKJA OG STOFNANA VERÐUR ENDURTEKIÐ ÞRIÐJUDAGINN 8. MARS J. INGIMAR HANSSON Fyrirlesari Ingimar fór nýlega í námsferö til Japan. Feröin var skipulögð af Banda- riska iðnaftarverkfræftinga- félaginu. Auk námskeiða í japanskri stjórnun var farið í heimsóknir til iðnfyrirtækja. J. Ingimar Hansson er rekstrar- verkfræðingur að mennt og stofnaði Rekstrarstofuna 1974. OUNNAR H. QUDMUNDSSON Fyrirlesari Gunnar hefur annast athuganir þær sem Rekstrarstofan hefur staðið fyrir á japanskri iðnaðar- uppbyggingu og áhrifum hennar í Bandaríkjunum og á Vestur- löndum. Gunnar H. Guðmundsson er rekstrarverkfræðingur að mennt og er ráögjafi á sviði stjórnunar, skipulags, upplýsingakerfa og tölviimála. BOLLI MAGNÚSSON Fundarstjóri Bolli starfaði um skeið í Japan sem fulltrúi togarakaupenda og kynntist starfsháttum viö skipasmíðar þar í landi. Bolli Magnússon er skipatækni- fræðingur að mennt og er ráð- gjafi á sviði skipasmíða og útgerðar. Lærum af forystuþjóð á sviði stjórnunar. Veistþú: • Hvað núllgallastefna er? • Hvers vegna aukin gæði leiöa til lægri framleiðslu- kostnaöar? • Hvað er Poka Yoke? • Hvers vegna blönduð framleiðsla er hagkvæmari en fj öldaf ramleiðsla ? • Af hverju verkföll eru nær óþekkt í stærri iðnfyrir- tækjum í Japan? • Hvernig staðið er að starfsmenntun í Japan? • Hvernig unnt er að ná og viðhalda miklum afköstum? • Hvaönúllbirgðastefnaer? • Hver eru tengsl iönfyrirtækja og banka í Japan? • Er allt sem sýnist? Námskeiðið verður haldið að Hótel Loftleiðum, Leifsbúð, þriðjudaginn 8. mars kl. 13.30 til 18.00. Þátttökugjald kr. 2.500,- Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 44033 sem fyrst. Fjöldi takmarkaður. Ráögjafaþjónusta Stjórnun — Skipulag Skipulagning — Vinnurannsóknir Flutningatækni — Birgðahald Upplýsingakerfi — Tölvuráögjöf Markaös- og söluráögjöf Stjórnenda- og starfsþjálfun REKSTRARSTOFAN — Samstarf sjálfstæðra rekstrarráðgjafa á mismunandi sviðum — Hamraborgl 202Kópavogi Sími 9144033 BÆKURTILSÖLU Við erum þessa dagana að taka fram nokkur góð söfn íslenzkra bóka frá öllum tímum prentsögunn- ar. Nokkur dæmi: Reykjahlíðarættin, íslenzkar ártíðaskrár (með töflunum), Skútustaðaætt, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi eftir dr. Guðna Jónsson, Manntal á Islandi 1703, Manntal á íslandi 1816, Niðjatal Eiriks Ólafssonar á Litlalandi, Skagfirðingabók 1—10, bækur Árna Öla: Grafið úr gleymsku og Blárra tinda blessað land o.fl. bækur höf., Skólameistarasögur Sögufélags 1—7, Vatnaniður eftir Björn Blöndal, Alþingismannaförin 1906, Bókaskrá Olaf Klose og Bókaskrá Gunnars Hall, Það vorar um Austuralpa, hin umdeilda bók Knúts Arngrímsson- ar, Um Njálu eftir dr. Einar Ölaf, Heimsstyrjöldin 1914—1918 eftir Þorstein Gíslason, Ljóðmæli eftir sr. Jón Þorleifsson prest, ásamt Þjóðsögum, Kh. 1868, Samsom fríði og Kvintalín kvennaþjófur, riddarasaga, A refilstigum eftir Upton Sinclair, Fróðlegt ljóðasafn, 2. hepti, Ak. 1857, I óaðgætni eftir Þórð Sveinsson lækni, Bókin um veginn (gamla útgáfan) Misjafn sauður i mörgu fé eftir Eirík á Brúnum, Svartálfadans eftir Stefán Hörð Grímsson og Glugginn snýr í norður eftir sama, Eitt kvöld í júní, fyrsta ljóðabók Einars Braga, Ljóðmæli Jóns Ólafssonar, Rvík Í896, Ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar, frumútgáfan Kh. 1847, Lenínisminn eftir Jósep Stalín, Hvað vill Kommúnistaflokkur Islands? (gamli flokkurinn), „Helgakver" (Hálfdanarsonar), Æfi- minningar frá Letigarðinum eftir Armóð Vergangsson, Söng- bók Jafnaðarmanna, Starfsárin og Uudirbúuiugsáriii eftir sr. Friðrik Friðriksson, Bjarnargreifarnir eftir Eschtruth, Kirkjusöngsbók Jónasar Helgasonar, Organtónar Brynjólfs organista Þorlákssonar, Frjálsar ástir eftir Katrínu Thor- oddsen, Verk Chaucers, í fólíóútgáfunni, alskinn, útgefin 1602, Kennslubók í bókbandi og smiðum, Tímarit Máls og menningar, litla ritið, Far veröld þinn veg eftir Jörgen Frants Jacobsen, Móðirín 1—2 eftir Gorkí, Islandske Folkesager (Andersen), Privatboligen paa Island eftir dr. Valtý Guðmundsson, Heimsbókmenntasaga Kristmanns 1—2 og Bókmenntasaga Kristins E. Andréssonar, Lýsing Islands 1—4, eftir Þorvald Thoroddsen, allt frumprent, Kvæði Einars Benediktssonar í alskinni, Tímaritið Sunnanfari komplet, Búalög, Hrappsey og Reykjavík, Islenzkt mannlíf 1—4 eftir Jón Helgason, Að vestan 1—4, Islenzkir samtíðarmenn 1—2, Tímaritið Réttur frá upphafi, Bragfræði og háttatal eftir Sveinbjörn Beinteinsson, Siðaskiptamenn og trúarstyrjaldir eftir Sverri Kristjánsson, Vor í verum eftir Jón Rafnsson. Die Vögel Islands eftir Timmermann. Viö hofum ennfremur bækur eftir nær alla íslenzka höfunda fyrr og síðar, t.d. Thor Vilhjálmsson, Halldór Laxness, Þorgeir Þor- geirsson, Þórberg Þóröarson, Njörö P. Njarövík, Sigurð A. Magnússon, Guðrúnu frá Lundi, Árna Ölafsson, Flosa Ölafsson, S.jón, Sigurð Z. Ivars- son, Svövu Jakobsdóttur, Skugga, Einar Kvaran, Einar Guðmundsson, Helga Þorgils, Jón úr Vör og hundruð annarra, lifandi og látna, viöur- kennda hérlendis og erlendis, einnig hina ungu óþekktu höfunda. Hjá okkur er miðstöð pocketbóka-viðskiptanna. Höf um þúsundir enskra nýlegra pocketbóka. Við kaupum og seljum allar íslenzkar bækur og flestar erlendar. Heil bókasöfn og einstakar bækur. Gefum reglulega út bóksöluskrár um íslenzkar bækur og sendum þær ókeypis til þeirra sem óska utan Reykjavíkursvæðisins. Sendum í póstkröf u hvert sem er. Vinsamlega hringið, skrif ið — eða lítið inn. - GAMLAR BÆKUR OG NÝJAR - BÓKAVARÐAN Hverfisgötu 52 Sími 29720 — Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.