Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. MARS1983. 3 Vilja ráða skólameist- ara að Verkmennta- skólanum á Akureyri — Nemendur geta lokið því námi sem þarf til inngöngu fháskóla Nýlega hefur veriö skipuö skóla- nefnd Verkmenntaskólans á Akur- eyri, en fyrsti áfangi skólabyggingar hefur verið tekinn í notkun. Þar er málmsmíðadeild skólans til húsa. Haukur Árnason er formaöur skóla- nefndarinnar, en aðrir nefndarmenn eru Torfi Sigtryggsson, Áslaug Axelsdóttir, Gunnar Jónsson og Báröur Halldórsson. Á fundi nefndarinnar 23. febrúar sl. var gerö eftirfarandisamþykkt: „Skólanefnd Verkmenntaskólans beinir þeim tilmælum til bæjar- stjórnar Akureyrar að leitað verði heimildar menntamálaráðuneytisins til að ráöa skólameistara að Verk- menntaskólanum á Akureyri frá 1. ágúst næstkomandi, til þess að vinna að undirbúningi að stofnun hans. Starfið verði auglýst í marsmánuði með umsóknarf resti til apríllokaí’ I Verkmenntaskólanum á Akur- eyri eiga aö sameinast iðnskóli, vél- skóli, hússtjómarskóli, framhalds- deildir Gagnfræðaskólans og tækni- skóli. Með stofnun skólans er stefnt að tveim meginframhaldsskólum á Akureyri; þ.e. Menntaskólanummeð bóknáms- og uppeldissvið; og Verk- menntaskólanum með heilbrigðis-, hússtjórnar-, viðskipta- og tækni- svið. Meö þessu fyrirkomulagi má búast við að Verkmenntaskólinn veröi 700 nemenda skóli fullmótaður. Verkmenntaskólinn á Akureyri á að þjóna byggðunum á austanverðu Noröurlandi, þannig að reiknað er með að í skólanum verði 2—300 aðkomunemendur. Þess vegna hefur skólanefndin beint þeim eindregnu tilmælum til bæjarstjómar Akureyr- ar, aö þegar í stað verði hafinn undir- búningur að byggingu heimavistar fyrir framhaldsskóla á Akureyri. Sú bygging var nokkuö til umræðu fyrir um það bil ári, en þá kom til tals að hún yrði byggð og rekin í samvinnu við Hótel KEA. Sú hugmynd mun vera úrsögunni. Fyrir nokkrum árum var gerð könnun, sem sýndi aö í Norðurlands- kjördæmi eystra voru aðeins 2,9% íbúanna í námi frá grunnskóla að háskóla, en þá var landsmeðaltal 4,2%. Ut frá þessum staðreyndum var ákveðið að stórefla námsaðstöðu til framhaldsmenntunar á Akureyri og Verkmenntaskólinn stofnaöur. Lokapróf frá skólanum mun gefa rétt til inngöngu í Háskóla Islands. En það gengur hægt að byggja yfir skólann. Málmsmíðadeildin, sem tekin var í notkun á dögunum, er aðeins um 11% af heildarbygging- unni, en heildargrunnflötur skólans verður um 8.100 fermetrar. Þegar framkvæmdir hófust var reiknað með aö heildarkostnaður við bygg- inguna yrði um 40 m. kr., sem þá var nálægt jafnvirði eins skuttogara. Síðan hafa verið keyptir margir skuttogarar til ýmissa staða á land- inu en tæpast er komin kjölfestan í Verkmenntaskólann. Þykir þetta skjóta nokkuð skökku við, á sama tíma og rætt er um að efla ýmiskonar iðnað í landinu, þar sem sjávarút- vegur beri ekki meiri mannafla fyrst umsinn. -GS/Akureyri Geirharður Þorsteinsson, annar af hönnuðum Verkmenntaskólans á Akureyri, Magnús Garðarsson, starfsmaður byggingarnefndarinnar og Haukur Árnason skólanefndarformaður virða fyrir sér likan af skóla- byggingunni. D V-mynd GS/Akureyri Fjölbraut Akranesi: Nýja heimavistin fokheld í haust Menntamálaráðherra, Ingvar Gísla- son, tók nýlega fyrstu skóflustunguna að fyrirhugaðri heimavistarbyggingu við F jölbra utaskólann á Akranesi. Heimavistarbyggingin verður tvílyft hús, alls um 1250 mz. Þar verður rúm fyrir 64 nemendur í tveggja manna herbergjum. I húsinu verður einnig sérstök íbúð gæslumanns. Þjónustuaðstaða, svo sem mötuneyti og setustofa, mun verða í viðbyggingu sem fyrirhuguð er viö eldri hluta skólahúsnæðisins. I Fjölbrautaskólanum á Akranesi eru nú 520 nemendur í reglulegu framhaldsnámi. Auk þess eru 85 nemendur í öldungadeild skólans og 17 nemendur í meistaranámsskóla, sem tók til starfa nú um áramót. Viö skólann stunda nú nám 180 utanbæjarnemendur, en núverandi .heimavist rúmar aðeins 18 nemendur. Er bygging hinnar nýju heimavistar því afar brýn, en fyrirhugað er aö nýja húsið verði fokhelt í haust. -SþS Islenskföt: Vorkaupstefna hefst í kvöld SILVER TOPPURINN SHIN-SHIRASUNA ELECTRIC CORP., JAPAN MEIRA EN 10 GERÐIR I FERÐAHLJOMTÆKJUM VERÐ VIÐ ALLRA HÆFI Kaupstefnan ÍSLENSK FÖT hefst í dag á Hótel Loftleiðum. Er þetta í 27. sinn sem kaupstefnan er haldin og stendur hún í tvo daga. Formaður Félags íslenskra iðnrekenda, Víglund- ur Þorsteinsson, opnar kaupstefnuna í kvöld klukkan 20.30 og veröur tískusýning að þvi loknu. Þátttakendur í kaupstefnunni eru 12 innlendir fataframleiðendur og munu þeir sýna vor- og sumartísku fyrir- tækjasinna. Framkvæmdastjóri kaupstefnunnar ISLENSK FÖT er Þórarinn Gunnars- son, skrifstofustjóri Félags íslenskra iðnrekenda. -SþS Á heimleið úr Norðursjó Þessi stóra Sikorsky-þyrla átti leið um Reykjavík fyrir síðustu helgi. Þyrlan var aö koma frá olíuvinnslu- svæðum Norðmanna í Norðursjó á leið til Kanada. Hún er í eigu Okanagan, eins stærsta þyrluflugfélags heims, og var að ljúka leiguverkefni um flug til og frá olíuborpöllum, að sögn Sveins Bjömssonar, sem annaðist afgreiðslu hennar hér á landi. Þyrlan er af gerð- inni SK-61 og getur borið allt að þrjátíu farþega. -KMU/DV-mynd: S. Níu vilja verða bæjar- fógetar á ísafirði Fyrir nokkru rann út umsóknar- frestur um embætti sýslumanns og bæjarfógeta á Isafiröi. Um stöðuna sóttu níu menn og eru þaö þessir: Barði Þórhallsson bæjarfógeti, Finn- bogi Alexandersson fulltrúi, Freyr Ofeigsson héraðsdómari, Guðmundur Kristjánsson aðalfulltrúi, Guðmundur Sigurjónsson aðalfulltrúi, Hlööver Kjartansson fulltrúi, Ingvar Björnsson héraðsdómslögmaöur, Már Pétursson héraðsdómari, Pétur Kr. Hafstein fulltrúi. -klp- (2xZS vött musik). Langbylgja, miðbylgja, stuttbylgja, FM-bylgja, lausir hátalarar. Verð kr. 11.949.- Sláið saman í fermingargjöf sem slær í gegn SR 5000 L Verð kr. 9.226,- ST565 L Verð kr. 4.886,- ÚTBORGUN FRÁ KR. 2.500 EFTIRSTÖÐVAR Á 3-5 MÁN. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.