Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR15. MARS1983. Ágreiningur í dvalarheimilast jórn Akureyrar um hönnunarkostnað: MINNIHLUTINN ÁLÍTUR ÞÓKNUN OFREIKNAÐA Á þessu likani má sjá framtiðarskipulag af dvalarheimilinu Hlið við Þórunnarstræti á Akureyri. Næst eru núverandi byggingar en fjær þær byggingar sem nú er verið að hanna samkvæmt umdeildum samningi. Klofningur kom upp í stjóm dvalar- heimila aldraðra á Akureyri við af- greiðslu á hönnunarsamningi við Tækniteiknistofuna sf., en samkvæmt samningnum er stofunni falið að hanna fyrirhugaða byggingu við dvalar- heimilið Hlíð. Hönnunarkostnaöur er liölega 2 m. kr. FulltrúarKvennafram- boösins, Svava Aradóttir, sem er for- maöur stjómarinnar, og Annette Bauder Jensen, treystu sér ekki til að undirrita samninginn. Siguröur Hannesson, Freyja Jónsdóttir og Auöur Þórhallsdóttir greiddu hins vegar atkvæöi með samningnum sem endanlega var staðfestur í bæjarstjórn sl. þriöjudag. Vildu arkitekta Svava Aradóttir og Annette Bauder Jensen geröu grein fyrir afstööu sinni með sérstakri bókun sem er í þrem liðum. Þar segir orörétt: „1. Þaö er aö okkar áliti óæskilegt að fela svo vandasamt og umfangsmikið verk sem hér um ræöir ekki hönnuöum sem til þess hafa lært sérstaklega. Okkur finnst misráðiö að ekki hafi verið leitað til arkitekta sem em einir stétta menntaðir til arkitektastarfa, heldur hafi umrætt verkefni verið falið tæknifræðingum sem hafa fyrst og fremst menntun á sviði verkfræði. Þar sem fyrrverandi stjóm dvalarheimil- anna hafði þegar falið umræddum hönnuðum verkið, höfðum við ekkert með val hönnuða að gera. 2. Við höfumauk þess gildar ástæöur til að álíta að þóknun fyrir fyrri tillög- ur sem reynst hafa ónothæfar og þegar hefur verið greitt fyrir kr. 814.062.- samkvæmt verðlagi 1. janúar 1983, sé ofreiknaö og í ósamræmi við gjaldskrá Arkitektafélags íslands, sem hönnuðir hafa þó haft til grundvallar fyrir ákvörðun á hönnunarkostnaöi. Tekið skal fram að hluti af fyrri vinnu hefur reynst nothæfur í seinni til- lögu og dregst það frá seinni greiðslum. Við skorum því á bæjarstjóm að leita umsagnar gjaldskrárnefndar Arkitektafélags Islands um túlkun gjaldskrár Al sem notuð var í þessu til- felli. 3. Þar sem forsvarsmenn Tækni- teiknistofunnar sf. hafa lýst því yfir aö starfsmenn hennar hafi ekki þá þekkingu sem þarf til hönnunar loft- ræstikerfa veröur að leita til annarra með þann þátt hönnunarvinnunnar. Raunhæfast hefði verið að vinna saman loftræstilagnir og aðrar lagnir þar sem þetta em mjög skyldir hlutir og eðlilegast að hönnun þessi væri unnin samhliða. (Aö undanskyldum raflögnum.) Þar að auki verður hönnunar- kostnaður við loftræstikerfið hærri ef það er unnið eitt og sér. Við mælum því eindregið á móti því að loftræstilagnir séu slitnar úr samhengi viö aðrar lagnir í hönnun.” Af þessum ástæðum treystu þær Annetta og Svava sér ekki til að standa að undirritun samningsins. Tillaga Þorgerðar Hauksdóttur í bæjarstjóm, sem meðal annars fól í sér að vísa samningnum til gjaldskrárnefndar Arkitektafélagsins, var felld. Vantraust á hönnuði nýbyggingarinnar Þetta var álit minnihlutans í stjórn- inni en meirihlutinn gerði einnig sína bókun sem er þannig: „Freyja Jónsdóttir, Sigurður Hannesson og Auður Þórhallsdóttir vilja láta í ljós undrun sína á bókun for- manns, Svövu Aradóttur, og Annettu-. Bauder Jensen, þar sem fram kemur vantraustá hönnuði nýbyggingarinnar við Hliö, þá Aðalstein Júlíusson og Harald Árnason frá Tækniteiknistof- unni sf., sem er í algjöru ósamræmi við fyrri samþykktir. Samanber bókun frá 24. september, liðir 1, sem er svohljóðandi: „Fundinn sat Aöalsteinn Júlíusson, sem lagði fram tvær tillöguteikningar, sem vom mjög áþekkar, en tillaga 2 stærri í sniöum. Teikningarnar voru alis ólíkar fyrri teikningum og voru ræddar fram og aftur, enda mjög athyglisverðar. Stjórn og varastjóm var algjörlega sammála um að tillaga tvö væri áUt- legri og samþykkti aö fela Aöalsteini Júlíussyni að vinna teikningarnar í hendur skipulagsnefndar til umsagnar og samþykktar.” Undir þessa bókun rituðu alUr í stjórn og varastjóm. Einnig vísast til fyrri bókana frá 20. des og 18. jan. þess efnis aö fela húsameistara bæjarins að yfirfara verk- og greiðslusamning og ganga frá honum tU undirritunar, ásamt lögfræðingi bæjarins.” Of seint í rassinn gripið Þaö kom fram í samtölum DV við bæjarfuUtrúa að margir þeirra gátu tekið undir sumt af því sem fram kemur í bókun fulltrúa Kvennafram- boðsins. Hins vegar kom þeim öllum saman um þaö að hér væri of seint í rassinn gripið, þar sem búiö væri fyrir löngu að ákveða fyrirkomulag hönnunarinnar og hverjir fram- kvæmduhana. -GS/Akureyri „Hulduherinn” á ferdinni — búinn að taka um 2000 lítra af smygluðu áfengi síðaníjúní ToUgæslan fann í fyrradag 129 flöskur af áfengi svo og nokkurt magn af bjór um borð í Skeiðsfossi sem nýkominn var frá Spáni með viðkomu í Belgíu. Hafa sex skipverjar viðurkennt að eiga þenn- an vaming og er mál þeirra nú í höndum rannsóknarlögreglunnar. Aö sögn Kristins Olafssonar toU- gæslustjóra hefur toUgæslan lagt hald á um 2000 lítra af sterku áfengi frá miðjum júní í fyrra. Er þaö helmingi meira en á sama tíma árið áöur. I júní í fyrra var vinnuaöferðum breytt hjá tollgæslunni. Tók þá til starfa sérstök leitardeUd — eða „hulduherinn” eins og sjómenn kalla þessa nýju deUd. Hefur hún þaö starf að fylgjast með skipakomum til landsins og leita í skipunum. Að sögn Kristins hefur þetta breytta vinnufyrirkomulag m.a. þaö í för með sér að hægt er aö sinna landsbyggðinni betur en áður og koma embættismönnum á hinum ýmsu stöðum til aðstoðar ef með þarf. „Hulduherinn” á ekki heiðurinn af öUu því smygli sem tekið hefur verið að undanförnu. Vegalögreglan og rannsóknarlögreglan hafa tekið annaö eins ef ekki meira. Er það úr bílum sem hún hefur stöðvað þar sem ökulag eða óvenjuleg hleðsla bíl- anna hefur vakiö grunsemdir. Það smygl hafði sloppið fram hjá „huldu- hemum” í skipunum sem er annars fátítt. Segja fróðir menn um þessi mál að eftir að „hulduherinn” hafi verið stofnaður, sé varla sjáanlegt smyglaðvíneða bjórámarkaðnum. -klp- Svo mælir Svarthöfði_________Svo mælir Svarthöfði___________Svo mælir Svarthöfði Að sameina hin borgaralegu öfl Enn hefur forsætisráðherra ekki sagt frá því hvort hann muni verða við tilmælum nokkurra stuðnings- manna sinna um að leiða framboð sjálfstæöismanna í Reykjavík. Og í sjálfu sér þarf forsætisráöherrann ekkert að flýta sér í þessum efnum. Hann getur dregið framboðstilkynn- ingu fram á síðasta dag og haldið uppi þeirri spcnnu sem oft er nauðsyn klofningsframboöi. Stuðningsmenn hans eru hins vegar orðnir næsta óþolinmóðir enda hafa þeir enn ekki náö þeim þroska að skilja hina sælu nautn sem er fólgin í því aö taka ákvörðun á síöustu stundu. Þeir sem ákafastir eru um framboð forsætisráðherra styðja margir mál sitt þeim rökum aö Ijóst sé aö stór hópur stuðningsmanna hans muni ekki kjósa lista sjálfstæðismanna þvi aö slikt kæmi Geir Hallgrímssyni á þing. Þess vegna færu atkvæði þessara manna til annarra flokka, einkum þó til Ölafs Jóhannessonar og Bandalags jafnaöarmanna. Þessir stuönings- menn forsætisráöherrans myndu hins vegar kjósa hann fullir áhuga og gæti framboð hans því stuðlað að enn meiri sigri sjálfstæðismanna í Reykjavík en að sama skapi drepið framboð framsóknar og Vilmundar. Rök kjósenda við kjörborð eru oft vandskýrð og sést þaö best á úrslitum prófkosninga Alþýðuflokks- ins á Vestf jörðum. Forsætisráðherra hefur að sönnu mikinn velvilja margra kjósenda en framboð hans verður ekki rökstutt meö vísan til þess er aö framan er sagt. í huga langflestra kjósenda og stuðnings- manna Sjálfstæöisflokksins yröi framboö forsætisráðherrans fyrst og fremst til framdráttar andstæðing- um flokksins. Og þaö sem meira er: það væri þvert á stjórnmálastefnu forsætisráðherrans. Saga dr. Gunnars og Sjálfstæðis- flokksins er samslungin frá upphafi. Þar hafa oft oröið árekstrar milli hans og annarra forustumanna flokksins. Dr. Gunnari hefur hvaö eftir annað verið settur stóllinn svo fyrir dymar að hann gat réttlætt það bæði fyrir sjálfum sér og öðrum að stofna nýjan flokk. En hann hefur aldrei gert þaö. Hann hefur þvert á móti reynt að halda ágreiningnum innan flokksins, hann hefur verið „enfant terrible” sumir segja „horr- ible”, en „enfant” eigi að síður. Og rétt eins og böm skilja ekki við for- eldra sina hefur dr. Gunnari aldrei dottið í hug aö leiðir hans og Sjálfstæðisflokksins myndu skilja. Þegar ríkisstjómin var mynduð vildu skapmenn i báðum örmum að nú yrði gengið saman til víga. Slíkt var þó ekki gert og réðu þar mestu um ráð Geirs Hallgrimssonar og Gunnars Thoroddsen. Það hefur verið erfitt að halda saman flokkn- um þessi ár og þeir sem starfiö mæddi mest á hafa gengið frá þeirri orrarhríð með rifinn skjöld. En flokkurinn stendur enn saman. Og e.t.v. er mest um vert að þeir félagar dr. Gunnars sem tóku meö honum sæti í ríkisstjórn em nú eftir á listum Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa báðir lýst yfir eindregnum vilja sínum til að ná fullum og heiðarlegum sáttum. Framboð dr. Gunnars í Reykjavík yrði mjög til þess að veikja stöðu þessara manna og gera þeim erfitt fyrir. E.t.v. yrði um stundarsigur að ræða í Reykjavík en félagar ráðherr- ans úti á landi yrðu að gjalda fyrir þaö. Það er eðlilegt að vöskum stuðningsmönnum forsætisráðherr- ans þyki sjónarsviptir að því að hann dragi sig í hlé við næstu kosningar. En þau sjónarmið geta ekki ráðið úrslitum. Rétt eins og dr. Gunnar hóf stjórnmálaþátttöku ungur maöur til þess m.a. aö sameina hin borgaralegu öfl í landinu í einum víösýnum og þjóðleg- um umbótaflokki, er eðlilegt aö hann ljúki stjórnmálastarfi sínu með því að tryggja að ævistarf hans molist ekki. Það er þess vegna sem dr. Gunnar á að skipa heiðurssæti sjálfstæðislistans í Reykjavík. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.