Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 18
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR15. MARS1983. Menning Menning Menning Menning ÓPERAN ER HIÐ FULLKOMNA LEIKHUS — ogumframallt leikhúsalmennings, segirleikstjóri Míkadó „Ég vil sérstakiega geta þess að við berum mikla virðingu fyrir Garðari Cort- es og því sem honum hefur tekist að gera." DV-mynd: Bj. Bj. ► Michael Deegan, Franc- esca Zambello og Sarah Conly. DV-mynd: Bj. Bj. staðar. Forlögin hafa veriö mér hliðholl. I mínu starfi er tungumála- kunnátta mjög nauðsynleg að ég tali nú ekki um kynnin af menningarlífi margra þjóða. Og síðan var ég skiptinemi í Moskvu í sex mánuði og í Leningrad í aðra sex. Það var stór- kostlegt. Þegar maður vinnur við óperur er auðvitað nauðsynlegt að hafa tónlist- arkunnáttu. Nám í hljóðfæraleik hefur því líka komið mér tii góða. Annars lagði ég um tíma stund á heimspeki viö Lundúnaháskóla og síðan við Colgate-háskólann. Öperan er dásamlegur vettvangur; töfraveröld. — Við Michael, Sarah og ég höfum unnið mjög mikið saman. Til dæmis bíður okkar uppfærsla á Makrópólis-atburðunum, óperu eftir Janacék, það verður í Milwaukee. Við tilheyrum hópi ungra Banda- ríkjamanna sem segja má að hafi alist upp í óperunni. öll störfum við hjá einhverju stóru óperuhúsanna og upp á eigin spýtur að auki. Ég vil sérstaklega geta þess aö við berum mikla virðingu fyrir Garðari Cortes, og því sem honum hefur tekist aö gera. Það er í rauninni makalaust. Það þarf svo sannarlega kjark, úthald og ómælda vinnu til þess að gera slíkan draum að veruleika — og gera það svona vel. Garðar hefur barist fyrir hugsjón- um sínum. Ég er mjög hrifin af Islensku óperunni, andanum þar, starfsgleðinni, hæfileikum þessa fólks. Ég vona svo sannarlega að almenningur geri sér grein fyrir hvers konar fjársjóður þjóðinni hefur verið færður með því að gera þennan draum að veruleika. Opera er dásamleg veröld. Þar haldast allar listgreinar í hendur; allar tilfinningar, allar hvatir koma þar á svið. Operan er hið fullkomna leikhús — og umfram allt leikhús al- mennings. Vonandi mun ég geta komið til Islands aftur, unniö hér — og skoðað landið. Tími okkar hefur verið allt of naumur.” -FG. skiptum með okkur störfum þannig að Michael sér um alla smiði og þess háttar en ég sé um aö mála og búningahliöina. Annars hef ég ekki hannað þá búninga, sem viö notum í Mikadó, heldur svona gert á þeim smálagfæringar. Áður en við komum hingaö sendum við vinnuteikningar og leik- tjaldamódel á undan okkur svo vinna við þetta var hafin þegar við komum. Nú snúum við okkur að verkefni fyrir óperuna í Boston. Þar er Sarah Caldwell sem margir íslendingar kannast við. Undanfarin þrjú ár höfum við síðan unnið viö árvissa listahátíð, TanglewoodFestival, sem haldin er á sumrin. Að þessu sinni munum við fást við óperuna Orfeus ogEvridís eftir Gluck.” Hjónin voru hin ánægðustu með dvöl sína hér en þótti mjög miður aö hafa ekkert komist út fyrir Reykja- vík, er þau hafa ekki einu sinni skoðað, vegna anna. Þau sögðust vonast til þess að koma hingað aftur og hafa þá rýmri tíma. — Michael var farinn að gerast órór mjög svo þau hurfu til síns starfa. Það var látið óátaliö með öllu, þar eð nú var Francesca Zambello komin úr bæjarferð og leysti þau af hólmi: „Ég starfa nú við óperuna í San Francisco, hóf reyndar feril minn í Þýskalandi og þá sem aðstoöar- leikstjóri. Þaðan fór ég til New York og var svo heppin að verða á vegi hins fræga leikstjóra Nat Merrill, sem starfað hefur viö Metropolitan óperuna í 30 ár. Hann tók mig undir sinn verndarvæng. Ég vann með honum í ein þrjú ár. Það varð mér ómetanlegur skóli. Nú hef ég stofnað eigin óperu — í Denver, Colorado — svo nú er ég á sífelldum ferðalögum á milli Denver og San Fancisco en starf mitt ermér óþrj óta ndi ánæg juef ni. Ég er bam ítalskra foreldra, leikara, og fædd í Bandaríkjunum. Við fluttumst þó til Evrópu þar sem ég ólst upp — og við bjuggum bókstaflega alls staðar; í París, Mílanó, Vínarborg, London, alls I Islensku ópemnni var unnið af þögulli einbeitni síðastliðinn fimmtudag, enda frumsýning á Míakdó á föstudeginum — og margt var eftir ógert. Enginn tími mátti fara forgörðum. Nú var hann dýr- mætur og varð að nýtast út í æsar — og þá dundu ósköpin yfir: blaöamaður DV birtist. Micheal Deegan, leiktjalda- og lýsingarhönnuður, horfði örvænting- arfullum augum á fyrirbærið drykklanga stund. Vonaðist greinilega til þess aö það hyrfi; að hægt væri að stara það burt; að þetta reyndist bara vera óperudraug- urinn. Barnsleg bjartsýni hrekkur þó skammt í grimmum heimi. Vá- vætturinn lét hvergi haggast, hvessti glymurnar á varnarlausan lista- manninn, glotti — fremur blíölega, samt — og beið uppgjafar fómar- lambsins. Michael sá sinn hag vænst- an í að láta af öllum áformum um andóf og kallaði á konu sína og sam- starfsmann. Sarah Conly birtist á svipstundu, manni sínum til styrks og stoðar, og brátt uröum við einhverju nær um þauhjónin: „Michael starfar hjá Metropolitan óperunni í New York. Ég er búningahönnuður en síöast- liðiö ár, eða síðan við giftum okkur, höfum við unniö saman að leiktjalda- gerðinni og lýsingu. — Það kemur fólki oft á óvart að við skulum vera gift, vegna þess að ég hef haldið eftimafni mínu óbreyttu. Það er fremur óvenjulegt í Bandaríkjun- um.” „Að við komum hingað atvikaðist þannig” — skaut Michael að (hafði á þessu stigi greinilega sætt sig við örlög sín) — „að hljómsveitarstjór- inn Marc Tardue hafði unniö mikið með leikstjóranum Francescu Zam- bello. Hann mælti með henni og hún með okkur.” ,,0g við komum hingaö fyrir tveim vikum,” — bætti Sarah við „og höfum unnið sleitulaust en reglulega notið þess aö koma hingað. Við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.