Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 8
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. MARS1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd FjÖl- menn útför eftir námu- slys Mikiö fjölmenni var viö útför 98 tyrk- neskra kolanámu- manna í Eregli fyrir helgi, en þeir fórust í síöustu viku, þegar tvær gassprengingar uröu í námu þeirra. — Er þaö versta náma- slys sem oröiö hefur í Tyrklandi í 50 ár. Komið hafa fram ásakanir um van- rækslu í öryggiseftir- liti í námunum. Þykir víst aö ekki hafi veriö haft nóg eftirlit með gasmyndun í nám- unni. Þaö þótti skrítin tilviljun aö enginn þeirra sem eftirlit átti aö hafa meö gas- myndun var staddur niöri í námunni þegar slysiö varö. Strauss valdafíkinn Erfiðleikar við myndun nýrrar st jórnar Kohls kanslara Franz Josef Strauss, leiötogi Kristi- lega bandalagsins í Bæjaralandi, er sagöur sækja fast aö fá aukin völd í nýju ríkisstjóminni sem Helmut Kohl kanslari setur saman þessa dagana. Þeirsem nærriStrauss standa segja ólíklegt að hann sætti sig við valdalítið ráöuneyti, jafnvel þótt hann fengi nafnbótina varakanslari í kaupbæti. — Strauss mun ekki þykja annaö sæm- andi eftir velgengni flokks hans og fylgisaukningu í kosningunum6. mars. Þeir Kohl og Strauss — og fleiri full- trúarhægriflokka þeirra, komu saman til fundar í gær en rétt fyrir fundinn lýsti Strauss því yfir aö hann vænti lykilembætta ístjóminni. Það er vitaö að Strauss hefur viljaö fá utanríkisráöuneytiö, sem hefur ver- iö á hendi Hans-Dietrich Genschers, leiðtoga frjálslyndra, en Kohl kanslari mun vera því andvígur og þykir ekki líklegt að Strauss veröi aö þeirri ósk. Kristilega bandalagiö er eftir síö- ustu kosningar næstf jölmennasti þing- flokkurinn í neöri málstofu Bonnþings- ins (Bundestag) meö 53 þingsæti á meðanfrjálslyndir hafa núaöeins34. Fellur olíu- verð niður í 20 dollara? Mörgum er til efs aö OPEC takist aö (eins og Bretland, Noreg og Mexíkó), halda markaösverði olíunnar í 29 doll- ef þau reyndu að undirbjóða OPEC- urum, sem samtökin kunngeröu í gær. olíuna. — En þaö heyröist í gær, aö Sýnist flestum líklegra aö olíuveröið Bretar íhuguöunýja lækkun á Noröur- eigi eftir aö dala enn í náinni framtíö sjávaroliunni eftir 5 dollara lækkun og ýmsir spá því aö það veröi komið OPECs. niöur í23 dollara olíufatiö í sumar. Á OPEC-fundinum náðist samkomu- Þessi 15% lækkun olíuverðsins varð lag um aö draga olíuframleiðsluna aö samkomulagi, þegar Saudi Arabía saman niöur í 17,5 milljón tunnur á gekkst inn á aö hafa sína framleiðslu dag. En samkomulagið, sem náðist í breytilega eftir þörfum markaöarins OPEC á fundinum í Genf á síðasta ári, til þess aö létta álaginu á olíuveröinu entist aldrei nema örfáa mánuöi því aö eftir þvísem eftirspum þróast. þá voru OPEC-félagar byrjaöir aö Yamani sjeik, olíuráðherra Saudi- undirbjóðahverjiraðraopinskátt. Arabíu, sagöi aö loknum fundi OPEC- Ef samheldnin rofnar aftur eftir ráðherranna í London í gær að olíuríki þetta samkomulag, er eins líklegt aö OPECs mundu ekki hika viö aö fara í verðfallið stöðvist ekki fyrr en niöri í 20 verðstríö viö olíuríki utan samtakanna dollurum. Barbie ber af sér sök Klaus Barbie, fyrrum yfirmaður Gestapo í Lyons í Frakk- landi, á stríðsárunum, hefur þverneitað ákœrum franskra yfirvalda á hendur honum þess efnis að hann hafi flutt gyðinya til útrýmingarbúða og pyntað fanga. Barbie hefur einnig sagt dómaranum sem nú undirbýr málsókn á hendur honum, Christian Riss, að hann muni ekki svo glöggt eftir mörgum atburðum frá stríðsárunum. Samkvæmt blaðafregnum úr dag- blaðinu Le Progress, sem gefið er út í Lyons, á Barbie aö hafa sagt: „Eg haföi ekkert meö brottflutnínga gyðinga aö gera persónulega.” Hann á aö hafa viöurkennt aö hafa vitað aö brottfluttu gyðingarnir voru sendir til fangabúöa en segist ekki hafa vitað hvaö þar fór fram. Hvaö varðar nauðungarflutningana á hann aö hafa sagt: „Þaö voru tveir eöa þrír þýskir lögreglumenn sem sáu um þetta í Lyons. Ég man að einri þeirra hét Wenzel.” Þegar Barbie var spuröur um meint fjöldamorö á 22 gíslum tíl hefndar fyrir morö á tveim þýskum lögreglumönn- um, sagöi Barbie aö þeir heföu veriö skotnir við flóttatilraun. Og þegar hann var spuröur um aftökur á 40 gyöingum í Lyons og nágrenni 1943 og 1944 sagöi Barbie: „Eg man þetta ekki núna. Þetta heföi getaö gerst án þess aöég vissi af því.” Undankeppni ískák Einvígi þeirra Zoltan Ribli og Eugenio Torres, í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í skák mun hefjast í AUcante á Spáni þriðja apríl, samkvæmt tilkynn- ingu frá FIDE. Þá mun einvígi þeirra Nönu Alexandria og Tatiönu Lemachko einnig hefjast á sama tímaogásamastað. Tilræöismaöur páfabiöst afsökunar Tyrkneska dagblaðiö Hurriyet hefur birt bréf frá Mehmet Ali Agca, Tyrkjanum sem reyndi að myrða Jóhannes Pál páfa á Péturs- torgi í Róm. I bréfinu lýsir tilræöis- maðurinn hryggö sinni og lofar Mehmct AIiAgca. páfann fyrir „mannkærleika hans”. Agca segir einnig aö ef hann fengi að tala opinberlega myndi hann útskýra harmleik hryðju- verkanna og þess að vera hryðju- verkamaður. Hann myndi einnig lýsa aðdáun sinni á páfanum og hryggð sinni yfir tilræðinu. Páfinn er einn þeirra fáu sem vinna heils- hugar fyrir friði í heiminum, segir Agca. Skriða fellur áþorp Að minnsta kosti 76 manns létust og um 100 meiddust í skriðu sem féll fyrir helgi á afskekkt þorp í norðurhluta Pakistan, nærri kinversku landamærunum. Sam- kvæmt útvarpsfréttum mun skriðan hafa fallið á þorpið Phupan sem er um 160 kílómetrum suðaust- ur af höfuðborg svæðisins, Gilgit. Auk hinna 76 látnu munu 19 manns vera ófundnir og 25 hinna slösuöu voru mjög illa á sig komn- ir. Herþyrlur fluttu vistir og aðra hjálp tilsvæðisins. Njósnari grafinn Fergus Maclean, sonur njósnar- ans Donald Maclean, sem lést sjötta þessa mánaðar, kom til Moskvu um helgina til þess að ganga frá málum föður síns. Fergus Maclean, sem er efnafræð- ingur aö mennt, svaraði í síma í íbúð föður síns i Moskvu en neitaði að ræða við fréttamenn. Donald MacLean, sem flúðí til Sovétríkjanna 1951, var brenndur og útför hans gerð með viðhöfn í Moskvu. Kona hans og þrjú börn þeirra bjuggu vestan jámtjalds og þau voru ekki viðstödd ríhöfnina. Andstæöingar kópaveiða Norð- manna og Kanadamanna lentu í átökum við lögreglu í London á sunnudag, eftir að þeir töfðu um- ferð um Trafalgartorg með því að setjastniður á akbrautum. Um það bil 250 manns sem sungu „bannið kópaveiðar” og „dýrarétt- indi” klufu sig frá um 1000 manna mótmælafundi og settust á götuna, þrátt fyrir áskoranir lögreglu og annarra mótmælenda um aö hætta viö það. Atökin brutust út eftir að lögreglan greip til þess ráös aö draga mótmælenduma burtu. Tals- maður lögreglunnar sagöi að um 30 manns hefðu verið handteknir. Sitthvað vodka eðaedik Eftir að verð á vodka hækkaöi snögglega í Póllandi þrefaldaðist fjöldi á vodkaflöskum sem brotn- uðu í flutningum. Samt viröast sams konar flöskur ekki brotna þegar þær em fylltar með ediki, segja yfirvöld í Kraká. Embættismenn benda á hverf- andi rýrnun á ediki í flutningum og Selveiöi mótmælt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.