Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. MARS1983. 15 STJÓRNMÁLUM ALLT HÆGT Katrín Baldursdóttir skotans meö aöra og önnur börn. En þetta er í raun ekkert undarlegt því það þjóðskipulag sem við búum við elur á slíkum viðhorfum. Það eru allir í samkeppni hver við annan, allir að reyna að gera betur en aðrir, verða ríkari en aðrir, eignast fínna sófasett, fínna video, fínni bíla, gefa sínum bömum meira af efnislegum gæðum o.s.frv. Það er endalaust þetta- ég, mitt, mín börn. Þessi viðhorf skapa andstöðu, hroka, fordóma og oft á tíðum hatur milli fólks. Ef við færum þessi við- horf á stjórnmálalegan veruleika þá eru stjórnmálamenn einnig af- sprengi þessara þjóðskipulagslegu viðhorfa. Við sjáum þá marga, í t.d. fjölmiölum, eiga í persónuiegum ill- deilum varðandi ýmislegt er varðar fortíöina. Hver hefur ekki heyrt þetta væl í þeim — „ja, þú geröir þetta svona asnalega fyrir 10 árum” og þá er svarað, „þú ert ekkert betri, því þú gerðir þetta á ennþá vitlausari hátt fyrir 15 árum. Oft sýnist manni stjórnmálamenn ánægðastir þegar þeir geta fundið persónulegan högg- staö á andstæðingnum þannig að öruggt sé að hann geti ekki sofið af áhyggjum og stressi næstu nætur. Og síðan er hlegiö að öllu saman. Þessi hegðun er ekki vænleg til eftir- breytni. Hernaðarstefna Ef við síðan lítum á þetta í víðara* samhengi, sjáum við þessi viðhorf sem um ræðir koma skýrt fram í t.d. samskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Ef við htum á hem- aðarstefnu þá eru þessar þjóðir að .rífast um hvor á fleiri og fínni vopn, hvor á flottari og sniðugri kjam- orkuvopn og hvor geti drepið fleiri í einu. Þeirri þjóð sem getur drepið fleiri í einu hlýtur náttúrlega að líða miklu betur en hinni sem getur drepið færri í einu. Þaö er gengið út frá þvi að æðsta takmarkið sé að geta drepið sem flesta og þess vegna verða Bandaríkjamenn og Sovét- menn að eiga jafnmikið af full- komnum drápsvopnum, þannig að hvorugur þori að hefja árás á hinn af hættu við endurgjaldsgetuna. Þettta er sett fram á mjög einfaldan hátt hjá mér og í raun er þetta ekki svo flókið, aðeins skreytt og flækt á allan mögulegan og ómögulegan hátt, svo ömggt er að allur almenningur klórar sér í hausnum yfir þessu og telur þetta það flókið að aðeins sé á færi fræðimanna og stjómmála- manna að skilja þetta allt saman — þeir hljóti að hafa vit á þessu. Nú er ég ekki að halda því fram að þetta sé allt saman eitthvert meðvitað samsæri gegn almenningi. Nei, það sem ég er að segja, og verður ekki of oft endurtekið, er að þetta þjóðskipulag er við lifum við kallar fram og elur á slíkum viðhorfum. Við verðum því að breyta því umhverfi og þeim aðstæðum er við búum við þannig að önnur heil- brigðari og betri viðhorf skapist. Við verðum öll að eiga þátt í þessari breytingu, jafna kjör og aðstæður fólks þannig að það hafi tíma, tæki- færi og löngun til aö skapa betra og fegurra mannlíf. Þetta er erfitt starf, það veröur að kalla alla til ábyrgðar. Það eru allir hæfir í þetta starf. Við viljum ekki sjá börn heimsins tætast í sundur og eyðast upp af völdum kjamorkusprengjunnar, hvort sem sprengjan springur af völdum mannlegra mistaka eöa samkvæmt skipun. Okkur þykir vænt um böm heimsins og viljum að þau lifi í friði hvert með öðru, séu góð hvert við annaö en vinni ekki hvert gegn öðru, þannig að endi með tortímingu. Nú geta sumir sagt, „ja, hefur þetta ekki allt verið eintómt stríð, er maðurinn ekki bara í eðli sínu vondur, er nokkuð hægt að breyta þessum veruleika.” Auövitað getum við breytt þessum veruleika, það þýðir ekkert að gefast upp og fóma höndum. Hafa t.d. ekki aðstæður okkar Islendinga og umhverfi verið stööugum breytingum undirorpin síðustu 100 árin eða svo? En það er ekki nóg, við getum, og raunar verðum, að framkvæma frekari breytingar, skapa betra og rétt- látara þjóðfélag til handa öllum, sameinuð en ekki sundruð. Þessi markmið nást ekki fram með því að styðja þau öfl er fylgja helstefnu, einstaklingshyggju- og samkeppnis- viðhorfum, það er alveg ljóst. Því fyrr sem fólk gerir sér grein fyrir .þeirri staöreynd því betra. Hafið þetta í huga í kosningunum í vor, kjósendur góðir. Lifiðheil. Katrin Baldursdóttir nemi í stjórnmálafræðum. A „...þá eru stjómmálamenn einnig af- ^ sprengi þessara þjóðskipulagslegu við- horfa.” BAKKFIRÐINGAR! r Bakkfiröingamótið verður haldið laugardaginn 19. mars nk. að Brautarholti 6, Rvík. I -Húsiö opnað kl. 21. — Mætum öll og tökum með I okkur gesti. |_______ ________ STJÓRNIN BARNAPÍAN Vorum að fá aftur tveggja stöðva kalltæki sem h/ustar eftir barninu fyrir þig. D ÍXdÖlO i,i r ARMULA 38 ISelmúla megini - 105 REYKJAVIK SIMAR. 31133 83177- POSTHÓLF 1366 Laugavegi 61 — Síml 22566 Stretch gallabuxur st. 27—34. Póstsendum. F í 3 E 3 iflestir eru óánægðir með. Hverjum nema „þægum þrælum dettur í hug að sætta sig við kerfi þar sem hækkað kaup þýðir minni kaup- máttdaginneftir? Þrælar á Islandi minna á fugl sem hefur verið lokaður í búri í langan tíma og þorir ekki að fljúga út þótt búrið sé opnað. Síðan er undirgefni og sleikjuskap- ur Islendinga samblandinn þjóðar- rembingi ekki ósvipað aumingja- hætti landans gagnvart Dönum forðum. Að lokum langar mig aö minna þá, sem kunna að efast um orð mín, á málið okkar sem talar um aö e-ð sé þrælgaman, þrælgott, þrælklárt, að þræla sér út, svo nokkur orð séu nefnd. En það er ekki allt svo vonlaust. Sem betur fer hefur breytileg veðr- átta og erfið lífsskilyrði haldið í okkur lifskraftinum og sögur gullaldarinnar hafa gefið okkur von ummennskan, frjálsan heim. Við getum breytt kerfinu ef við viljum því kerfið er veikbyggt. Við ættum ekki að viðhalda kerfi ann- arra þjóða sem reynst hafa ómögu- leg. Þess í staö ættum við að byggja á ævafornri visku sem býr með okkur og gera eitthvað nýtt sem gæti verið öörum þjóðum til fyrirmyndar. Við getum orðið frjáls. Rekum burtu þrælinn í okkur, sýnum sjálfum okkur virðingu og kr júpum síst af öllu fyrir veikbyggðu skurðgoði sem kallað er KERFI. Þorsteinn Sigmundsson bóndi. NYR VÖRULISTI 860blaösíðna glæsilegur vor- ogsumarlisti! I þessum vandaða pöntunarlista frá Grattan International er aö finna á 860 blaösíðum næstum allt sem hugurinn girnist, og margt á frábæru verði. HRAÐPÖNTUNARÞJÖNUSTA: Afgreiðslufrestur pantana er aðeins 3 vikur. * Glœsilegur tískufatnadur * barnafatnadur * dömu- og herra- fatnadur * skór * búsáhöld * vefnadarvörur * sportvörur * hús- gögn, heimilistœki, * úr, klukkur og skartgripir * hljóm- flutningstœki og hljóðfœri * teppi og dúkar * tjöld, viðlegubún- adur, garðáhöld og margt, margt fleira. llar vörur á einumstad og á góðu verði!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.