Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS1983. DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiómarformaflurogútgáfustiöri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjúri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla,áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11.SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plotugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19. Áskriftarverð á mánuði 180 kr. Verð í lausasölu 15 kr. Helgarblað 18 kr. Úti erævintýrí Forsætisráðherra tók af skarið í gær og rauf þing. Það var ekki vonum fyrr. Onnur eins ringulreiö hefur ekki þekkst á hinu háa Aiþingi í manna minnum. Ekki nóg meö að alit hafi staðið stál í stál milli stjórnar og stjórnar- andstöðu, síöustu dagana hafa risið heiftariegar deilur milli stjórnarsinna innbyrðis með hótunum um að segja sig úr ríkisstjórn. Allar þær yfiriýsingar hafa reyndar verið hinar skopiegustu vegna þess að ekki hefur mátt á milli sjá hverjum það hefur verið mest kappsmái, þeim sem hótaö hafa afsögninni eða hinum sem eftir sátu. Mitt í öllu þessu fjaðrafoki, í miðju málþófinu og þráteflinu, skar forsætisráðherra á hnútinn og tilkynnti þinglausnir. Með þessu sló ráðherrann tvær flugur í einu höggi. Forðaði samstjórnarflokkum sínum aö þurfa að standa við afsagnarhótanir sínar og framlengdi líf stjómarinnar í óbreyttri mynd um nokkrar vikur. Þar að auki gefst honum tækifæri til að stjórna með bráðabirgðalögum fram að kosningum og þarf ekki leng- ur að bera eitt eða neitt undir óstýriiátt þinghö. Undir venjulegum kringumstæðum teidist þessi ákvörðun forsætisráöherra frekiegt brot á leikreglum þingræðisins. Hvort tveggja er, að þrír flokkar og mikill meirihluti þingheims hafði komið sér saman um aö þing skyldi kallaö saman eigi síðar en átján dögum eftir kosn- ingar, og svo hitt, að allt stefndi til þess aö iðnaðarráð- herra fengi samþykkt á sig vantraust og rassskellingu fyrir frammistöðuna í álmálinu. Báðar þessar tiilögur eru virtar aö vettugi með því að senda þingið heim. Eins telst það forkastanlegt í meira lagi að Alþingi skuii ekki afgreiða frá sér vegaáætlun, sem því ber skylda til, en það mál eins og fleiri dagar uppi vegna hinna skyndilegu þinglausna. Framkvæmdavaidið tekur þannig fram fyrir hendur Alþingis og heföi einhvern tíma þótt tíðindum sæta. Satt að segja er það heldur kollóttur endir árysjóttum ferli. En kannski er hann í stíl við sögu þessarar ríkisstjórnar. Hún hófst meö fádæmum — og lýkur með endemum. Fyrir þrem árum var lystisnekkja forsætisráöherra dregin á flot víö lúðraþyt og söng. Þeirri siglingu lýkur með þeim ósköpum aö áhöfnin er komin í hár saman og keppist viö að stökkva frá boröi. Enginn veit lengur sitt rjúkandi ráð. Stjórnarandstaöan getur í sjálfu sér hossaö sér á óför- um ríkisstjórnarinnar, innbyrðis ágreiningi og augljósu sundurlyndi. Hún getur meö réttu áfellst forsætisráð- herra fyrir gerræðislegt þingrof. En undir niöri hlýtur stjórnarandstaðan að varpa önd- inni iéttar við þessi málalok. Pattstaðan er á enda, upp- gjörinu er skotið tii þjóðarinnar. Nú hefur það náðst fram sem stjórnarandstaðan hefur krafist: nýskipan kjör- dæmamálsins, þingrof og nýjar kosningar í næsta mán- uöi. Þessu fyigja yfirlýsingar ráðherra um afsögn ríkis- stjórnarinnar strax að kosningum loknum. Nú verða spiiin stokkuð upp á nýtt og frammistaða ríkisstjórnarinnar lögð undir dóm kjósenda. Af þessum ástæðum er óþarfi aö hafa hátt þótt forsætisráðherra hætti leik þá hæst stendur og sendi þingiö heim. Allir sjá að þaö er þingi og þjóð fyrir bestu. Aframhald- andi þinghaid hefði oröið að viöundri, þjóðin öll heföi dregíst lengra niður í fenið. Það var mál að linntí. ebs Þegar útsvörin fara í rósir Vikan leið fremur hægt á suðurlág- lendinu. Helfrosinn dagurinn átti örðugt um alla hreyfingu, frostið hjá prívatmönnum í Reykjavík komst í ellefu gráöur. Frostkyrrðin minnir annars meira á eilífðina en vertíðina, en nii fer páskahrotan að bjnrja ef náttúrunnar lögmál ganga upp. Annars verður þaö aö segjast eins og er aö íslenska þjónið hefur nú orðið meiri áhuga á Mezzoforte og enska vinsældalistanum en þeim mezzoforte er Stokkseyrarbrimið leikur í vetrarmyrkrinu fyrir TraöarhóLsdrauginn og hann Sker- flóösmóra. Aflaskýrslur lesa menn nú ekki lengur fremur en marka- skrár. Vor þjóð hefur nefnilega eign- ast nýjan takt. Engan varðar í raun og veru lengur um aflakónga eða Jónas Guðmundsson baráttu vertíðarbáta um efstu sætin í aflaskrám. En auðvitað eru enn gjörðar skýrslur um fisk á fslandi. Það gjörir bákniö; allt eins vel þótt fiskur sé núorðið aðallega millifærsla úr Selvogsbankanum í Seðlabankann en sá síðarnefndi er nú aö reisa annan áfanga af skreiðargeymslu sinni við Skúlagötu. I sjávarplássum er þessu þó, enn a.m.k., ööruvísi varið. Og í einu þorpi, þar sem ég þekki vel til, er það vatnsveitan sem segir áreiðanleg- ustu aflafréttimar. Þetta kann að hljóma mezzofortelega en svo er mál með vexti að þegar mikið berst að þá notar frystihúsið mikið vatn. Þá fellur allur þrýstingur af vatni í heimahúsum og lengi er að renna yfir soðninguna í pottinum. Þetta veldur samt engri reiði, allra síst á heimilum daglaunamanna, því allir vita að slakur kraftur í krönum er af hinu góða. Afli hefur borist aö landi. Svona vatnsveitu þyrftu yfir- völd endilega að hafa og þingið. Síðdegis á föstudag missti frostið takið á landinu og á laugardags- morgun var komin ausandi rigning á suðurláglendinu. Súldin var dökk; samskonar voðarökkur og þegar hann Skerflóðsmóri drap manninn undir hliöinu. Og þegar hann stytti upp lá vatnið í dælum á blóðugri jörð- inni, innanum brúnan snjó og lífvana grös. — Það er að koma vor sagði maðurinn, sem var að skera úr netum og maðurinn í nótabrúkinu var honum sammála. Og svo var páskahrotan lika að koma. Um helgina voru mörg mál á dag- skrá. Meðal annars hið hræðilega ástand sem er að skapast í hitaveitu- málum víða um land. Hitaveitur eru ýmist peningalausar eða vatnslaus- ar, nema hvorttveggja sé. Einnig ræddu menn í Reykjavík nokkuð um grein Olafs Ragnars Grímssonar fv. alþingismanns í DV þótt eigi sé það sjaldgæft að menn utan af landi riti um tilfinningar sínar og hatur á höfuðborginnií blöðin. Olafur Ragnar er nú reiöur vegna þess að verð á vöru og þjónustu hefur hækkað nokkuð í Reykjavík en segja má að allt hækki nú daglega á Islandi — nema kaupiö auðvitaö sem Ölafur Ragnar og Alþýðubandalagið hafa lækkaö og skert með lagaboði fjórtán sinnum í stjórnartíö sinni. Hækkanir í Reykjavík nefnir Ölafur Ragnar „barnaskatta” því Olafur er nefnilega bamavinur, eins og Stalín sálugi var, sbr. rússnesku alfræðibókina. En af hverju verður maður utan af landi svona reiður út í hækkanir í Reykjavík. Er honum það ekki ljóst að fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar er nú alfarið að verða verk- efni verðlagsstjóra og lögreglunnar? Það er því þess virði að skoða máliö ofurlítið nánar. Er þá fyrst til að taka að Olafur Ragnar býr meö fjölskyldu sinni í Seltjamameskaupstaö sem er að verða eitt merkasta pláss landsins; því þar búa mestan part fyrirmenn er hannað hafa þar munað sinn með nokkuð öðrum hætti en þau skreiðar- félög er menn nefna þorp og bæi á Islandi. Seltjamarnesið er lítið og lágt, lifa þar fáir og hugsa smátt, orti Þór- bergur árið 1924, og allur uröu reiöir því á Nesinu bjuggu þá útvegsbænd- ur er fóru á skútum eöa á opnum, svörtumskipum. Hin svörtu skip kómu og fóm, eins og sagt var, hlaðin fiski og eigi var rótt að eiga nótt undir Gróttutöng- um. En Seltjamarnesið er ekki lengur það sem það var, fremur en Olafur Ragnar Grímsson framsóknar- maður. Seltjamarnesið hefur nefnilega eitt bæjarfélaga beðist algerlega undan öllu atvinnuh'fi. Stærstu mál í þeim bæ eru vel hirtir garöar um- hverfismunaöarfull hús íbúanna. Það er auðvitað einkamál Seltim- inga, hvort þeir verja útsvari sínu alfarið í sumarblóm og græna runna eða í brimbrjóta atvinnulífsins. En við tökum þó eftir því að ríkis- sjóður reisir þar allar stofnanir og að landbrotssjóður ver þá með pening- um fyrir ágangi hafsins. Afganginn sjá síðan Reykvíkingar um. Og við getum haldið áfram. Seltimingar eiga börn sín í Reykjavík, sækja þangaö alla heil- brigöisþjónustu. Þeir fá rafmagn frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, á sama verði og Reykvíkingar, vatn frá Vatnsveitu Reykjavíkur, strætis- vagna frá lögreglunni og verðlags- stjóra og slökkvilið Reykvíkinga kemur til hjálpar ef þeir fara óvar- lega með eld. Þeir synda í Sundlaug vesturbæjar (eru 60% af gestum á sólbjörtum dögum, sbr. könnun sem gjörð var fyrir fimm árum). Og svo er það niðurgreidda menningin og leikhúsin. Það er því ekkert undarlegt þótt Ölafur Ragnar sé nú ósáttur við það hvemig verðlagsstjórinn og lögregl- an ver útsvörum Reykvíkinga. Odýr þjónusta í Reykjavík er nefnilega stórmál á Seltjamarnesi. Olafur þarf aðborga. Og að lokum þá er ævikvöldinu eytt á elliheimilum í Reykjavík ef frá eru taldar örfáar peningasvítur er reist- ar voru í fyrra. Og að lokum eru þeir jarðsettir í Reykjavík, þegar lífinu er lokið og öllum sársauka. Auðvitað greiða Seltimingar nokkuð fyrir þessa þjónustu frá Reykjavík. Meinið er hinsvegar það að bæði em þessi viðskipti mjög óhagstæð fyrir Reykjavík. Og við samlestur á reikningi Seltirninga, Reykjavíkurborgar, Kópavogs og Hafnarfjarðar þá sjáum við hvernig rósaútsvörin verða til. Þetta ætti Olafur Ragnar að lesa ef hann gæti litið upp frá því þessa dagana að vigta vörubíla með Ragn- ari Arnalds. Reykvíkingum er mikill hagur að góðu sambýli við nágrannasveitar- félögin. T.d. hefur í Kópavogi verið byggt upp traust atvinnulíf. Einnig í Hafnarfirði þar sem er þó ærinn vandi, nú umstundir. Þessir bæir leggja áherslu á bólverk atvinnulífsins og þar velta menn ekki samfélagsskyldunni yfir á verðlagsstjóra og lögregluna í Reykjavík. Sambandið við Reykja- vík er eðlilegt og hagkvæmt fyrir alla. Og hvar skyldu Seltimingar þá vinna? Af hverju byggir fólk á Nesinu? Spyr sá sem ekki veit. Eina instrumentið í þeim bæ er stjörnu- kíkir, að mér skilst. Ekki eykur það þó almenna víðsýni, að séð verður, — og ekki dregur það úr bamasköttum. Aðfaranótt sunnudags var vomótt i Reykjavík. Miðborgin fylltist af ungu fallegu fólki um miönættið. Erfingjar loönunnar og ríkisskuld- anna föðmuðu þessa volgu nótt, meðan húsið svaf. Þingsætaverk- smiðjan sem menn nefna Alþingi Islendinga. Jónas Guðmundsson rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.