Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. MARS1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Rakel Jóhaunsdóttir og Hreiðar Jónsson á skrifstofu Dreif býiismiðstöðvarinnar. Dreifbýlismiðstöðin: ov-mynd bj. b,. TEKUR VIÐ HLUT- VERKIÞINGMANNA — að útvega hluti „Ég held ekki að fólk geri sér grein fyrir því ennþá hversu mikilvæg svona þjónusta getur verið,” sagði Hreiðar Jónsson. Hann opnaði fyrir tæplega mánuöi fyrirtækið Dreifbýlismið- stöðina. I lítilli auglýsingu í DV hefur hann sagt að fyrirtækið taki að sér öll viðskipti, stór og smá, fyrir einstaklinga og fyrirtæki á lands- byggðinni. „Við höfum verið beðin aö útvega fólki íbúðir, vinnu og hvers konar hluti sem það vill fá senda,” sagði Rakel Jóhannsdóttir sem vinnur hluta úr degi hjá Dreifbýlismiðstöðinni. Hreiðar sagði að aðalverkiö fælist í því að útvega fólki hvers konar vöru. En hann býst við því að beiðnum um þjónustu af ýmsu tagi fari fjölgandi. Til dæmis lendir fólk úti á landi oft í vanda þegar þaö þarf að verða sér úti um eitt og annað hjá ríkisstofnunum. Þingmenn dreifbýlisins hafa reyndar löngum séö um slíkar útréttingar svo og vinir og vandamenn í Reykjavík. En þaö eru ekki allir sem hafa vini og vandamenn að leita til og þingmenn eru oft önnum kafnir. Eg spurði Hreiðar að því hvort dýrt væri að leita aðstoðar hans og Rakelar. „Lágmarksgjald er 312 krónur á klst. Það er fyrir að panta hlut, sækja hann, búa um og senda. Að öðru leyti er verðskráin ekki alveg tilbúin hjá mér. Ég er að setja hana saman. Kannski má segja að ekki sé ódýrara fyrir menn sem ætla að panta einn hlut að hafa samband við mig. En það er þægilegra. Og þegar hlutimir eru orðnir 2—3 á jafnmörgum stööum í bænum fer það að borga sig,” sagði Hreiöar. Dreifbýlismiðstöðin er opin klukkan 9—12 og 14—16. Síminn þar er 91-39060. Þeir sem skreppa í bæinn geta látið hana annast fyrir sig pöntun á hótel- herbergi og bílaleigubíl. Bíllinn bíðurá flugvellinum og menn geta ekið beint heim á hótel. Hægt er síöan að ganga beint að þeim hlutum sem menn vant- ar því búið veröur að panta þá fyrir- fram hafi þess veriö óskað. Þannig má spara stórf é í símakostnaði. Menn borga ýmist þjónustuna inn á gíróreikning sem opinn er í nær hverjum einasta banka eða senda greiðslu í pósti. -DS. Höfn í Homafirði: Marga útborgunardaga að fá fyrir raf magninu Húsmóðir á Höfn í Homafirði skrifar. Eg er alveg hissa hvað lítið hefur komiö fram í fjölmiölum um raf- magnsmál hér á staönum. Hér finnst mér fólk vera mjög óánægt með raf- magnsreikningana. Ég er sennilega meö reikninga svona í meðallagi. Síðast þegar ég borgaði fyrir 70 daga greiddi ég 6500 kr. fyrir upphitun og ljós. Nú var ég að fá reikninga fyrir 50 daga og voi j þeir 4937 kr. og finnst mér mikil hækkun á þessum reikningum. Ljós úr 140,30 aur/kwh í 171,00 aur/kwh og hiti úr 48,10 aur/kwh í 58,00 aur /kwh. Það tekur okkur hjón nokkuð marga útborgunardaga að Raddir neytenda safna fyrir þessu. Við emm 5 manna fjölskylda og ansi dýrt að lifa. Og verði ekkert að gert sjáum við okkur tilneydd að flytja af staðnum. Hækka má verð á birgðum — þegar ný sams konar vara berst Kona nokkur hringdi og sagði frá því að kaupmaður hennar heföi hækkaö verð á vöru í búöinni. Verð- miði hefði veriö límdur yfir annan meö lægra verði. Þegar kvartað var yfir þessu sagöi kaupmaðurinn aö þetta væri leyfilegt, búiö væri að breyta reglum sem kvæðu á um þetta. Nú mætti hækka verö á vöru þegar ný sending á hærra verði bærist í búðina. Konuna langaöi að vita hvort þetta væri rétt og ef svo væri hvaða reglur þama giltu. Jóhannes Gunnarsson fulltrúi verölagsstjóra sagöi það rétt vera aö búiö væri að breyta ákvæöum um hækkanir á birgðum. Samþykkt hefði verið í Verðlagsráöi fyrir hálfu öðm til tveim ámm og síöar í ríkis- stjóminni að leyfilegt væri aö hækka verð á birgðum þegar búið væri að kaupa inn vöm af nákvæmlega sömu tegund. Kaupmaöurinn yröi aö geta sýnt nótu fyrir því aö hafa fengið vöruna, sama vömmerki, sömu þyngd og sama útlit, á nýja verðinu til þess að mega hækka verðið. Ekki væri til dæmis nóg ef ein vörutegund væri pöntuð eftir verðlista að hækka verð á öðmm vörum á listanum. Tilkynning um þessar reglur hefur ekki veriö gefin út. Hins vegar er þetta ákvæði skjalfest í fundar- gerðum Verðlagsráðs. -DS. Message rafmagns- ritvélar Litla Message 860 ST rafmagnsritvélin er alvöru ritvél. Letur- borðið er fullkomið með dáikastilli. Vélin er stöðug og traust, en tekur þó sáralítið pláss. Message 990CR er eins byggð og 860 ST vélin en hefur leið- réttingarborða að auki. Message 860 ST eða 990 CR er tilvalin ritvél fyrir minni fyrir- tæki, í skólann eða á heimilið. VERÐ FRÁ KR. 8.250,- v.MICfe | SKRIFSK DFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 — Slmi 20560 — Pósthólf 377 Reykjavík ÓSA Efþú átt 6000krónur í útborgun — eigum við 9SANYO myndsegulband fyrirþig. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 Sími 91 35200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.