Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 16
16 Spurningin Finnst þér dýrt í strætisvagnana? Gerða J6nsd6ttir húsmöðir: Egfernú aldrei með þeim, ég er á bfl. En það erí dýrt bensiniö á þá líka. J6n Ingvar Jönasson garðyrkju- maður: Eg veit það ekki, ég nota þá ekki. Trúlega er þetta þó ekki dýrt. J6n Björgólfsson bílstjöri, Stöðvar- flrðl: Eg nota ekki strætó, ég er utan' aflandi J6n Ásgelrsson vélstjórí, Ólafsfirði: Eg veit bara ekki hvað það kostar. Björn Þðrlsson sendfll: Já, það er dálítiðdýrt. Ingólfur Haraldsson nemi: Það er dýrt fyrir þá eldri. Við krakkarnir, borgum bara tvær og fimmtíu. DV. MIÐVIKUDAGUR 23. MARS1983. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „GRUNNKAUP 06 VERÐBÆWR, TVEIR AÐSKILDIR LIÐIR" 6931—3256 skrifar: Kompásinn er vitlaus. Allt tal um jafnvægi atkvæða, lækkun kosninga- aldurs, fjölgun þingmanna og breyt- ingu á kosningaskipan er smámál meðan skútunni er stýrt eftir vitlaus- um áttavita. Kompásskekkjan er meðal annars fólgin í þvi að greiða dýrtiðarbætur í prósentum miðað við hvað menn hafa hátt kaup. Þetta er hugsanavilla og verðbólguvaídur. Grunnkaup launþega og verðbætur eiga að vera tveir aðskildir liðir. Grunnkaup á að vera eitt og dýrtiðar- bætur annað. Grunnkaup rnilli launa- flokka raskast ekki þó að dýrtíðarbæt- ur séu greiddar í sömu krónutölu á öll laun, há sem lág. Það er mikilvægt að þessir tveir liðir, kaup og dýrtíðar- uppbót, séu aðskildir ef menn viljá stöðva kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags. Ýmsir vitibornir menn hafa látið í ljós hvílík reginfirra fram- kvæmd visitölukerfisins er. Hugsa sér. Þegar verðlag hækkar um 1600 kr. eða meira fær láglaunamaöur 1200 krónur til að mæta þessari haíkkun en maður í háum launaf lokki fær meira en þessar 1600 krónur. Jamvel 7000—8000 á mán- uði. Þetta er að stela frá þeim fátæku og gefa hinum riku allt að 90.000 kr. á árí. Það munar um minna. Hvenær ætla verkalýðsforingjar að rísa úr híð- inu, vakna af d valanum, og sjá að kaup er eitt og dýrtiðarbætur annaö og að dýrtíðarbætur eigi að greiðast öllum með þeirri krónutölu sem dýrtiö hefur aukist. Það ber að leggja prósentu- galdurinn niður hvað þetta snertir. „Kompásinn or vitlaus. Allt tal um jafnvœgi otkvæða, lækkun kosningaaldurs, fjölgun þlngmanna og hreytíngu á kosningaskipan ar smámál maðan skútunni ar stýrt eftír vitiausum éttavita, " sagir 6S31—3256 meðal annars ibréfí sinu. Dönsk sfld á markaði: Flytjum inn danskt vatn líka Erlingur Þorsteinsson skrif ar: Eg snaraði mér niður í Tómas á Laugaveginum um daginn. Þá sá ég danska síld á boðstólum. Brá mér nú dálítið í brún, en geng síðan að búðar- dömunni og spyr: selst eitthvað af þessari dönskusíld? „Já, já, blessaður vertu, hún þykir alveg sérstaklega góð." Auðvitað sá ég að þetta hlyti að vera rétt því að sildin í Danmörku á ekki í neinum vandræðum með æti allt i kringum landið á meðan síldin okkar horrenglast hérna kringum Frón. Auk þess syndir sú danska miklu fallegar. Eg vil því beina orðum mínum til allra þeirra fjölmörgu sem flytja inn alls konar varning til landsins að sjá sér nú leik á borði og flytja inn danskt vata. Því að eins og hver og einn getur séð er alveg ófært að drekka þetta islenska' vatn sem lekur svo letilega úr krönun- um. Auk þess er það danska miklu þjálfaðra og liprara að ganga gegnum meltingarveginn. Ef innflytjendur eru svo þröngsýnir að sjá sér ekki hag í þessum auðfengna gróða vil ég skora á alla landsmenn að taka höndum saman um þetta brýna hagsmunamál vort. Mín tillaga er sú að setja á stofn þrýstihóp til að koma þessu sjálfsagöa máli i örugga höfn. Frambjóðendur Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum: „Ummæli Sighvats sérkennileg" Finnbogi Hermannsson, Isafirði, hringdi: Okkur frambjóðendum Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum þykja um- mæli Sighvats Björgvinssonar i okkar garð mjög sérkennileg. Hann sagði í blaðaviðtali aö fjölskylda eins fram- bjóöandans hefði tekið þátt i prófkjörí Alþýðuf lokksins á Vestfjörðum. Virðist svo sem hinn fyrrverandi al- þingismaður ætlist til þess að við höf- um ráð eiginkvenna okkar, barna og annarra útarfa í hendi okkar hvað við- víkur pólitískri afstöðu. Má ef til viil skilja orð Sighvats þannig að við séum að ráða fyrir skoðanamyndun hjá sky ldmennum og venslaf ólki og virðist sannast hið fornkveðna að margur heldurmigsig. Sighvatur BJörgvinsson. „Ég vil þvi beina orðum minum til allra þeirra fíölmörgu sem fíytia alls konar vaming til landsins að sjá sár nú leík á borði og fíytía ínn danskt vatn, "segirEHingur Þorsteinsson meðalannars íbrófisínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.