Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Page 37
DV. MIÐVKUDAGUR 23. MARS1983. 37 : Sviðsljósið „MAKALAUS SKEMMTUN í ORDSINS FYLLSTU” - glatt á hjalla hjá gamla „liðinu” í Laugamesskóla „Þetta var stórkosttega skemmti- legt. Alveg geysilega vel heppnaö. Hópurinn var nánast eins og stór syst- kinahópur. „Þannig komst hún Geröur Pálmadóttir í .JFlónni” að orði er við ræddum við hana um hátíð sem fyrr- verandi nemendur í Laugamesskól- anum héldu á Hótel Esju eitt föstu- dagskvöldið fyrir stuttu. Hópurinn sem við erum að tala um er fæddur árið 1948 og fór saman í gegnum Laugarnesskólann. Mörg í hópnum höfðu ekki sést í um tuttugu ár og það veitti því ekki af að hressa örlittð upp á kunningsskapinn. Og hún Gerður Pálmadóttir var ein þeirra sem stóðu fyrir aö „liðið” kæmi saman aftur, og auðvitaö áttu allir aö komamakalausir. „Já, hún var makalaus þessi skemmtun í orösins fyllstu merkingu, en við gátum þó ekki annað en haft smá-neyðarheimsóknartíma upp úr miðnætti fyrir þá sem urðu að líta inn og kanna málin. Sjá svona hvort þetta væri ekki allt saman i góðu lagi. ’ ’ Hópurinn sem kom saman á þessari umtöluöu skemmtun var um hundrað, en 170 manns voru i árganginum og var mæting því feikilega góö. En hvað skyldi svo mannskapurinn gera í dag, löngu eftir gömlu góðu dagana? Auðvitað eru allir í hinum og þessum störfum, en þó er skemmtilegt að heyra hve margir hafa lagt fyrir sig læknisfræðina. „Það var ótrúlegt hvað margir læknar voru í hópnum,” sagði Gerður. „Sem dæmi má nefna að úr mínum bekk, 12 ára C, uröu átta Iæknar.” Ótrúleg tala sem Gerður nefiiir og nánast rannsóknarefni hver hefur kennt bekknumheilsufræði. Það var heldur ekki að spyrja að því, hópurinn var við hestaheilsu á Esju fram til klukkan þrjú og svo var „eitt- hvað haldið áfram í heimahúsum fram eftir nóttu.” Stórsniðug hugmynd hjá gamla Laugarnesskólahópnum að koma sam- an og rifja upp „dentíöina” með öllum góðu minningunum. -JGH Elin Jónsdóttir upplysti tilurð og framgang þorrablóta. Hér sést hún við upplýs- ingastörfin. DV-myndir: Hans Sætran „Ég vild’ég væri ennþá úti í Hamborg. Ég alltaf er með hugann úti i Hamborg. En kjaftaðubara ekki upp úr svefni, því enginn okkar syndir vita mó.” Islenskir Hamborgarar með dansinn á hreinu, enda með hugann bæði við efnið og úti í Hamborg. Gerður í „Flónni” stjórnaði hátíðinni eins og henni einni er lagið. Hér hefur hún fengið hjónin Steinunni Einars- dóttur og Halldór Runólfsson dýralækni tU að koma upp. Sagan segir að þau Steinunn og Halldór hafi gifst beint upp úr landafræðinni. Hafa margir þau grunuð um að hafa svindiað saman á prófi i landafræðinni og þannig hafi hin einu sönnu kynni orðið. Gerður og Halldór voru i sama bekk í Laugarnesskólanum og feUdu síðan hugi saman í „gaggó”. HaUdór starfar nú sem dýralæknir á Kirkjubæjarklaustri. Þeir voru „brosiegir” gömiu góðu dagarnlr í Laugarnesskólanum. Og þeirra verður ekki minnst nema með brosi. Klappað og blegið langt aftur í tímann. Sumir höfðu ekki sést i um tuttugu ár. Eflaust hefur verið rætt um gömlu kennaraskarfana, en í þá daga voru sko ttl kennaraprik og skammarkrókar. „Og manstu eftir þvi þegar... og þegar Nonni kom ólesinn og hafði gleymt ölium bókunum sínum heima.. og.. og..” Já, það var margs að minnast. TaUð frá vinstri, Jón Ármannsson i Popphúsinu, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Heiðar. Og hér sjáum við Onnu S. Björnsdóttur kennara sem átti hugmyndina að því að halda skemmtunina. Anna hóaði i Helgu Bjarnason, Guðbjörgu Calmon, Ástu Sigurðardóttur, Guðnýju Berstad og fleiri og hrintu þær hugmyndinni í framkvæmd. Með henni á myndinni eru gömlu „sjarmörarnir” Trausti Júlíusson, vinnur hjá franska scndiráðinu og Helgi Agnarsson, vinnur hjá Myndamótum. Sagt er að Helgi hafi verið aðalgæinn í árganginum. DV-myndir: S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.