Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 6
6 Aðalfundur Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn að Borgartúni 18 laugardaginn 26. mars nk. kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum veröa afhentir ábyrgðarmönnum eða umboðsmönnum þeirra í dag, föstudag, í afgreiðslu spari- sjóðsins og á fundarstað. Stjórnin Laust starf Starf námsstjóra í stærðfræöi er laust til umsóknar. Áskiliö er að umsækjendur hafi kennsluréttindi, kennslureynslu á grunn- skólastigi og staðgóða þekkingu í stæröfræði. Starfið felst m.a. í að leiðbeina um kennslu í grunnskóla, fylgjast meö árangri hennar og stuðla að kennslufræðilegum umbótum. Ráðiö verður í starfið frá 1. ágúst nk. til 31. júlí 1984. Umsóknir um starfið, sem tilgreini m.a. menntun og fyrri störf, sendist ráðuneytinu fyrir 12. apríl nk. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 22. mars 1983. Sumarbústaður Til sölu mjög skemmtilegur 40 ferm sumarbú- staður sem stendur á fögrum útsýnisstað í landi Vatnsenda á einum ha. lands. Verönd á þrjá vegu. Nýlegt og gott innbú og áhöld fyigja. Verð kr. 450.000 en 400.000 staðgreiðsla. Verður sýndur um helgina. Upplýsingar hjá Eignamiðluninni í síma 27711. Laus staða Við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum er laus til umsóknar staða dýralæknis með sérmenntun í sýkla- og ónæmisfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni ítarlegar upplýs- ingar um námsferil og störf svo og eintök af vísindaritgerðum, sem þeir hafa unnið, bæði prentuðum og óprentuðum. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 1. maí 1983. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 23. mars 1983. Laust embætti sem forseti íslands veitir Prófessorsembætti í þjóðhagfræði í viðskiptadeild Háskóla Is- lands er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíöar og rannsókn- ir, svo og námsferil sinn og störf. Með umsókninni skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgeröum umsækjenda, prentuöum og óprentuðum. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 18. apríl nk. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 18. mars 1983. óskar eftir umboðsmönnum á eftir- talda staði: Suðureyri Upplýsingar gefur Helga Hólm i sima 94-6173 og afgreiðsla DV i sima 27022. Ólafsvík Upplýsingar gefur Guðrún Karlsdóttir, Lindarholti 10, i sima 93- 6157, og afgreiðslan i síma 27022. Djúpavogi Upplýsingar gefur Arnór Stefánsson Garði i sima 97-8820 og afgreiðslan i sima 27022. DV. FÖSTUDAGUR25. MARS1983. Neytendur Neytendur Neytendur FRAMLEIÐENDUR KARTAFLNA HVATT1R TIL AÐ MERKJA KART- ÖFLUSENDINGAR í ÚRVALSFLOKK — haf i þeir slíkar kartöf lur „Það er slæmt til þess að vita ef ekki eru til hjá framleiðendum kart- öflur sem standast þær kröfur sem gerðar eru til kartaflna í úrvals- flokki.” Þetta segir í fréttabréfi frá upplýsingaþjónustu landbúnaðarins (nr. 4 —dags. 17. mars ’83). Þar er sagt frá nýjum flokkunarreglum sem settar voru um matarkartöflur í desember sl. Þá var ákveðið að hafa sjö flokka af kartöflum en þeir eru 1. 2. og 3. flokkur, auk þess parísar-, perlu- og bökunarkartöflur og svoúr-' valsflokkurinn. Eftir að þessar reglur voru staðfestar af landbúnaðarráðherra, reyndar með litilsháttar breytingum segir í frétta- bréfinu, hafa nær eingöngu verið á markaðnum sunnanlands rauðar, íslenskar kartöflur í stærðarflokkn- um 33 mm og stærri. Ennþá hafa ekki fengist kartöflur í úrvalsflokki eða perlu- og parísar- kartöflur í neytendaumbúðum. Orðrétt segir um framleiðendur kartaflna og úrvalsflokkinn í frétta- bréfinu. „Hugsanlegt er þó að fram- leiðendur geri sér ekki almennt grein fyrir, aö þeir verða sjálfir að óska eftir að kartöflurnar séu metnar í úr- valsflokk.” Það eru gerðar mjög strangar kröfur til kartaflna sem teknar eru í þann flokk. Þær verða að vera útlits- fallegar og ekki má finnast neitt aukabragð af þeim, eða óbragð. Svo framarlega sem ekki er um annar- legt bragð af kartöflunum að ræða og þær séu ekki vatnskenndar eða dökkna við suðu þá eiga vel með famar kartöflur af afbrigöunum gullauga, helga, rauðar íslenskar, bintje og mandla að geta komist í úr- valsflokk ef þær eru ekki undir 35 mm í þvermál. Framleiðendur fá 20% hærra verð fyrir úrvals kartöflur en þær kart- öflur sem fara í 1. flokk. Smásöluverð á kartöflum í 1. flokki er nú kr. 9,40 á kíló, en fyrir úrvals- flokk á það að vera kr. 12,08 á kíló í 2 l/2kílóa umbúðum. Þeir framleiðendur sem telja sig hafa það góðar kartöflur að þær geti komist í úrvalsflokk eru eindregið hvattir til þess að merkja kartöflusendingar sínar til Grænmetisverslunar landbúnaðar- ins eða umboðsaöila hennar. Fréttin um úrvals kartöflurnar endar á þessum hvatningarorðum til framleiðenda. „Þeir (þ.e. framleiðendur) eru hvattir til að merkja sendingar sínar þannig að það fari ekki milli mála að þeir vilja láta reyna á, hvort kartöflurnar komist í úrvalsflokk.” -ÞG. Góöar kartöflur líöa fyrir strangar reglur — Rætt við Jens Gíslason í Þykkvabæ ,,Eg og fleiri kartöflubændur hér í Þykkvabænum höfum beðið eftir því að úrvals-kartöflubændur þeir sem yfirmatsmaöur garðávaxta hefur hlaðið miklu lofi á komi fram með sínar úrvalskartöflur,” sagði Jens Gíslason, kartöflubóndi að Jaðri, Þykkvabæ.” „Við í Þykkvabænum höfum ekki veriö í hópi útvalinna hingað til. Þú spyrð hvort ég eigi úr- vals kartöflur. Ja, ég á prýðisgóðar kartöflur, sem ég hef verið að deila út til vina og kunningja í Reykjavík. Þær kartöflur eru óflokkaðar og óharpaöar. En þegar búið er að upp- fylla hinar ströngu flokkunarreglur hafa kartöflurnar orðið fyrir miklu hnjaski og hætta á að matið hafi breyst. Við flokkun er verið að leita að og tína úr útlitsgallaðar eða skemmdar kartöflur sem er sjálf- sagt að láta ekki frá sér fara. En hætta er á að góðu kartöflumar skemmist við allt hnjaskið.” Þaö er sama gamla sagan að arfinn skyggir árósimaríbeðinu. -ÞG Dagarhársins ’83: Ókeypis hárþvottur í viku Kynningarherferð Hárgreiðslumeistarafélags Islands — Dagar hársins ’83 — var kynnt af þessu hárprúða fólki. Á myndinni eru Jan Even Wiken, Kristjana Milla Thorsteinsson, Guðrún Magnúsdóttir, Sólveig Leifsdóttir, Guðrún Sverrisdóttir, | Guðrún Júlíusdóttir, Rannveig Guðlaugsdóttir og Sigurður Kristinsson. DV-mynd EÓ, ,,Það er mikilvægt að hafa hár á höföinu. Við skulum láta okkur þykja vænt um hárið okkar.” Þessi orð eru höfð eftir Guðrúnu Magnúsdóttur, for- manni Hárgreiðslumeistarafélags Islands, á blaðamannafundi í vikunni. Dagar hársins vom tilefni fundarins sem stjórnarmenn félagsins, framkvæmdastjóri þess og forsvars- menn Landssambands iönaöarmanna, boðuðu til. Sjálfsagt ættu allir dagar ársins að vera dagar hársins, að hirða hár sitt er nauðsyn eins og að hirða tennur sínar vel. Hár er höfuðprýði, rétt hirðing hársins eykur vellíðan einstaklingsins. • Hárgreiðslumeistarar vilja vekja athygli neytenda á nauðsyn þess að fólk fái réttar leiðbeiningar um meðferö hársins og rétta notkun efna. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.