Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 25. MARS1983. DV svarar Morgunblaðinu: REIÐUBUNIRISAMEIGIN- LEGT UPPLAGSEFTIRUT DV hefur sent Morgunblaöinu bréf þar sem tekiö er undir þaö meö Morgunblaðinu að þessi tvö blöð taki upp sameiginlegt upplagsef tirlit. Hugmynd þessi var sett fram í leiðara Morgunblaðsins 20. mars síöastliðinn. I bréfi DV er á það bent að DV hafi fyrst íslenskra blaða tekið upp þá nýbreytni að birta daglega upplýsingar um upplag blaðsins. Þá er orðuð sú hugmynd að auk sam- eiginlegs upplagseftirlits komi þau dagblöð, sem hér eru gefin út, sér saman um sameiginlega könnun á lestri dagblaðanna. Slík könnun yrði þá gerð með reglulegu millibili. DV leggur síðan til í bréfi sínu að leitað verði samstöðu allra dag- blaðanna um þessi mál því þótt DV og Morgunblaðiö beri höfuð og herðar yfir önnur blöð í útbreiðslu inuni upplagseftirlit og lestrar- könnun ekki koma að fullum notum nema öll blöðin séu þátttakendur. I lok bréfs DV til Morgunblaðsins er því lýst að næst liggi fyrir að fulltrúar blaðanna komi saman til nánari athugana og undirbúnings sem forráðamenn DV eru hvenær semerreiðubúniraðtakaþátt i. -óm. Alþýðubandalagið leggur fram kosningastefnuna: SKIPULAGSUPP- GJÖR ALLS HAGKERFISINS — eina leiðin til árangurs gegn verðbólgunni Alþýðubandalagið kynnti kosninga- stefnuskrá sína á fundi með frétta- mönnumígær. 1 stefnuskránni segir að grund- yallarforsendur efnahagsstefnu Alþýðubandalagsins séu að tryggja f ulla atvinnu, vernda kaupmáttinn og koma á jafnari lífskjörum. Hafnað er einhliða aðgerðum gegn verðbólgunni, sem séu ætið á kostnað lauuafólks, en boðuð samræmd áætlun um aðgerðir og skipulagsuppgjör á iilluin sviðum hagkerfisins. I því á að felast bætt verðlagsstjórn, jafnvægi í gjaldeyris- málum, ódýrari innflutningsverslun og niðurskurður milliliðakostnaðar. Þá er boðað að þak verði sett á erlendar skuldir. I launamálum leggur Alþýöubanda- lagið megináherslu á styttingu vinnutímans, þannig að 40 stunda vinnuvika nægi til lífsframfæris. Afnámtekjuskatts af lægstu tekjum og hert barátta gegn skattsvikum eru lið- ir í því að ná auknum félagslegum jöfnuði ásamt með því að komiö verði á afkomutryggingu einstæðra foreldra. Stef nt verði að a uknum j öf nuði í búsetu með lækkun hitunar- og orkukostnaðar almennings, meðal annars með því að hækka raforkugreiðslur frá álverinu. Undir liðnum: jafnrétti í menntunar- og menningarmálum, er tekið fram að vera skuli öflugt ríkisúvarp í þágu allra landsmanna. Boðað er að komið verði á sér- stökum sjóði er nefnist ,,Ibúðir fyrir ungt fólk" er starfi næstu fimm árin. Honum er ætlaö að fjármagna hóflegt húsnæði fyrir ungt f óBc og þá sem eru að tryggja sér húsnæði i fyrsta sinn. Fjármagn sjóðsins á aö koma með auknu framlagi lifeyrissjóðanna og lögbundinni þátttöku bankakerfisins í húsnæðislánakerfinu, ásamt með því að gripið verði til sérstakrar tekju- öflunar í þessu skyni. Framkvæmdastofnun verður lögð niður og Byggðasjóöi komið á nýjan grundvöll, segir ennfremur í stefnu- skránni. Er það liður í endurskipu- lagningu stjórnkerfisins en ætlunin er að fækka ríkisstofnunum og sameina þær til sparnaðar, samræma fjár- festingalánasjóði og einfalda banka- kerfið. I utanrikismálum er lagt til að stöðvuð verði 511 endurnýjun á víg- búnaði og tæknibúnaði Bandaríkja- manna og Nató á Islandi. Bannaö veröi með lögum að geyma og flytja kjarn- orkuvopn um Island, lofthelgina og fiskveiðilögsöguna, segir í stefnu- skránni og einnig að Alþingi skuli álykta um aðild Islands að kjarnorkuvopnalausu svæði Norður- landa. -ÖEF. Lava loppet: Um 220 keppendur hafa skráð sig — skíðagangan hefst klukkan 11 ífyrramálið Um 220 manns hafa þegar skráð sig í Lava loppet, alþjóðlegu skíöa- gönguna í Bláfjöllum sem hefst á morgun. Enn er tækifæri fyrir þá sem áhuga hafa á þátttöku þvi skráningu lýkur ekki fyrr en í kvöld í Ferðaskrif- stofunni Urvali við Pósthússtræti í Reykjavik. Þar eru einnig afhent ýmis nauðsynleg gögnsem hver þátttakandi verður að hafa, rásnúmer og f leira. Að sögn Knúts Oskarssonar hjá Úr- vali höfðu um 80 skráð sig í gær í 42,3 kílómetra, 50 í 21 kilómetra og um 90 í 10 kílómetra. Að minnsta kosti 7 eða 8 sveitir taka þátt í stystu gön^unni. í ¦hverri sveit eru 3 einstaklingar og keppa þeir einnig sem slíkir en tími þeirra síðan lagður saman. Lava Icppet hefst klukkan 10.50 í fyrramálið með ávárpi Hreggviös tt&MlflCSMI Jónssonar, formanns Skíðasambands Islands. Klukkan 11.00 leggja keppendur síðan af stað. Þar verða bæði þaulvanir keppnismenn í göngu, íslenskir og eriendir, og þeir sem ganga sér til skemmtunar og heilsu- bótar. Geta má þess að flestir af fremstu skíðagöngumönnum Islendinga verða með í Lava loppet. Margs konar þjónusta verður við keppendur og áhorfendur. Meðal annars sér Ferðaskrifstofan Urval um feröir frá Umferðarmiðstöðinni klukkan 8.00,10.00 og 13.30 og frá Blá- fjöllum klukkan 16.00,17.00 og 18.00. Annaö kvöld verður svo lokahóf í Broadway. Þar verður matur klukkan 20.00 og úrslit síðan birt og verðlaun afhent. Á eftir verður dansleikur. -JBH. Kosningar nafgast. Rúmar fjórar vikur eru nú til kjördags. Kosninga baráttan magnast mefl degi hverj- um. Stjórnendur kosninganna eru einnig að gera klárt. i fyrradag inn- siglaði Jónas Gústavsson borgar- fógeti kjörkassa fyrir utankjör- fundaratkvæðagreiðsluna i Reykjavík sem hefst á laugardag. Á myndinni eru starfsmenn borgar- fógeta og yfirkjörstjómarmennirnir Hrafn Bragason og J6n G. Tðmas- son fylgjast með ásamt Inga R. Helgasyni, fulltrúa G-listans. Skömmu áður hafði yfirkjörstjórn fundað um listabókstafi og út- hlutað Bandalagi jafnaðarmanna bðkstafnum C en Kvennalista bðk- stafnum V. -KMU/DV-mynd: Bjarnlerfur. Frekari afsláttur aldraðra með SVR — ókeypis fyrir yngri en fjögurra ára Ákveðið hef ur verið í borgarstjórn Reykjavíkur að þeir ellilifeyrisþegar á aldrinum 67—70 ára, sem njóta tekjutryggingar frá Tryggingastofn- un rfkisins, skuli eiga kost á sama af- slætti á fargjöldum SVR og nú býöst ellilífeyrisþegum, 70 ára og eldri. Farmiðaspjöld aldraðra og öryrkja eru seld gegn framvísun nafn- skirteinis á Hlemmi og Lækjartorgi frá og með28. þessa mánaðar. Stjórn SVR hefur einnig samþykkt að börn innan f jögurra ára aldurs, í fylgd með fullorðnum, fái frítt með strætisvögnunum. -PÁ. að notaðir VOLVO bílar séu betri en nýir bflar af ódýrari gerðum TELJUM VOLV0 245GL82, ekinn 19.000, ljósblár, sjálfsk. Verðkr. 340.000,- VOLVO 244 GL '82, ekinn 14.000, blár, sjálfsk. Verö kr. 310.000,- VOLVö244DL'82, ekinn 19.000, beige, beinsk. Verö kr. 285.000,- VOLV0 244GL'81, ekinn 35.000, ljósblár, beinsk. Verö kr. 270.000,- VOLV0 244GL'81, ekinn 35.000, ljósblár, sjálf sk. Verð kr. 285.000,- VOLVO 345 GLS '82, ekinn 11.000, brúnn, beinsk. Verðkr. 230.000,- VOLVO 345 GL '80, ekinn 30.000, koparrauður, beinsk. Verð kr. 160.000,- VOLVO 244 DL '78, ekinn 40.000, ljósblár, beinsk. Verð kr. 155.000,- OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-16. 35200 VELTIR SUÐURLANDSBRAUT16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.