Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 32
27022 AUGLYSINGAR SÍDUMÚLA33 SMÁAUGLÝSINGAR — AFGREIDSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJORN SÍDUMÚLA 12- -14 FOSTUDAGUR 25. MARS 1983. Leikurinn á Wembley: FUNDIR FÆRÐIR TIL Fjölmargir fundir og samkomur sem vera áttu eftir hádegi á laugar- daginn hafa veríð færðar til vegna beinu útsendiitgarínnar frá úrslita- leiknum í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu, sem verður á laugar- daginn. Ölíklegustu fundir eins og kvenf élagsfundir, fundir hjá sóknar- nefndum og fleiri hafa veriö fluttir á annan tima út af leiknum og hætt hefur verið við heöu ráðstefnurnar, sem ætlunin var að hafa á þessum tíma. Or.slit aleikirnir i íslandsmóti karla í handknattleik hafa verið færðir til út af leiknum. Byrja þeir fyrir hádegi í Laugardalshöllinni og verða því búnir áður en útsendingin hefst. Lyftingamenn verða með sitt íslandsmót ki. 16 en skíðagangan — Lavaloppet — verður í gangi á meöan á ú tsendingunni stendur. Otsendingin byrjar kl. 14.15 og verður fyrst sýnt frá leikjum Liver- pool og Mancbester Onited í 8-liða úrslitum og undanúrslitum bikar- keppninnar. Beint samband við Wembley leikvanginn kemur kL 14.50 og verður allur leikurinn sýndur svo og framlengingin ef með þarf. Ef ekki þarf að framlengja leikinn sýnir sjonvarþið frá leik Southampt- on og Manchester CSty, svo það verður knattspyrna á boðstólum í sjónvarpinu frá kL 14.15 til kl. 17.25 á lauga rdag inn. -klp- Lögbannið á strætó: „Til umræðu ogumfjöllunar" Vcgna tilmæla Verðlagsráðs hcfur Verðlagsstofnun ákveðið að bíöa enn með aðgerðir vegna fargjalda- hækkunar SVR þann 12. febrúar síðastliöinn. Lögbannsmálið frá í janúar er hins vegar enn til meö- ferðar í Bæjarþingi Reykjavíkur og veröur tekið næst fyrir í fyrstu viku apríl. Sveinn Björasson, formaður Verðlagsráðs, sagði í viðtali viö DV í morgun að málið hefði verið til urn- ræðu og umfjöllunar í Verðlagsráði og væri ekki loktð, verið væri að kanna allar hliðar þess. Af þeim sök- um hefði liðiö jafnlangur tími og raun ber vitni, Sveinn sagðist gera ráð fyrir að meðan umræðunni væri ekki lokíð myndi verölagsstjóri fall- astáaðbiðaennumsinn. -PA Lögbannið er nú tíl þríð/u umræðu hjá verðlags- stíóra. — Landsk jörstjórn samþykkir BB: ODRENGILEGT segir Páll Péturs- son um afskipti framkvæmda- stjórnarflokks sins „Fyrir mér er það ekkert mál hvernig þessi göngumannalisti er merktur. Það sem máli skiptir hvort listinn fær atkvæði er ekki hvernig bókstöfum hann flaggar heldur hvurslags menn það eru sem skipa hann og fyrir hvaða hugsjónum þeir berjast," sagði Páll Pétursson alþingismaður, eftir að landskjör- stjórn hafði ákveðið aö sérframboð framsóknarmanna í Norðurlandi vestra f engi að merkja lista sinn BB. „Hitt er svo annað mál að mér finnst það mjög alvarlegt og ekki í þeim anda sem framsóknarmenn hafa viljað starfa að framkvæmda- stjórn flokksins sé að hlutast til um uppstillingu eða framboð í hinum einstöku kjördæmum. Ég tel að framkvæmdastjórnin hafi tekið sér vald sem óeðlilegt sé að hún hafi og betur væri komið hjá heimamönn- um. Þetta var óþörf, ótímabær og ódrengileg íhlutun," sagði Páll. Honum leist annars ágætlega á kosningabaráttuna með hinn fram-" sóknarlistann við hliöina. „Þeir menn sem standa að sprengifram- boðinu virðast þjappa sainan fram- sóknarfólkinu um lista flokksins. Göngumenn smala til okkar fólk- inu,"sagöiPáll. -KMU. TF-EGS Varö undir 40 tonna jarðýtu Rúmlega tvitugut maðut slasaðist illa á mjððm et hann vatð undit 40 tonnajatðýtu skammt ftá Egils- stöðum laust fyrit hádegið ígœt. Verið vat að skipta um túllu i belti ýtunnat, á Völlum, skammt ftaman við Egifsstaði. Ýtan vat hifð upp með „rippet", plógisem etaftan á ýtunni. Skyndilega gekk plógurinn niðut ijötðina, pat sem klakinn gafsig. Við pað vatð maðutinn undit ýtunni og vatð að lyfta henni upp aftut tílað ná honum undan. Hann vat síðan fluttut með flugi tíl Reykjavíkut pat sem hann gekkst undit aðgetð. Á myndinni sést hvat verið etað koma með manninn tíl Reykjavikut. — JGH/DV-mynd: Loftut. Kaupfélagssf ríðið á ísafirði: Ljónið skipar Kaup- félaginu úr húsinu Kaupfélagið á Isafirði hefur fengið tilkynningu frá fyrrverandi eigend- um Vörumarkaðarins Ljónsins aö rýma húsið fyrir 6. apríl næstkom- andi. Kaupfélagiö keypti Vöru- markaðinn í október síðastliðnum en þegar átti að undirrita samninga endanlega í febrúar neituðu kaupfé- lagsmenn að undirrita þar sem húsið væri ekki löglegt gagnvart bruna- málayfirvöldum. Gerðu þeir athug- un á nauðsynlegum breytingum, reyndust þær verulegar og kostnaður 2,2 milljónir króna. Ljónsmenn neit- uðu alfarið að taka þann kostnað á sig, eins og Kaupfélagið vildi, vegna þess að við samningana í haust hefði kaupfélagsmönnum verið fullkunn- ugt um að húsið væri ekki löglegt. Heiðar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Ljónsins, sagði í morgun að kaupfélagsmenn hefðu ekki staðið við samninga að einu eða neinu leyti. Því hefði þeim verið tilkynnt í fyrra- dag að þeir yrðu að fara úr húsinu straxeftirpáska. „Þetta er beinlínis riftun á kaupunum og verður ekki skilið öðruvísi," sagði Sverrir Bergman kaupfélagsstjóri í samtali við DV í morgun. Sagðist hann þó efast um að þeim væri stætt á að bera kaupfé- lagið út. Það yrði bara aö koma í ljós hvort slíkt yrði gert. JBH Þrátt fyrir krepputal: Nærritvö þúsundmanns íferðalðgum Þrátt fyrir mikið tal um kreppu í þjóðfélaginu viröist landinn ætla að leggjast i ferðalög um páskahelgina. Alls verða einhvers staðar á milli fimmtán hundruð og tvö þúsund manns á ferðum utnan lands og utan. Þar af fer liklega tæpt þúsund til annarra landa. Um 4 þusund verða siðan á ferð með vélum Flugleiða innanlands og tæplega 400 fara í ferðir með ferðafélögunum tveim. Siöan á eftir að telja alla þá sem ferðast með Amarflugi, rútum og bilum og þá sem fara til útlanda án þess að islenskir aðilar skipuleggi ferðina. Frammámaður í ferðaiðnaðnum sagði reyndar að utanlandsferðir f engjust á þannig kjörum að f jöldinn segði ekki allt. Þær væru greiddar með þeim kjörum að litið væri greitt út og afgangurinn á löngum tíma. „Menn verða mcö víxlahalann á eftir sér fram að jólum," sagði hann. Ferðirnar nú eru einnig ódýrari en þær koma til með að verða f sumar og s já menn s ér þá ef til vill sparna ö i aöfarastrax. DS Veggjaldið lagtátil eins árs Veggjaldið eða krónugjaldið svo- kallaða verður lagt á meö bráða- birgðalögum, jafnvel í dag. „Það er tilbúið í fjármálaráðuneytinu," sagði Steingrimur Hermannsson samgönguráöhetTaímorgun. Ráðherrann sagði aö gjaldið yrði lagt á nú aðeins fyrir þetta ár og með meiri undantekningum en gert hafði verið ráð fyrir á Alþingi. Málið var komið þar til lokaafgreiðslu fyrir þingrof. Ondantckuingarnar ná meðal annars til aldraðra. Upphaflega átti krónugjaldið að vera króna á hvért kíló bílaflotans. Því var breytt í krðnu upp að 2000 kílóum, 70 aura á kíló á bilinu að 5000 kilóum og 50 aura á kiló þar fyrir of-. an. Og sett var á 7.600 króna þak vegna hverrar bífreiðar. Þá var gert ráð fyrir að lækka tolla á stórum hjólbörðumúr40%i20%. Vcggjaldið á að gefa rúmlega 100 milljónir í Vegasjóð i ár, upp í 1.000 mflljóna vegaframkværadir. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.