Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Page 32
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 FÖSTUDAGUR 25. MARS 1983. Leikurínn á Wembley: FUNDIR FÆRÐIR TIL Fjölmargir fundir og samkomur sem vera áttu eftir hádegi á laugar- daginn hafa verið færðar til vegna beinu útsendingarinnar frá úrslita- leiknum í ensku bikarkeppninni í knattspymu, sem verður á laugar- daginn. Olíkiegustu fundir eins og kvenféiagsfundir, fundir hjá sóknar- nefndum og fleiri hafa verið fluttir á annan tima út af leiknum og hætt hefur verið við heiiu ráðstefnurnar, sem ætlunin var að hafa á þessum tíma. Orslitaleikimir í 1 slandsmóti karla í handknattleik hafa verið færðir til út af leiknum. Byrja þeir fyrir hádegi í Laugardalshöllinni og verða því búnir áður en útsendingin hefst. Lyftingamenn verða með sitt íslandsmót kl. 16 en skíðagangan — Lavalqipet — verður í gangi á meðan á útsendingunni stendur. Utsendingin byrjar kl. 14.15 og verður fyrst sýnt frá leikjum Liver- pool og Manchester United í 8-liða úrslitum og undanúrslitum bikar- keppninnar. Beint samband við Wembley leikvanginn kemur kL 14.50 og verður allur leikurinn sýndur svo og framlengingin ef með þarf. Ef ekki þarf að framlengja leikinn sýnir sjónvarpið frá leik Southampt- on og Manchester City, svo það verður knattspyrna á boðstólum i sjónvarpinu frá kl. 14.15 til kl. 17.25 á laugardaginn. -klp- Lögbannið á strætó: „Til umræðu ogumfjöllunar” Vegna tilmæla Verðlagsráðs hefur Verðlagsstofnun ákveðið að biða enn með aögerðir vegna fargjalda- hækkunar SVR þann 12. febrúar síðastliðinn. Lögbannsmálið frá í janúar er hins vegar enn til með- ferðar í Bæjarþingi Reykjavíkur og verður tekið næst fyrir í fyrstu viku apríl. Sveinn Björnsson, formaður Verölagsráðs, sagði í viðtali við DV í morgun að málið hefði verið til um- ræðu og umfjöllunar í Verðlagsráði og væri ekki lokiö, verið væri að kanna allar hliðar þess. Af þeim sök- um hefði liðið jafnlangur tími og raun ber vitni. Sveinn sagðist gera ráð fyrir að meðan umræöunni væri ekki lokið myndi verðlagsstjóri fall- astáaðbíðaennumsinn. -PA Lögbannið er nú til þríðju umræðu hjá verðlags- stjóra. — Landskjörstjórn samþykkir BB: ODRENGILEGT — segir Páll Péturs- son um afskipti framkvæmda- stjórnarflokks síns „Fyrir mér er það ekkert mál hvernig þessi göngumannalisti er merktur. Það sem máli skiptir hvort listinn fær atkvæði er ekki hvernig bókstöfum hann flaggar heldur hvurslags menn það eru sem skipa hann og fyrir hvaða hugsjónum þeir berjast,” sagði Páll Pétursson alþingismaöur, eftir að landskjör- stjórn hafði ákveðið að sérframboð framsóknarmanna í Norðurlandi vestra fengi að merkja lista sinn BB. „Hitt er svo annað mál að mér finnst það mjög alvarlegt og ekki í þeim anda sem framsóknarmenn hafa viljað starfa að framkvæmda- stjóm flokksins sé að hlutast til um uppstillingu eða framboð í hinum einstöku kjördæmum. Eg tel að framkvæmdastjórnin hafi tekið sér vald sem óeölilegt sé að hún hafi og betur væri komið hjá heimamönn- um. Þetta var óþörf, ótímabær og ódrengileg íhlutun,” sagði Páll. Honum leist annars ágætlega á kosningabaráttuna með hinn fram- sóknarlistann við hliöina. „Þeir menn sem standa að sprengifram- boöinu virðast þjappa saman fram- sóknarfólkinu um lista flokksins. Göngumenn smala til okkar fólk- inu,”sagðiPáll. -KMU. Varð undir 40 tonna jaröýtu Rúmlega tvítugur maður slasaðist illa á mjöðm er hann varð undir 40 tonna jarðýtu skammt frá Egiis- stöðum laust fyrir hádegið í gær. Verið var að skipta um rúllu i belti ýtunnar, á Völlum, skammt framan við Egilsstaði. Ýtan var hifð upp með „ripper", piógi sem er aftan á ýtunni. Skyndilega gekk plógurinn niður ijörðina, þar sem klakinn gaf sig. Við það varð maðurinn undir ýtunni og varð að lyfta henni upp aftur til að ná honurn undan. Hann var síðan fluttur með flugi til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð. Á myndinni sést hvar verið er að koma með manninn til Reykjavikur. — JGH/D V-mynd: Loftur. Kaupfélagsstríðið á ísafirði: Ljónið skipar Kaup- félaginu úr húsinu Kaupfélagið á Isafirði hefur fengið tilkynningu frá fyrrverandi eigend- um Vörumarkaðarins Ljónsins að rýma húsið fyrir 6. apríl næstkom- andL Kaupfélagið keypti Vöru- markaðinn í október siðastliðnum en þegar átti að undirrita samninga endanlega í febrúar neituðu kaupfé- lagsmenn að undirrita þar semhúsið væri ekki löglegt gagnvart bruna- málayfirvöldum. Gerðu þeir athug- un á nauðsynlegum breytingum, reyndust þær verulegar og kostnaöur 2,2 milljónir króna. Ljónsmenn neit- uðu alfarið að taka þann kostnað á sig, eins og Kaupfélagið vildi, vegna þess að við samningana í haust hefði kaupfélagsmönnum verið fullkunn- ugt um að húsið væri ekki löglegt. Heiðar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Ljónsins, sagði í morgun að kaupfélagsmenn hefðu ekki staðiö við samninga að einu eða neinu leyti. Því hefði þeim veriö tilkynnt í fyrra- dag að þeir yrðu að fara úr húsinu strax eftir páska. „Þetta er beinlínis riftun á kaupunum og verður ekki skilið öðruvísi,” sagði Sverrir Bergman kaupfélagsstjóri í samtali við DV í morgun. Sagðist hann þó efast um aö þeim væri stætt á að bera kaupfé- lagið út. Það yrði bara að koma í ljós hvort slíkt yrði gert. JBH Þráttfyrir krepputal: Nærritvö þúsund manns íferðalögum Þrátt fyrir mikið tal um kreppu í þjóðfélaginu virðist landinn ætla að leggjast í ferðalög umpáskahelgina. AUs verða einhvers staðar á milli fimmtán hundruö og tvö þúsund manns á ferðum innan lands og utan. Þar af fer liklega tæpt þúsund til annarra landa. Um 4 þúsund verða síðan á ferð með vélum Flugleiða innanlands og tæplega 400 fara í ferðir með ferðafélögunum tveim. Síðan á eftir að telja alla þá sem ferðast með Amarflugi, rútum og bilum og þá sem fara til útlanda án þess að íslenskir aðilar skipuleggi ferðina. Frammámaður i ferðaiðnaðnum sagði reyndar að utanlandsferðir fengjust á þannig kjörum aö f jöldinn segði ekki allt. Þær væru greiddar með þeim kjörum að lítið væri greitt út og afgangurinn á löngum tíma. „Menn verða með víxlahalann á eftir sér fram að jólum,” sagði hann. Ferðirnar nú eru einnig ódýrari en þær koma til með að verða í sumar ogsjámennsérþáeftilvillsparnaðí aðfara strax. DS lagt á til eins árs Veggjaldið eða krónugjaldið svo- kallaða verður lagt á með bráöa- birgðalögum, jafnvel í dag. „Það er tilbúið í fjármálaráðuneytinu,” sagði Steingrimur Hermannsson samgönguráðherra í morgun. Ráðherrann sagði aö gjaldið yrði lagt á nú aðeins fyrir þetta ár og með meiri undantekningum en gert hafði veriö ráð fyrir á Alþingi. Málið var komið þar til lokaafgreiðslu fyrir þingrof. Undantekningarnar ná meðal annarstilaldraðra. Upphaflega átti krónugjaldið að vera króna á hvert kíló bilaflotans. Þvi var breytt í krónu upp að 2000 kílóum, 70 aura á kiló á bilinu að 5000 kilóum og 50 aura á kíló þar fyrir of- an. Og sett var á 7.600 króna þak vegna hverrar bifreiðar. Þá var gert ráð fyrir að lækka tolla á stórum h jólbörðum úr 40% í 20%. Veggjaldið á að gefa rúmlega 100 milljónir í Vegasjóð í ár, upp í 1.000 milljóna vegaframkvæmdir. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.