Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUK 25. MARS1983. 11 Leiff ursóknin miðuð við ástandið 1979 - sagði Birgír ísleif ur Gunnarsson á kosningaf undi í Lundi „Leiftursóknin var miöuö við ástandið 1979, hún er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins núna," sagði Birgir Isleifur Gunnarsson alþingis- maður á f jölmennum kosningafundi með íslenskum námsmönnum í Lundi í fyrrakvöld. Umræður á fundinum voru hinar fjörugustu og svöruðu þeir Birgir Isleifur og Geir Haarde greiðlega flestum spurning- um fundarmanna. Um klofning innan Sjálfstæðisflokksins svaraði Geir meðal annars þannig aö sagt hefði verið að nú byðu allir flokkar fram klofið nema kvennaframboðið. Á fundinum barst talið mjög að skýrslu Verslunarráðs Islands sem Ragnar Arnalds fjármálaráðherra dreifði er hann hélt fund hér á mánu- dag. Itrekuðu þeir Geir og Birgir Isleifur að hér væri ekki um stefnu Sjálfstæöisflokksins að ræða. Sjálf- stæðismennirnir tveir voru meðal annars spurðir hvort ekki væri tími til kominn að breyta þeim óskráðu lögum sem lengi hefðu veríð í hávegum höfð við embættisveitingar ráðherra á tslandi, aö flokksskírteini vegi þyngra á vogarskálum en menntun, starfsreynsla og aðrir verðleikar. Birgir Isleifur sagði að vissulega væri leiðinlegt til þess að vita hvernig oft hefði verið að embættisveitingum staðið. Hann kvaðst þó ekki meðmæltur því að veitingavaldið yrði tekið úr höndum ráöherra og sagði að treysta yrði því að almenningsálitið héldi aftur af ráðherrum í þessum ef num. -GAJ,Lundi/JBH. Stefna Verslunarráðsins er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins, sagði Birgir ísleifur Gunnarsson meðal annars á kosningaf undi í Lundi. Lúters minnst í Skálholti á pálmasunnudag ogföstudaginn langa Þess er nú minnst víða um lönd að liðnar eru fimm aldir frá fæðingu Marteins Lúters á næsta hausti. Hér á landi hösluðu siðbótarmenn sér einna fyrst völl í Skálholti. I Skálholti og á öðrum kirkjustöðum Skálholtspresta- kalls verður Lúters því minnst með há- tíðahöldum og samkomum á þessu ári. Fyrsta samkoman verður í Skál- holtskirkju aö kvöldi pálmasunnudags, hinn 27. mars, klukkan 21. Þar flytur dr. Einar Sigurbjörnsson, prófessor og forseti guöfræðideildar Háskólans, erindi, Helga Sighvatsdóttir frá Miðhúsum og Gry Ek Gunnarsson leika barokkverk á blokkflautu og orgel og Bjarni Harðarson, sagnfræði- nemi f rá Lyngási, segir f rá dvöl sinni í Israel á liðnu ári og sýnir litsky ggnur. Onnur samkoman verður í Skálholts- kirkju að kvöldi föstudagsins langa klukkan 21. Þar flytja samkór Selfoss, Kirkjukór Selfoss og Skálholtskórinn trúarlega tónlist undir stjórn Björgvins Þ. Valdemarssonar og Glúms Gylfasonar organista. Ung- menni flytja krossferilsþátt og séra Guðmundur Oli Olafsson í Skálholti fjallar um áhrif Lúters á sálmasöng og kirkjutónlist. Akureyri: Harður árekstur Harður árekstur varð á gatna- mótum Þórunnarstrætis og Hrafna- gilsstrætis í hádeginu í fyrradag. Skullu þar harkalega saman Volvo og Volkswagen Derby og eru báðir bílarnir mjög rnikið skemmdir. Okumaður Volkswagen-bílsins var fluttur á sjúkrahús en reyndist ekki mjög mikið meiddur. Nokkur hálka varþegaráreksturinnvarð. -JGH. 1 oflp) # i <dfcs> <3 i> 3 Armúla 20 Sími 84630 ÁRFELLSSKILRÚM FYRIR FERMINGAR Mismunandi möguleikar i uppstillingu, sérstaklega gert ráð fyrir innbyggðri raflögn. CJ> s É R T I L B O Ð *-"..** M cjetur gjörbreytt tómiE jrinu með síuhúmxim, hanáruhim oq sfápum fráÁrfettifý. Henta á milli veggja í op, 190 cm, til 250 cm. Húsgögn i úrvali — sófasett, borðstofusett Kristalvörur og fleira. # i dfe> Hafiö samband strax. OPIÐ LAUGARDAG TIL KL. 4. ARMULA 20 - SIMAR: 84630 og 84635 <^PJ> BREIÐHOLTI SÍMI76225 MIKLATORGI SÍMI 22822 Fersk blóm daglega. MERCEDES BENZ 300 D ÁRG. 1976 tilsölu, sjálfskiptur, með vökvastýri. Uppl. á Borgarbílasölunni, simar 83150 — 83085. le: [»]ir BETRI BJÓÐAST Ekki leiftursókn, ekki niðurtalningu, ekki óbreytta vísitölublekkingu og bráðabirgðaráð, heldur gerbreytta eínahagssteínu. Alþýðuflokkurinn npYAMAHA NIPPONGAKKICO. LTO HAMAMATSU. JAPAN Kennslutæki og tölvuspil Kjornar fermingargjafir Þú lœrir að spila lög en um leið fœrðu stig fyrir rétt eða rangt. HS—500 kr. 2.330 HS—200, kr. 1.520 Einnig ýmsar aðrar gerðir af orgel- spilum. Vorum að fá mjög vónduð tölvuorgelspil með forriti fyrir nótur, PC—100, á kr. 7.450. Hljóðfæraverslun Poul Bernburg Rauðarárstíg 16 - sími 20111.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.