Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 8
DV. FÖSTUDAGUR 25. MARS1983. Utlönd Utlönd Útlönd Utlönd Þeytivindur tílvíngerðar Meir en 300 þeytivindum var stoliö £rá verksmiðju í Riga, og þær seldar á svörtum markaði sem ber japressur, segir í frétt í sovéska dagblaðinu Sotsialisticheskaya Industriya. Blaðið greinir frá því að þeytivindurnar hafi orðið frægar fy rir kraft sinn, en þær gátu þurrkað eitt og hálft kíló af blautum þvotti á þrem mínútum og þóttu afburða hentugar til að pressa ber til víngerðar. I síðasta mánuði var vörubíl- stjóri dæmdur fyrir þjófnaðinn. Hann hlaut níu ára fangelsi. Hann sagðist hafa leiðst til þess að stela vindunum vegna þess aðlaun hans voru of lág og hann hefði ekki efni á að kaupa sér brennivín. Njósnarí grafínnheima Aska Donalds MacLean, njosnar- ans breska, sem lést fyrr í mánuðinum í Moskvu, var flutt til Englands og grafin þar. Það var sonur hans, Fergus MacLean, sem færði öskuna heim og var hún grafin við kirkju heilagrar þrenn- ingar í Penn-þorpi í Bucking- hamshire. Ólögleg síldveiöi Hollenskir fiskimenn lokuðu nýlega inni í höfninni í Ijmuiden danskan fiskibát og komu í veg fyrir að hægt væri að skipa upp úr bátnum 80 tonnum af síld, sem átti að landa. Hollensku fiskimennirnir sögðu að danski báturinn hefði veitt síldina ólöglega í Norðursjó en danski skipstjórinn sagðist hafa veitt síldina í Ey strasalti. Talsmaður hollenska sjávarút- vegsráðuneytisins sagði að sýni hefðu sannað að síldin væri veidd í suðurhluta Norðursjávar. Hann sagði einnig að frekari rannsókn væri f yrirhuguð á þessu máli. Ferðaskattur lagðuráísraela Israelsmenn sem f erðast úr landi veröa hér eftir að greiða ferðaskatt sem nemur 50 dollurum. Tals- maöur ráðherranefndar um efna- hagsmál sagði við blaðamenn að: ríkisstjórnin gerði ráð fyrir að um 40 milljónir dollara ættu að skila sér í ríkissjóð með þessum skatti. Fjármagninu verður varið til þess að greiöa fyrir heilsugæsiu og einnig til styrktar sérskólum hrein- trúarmanna. Fjöldi ferðaskrifstofa fordæmdi skattinn en stjórnvöld verja ákvörðun sína og segja að ekki séu neinar líkur á að skattur- inndragi úrfólkiaðferðast. MúturfSovét Saksóknarinn í bænum Tokmak í sovéska lýðveldinu Kirghizia hefur verið dæmdur til dauða fyrir að sækjast eftir mútum. Hæstiréttur lýðveldisins dæmdi Urushbek Koychmanov sekan um spillingu og fjárkúgun við embættisfærslu sína, og f yrir þaðvarhannsagður hættu- legur þjóðfélaginu. Þessar fréttir flytur dagblaðið Sovetskaya Kirgh- izia. Þrír háttsettir embættismenn sem tengjast rekstri sláturhúss í Tokmak sögðu við réttarhöldin að þeir hefðu greitt Koychumanov 40 þúsund rúblur á tveim árum til þess að hann hefðist ekkert að vegna óreiðu í bókhaldi þeirra, sem hann hafði komist að. Sovésk yfir- völd hafa mjög hert aðgerðir gegn alls kyns spillingu eftir að Yuri Andropov, f yrrum yfirmaður KGB, varð æðsti valdamaður þar í landi. Ræðu Reagans líkt við „ vfsindareyfara' — Boðskap Bandaríkjaforseta um framtíðarvarnirgegn kjarnorkuvopnum misjaf nt tekíð „Rússagrýluaðferðir" og „ábyrgð- arlausar Stjörnustríðsspilaborgir" kallaði Edward Kennedy, öldunga- deildarþingmaður, ræðu Reagans Bandaríkjaforseta í fyrrakvöld. Reagan boðaði aö um og upp úr árinu 2000 mundu Bandaríkin sveigja út af „ógnarjafnvægisstefnunni" og reiða sig á varnarkerfi sem grandað gæti óvinaeldflaugum áður en þær hæfðu skotmörk sín. Um leið lagði hann áherslu á hversu skef jalaust víg- búnaðarkapphlaup Rússa hefur verið og stóð f astur á áætlunum sínum um að efla hernaðarmátt Bandaríkjanna til mótvægis í næstu framtíð, par til vísindatæknin hefur gert kjarnorku- vopn úrelt og gagnslaus. Viðbrögð víða um heim hafa verið á ýmsa vegu. Ýmsum hefur þótt þetta „vísindareyfaralegur boðskapur" og bandamenn hafa flestir undirstrikað þörfina fyrir hernaðariegt mótvægi á allranæstuárum. Reagan setur traust sitt á þróun tækni og vísinda til þess að gera kjamorkuvopn gagnslaus og úrelt. Verkamannaflokkurinn vann í Dariington Reagan viðurkenndi sjálfur í ræðu sinni að þróun slíkrar tækni, sem hann vill reiða sig á, geti tekið áratugi. I Bandarikjunum fóru viðbrögð manna mjög eftir flokkum. Repúblik- anar, flokksbræður Reagans, fögnuðu ræðunni en demókratar gerðu lítið úr þessari framtíðarsýn og gagnrýndu eins og fyrr áætlanir Reagans um hernaðaruppbyggingu. Tass-fréttastofan sagði að þessi áætlun mundi brjóta í bága við gerða samninga Sovétmanna og Bandaríkja- manna. Sagði Tass aö Reaganstjórnin stefndi að því að ná hernaðaryfir- burðum og raska því jafnvægi sem nú væriá. Reagan lét sér í léttu rúmi liggja fordæmingu Tass og sagðist ekki hafa búist við að Rússar klöppuðu fyrir ræðunni. Skáru niður fjárveitingu tilEISalvador Utanríkisnefnd öldungadeildar Bandarikjaþings mun leggja til að 60 milljón dollara fjárveiting, sem Reagan forseti ætlar til hernaðar- aðstoðar við El Salvador, verði helminguö. Nefndin gekk ekki til atkvæða um þessa breytingartillögu en meirihluti þingmanna í nefndinni lýsti því yfir að þeir mundu undirrita bréf þessa efnis og f ormaðurinn lýsti breytinguna sam- þykkta. önnur nefnd samþykkti fjárveiting- una eins og hún lagði sig og sú þriðja á eftir að fjalla um hana. En forsetinn mun bundinn af lægstu upphæð sem samþykkt verður í nefndunum. Verkamannaflokkurinn breski fór með sigur úr aukakosningunum í Darlington og tvöfaldaði meirihluta- fylgi sitt frá siðustu kosningum. Þykir sigurinn veita Michael Foot, formanni Verkamannaflokksins, nýjan byr en hann hefur legið undir nokkurri gagnrýni eftir herfilegan ósigur flokksins í Bernondsey í London isíöastamánuði. Oswald O'Brien, frambjóöandi verkamannaflokksins, jók meirihluta flokksins úr 1.052 atkvæðum upp í 2.412 atkvæði umfram næsta frambjóðanda. Mest kom á óvart að frambjóðandi Ihaldsflokksins þokaði frambjóðanda kosningabandalags frjálslyndra og jafnaðarmanna niður í þriðja sætið en skoðanakannanir höfðu spáð honum ítalíukonungur dáinn Umberto fyrrum Italíukonungur andaðist í Frakklandi í síðustu viku eftir 36 ára útlegð. Kóngafólk og þúsundir konungssinna og vina vottuðu hinum látna hinstu virð- ingu sína í gær. Umberto var af Savoy-ætt, fjórði og síöasti kon- ungur sameinaðrar ttaliu, áður en hún varð lýðveldi. Enginn fulltrúi ítalska ríkisins var við minningar- athöfnina í gær. meira gengi og jafnvel sigri. Þykir þetta mikið áfall fyrir kosningabanda- lagið, sem gert hefur sér vonir um að leysa Verkamannaflokkinn af hólmi í tveggja flokka kerfi Breta. Urslitin þykja líkleg til þess að hafa einhver áhrif á hvenær Thatcher forsætisráðherra muni boða til þing- kosninga. Kjörtímabilið rennur ekki út fyrr en á næsta ári en getgátur voru .um að Thatcher mundi ef til vill boða til kosninga í júní í sumar. Eftir Darlingtonúrslitin þykir mönnum það þóóliklegt. Bretarbíða með olíu- lækkun sína Breska stjórnin mun hafa frestað fram í apríl að ákveða hvort verð á Norðursjávarolíu verði lækkað og þá hve mikiö. Almennt hefur verið búist við lækkun. Olíuframleiðslu- ráð hefur lagt til 3 dollara lækkun (niður í 30,50 dollara) en viðskipta- vinir kalia á enn frekari lækkun. Á hinn bóginn hefur OPEC hótað verðstríði ef Bretar ögri þeim með nýjumlækkunum. HættirGromyko sem utanríkis- ráðherra? Andrei Gromyko, sem svo lengi hefur verið utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hefur verið skipaður fyrsti aðstoðarforsætis- ráðherra. Þykir þetta boða að hann láti af utanríkisráðherraembætt- inu, sem hann hefur gegnt síðan 1957. Líklegt þykir samt að hinn 73 ára gamli Grornyko muni áfram hafa hönd í bagga með utanríkis- málunum. Aðalvöld sín og áhrif sækir hann þó í setu sína í æðsta- ráðinu, þar sem hann mun sitja áfram. Entist í 112 daga með gervihjartað Læknar segjast munu halda áfram brautryðjandastarfi við isetningar gervihjarta þótt fyrsti maðurinn sem fékk smíðað í sig hjarta hafi ekki lifað nema 112 daga meö gervihjartað. Tannlæknirinn Barney Ciark (62 ára) andaðist í gærkvöldi og segja læknar hans að dánarorsakir hafi verið margvíslegar. Kona hans var hjá lionum þegar hann dó. Gervihjartað hefur vakið miklar umræður og sýnist sitt hverjum. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Ölaf ur B. Guðnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.