Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR25. MARS1983. Kagnar J. Ragnarsson, forsíjóri Jöfurs, afhendir starfsmanni söfnunarinnar, Pétri Ómari, gjafabréf að upphæð 108.000 kr. JÖFURGAFSÁÁ ANDVIRÐISKODA Fyrirtækið Jöftir hf. hef ur gefið and- virði cins Skoda-bils til söf nunar S AÁ. „Staðreyndin er sú að þetta málefni er öllum náskylt ef menn vilja lita í kringum sig og viðurkenna það fyrir- sjálfum sér. Málefnið er gott óg þess vegna vill okkar fyrirtæki styrkja það," sagöi Ragnar J. Ragnarsson, forstjóri Jöfurs hf., þegar hann samþykkti sex 18.000 kr. gjafabréf SÁÁ að upphæð 108.000 kr. SBG/AÓ Starf skynning. Tónleikar á vegum SATT: Fjórar hljómsveitir spila í Klúbbnum Innrás lifandi tónlistar inn á veitingahús borgarinnar heldur áfram og verður fyrrihluti föstudags- og laug- ardagskvölds lagður undir tónleika- hald á vegum SATT. I kvöld og á morgun verða tónleikar frá 9—12 í Klúbbnum. Fyrra kvöldið leika Vonbrigði og Grýlurnar en hið síðara Q4U og Þeyr. Einnig verður sýndur músikþáttur SATT og Ismyndar með hlj ómsveitinni Ego. Ovæntur glaðningur verður i videoinu. Það er von forráðamanna SATT að þessi nýbreytni falli öllu áhugafólki um lifandi tónlist vel í geð, svo og þeim sem kvarta undan stöðnuðu skemmt- analifi. Beitingamenn íSandgerði: Fresta verkf alli Fyrirhuguðu verkfalli beitinga- manna í Sandgerði, sém taka átti gildi. á miðnætti síðastliðnu, hefur verið frestað um viku. Utvegsmannafélag Suðurnesja, hefur ekki samþykkt kröfur beitingamanna um betri kjör og f orráðamenn f élagsins hafa talið verk- fallsboðunina ólögmæta. Fundur var haldinn í gærmeð málsaðilum og ríkis- sáttasemjara en þar gerðist ekki annað en að málinu var f restað. Hér er ekki um að ræða marga menn því línubátar á veiðum frá Sand- geröi eru ekki margir um þessar mundir. Ekki náðist i talsmenn beitingamanna í gær. -PA. Norðurland vestra: Framboðslisti Banda lags jaf naðarmanna Framboðslisti Bandalags jafnaðar- manna í Norðurlandskjördæmi vestra i komandi alþingiskosningum er þannig skipaður: 1. Þorvaldur Skafta- son sjómaður, Skagaströnd, 2. Ragn- heiður Olafsdóttir nemi, Gauksstöö- um, Skagafirði, 3. Sigurður Jónsson byggingafræðingur, Akureyri, 4. Valtýr Jónasson fiskmatsmaður, Siglufirði, 5. Stefán Hafsteinsson, for- maður starfsmannafélags samvinnu- félagsins, Blönduósi, 6. Vilhelm V. Guðbjartsson sjómaður, Hvamms- tanga, 7. Friðbjörn örn Steingrímsson íþróttakennari, Varmahlíð, 8. Erna Sigurbjörnsdóttir húsmóðir, Skaga- strönd, 9. Arnar Björnsson nemi, Húsavík, 10. Asdis Matthíasdóttir skrifstofumaður, Reykjavík. -JBH. Fimm sóttu um Landsvirkjun Fimm umsækendur eru um starf f or- stjóra Landsvirkjunar en umsókn- arfrestur rann út siöastliðinn miðvikudag. Umsækjendur eru Gísli Júlíusson, deildarverkfræðingur hjá Lands- virkjun, Halldór Jónatansson, aðstoðarframkvæmdastjóri Lands- virkjunar, Jóhann Már Maríusson, yfirverkfræðingur Landsvirkjunar, og Nafndrengsins Drengurinn, sem lést í sjúkrahúsinu á Akureyri um hádegisbilið í f yrradag, af völdum meiðsla sem hann hlaut í umferðarslysi, hét Heiðar Þeyr Fjölnisson. Hánn var fæddur 8. ágúst 1973 og átti heima að Sunnuhlíð 2, Akureyri. -JGH. Nýtt álver gæti borgað þrefalt fyrir raforkuna Nýtt 130 þúsund tonna álver, sem byggt yrði í tveim jafnstórum áföngum og með rafskautaverk- smiðju, gæti skilað viðunandi arðsemi við núverandi markaðs- ástand og borgað samt 17,5 mills fyrir kilóvattstund í raforku. Isal borgar6,45mills. Kári Einarsson, forstöðumaður tæknideildar Ragmagnsveitna ríkisins. Fimmti umsækjandinn óskaði eftir nafnleynd. -óm. Leiðrétting Ranghermt var í frétt um tafir í innanlandsflugi í DV 23. mars. Þar, stóð að fengnar hefðu verið vélar frá Arnarflugi, Sverri Þóroddssyni og Helga Jónssyni og að óhapp hefði orðið á Akureyri við afísingu. Hið rétta er að fengnar voru vélar frá Arnarflugi, Erni á Isafirði og Flugfélagi Norður- lands á Akureyri. Ohappið varð í Reykjavík. Beðist er velvirðingar á mishermi þessu. Þetta er ein af meginniðurstöðum norska ríkisfyrirtækisins Árdal & Sunndal Verk en það hefur nú skilað iönaðarráöuneytinu umsaminni skýrslu um hagkvæmni nýs íslensks álvers. Stofnkostnaður álversins og raf- skautaverksmiðju er talinn vera um 410 milljónir Bandaríkjadollara, án vaxta á byggingartíma. Það eru um 8,6 milljarðar króna á núvirði krón- unnar. Mjög lítill munur reyndist vera á stofnkostnaði hvort sem álverið yrði reist á Vogastapa á Reykjanesi eða utan Akureyrar við Eyjafjörð. -HERB. Langar þig ekki í Golf til Akureyrar umpáskana? 30% ajsldtturhjá BflaleiguFlugleiða Páskarnir eru fyrsta alvöru ferðahelgi ársins. Bílaleiga Flugleiða býður bílana sína á tilboðsverði í tilefni af því: VW-Golf:Fyrir 389 kr. á sólarhring og 3.89 kr. á kílómetra. VW-Jetta, Mitzubishi 4VVD og VW-Microbus fást Kka leigðir með 30% afslætti. Lágmarks leigutími er 4 dagar. Upplýsingar og pantanasími Bílaleigunnar eru 21188 og 21190. Athugið að söluskattur er innifalinn í verðinu. FLUGLEIÐIR BÍLALEIGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.