Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 25. MARS1983 5 Ragnar J. Ragnarsson, forstjóri Jöfurs, afhendir starfsmanni söfnunarinnar, Pétri Ómari, gjafabréf að upphæð 108.000 kr. JÖFUR GAF SÁÁ ANDVIRÐISKODA Fyrirtækið Jöfur hf. hefur gefið and- vegna vill okkar fyrirtæki styrkja virðieinsSkoda-bílstilsöfnunarSÁA. það,” sagði Ragnar J. Ragnarsson, „Staðreyndin er sú að þetta málefni forstjóri Jöfurs hf., þegar hann er öllum náskylt ef menn vilja líta í samþykkti sex 18.000 kr. gjafabréf kringum sig og viðurkenna það fyrir- SÁAaðupphæðl08.000kr. sjálfum sér. Málefnið er gott og þess SBG/ÁÓ Starfskynning. Tónleikará vegum SATT: Fjórar hljómsveitir spila í Klúbbnum Innrás lifandi tónlistar inn á veitingahús borgarinnar heldur áfram og verður fyrrihluti föstudags- og laug- ardagskvölds lagður undir tónleika- hald á vegum SATT. I kvöld og á morgun verða tónleikar frá 9—12 í Klúbbnum. Fyrra kvöldið leika Vonbrigði og Grýlumar en hið síðara Q4U og Þeyr. Einnig verður sýndur músíkþáttur SATT og Ismyndar með hljómsveitinni Ego. Ovæntur glaðningur verður í videoinu. Það er von forráðamanna SATT að þessi nýbreytni falli öllu áhugafólki um lifandi tónlist vel í geð, svo og þeim sem kvarta undan stöðnuðu skemmt- analifi. Beitingamenn í Sandgerði: Fresta verkfalli Fyrirhuguðu verkfalli beitinga- manna í Sandgerði, sem taka átti gildi. á miðnætti síðastliðnu, hefur verið frestað um viku. Utvegsmannafélag Suöurnesja, hefur ekki samþykkt kröfur beitingamanna um betri kjör og forráðamenn félagsins hafa talið verk- fallsboöunina ólögmæta. Fundur var haldinn í gær með málsaðilum og ríkis- sáttasemjara en þar gerðist ekki annaö en að málinu var f restað. Hér er ekki um að ræða marga menn því línubátar á veiðum frá Sand- gerði eru ekki margir um þessar mundir. Ekki náðist í talsmenn beitingamanna í gær. -PÁ. Norðurland vestra: Framboðslisti Banda lags jaf naðarmanna Framboðslisti Bandalags jafnaðar- manna í Norðurlandskjördæmi vestra í komandi alþingiskosningum er þannig skipaður: 1. Þorvaldur Skafta- son sjómaður, Skagaströnd, 2. Ragn- heiður Olafsdóttir nemi, Gauksstöð- um, Skagafirði, 3. Sigurður Jónsson byggingafræðingur, Akureyri, 4. Valtýr Jónasson fiskmatsmaður, Siglufirði, 5. Stefán Hafsteinsson, for- maður starfsmannafélags samvinnu- félagsins, Blönduósi, 6. Vilhelm V. Guðbjartsson sjómaöur, Hvamms- tanga, 7. Friðbjörn öm Steingrímsson íþróttakennari, Varmahlíð, 8. Erna Sigurbjörnsdóttir húsmóðir, Skaga- strönd, 9. Arnar Bjömsson nemi, Húsavík, 10. Ásdís Matthíasdóttir skrifstofumaður, Reykjavík. -JBH. Fimm sóttu um Landsvirkjun Fimm umsækendur em um starf for- stjóra Landsvirkjunar en umsókn- arfrestur rann út síöastliðinn miðvikudag. Umsækjendur em Gísli Júlíusson, deildarverkfræðingur hjá Lands- virkjun, Halldór Jónatansson, aöstoðarframkvæmdastjóri Lands- virkjunar, Jóhann Már Maríusson, yfirverkfræðingur Landsvirkjunar, og Nafn drengsins Drengurinn, sem lést í sjúkrahúsinu á Akureyri um hádegisbiliö í fyrradag, af völdum meiðsla sem hann hlaut í umferðarslysi, hét Heiðar Þeyr Fjölnisson. Hánn var fæddur 8. ágúst 1973 og átti heima aö Sunnuhlíö 2, Akureyri. -JGH. Kári Einarsson, forstöðumaöur tæknideildar Ragmagnsveitna rikisins. Fimmti umsækjandinn óskaði eftir nafnleynd. -óm. Leiðrétting Ranghermt var í frétt um tafir í innanlandsflugi í DV 23. mars. Þar stóð að fengnar hefðu verið vélar frá Arnarflugi, Sverri Þóroddssyni og Helga Jónssyni og að óhapp hefði orðið á Akureyri viö afísingu. Hiö rétta er aö fengnar vom vélar frá Amarflugi, Emi á Isafirði og Flugfélagi Norður- lands á Akureyri. Ohappið varð í Reykjavík. Beðist er velvirðingar á mishermi þessu. Nýtt álver gæti borgað þrefalt fyrir raforkuna Nýtt 130 þúsund tonna álver, sem byggt yröi í tveim jafnstórum áföngum og með rafskautaverk- smiðju, gæti skilað viðunandi arðsemi við núverandi markaðs- ástand og borgað samt 17,5 mills fyrir kilóvattstund í raforku. Isal borgar 6,45 mills. Þetta er ein af meginniðurstöðum norska ríkisfyrirtækisins Árdal & Sunndal Verk en það hefur nú skilað iðnaðarráðuneytinu umsaminni skýrslu um hagkvæmni nýs íslensks álvers. Stofnkostnaður álversins og raf- skautaverksmiðju er talinn vera um 410 milljónir Bandaríkjadollara, án vaxta á byggingartíma. Það eru um 8,6 milljaröar króna á núvirði krón- unnar. Mjög lítill munur reyndist vera á stofnkostnaöi hvort sem álverið yröi reist á Vogastapa á Reykjanesi eða utan Akureyrar við Eyjafjörð. -HERB. Langar þig ekki í Golf til Akureyrar um páskana? 30% fljslottur hjá Bílaleigu Flugleiða Páskarnir eru fyrsta alvöru ferðahelgi ársins. Bílaleiga Flugleiða býður bílana sína á tilboðsverði í tilefni af því: VW-Golf: Fyrir 389 kr. á sólarhring og 3.89 kr. á kílómetraT VW-Jetta, Mitzubishi 4WD og VW-Microbus fást líka leigðir með 30% afslætti. Lágmarks leigutími er 4 dagar. Upplýsingar og pantanasími Bílaleigunnar eru 21188 og 21190. Athugið að söluskattur er innifalinn í verðinu. FLUGLEIÐIR BÍLALEIGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.