Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 12
DV. FÖSTUDAGUR 25. MARS1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF. StjóniarlOrmaourog útgáfustjori: SVEINN R. EYJÓLFSSOtí-. Framkvæmdastjóriogútgáfustjðri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstiórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstooarritstjórí: HAUKUR HELGASON. Fréttastjorar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjörar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Rrtstidm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 86*11. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI27022. Afgr^la,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning,umbrot, mynda-ogplötugero: HILMIR HF.,SÍOUMÚLA12. Prentun: ARVAKUR HF., SKEIFUNNI19. Askriftarverðá mánuöi IBOkr.VerftílausasöIU 1Skr. Helgárblað 18"kr. . Ártíð spámanns og trúboða Að lokinni hundrað ára ártíð þýzka stjórnmálamanns- ins, trúboðans og spámannsins Karls Marx er eftirminni- legast, að meira en heil öld og í sumum tilvikum nærri hálf önnur öld er síðan hann ritaði verkin, sem margir hafa síðan haft að átrúnaði. Þegar Marx var að móta heimsmynd sína og sögu- skoðun fyrir miðja síðustu öld, var upphaf iðnbylting- arinnar nýlega riðiö yfir Vestur-Evrópu. Hvorki hann né aðrir vissu þá, hvaða afleiðingar þessi mikla breyting mundi hafa. Menn vissu þá ekki, að þjóðarsáttmálar mundu rísa milli ólíkra hópa, til dæmis um lífskjör og afkomuöryggi. Menn vissu þá ekki, að miðstéttirnar mundu blómstra umfram aðra hópa í stað þess að hverfa milli tveggja andstæðra póla. 1 þá daga var sagnfræði frumstæðari en nú og fornleifafræði raunar á frumstigi. Sama er að segja um hagfræði og tölfræði, svo að ekki sé minnzt á yngri greinar félagsvísinda, sem hófu ekki göngu sína fyrr en á tuttugustu öld. Þess vegna má treysta því, að spádómar og sögu- skýringar nítjándu aldar manns eru haldlausar undir lok tuttugustu aldar, enda kolrangar í veigamiklum atriðum. Þetta gildir um Marx eins og samtíðarmenn hans og fyrirrennara. Auðvitað er Marx söguleg staðreynd, sem á heima í f orsögu f élagsvísindanna á hálf ri blaðsíðu á eftir Plató og Macchiavelli. En hann er engin biblía til túlkunar á nútímanum, né tilefni viðgangs ýmissa sértrúarhópa. Þar að auki er Marx af annarri ástæðu lakari fræðimaður en margir slíkir fortíðarmenn. Hann byrjaði á öfugum enda á fræðistörfum sínum, safnaði staðreyndum, sem féllu að hugmyndum, er hann var þeg- arbúinnaðmóta. Marx skrifaði Kommúnistaávarpið snemma á ferli sínum. Það kom út 1848 og hafði að geyma samandregnar söguskýringar hans og spádóma. Það er ritað af ljóðræn- um ofsa hins sannfærða hugsjónamanns, sem telur sig vera að bjarga heiminum. Það er ekki fyrr en síðar að Marx sezt að á British Museum til að leita staðreynda, sem gætu fallið að kenningunum. Das Kapital byrjar ekki að koma út fyrr en 1867. Þetta eru vinnubrögð spámanns en ekki vísinda- manns. AlUr, sem þannig vinna, finna upplýsingar, er henta kenningunum. Alveg eins og Rutherford sannaði, að ætt- kvísl Benjamíns hefði flutzt til Islands, með því að reikna pýramídann mikla út og suður. Slíkar aðferðir eru marklausar. Vísindamenn verða sem mest þeir mega að reyna að forðast samkrull stjórnmála og trúboðs við rannsóknar- verkefni sín. Og maður, sem reisir fræði sín á stjórn- málum og trúboði, er spámaður og pólitíkus, en ekki vísindamaður. Þannig hefði verið rétt að minnast Karls Marx á> hundrað ára ártíðinni. Hann var stjórnmálamaður, trúboði, spámaður og grúskari, sem var uppi á öld marg- falt minni upplýsinga en menn hafa aðgang að nú á tím- um. Sem vísindamaður er hann hins vegar aðeins virði svo sem hálfrar blaðsíðu í forsögu félagsvísindanna, skör lægra en Plató og MacchiaveUi. Og enginn skaði væri skeður, þótt hann félU smám saman í gleymsku og sér- trúarflokkarnir leystust upp. Jónas Kristjánsson. FRJALS VERÐLAGNING — Frjáls verðákvörðun og einokun f er Að undanfömu hafa veriö tals- veröar umræður í fjölmiðlum um verðlagningu á þjónustu opinberra fyrirtækja og á vörum á hinum frjálsa markaði. Umræðurnar hafa yfirleitt verið ádeila á afskipti stjórnvalda af verðákvörðunum. Forráðamenn þjónustustofnana sveitarfélaga hafa kvartað undan því, aö sveitarstjórnirnar skuli ekki sjálfar fá að ákveða verðlag á þjón- ustu sinni og kaupmenn hafa haldiö því fram, að aukið frjálsræði i verð- lagningu mundi stuðla að eðlilegri samkeppni og lægra vöruverði. Rök þessara aðila fyrir auknu frjálsræði hljóma að sumu leyti vel og skal fús- lega undir það tekið, að frjáls verð- myndun er æskileg en þá og þvi aðeins, að jafnframt sé einoknn útf- lokuð og jaf nframt komið í veg fyrir, að bundist sé samtökum um að halda uppi verði ákveðinna vöruflokka, sem er tiltölulega auðvelt i litlu, ein- angruðu landi eins og Islandi. Frjáls verðlagning og einokun getur aldrei f arið saman. Opinber þjónustu- fyrirtæki Ljóst er að sum opinber þjónusta er þess eðlis, að hún verður ekki rekin nema með einkarétti. Má þar nefna sölu raforku, sölu á heitu vatni ekki saman Kjallarinn GísliJónsson og símaþjónustu. LangQestar raf- veitur landsins og svo til allar hita- veitur eru fyrirtæki sveitarfélaga, sem hlotið hafa einkarétt til rekstursins um ótakmarkaðan tima. En það verður ekki bæði haldið og sleppt. Það er aldeilis útilokað að veita aðila, hvort heldur það er sveitarfélag eða einstakUngur, einka- rétt til sölu á ákveðinni þ jónustu eða vöru og jafnframt algert frjálsræði um verðlagningu. Slíkt þekkist ekki einu sinni í Bandarík junum, þar sem frjáls verðmyndun er í mestum blóma í heiminum. Einkarétti sveitarfélaga til reksturs þjónustufyrirtækja hlýtur að fylgja aðhald með verðlagningu í einhverju formi. Við framkvæmd aðhaldsins verður aö tryggja, að eðlilegur rekstrargrundvöllur sé ekki brotinn niður en án þess þó að slaka á eðlilegu aðhaldi. Þeir sem með völdin fara hverju sinni virðast hafa nokkuð frjálsar hendur við verðákvarðanir, sem býður hættunni heim á misnotkun í pólitískum tilgangi. Því kæmi mjög til greina að setja rammareglur um staðfestingar á verðlagningu opinberra þjónustu- fyrirtækja þar sem reynt yrði að tryggja, að ekki sé hægt að snið- ganga sanngjarnar kröfur stofnan- anna. Reynslan af f rjálsri álagningu Nýlega birtist í Morgunblaðinu allítarlegt og greinargott viðtal við fyrrverandi formann Félags íslenskra stórkaupmanna. Viðtaliö bar yfirskriftina „Það samrýmist ekki nútima þjóðfélagsháttum, að NIÐURSKURÐUR TIL SUÐURLÍNU Þá er afgreiðslu lánsfjárlaga fyrir 1983 lokið. Niðurstaðan er m.a. niðurskurður á framkvæmdafé til byggðalína 1983 um 125 Mkr., þ.e. úr 285 Mkr. i 160 Mkr. Þar á meðal er niðurskurður til svonefndrar Suður- línu, sem er 132 kV lina frá Hólum í Hornafirði (skammt frá Höfn) og að Sigölduvirkjun. Lína þessi er siðasti áfanginn í svonefndum byggða- linum, sem byggðar hafa verið af Rafmagnsveitum ríkisins á undan- förnum 10 árurn. Eru 132 kV byggða- línur nú þegar orðnar rúmlega 800 km langar og við þær hafa verið byggðar 10 aðveitustöðvar. Með Suðurlinu, sem verður um 250 km á lengd, næst sá áfangi, að raforku- kerfið verður orðið hringtengt um land allt að undanskildum Vest- fjörðum. Á fundi sínum þann 15. mars sl. ákvað rikisstjórnin að greiða fyrir því að unnt væri að halda áfram framkvæmdum við byggingu Suðurlínu. Ekki er ennþá séð fyrir endann á þessu máli, þó að óskandi sé að svo verði og takast megi að útvega meira fé til Suðurlinu. En þar sem þessi niðurskurður í lánsfjár- lögum kemur sem köld vatnsgusa á marga, sem starfað hafa viö undir- búning, hönnun og ekki síst við að byggja línuna langar mig til þess að skýra aðeins hvers konar ákvörðun hér er á ferðinni af hálfu stjórnvalda og á hvern hátt hún grípur inn í sjálf a framkvæmdina, sem er á loka- stigi. En áður en að því kemur þá fyrst örstutt um uppbyggingu og eðli raforkukerfa. Þrír meginþættir raforkukerfis Þegar um er að ræða raforkukerfi, sem þjónar hinum almenna notanda Kjallarinn Steinar Friðgeírsson i landinu, þ.e. til að afhenda raforku til heimilisnota, hitunar, búnota, almenns iðnaðar, lýsingar o.s.frv. þá má greina raforkukerfið í þrennt. I fyrsta lagi er um að ræða orkuöflun, en um 95% af raforku landsmanna eru f ramleidd í vatnsaf lsstöðvum. I öðru lagi er svonefnt stofnlínukerfi, sem samanstendur af 220,132, 66 og 33 kV línum og er hlutverk þeirra að flytja raforkuna frá virkjunum og í aðveitustöðvar, sem eru miðpunktar dreifingar þar sem raforkan er spennt niður á lægri spennur. I þriðja lagi er um að ræða dreif ikerfi, bæði i þéttbýli og í dreifbýli. Fer dreifingin fram bæði með háspennu 6^22 kV og lagspennu, sem er venjulegast 220— 380 V. Orkuöf lun vel stöddídag A árinu 1982 var 95,3% af raforku, sem framleidd var í landinu, f ramleidd i vatnsaf Isstöðvum eins og áður sagði, um 4,5% í gufuaflsstöðv- um, en afgangurinn um 0,2% olíuraf- stöðvum. Nú er nýlokið við stóran áfanga í orkuöfluninni þ.e. Hraun- eyjarfossvirkjun, en með tilkomu hennar er orkuvinnslugeta raforku- kerfisins orðin um 4000 GWh. Þá er fyrirhugað að þegar Sultartanga- stifla er komin i gagnið hauslið 1983, ásamt ýmsum aðgerðum á Þjórsár- Tungnársvæðinu verði orkuvinnslu- getan komin í um 4210 GWh. Heildar- notkunin 1982 var 3576 GWh, en þar sem nokkur samdráttur var hjá stór- iðjunotendum, sérlega Járnblendi- verksmiðjunni, var eftirspurnin minni en eðlilegt hefði verið. Þó er ljóst, að staðan í orkuöf luninni er góð og eru horfur á að svo verði a.m.k. næstu 2—3 ár. Byrjað er á framkvæmdum við Blönduvirkjun og er gert ráð fyrir að hún komist í gagnið 1987—88. Að mínu mati er um tvær megin- stefnur að ræða við raforkuöflun hér á landi og er þá gengið út frá þvi aö í báðum tilvikum sé hagnýting vatns- aflsins meginuppistaðan, enda annað ekki raunhæft í ljósi sögunnar og stöðu mála í dag við virkjun gufu- aflsins. A. Smávirkjanaleiðin. Hún er fólgin í því að virkja smærri virkjanir (5—50 MW) og nýta þær fyrir minni orkuveitusvæði á landinu, líkt og gert var í einhver jum mæli á fyrstu áratugum rafvæðingar- innar hér á landi og allt fram til uml975. Stórvirkjanaleiðin. Hún er í því

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.