Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 2
DV. FÖSTUDAGUR 25. MARS1983. Aðalf undur Flugleiða: VERULEGUR HALLI FJÓRÐA ÁRIÐ í RÖD — útlitið þó talsvert b jartara en veríd hefur um langt skeið „Segja má aö útlit sé nú talsvert bjartara að þvi er varöar rekstur félagsins en verið hefur um langt skeið. Kemur þar aðallega til sú staðreynd að eldsneytisverð fer lækk- andi," sagði Sigurður Helgason, for- stjórí Flugleiða, i skýrslu sinni á aöal- fundiFlugleiða igær. „Vonir standa tiJ að betri árangur nái.st í rekstri félagsins á yfirstandandi ári," sagði Sigurður. Um reksturinn á síðasta árí sagði f orstjórinn meöal annars: „Þrátt fyrir að þau meginmarkmið, sem sett voru um rekstur félagsins á árinu 1982, hafi náöst að verulegu leyti hafa utanaðkomandi atvik og óhag- stæð þróun leitt til þess aö afkoma félagsins er verulega neikvæö. Tap félagsins á árinu nemur 105 milljónum króna. Þar vegur þyngst að afskrifuð hefur verið heildareign félagsúis í Cargolux og nemur sú upphæð 62,4 milljónum króna. Hér er vissulega um gífurlegt áfall fyrir Flugleiöir að ræða að þurfa að afskrifa þessa eign að fullu. Þróun í fargjöldum var ekki hagstæö á árinu og þar kom til áframhaldandi mikil samkeppni í Noður-Atlantshafs- flugi félagsins svo og á Evrópuleiöum. Veik staða Evrópumynta gagnvart Bandaríkjadollar var mjög ákvarð- andi um afkomu félagsins, en sem kunnugt er eru svo til öll útgjöld félagsins í dollurum eöa dollaratengd þvi að íslenska krónan er tengd dollar. Innanlandsflugið var enn rekið meö tapi eitt ár til viðbótar þrátt fyrir rikis- stjórnarsamþykkt frá 1. desember 1981 þar sem heitið var eðlilegri verð- lagningu í innanlandsflugi i samræmi við kostnað. Heildartapið á innan- landsfluginu varð um 20 milrjónir króna, sem er hærri upphæð en nokkurt annað ár," sagði Sigurður. Hann sagði að sú óraunhæfa verðlagn- ing, sem félagiö hefði verið neytt til að viðhafa, heföi í reynd leitt til einskonar eignaupptöku sem nemur 142 millj- ónum króna á síðastliönum sex árum en þessi upphæö er núvirði þess f jár sem innanlandsflugið hefur tapað á þessu tímabili. Stjórnarformaður Flugleiða, örn 0. Johnson, minntist þess í ræðu sinni aö félagið nálgaöist tiu ára afmæli. „A þessum hartnær tíu árum höf um við til dæmis, eins og raunar öll heims- byggðin, orðið illilega fyrir barðinu á tveimur byltingum í olíuverði sem valdið hafa flugfélögum og þjóð- félögum ómældum erfiðleikum. Við höfum lfka á þessum árum séð stór flugfélög einkaaðila leggja upp laup- ana, gjaldþrota, og við höfum séð sum af stærstu flugfélögum heims tapa svimandi fjárhæðum og jafnvel riða til falls. Við höfum séð félag eins og Cargolux, sem fyrir aðeins þremur árum var enn í glæsilegum uppgangi, stolt eigenda og starfsfólks, hníga niður á hné, þótt af alhug sé vonað að því takist að reisa sig á ný. Flugleiðir hafa ekki faríð varhluta af þeim erfiðleikum sem á öllum flugrekstri hafa duniö á undanförnuin árum, nema síður sé. Svo sem reikn- ingar félagsins fyrir síðastliðið ár bera með sér, er fjárhagsstaöa þess nú mjög slæm og veikari en nokkru sinni fyrr, eiginf járstaða orðin neikvæð um 179,4 milljónir króna og mjög veru- legur reksturshalli fjórða árið í röð. Ljóst er að ekki verður lengi haldið áfram á sömu braut. Verði ekki verulegar breytingar til batnaðar á fjárhagsafkomu félagsins á næstunni hlýtur að verða óhjákvæmilegt að gera miklar og afdrifaríkar breytingar á rekstrinum," sagði örn. Við stjórnarkjör urðu engar breyt- ingar á stjórn félagsins né varastjórn. -KMU. Nöf n Flugleiðavéla munu enda á -fari — nöfnin Dagfari, Nattfari, Aríari, Vorfari, Heimfari, Frónfari og Langfari þegarákveðin Verðlaunahafarnir, hjónin Jón Gunnarsson og Eygló Magnúsdóttir, ásamt Ólafi Stephensen, Leifl Magnússyni og Sigurði Helgasyni. DV-mynd: Einar Ólason. Flugvélar Flugleiða munu bera nöfn sem enda á -fari. Nöfn á þær sjö' flug- vélar, sem eru í rekstri hér heima, hafa þegar verið ákveðin. Fokkerarnir fjórir munu heita Dagfari, Náttfari, Arfari og Vorfari, Boeing-þoturnar tvær fá heitin Heimfari og Frónfari og D -8 þotan f ær nafnið Langf ari. Sextíu aöilar skiluðu inn tillögu um , nöfn með endingunni -f ari i nafnasam- keppni Flugleiða. Dregið var úr nöfnum þessara þátttakenda á skrif- stofu borgarfógeta. Upp komu nöfn hjónanna Eyglóar Magnusdóttur og Jóns S. Gunnarssonar. Þau hljóta því ferð fyrir tvo til Puerto Rico, svo og heiðursskjal og gullpenna Flugleiða. Tillögur um nöfn á flugvélarnar bárust frá alls 423 aðilum. Margir sendu inn fleiri en eina tillögu. Er talið að alls hafi borist um 780 tillögur. Þriggja manna dómnefnd, skipuð þeim Birni Theódórssyni, Leifi Magnussyni og Olafi Stephensen, samþykkti einróma að mæla með nöfnum sem enda á -fari og var sú tillaga samþykkt af stjórn Flugleiða. Samheiti með endingunni -fari tengjast bæði feröum og flugi, til dæmis með orðum eins og heimskauta- fari, sæfari og náttfari, sem er nafn á eríendum fugli. Samheitið er auðvelt og þjált í framburði, bæði á íslensku og erlendum málum. Mjög auðvelt er að mynda nafnaröð með ýmiss konar forskeytum. -KMU. AUSTURVERI OPID LAUGARDAGA KL. 9-12 Fermingar- og tækifærisgjafir í ÚRVALI Hárblásarar, margar gerðir Gott úrval af rafmagnsrakvéíum Luxo- lamparnir sívinsælu Sharp ferða- útvörp Krullujárn Moulinex djúpsteikingar- pottur Kenwood hrærivélar Rafmagnshnífur Kaffivélar SENDUM 8 POSTKRÖFU Braun Multiquick HÁALEITISBRAUT 68, SÍMAR 84445-86035. AUSTURVERI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.