Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Qupperneq 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 25. MARS1983. Aðalfundur Flugleiða: VERULEGUR HALLI FJÓRÐA ÁRIÐ í RÖB — útlitið þó talsvert bjartara en verið hefur um langt skeið „Segja má aö útlit sé nú talsvert bjartara að því er varðar rekstur félagsins en verið hefur um langt skeið. Kemur þar aðailega til sú staðreynd að eldsneytisverð fer lækk- andi,” sagði Sigurður Helgason, for- stjóri Flugleiða, í skýrslu sinni á aðal- fundi Flugleiða í gær. „Vonir standa til aö betri árangur náist í rekstri félagsins á yfirstandandi ári,” sagði Sigurður. Um reksturinn á síðasta ári sagði forstjórinn meðal annars: „Þrátt fyrir að þau meginmarkmið, sem sett voru um rekstur félagsins á árinu 1982, hafi náðst að verulegu leyti hafa utanaökomandi atvik og óhag- stæð þróun leitt til þess að afkoma félagsins er verulega neikvæð. Tap félagsins á árinu nemur 105 milljónum króna. Þar vegur þyngst að afskrifuð hefur verið heildareign félagsins í Cargolux og nemur sú upphæð 62,4 milljónum króna. Hér er vissulega um gífurlegt áfall fyrir Flugleiðir að ræða að þurfa að afskrifa þessa eign að fullu. Þróun í fargjöldum var ekki hagstæð á árinu og þar kom til áframhaldandi mikil samkeppni í Noður-Atlantshafs- flugi félagsins svo og á Evrópuleiðum. Veik staöa Evrópumynta gagnvart Bandaríkjadollar var mjög ákvarð- andi um afkomu félagsins, en sem kunnugt er eru svo til öll útgjöld félagsins í dollurum eða dollaratengd því að íslenska krónan er tengd dollar. Innanlandsflugið var enn rekið með tapi eitt ár til viðbótar þrátt fyrir ríkis- stjómarsamþykkt frá 1. desember 1981 þar sem heitið var eðlilegri verð- lagningu í innanlandsflugi í samræmi við kostnaö. Heildartapið á innan- landsfluginu varð um 20 milljónir króna, sem er hærri upphæð en nokkurt annaö ár,” sagði Sigurður. Hann sagði að sú óraunhæfa verðlagn- ing, sem félagið hefði verið neytt til að viðhafa, hefði í reynd leitt til einskonar eignaupptöku sem nemur 142 millj- ónum króna á síðastliönum sex árum en þessi upphæð er núvirði þess fjár sem innanlandsflugið hefur tapað á þessu tímabili. Stjómarformaöur Flugleiða, öm 0. Johnson, minntist þess í ræðu sinni aö félagiö nálgaöist tíu ára afmæli. „Á þessum hartnær tíu árum höfum við til dæmis, eins og raunar öll heims- byggðin, orðið illilega fyrir barðinu á tveimur byltingum í olíuverði sem valdiö hafa flugfélögum og þjóð- félögum ómældum erfiðleikum. Við höfum líka á þessum árum séð stór flugfélög einkaaöila leggja upp laup- ana, gjaldþrota, og við höfum séö sum af stærstu flugfélögum heims tapa svimandi fjárhæðum og jafnvel riða til falls. Við höfum séð félag eins og Cargolux, sem fyrir aðeins þremur árum var enn í glæsilegum uppgangi, stolt eigenda og starfsfólks, hníga niður á hné, þótt af alhug sé vonað aö því takist að reisa sig á ný. Flugleiðir hafa ekki farið varhluta af þeim erfiðleikum sem á öllum flugrekstri hafa duniö á undanfömum árum, nema síður sé. Svo sem reikn- ingar félagsins fyrir síðastliöið ár bera með sér er fjárhagsstaða þess nú mjög slæm og veikari en nokkru sinni fyrr, eiginf járstaöa orðin neikvæð um 179,4 milljónir króna og mjög veru- legur reksturshalli fjórða árið í röð. Ljóst er að ekki verður lengi haldið áfram á sömu braut. Verði ekki verulegar breytingar til batnaðar á fjárhagsafkomu félagsins á næstunni hlýtur að verða óhjákvæmilegt að gera miklar og afdrifaríkar breytingar á rekstrinum,” sagöi örn. Við stjórnarkjör urðu engar breyt- ingar á stjórn félagsins né varastjórn. -KMU. Nöfn Flugleiðavéla munu enda á -fari Verðlaunahafamir, hjónin JónGunnarsson og Eygló Magnúsdóttir, ásamt Ólafi Stephensen, Leifi Magnússynl og Sigurði Heigasyni. DV-mynd: Einar Ólason. nöfnin Dagfari, Náttfarí, Arfari, Vorfarí, Heimfari, Frónfarí og Langfarí þegarákveðin Flugvélar Flugleiða munu bera nöfn sem enda á -fari. Nöfn á þær sjö flug- vélar, sem eru í rekstri hér heima, hafa þegar verið ákveðin. Fokkerarnir fjórir munu heita Dagfari, Náttfari, Arfari og Vorfari, Boeing-þoturnar tvær fá heitin Heimfari og Frónfari og D -8 þotan fær nafnið Langfari. Sextíu aðilar skiluöu inn tillögu um , nöfn með endingunni -fari í nafnasam- keppni Flugleiða. Dregið var úr nöfnum þessara þátttakenda á skrif- stofu borgarfógeta. Upp komu nöfn hjónanna Eyglóar Magnúsdóttur og Jóns S. Gunnarssonar. Þau hljóta því ferð fyrir tvo til Puerto Rico, svo og heiðursskjal og gullpenna Flugleiða. Tillögur um nöfn á flugvélarnar bárust frá alls 423 aöilum. Margir sendu inn fleiri en eina tillögu. Er talið aö alls hafi borist um 780 tillögur. Þriggja manna dómnefnd, skipuö þeim Bimi Theódórssyni, Leifi Magnússyni og Olafi Stephensen, samþykkti einróma aö mæla meö nöfnum sem enda á -fari og var sú tillaga samþykkt af stjóm Flugleiða. Samheiti með endingunni -fari tengjast bæði ferðum og flugi, til dæmis með orðum eins og heimskauta- fari, sæfari og náttfari, sem er nafn á erlendum fugli. Samheitið er auðvelt og þjált í framburði, bæði á íslensku og erlendum málum. Mjög auðvelt er að mynda nafnaröð með ýmiss konar forskeytum. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.