Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 28
36 Andlát Villielmíua Olaísdóttir lést 18. mars. Hún var fædd 11. maí 1905. Vilhelmína giftist Sigurlinna Péturssyni, en hann lést fyrir nokkrum árum. Þau eignuö- ust 6 börn. Otför hennar verður gerö f rá Hafnarf jaröarkirkju í dag kl. 14. Jón Valur Steingrímsson, Birkimel 8, lést aöheimili sínu23. mars. Sveingerður Egilsdóttir, Reykjamörk 8 Hveragerði, lést föstudaginn 18. mars. Hún verður jarösungin frá Kotstrandarkirkju í ölfusi laugar- daginn26. marskl. 14. Vésteinn Bjarnason, Laugabraut 18 Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju laugardaginn 26. mars kl. 11.30. Guðbjörn Guðmundsson prentari, Hagamel 18, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstu- daginn 25. mars, kl. 13.30. Guðrún Guðmundsdóttir frá Isafirði, Víkurbraut 11 Grindavík, verður jarð- sungin frá Grindavíkurkirkju laugar- daginn 26. mars kl. 14. Kaupmálar Eftirtaldir kaupmálar hafa veriö skrásettir viö borgarfógetaembættið í Reykjavík í janúarmánuði 1983, og er skrásetningardags getið innan sviga. 1. Milli Ölafs Loga Jónssonar, Kvist- haga 29, Reykjavík og Gunnfríðar Sigurðardóttur sama stað (13.) 2. Milli Guðmundar Finnbogasonar, Sæviðarsundi 15, Reykjavík og Svölu Eggertsdóttur sama stað. (13). niður- felling. 3. Milli Oskars Olafssonar, Eyjabakka 7, Reykjavík og Lilju Sigriöar Vilhjálmsdóttursamastað. (19.) 4. Milli Hrafns Gunnlaugssonar, Hagamel 17, Reykjavík og Eddu Kristjánsdóttur, sama stað (19.) viðbótarkaupmáli. 5. Milli Einars Laxness, Stóragerði 29, Reykjavík og Elsu Theódórsdóttur, samastað(24.) KJÓSENDUR, athugið hvort þið eruð á kjörskrá. Kærufrestur er til 8. apríl. Ef þið finnist ekki á kjörskrá, hafið vinsam- legast samband við kosningaskrifstofuna, Bankastræti 6. Símar: 12052, 16639. ALISTINN I REYKJAVÍK 6. Milli Karls Sesars Sigmundssonar, Gyðufelli 16, Reykjavík og Eddu Guðmundsdóttur sama stað (24.) Menntamálaráðuneytið hefur skipað Indriða Gíslason dósent í íslensku og Loft Guttormsson dósent í félagsfræði við Kennaraháskóla Islands frá 1. febrúarl983aðtelja. Fyrirta ki Stofnað hefur verið Bökun hf. í Arnessýslu. Tilgangur félagsins er framleiðsla á kartöflum og annar skyldur atvinnurekstur. 1 stjórn eru Vignir Jónsson, Auösholti III Hruna- mannahreppi Arnessýslu, Ásdís Bjarnadóttir, sama stað, Ari Jónsson, Auðsholti I Hrunamannahreppi Árnessýslu, Bjarni Jónsson, sama stað og Jón B jarnason sama stað. Stofnað hefur verið Norðlenskir rafverktakar hf. ((skammstafaðNOR hf.) á Akureyri. Tilgangur félagsins er rekstur verktakastarfsemi, rekstur véla, fasteigna svo og lánastarfsemi rekstrinum tengd. 1 stjórn eru Ingvi Rafn Jóhannsson, Löngumýri 22 Akureyri, Tómas Sæmundsson, Dals- geröi 1E Akureyri, Grímur Leifsson, Túngötu 1 Húsavík, Freyr Sigurðsson, Hverfisgötu 25 Siglufirði, og Páll Þorfinnsson, Hólabraut6 Skagaströnd. Stofnendur auk ofangreindra eru Raforka hf., Akureyri, Glói sf., Akureyri, Björgvin Leonardsson, Beykilundi 1 Akureyri, Rafljós hf., Akureyri, Rafbær sf., Siglufirði, Norðurljós sf., Akureyri, Héðinn Olafsson, Fjöllum Kelduhverfi N- Þing., Grímur og Árni, Húsavík, Ljós- gjafinn hf., Akureyri, Raftækjavinnu- stofan sf., Ölafsfirði, Rafsjá hf., Sauðárkróki, Árni B. Pétursson, Tjarnarlundi 15 H Akureyri, Sigurður P. Högnason, Austurbyggð9 Akureyri. Stofnað hefur verið Helga Jó. hf. í Vestmannaeyjum. Tilgangur f élagsins er útgerö fiskiskipa og skyldur atvinnurekstur svo og rekstur fasteigna og fjármálastarfsemi. I stjórn eru Jóhannes Kristinsson, Bröttugötu 9, Geirrún Tómasdóttir, sama stað, Leifur Ársælsson, Túngötu 18, Ingólfur Matthíasson, Hólagötu 20, og Bjarni Sighvatsson, Heiðarvegi 9, stofnandi auk ofangreindu er Vinnslu- stööin hf. 011 í Vestmannaeyjum. Stofnuð hefur verið Líkams- og heilsuræktin hf. í Reykjavík. Tilgangur félagsins er rekstur stövar fyrir alhliða líkams- og heilsurækt, rekstur fasteigna og lánastarfsemi. í stjórn eru Finnur A. Karlsson, Álfta- mýri 38 Rvk., Kristinn N. Þórhallsson, Hofslundi 17 Garðabæ, og Cuðrún Helgadóttir, Álftamýri 38 Rvk. Stofn- endur auk ofangreinda eru Jórunn J. Oskarsdóttir, Hofslundi 17 Garðabæ, og örn Kristinsson, Seljabraut 42, Rvk. Stofnuð hefur verið Vaxtarræktin hf. í Reykjavík. Tilgangur félagsins er innflutningur, heildsala og smásala auk póstverslunar með Weider- Bullworker- og jungling heilsuræktar- vörur, tæki og áhöld, fæðutegundir, vítamín, prótein o.fl. svo og rekstur fasteigna og lánastarfsemi. I stjórn eru Guðni Gunnarsson, Tunguvegi 11 Rvk., Katrín Hafsteinsdóttir sama stað, Þórhallur Jónsson Skólabraut 61 Seltjarnarnesi, Árni Hróbjartsson, Ásbúð 28 Garðabæ. Stofnandi auk ofan- greindra er Hróbjartur Árnason, sama stað DV. FÖSTUDAGUR 25. MARS1983. í gærkvöldi í gærkvöldi Ferðalög Útivistarferðir Simi 14606, simsvari utan skrifstofutíma. Páskaf rí með Útivist 1. Þórsmörk 31. mars — 5 d. Fararstj. Agúst Björnsson. 2. Þórsmörk 2. apríl. — 3 d. Fararstj. Áslaug' Arndal og Berglind Káradóttir. Nýr, hlýr og notalegur skáli. Björgvin Björgvinsson, myndlistarkennari leiðbeinir þeim sem þess óska um teikningu. 3. Fimmvörðuháls 31. mars. — 5 d. Fararstj. Hermann Valsson. Obyggðaferð fyrir alla. Gist í skála á Hálsinum i 3—4 nætur. Farið á jökla á gönguskíðum. 4. öræfasveit 31. mars — 5. d. Fararstj. Ingi- björg Ásgeirsd. og Styrkár Sveinbjarnarson. 5. Snæfellsnes 31. mars — 5 d. Fararstj. Kristján M. Baldursson. Otivistarferðir eru öllum opnar. Otivera er öllum holl. Fjörugar kvöldvökur með söng og glensi í öllum ferðum. Frítt f. börn til 7 ára, hálft f. 7—15 ára. Sjáumst. Styttu mér stundir við stýrið Mér var allbrugðið þegar ég heyrði rödd Davíðs borgarstjóra í þætti Hrafns Gunnlaugssonar í gærkveldi. Þátturinn virtist nefnilega vera skopþáttur um gervispekinga, hlaðinn af orðaleikjum. Hnúarnir hvítnuðu þegar ég kreppti lúkurnar um stýrið á bílnum og ég hugsaði: „Nú, jæja. Borgarstjórinn farinn að stunda spaug í útvarpi á síðkveldi. Næst sér maður Vigdísi Finnboga- dóttur sýna þjóödansa í sjónvarps- sal." Mér létti því óneitanlega þegar ég komst að því aö þátturinn var tíu ára gamall. En víkjum að öðrum liðum sem ég nam raunar alla úr bílútvarpi. 1 Gulli í mund var verið að svara spurning- um og veit ég það nú að 90 sjoppu- leyfum mun vera úthlutað í Reykja- vík. Eg hef löngum haft nokkrar breyt- ingartillögur við morgunútvarp og munu þær nú raktar. Ég vil hafa nær eingöngu tónlist og laufléttar kynn- ingar með glensi á morgnana. Inni í þeim pakka rýmist gamanþáttur, fleyg orð og ýmsar kynningar sem stjórnendur hafa verið með en annað ekki. Mín skoðun er sú að viðtöl og ýmiss konar andlegra efni sé salt í morgun- sárið því hvernig geta venjulegur Nonni og Gunna glöð vaknað, klætt sig, hysjað buxurnar upp um frum- burðinn, mulið úr kukableiu þess yngsta, búið til hafragraut, burstað tennur og skafið af bilnum á meðan verið er að spjalla við verkstjóra í mjólkurbúi eða um kosti og galla bónusvinnu við frystihússdömu? Jassþáttur Jóns Múla, sem f jallaði um nýútkomna plötu meö gömlum og nýjum upptökum á leik Gunnars Ormslevs, var fínn. Fimmtudags- stúdíóið var ágætt, það sem ég heyrði, og hefur stjórnandi þess mjög áhlýðilega rödd. Karl Úlfsson las þýðingu sína á sögu Damon Runy on af ágætum þokka. Sigurður G. Valgeirsson Útivistarferðir Lækjargötu 6, sími 14606. Símsvari utan skrif- stofutima. Sogin — Lambafellsgjá Sunnud. 27. mars kl. 13.00. Gengið um litfagurt útbrunnið hverasvæði á miðjum Reykjanesskaga. Eitthvað annað skemmtilegt verði færðin slæm. Leiðsögn: Kristján M. Baldursson. Tunglskinsganga Mánudagskvöld 28. mars kl. 20.00. Göngum í Bessastaðanes, skoðum Skansinn, heilsum upp á Ola og Völu og tökum sporið við fjörubál undir stjórn Kristjáns M. Baldurssonar. Sjá-, umst. Ýmislegt IMámskeiö í nýrri vinnustofu: Nú um helgina verður í fyrsta sinn haldið námskeið í nýrri vinnustofu við Hlemm í Reykjavík. Námskeiðið er kallað skapandi vinnustofa og felst í aðstoð við útfærslu hugmynda eins og sköpun myndverks, tónverks, lifandi mynda og skúlptúrs, jafnvél hugmynda era varða framleiðslu í atvinnu- vegum, 6háð vinnu með hugmyndir gefur sjálfsprottin tjáning jafnan stórkostlegt tæki- færi til sjálfsskoðunar. Nú um helgina verður unnið viö myndir, ljóð og með videoband. Innritun og upplýsingar um námskeiðið er í Þverholti 5, sími 16182. Frá heimspekideild Háskóla íslands Heimspekideild Háskóla tslands heldur málþing á yfirstandandi vormisseri og er viðfangsefnið menntastefna og keiinsliihættir i heimspekideild. Áttundi fundur á málþing- inu verður haldinn laugardaginn 26. mars í Árnagarði, stofu 201, og hefst fundurinn kl. 14.00. Fundarefni er: Heimspekideild, Háskólmn og Þjððfélagið. Framsögumenn verða: dr. Halldór Guðjónsson, kennslustjóri Háskóla Islands, HaHdór Halldórsson frétta- maður og dr. Páll Skúlason prófessor. Öllum er heimill aðgangur. Páskamarkaður Fjárhagsráð Sunnuhlíðar, hjúkrunar- heimilis aldraðra í Kðpavogi, heldur árlegan páskamarkað sinn i kjallara hjúkrunar- heimilisins að Kópavogsbraut 1, laugar- daginn 26. mars og hefst hann kl. 1 e.h. Á boðstólum verða nýbakaðar kökur, fatnaður, bækur, sælgæti, keramik, skór og margtfleira. Agoðinn rennur allur til byggingar- framkvæmdaíSunnuhlíð. • -:¦ Tilkynningar Skipadeild Sambandsins HULL: Jan.....................21/3,5/4,18/4,3/5, ROTTERDAM: Jan.....................22/3,6/4,19/4,4/5 ANTWERPEN: Jan.....................23/3,7/4,20/4,5/5 HAMBORG: Jan.....................24/3,8/4,22/4,6/5 HELSINKI: Helgafell........................15/4,13/5 LARVIK: HvassafeU..............28/3,11/4,25/4,9/5 GAUTABORG: HvassafeU.............29/3,12/4,26/4,10/5 KÖBENHAVN: HvassafeU.............30/3,13/4,27/4,11/5 SVENDBORG: HvassafeU.............31/3,14/4,28/4,12/5 ArnarfeU............................27/4 AARHUS: HvassafeU.............31/3,14/4,28/4,12/5 ArnarfeU............................27/4 GLOUCESTER, MASS: SkaftafeU.......................22/3,23/4 HALIFAX.CANADA: SkaftafeU.......................24/3,25/4 Jafndægursvaka ávori Kirkjukvöld, helgað baráttunni við mesta meinið, verður i Bessastaðakirkju mánu- daginn 28. mars, kl. 20.30. TónUst: Jónas Þðrir Þórisson, orgel, Graham Smitb, fiðla, Garðakðrinn, stjðrnandi Þorvaldur Björns- son organisti. Nina Björk Árnadóttir les eigin ljðð. Pjetur Þ. Maack flytur hugleiðingu.. Upplestur úr verkum Tennesse WUUams: Björn Karlsson og Hronn Steingrímsdðttir. Sr. Bragi Friðriksson fer með ritningarorð og bæn. Fundir Samtök kvennalista í Reykjavík og á Reykjanesi halda opinn fund um náttúruverdarmál á Hótel Borg laugardaginn 26. mars kl. 14.00. „Hver eru brýnustu verkefni á sviði náttúru- verndar í nánustu framtíð?" FuUtrúar Ikvennalistans, Náttúruverndarráðs, Land- verndar, Félags leiösögumanna og Félags landvarða flytja stutt framsöguerindi, síðan verða almennar umræður. Fundurinn er öUum opinn. Þing Alþýðusambands Suðurlands í Hótel Self ossi 7. þing Alþýðusambands Suðurlands verður haldið í Hótel Selfossi, dagana 26. og 27. mars 1983. Á fundi stjórnar sambandsins var samþykkt að þingið skyldi vera opið fjöl- miðlum. Dagskráin hefst á laugardag kl. 14.00. Meðal dagskráratriða eru kl. 16.00: f ramsaga um vinnuvernd, kjaramál, atvinnu- mál, Ufeyris- og félagsmál, tölvur og tækni. Kl. 20.00 verður kvöldverður og kvöldvaka. Dagskrá sunnudags hefst klukkan 10.00 fyrir hádegi með nefndaráUtun, kosningar og önnur mál eru á dagskrá að loknu matarhléi. Hvöt — hádegisfundur „Endurreisn atvinnulifsins — lOinn flokk til ábyrgðar". Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík halda al- mennan hádegisfund um atvinnumáUn laugardaginn 26. mars nk. kl. 12—14 í ValhöU. við Háaleitisbraut. Framsögumenn verða Davíð Scheving Thorsteinsson iðnrekandi. Pétur Sigurösson alþingismaður, RagnhUdur Helgadóttir lögfræðingur og Sólrún B. Jensdóttir sagnfræðingur. Að loknum framsöguræðum verða almennar umræður. Fundarstjóri verður Erna Hauksdðttir. Léttur málsverður verður á boðstðlum og teiknimyndir verða sýndar fyrir börn í kjaUara ValhaUar meðan á fundinum stendur. HeimdaUur, Hvöt, Oðinn, Vörður. Útif undur Alþýðu- bandalagsins Alþýðubandalagið verður með úti- fund á Lækjartorgi í dag klukkan 17 þar sem kynnt verður kosninga- stefnuskrá flokksins. Á fundinum mun gestum og gangandi siðan gefast kostur á að spyrja frambjóð- endur flokksins nánar um stefnuna. -ÓEF. Basarar Kökubasar Framkonur verða með glæsilegar tertur beint á páskaborðið laugardaginn 26. mars kl. 13 í FramheimUinu við Safamýri. Sjáumst. Kökubasar Framkonur verða með glæsilegar tertur beint á páskaborðið laugardaginn 26. mars kl. 13.00 f FramheimUinu við Safamýri. Tapað - f undið Húfa og vettlingar fundust miðvikudaginn 23. mars við Kalkofns- veginn. Upplýsingar í síma 81632 eftir kl. 19. Aðalfundir Aðalf undur Samtaka gegn astma og ofnæmi verður að Norðurbrún 1 laugardaginn 26. mars 1983 kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál, kaffiveitingar — hlaðborð. Visna- söngur í kaffihléi. Fjölmennum stundvíslega. Stjórnin. Fyrirlestrar Fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki Sunnudaginn 27. mars mun Guömundur Magnússon, M.Sc, flytja fyrirlestur í Félagi áhugamanna um heimspeki. Fyrirlesturinn nefnist Visindi og gervivísindi. I fyrirlestrinum verður fjaUað um mun vís- inda og gervivísinda í ljósi ýmiss konar dæma, svo sem úr sálarrannsóknum, stjörnu- spekioghuglækningum. "* Guðmundur Magnússon lauk BA p'róf'i í heimspeki og sögu frá Háskóla Islands árið 1980 en stundaði siðan framhaldsnám við Hagfræðiskóla Lundúna (London Scholl of Economics) og lank þaðan Master of Science prófi sl. í haust i rökfræði og visindalegri aðferðafræði. Fyrirlesturinn verður fluttur í Lögbergi, stofulOl.oghefstkl. 15. BELLA Þú sem ert svo hrifinn af glæpasögum, geturðu ekki hjálpað mér vlð að leysa „leyndarmálið um týndu augnahár- in?"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.