Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Blaðsíða 4
DV. FÖSTUDAGUR 25. MARS1983. Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, á ársþinginu: TVÖFÖLDUNIÐNAÐARFRAM- LEIÐSLU Á10-12 ÁRUM Ársþing Félags íslenskra iönrek- enda, hið 49. í röðinni, var haldið á Hótel Loftleiðum 23. mars. Fyrir hádegi héldu Víglundur Þorsteinsson, f ormaður f élagsins, og H jörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra ræður. Eftir hádegi var síðan rætt um fjár- mögnun iðnaðar. Björn Jóhannsson ræddi um rekstrarfjármögnun, Brynjólfur Bjarnason um langtímalán iðnaðar og Kristján Jóhannsson um eiginfjármögnun og áhættuf é. I upphafi ræðu sinnar gagnrýndi Víglundur Þorsteinsson eyðslustefnu þjóðarinnar undanfarin 12 ár og sagði að við hefðum ekki látiö það á okkur fá þótt sjávarafli minnkaði um 16%. Vegna þess að engir tilburðir voru til að draga úr þjóðarútgjöldunum á síðasta ári hefði halli á utanríkisvið- skiptum þjóðarinnar numið 10% af þjóðarframleiðslunni. Ohjákvæmilegt sé nú að laga þjóðarútgjöldin að minnkandi útf lutningstekjum svo unnt reynist aö ná jafnvægi í utanríkisvið- skiptum. Tvöföldun iðnaðarframleiðslu Seinna í ræðu sinni sagði Víglundur Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda. að hann teldi raunhæft markmið að tvöfalda iönaðarframlciðsluna á næstu 10—12 árum. Fjölmörg iönfyrirtæki í landinu ættu möguleika á að stórauka innlenda markaðshlutdeild sína meö betri starfsskilyrðum. Meðalmarkaðs- hlutdeild innlends iðnaðar er um það bil 50%. Taldi Víglundur að þetta ætti að auka í 70—80%. Jafnframt þessari auknu markaðshlutdeild væru starf- andi fyrirtæki líkleg til að hefja fram- leiðslu á nýjum vörum sem ekki eru framleiddar hér á landi í dag. Þessu til viðbótar sagði Víglundur að yrði að auka útflutning iðnaðarvöru verulega. Á árinu 1982 voru útflytjendur iðnaðar- vöru án áls og járnblendis 58 að tö'lu. Heildarverðmæti útflutnings þessara fyrirtækja nam samtals 800 milljónum króna eða um 9,5% af heildarút- ílutningnum. Til þess að hægt yrði að tvöfalda iönaðarframleiðsluna á næstu 10—12 árum sagði Víglundur að hlutur stór- iðju þyrfti að koma til í ríkum mæli. Þyrfti fhún að þrefaldast frá því sem nú er. I því sambandi kom hann inn á álmáliö og sagði deginum ljósara að stefna iðnaðarráðherra og þar með nú- verandi ríkisstjórnar væri að koma í veg fyrir stækkun álversins. Stækkun núverandi stóriðjuvera væri fljót- virkasti og arðsamasti stjóriðjukostur- inn í dag. Síðan sagði Víglundur: Þref öldun stóriðju „Ef við viljum ná því markmiði sem ég setti fram um tvöföldun iðnaðar- framleiðslu, sem þýðir í raun tæplega þreföldun núverandi stóriðju á 10—12 árum.verðum við að sætta okkur við meirihlutaeign og jafnvel fulla eign er- lendra aðila á stóriðjuverum. Slík stefna er skynsamleg og áhættulítil fyrir okkur jafnframt því sem hún skapar okkur möguleika á verulegri fjölgun atvinnutækifæra á næstu árum og leggur til myndarlegan skerf í hag- vexti. Meirihlutaeign okkar Islendinga er í raun ekki æskilegt markmið við nú- verandi aðstæður. Jafnframt því sem hún hægir mjög á stóriðjuuppbyggingu eykur hún þá f járhagslegu áhættu sem við yrðum að bera." Undir lok ræðu sinnar vék Víglundur Þorsteinsson að því að kjarasamning- ar renna flestir út 1. september næst- komandi og sagði: „í þeim samn- ingum verða aðilar vinnumarkaðarins að ná saman um leiðir til að yfirvinna vísitölubindingu launa þannig að unnt sé að ná verðbólgunni hérlendis veru- lega niður. Við núverandi aðstæður er það ekki raunhæfur möguleiki að framlengja samninga sem fela í sér áframhaldandi visitölubindingu." Samningsaðilar verða að nýta tímann til haustsins vel til að ná samkomulagi. Hlutverk ríkisstjórna á síðan að vera að treysta samninga þeirra með aðgerðum í efnahagsmálum og ríkis- fjármálum. Niðurlagsprð Víglundar voru þessi: „Islenskur iönaður getur vaxið mjög verulega. Það er augljóst að hann mun vaxa á næstu árum. Það hversu hratt hann vex ræðst af stefnumótun stjórn- málamanna, framtaki fyrirtækjanna sjálfra og af góðusamstarfi iðnaðarins og þjóðarinnar allrar. Islensk iðnfyrir- tæki leita nú þessa samstarfs viðallan almenning í landinu. Sameinuð til átaka getum við lagt grunn að hag- vexti og áframhaldandi velsæld okkar allra." JBH Mæli ekki með hafta- búskap í innf lutningi sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra á ársþingi Félags iðnrekenda Hjórleifur Guttonnsson iðnaðarráð- herra flutti ávarp á ársþingi Félags íslenskra iðnrekenda. Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra hóf ræðu sína á því aö f jalla um efnahagskreppuna hér og erlendis. Taldi hann ýmis sjúkdómseinkenni í efnahagslífi okkar eiga séríslenskar skýringar sem stöfuðu af aflasam- drætti og sölutregðu á fiskafurðum. Annað tengdist hinni alþjóðlegu kreppu svo sem verðfalli á afurðum þungaiönaðar og harðnandi sam- keppni með iðnaðarvörur innanlands og á útflutningsmörkuðum. Iðnaður hagnast á fríverslunarsamstarfi Hömlulaus innflutningur undanfarin misseri á hvers konar varningi, sagði Hjörleifur, ásamt afar óhagstæðri gengisþróun gagnvart ýmsum greinum samkeppnisiðnaðar á árinu 1981 og fram eftir ári 1982, hefur átt drjúgan þátt í vaxandi viðskiptahalla undanfarin misseri. Gegn þessum aöstæðum haf i ekki verið brugðist með ráðum sem tiltæk séu innan ramma fríverslunarsamninga. Hjörleifur kvaðst ekki mæla með haftabúskap og teldi hann innlendan iðnað á marga lund hafa hagnast á friverslunarsam- starfi frá 1970, auk hagsbóta fyrir út- flutningsafurðir landsmanna. Siðan sagði hann: „Eg tel ekki að viö eigurn að hverfa aftur í gamla farið á meðan fríversiunarsamstarf er í sæmilegum heiðri haft í helstu viðskiptalöndum okkar. En það er langur vegur frá slíkri stefnu annars vegar og að halda að sér höndum hins vegar. Svo menn skilji betur hvað felst að baki þessum orðum mínum vil ég minna á margítrekaðar tillögur sem iðnaðar- ráðuneytið hefur borið fram um framlengingu aðlögunargjalds á inn- fluttan iðnvarning en slikt gjald var í gildi í eitt og hálf t ár, frá miðju ári 1979 til ársloka 1980. Ærin rök eru enn fyrir álagningu þess og undir þau hefur verið tekið af samtökum ykkar. Ég minni á andstöðuna við að beita jöfnunartollum og öðrum sértækum aðgerðum þegar augljós undirboð og ríkisstyrki hefur verið aö ræða á inn- fluttum vörum. Ég minni á tregðuna á að taka fiskiskip af frílista og koma á sjálfsögðum hömlum gagnvart ríkis- styrktum skipaiðnaði nágrannalanda okkar, "jafnt varðandi nýsmíði og meiriháttar viðgerðir. Ég minni á erlend vörukauplán sem alltof lengi viðgengust og hugmyndum um tollkrít innflytjendum í hag." Starfssk ilyrði atvinnu- veganna samræmd Hjörleifur kom í ræðunni inn á samræmingu á starfsskilyrðum at- vinnuveganna og sagði samstöðu innan ríkisstjórnar um jöfnun aðstöðu- gjalds á fiskvinnslu, almennan iðnað og landbúnað. Fullbúið frumvarp lægi fyrir um það efni en andstöðu gætti frá sveitarfélögum sem teldu sig missa spón úr aski við lækkun aðstöðugjalds- ins. Einnig kom fram að tekist hefur að ifá fram leiðréttingar á aðgangi iðnfyrirtækja og margra iðngreina að endurkaupalánum Seölabankans. Á árunum 1979—1982 hefur aukning endurkaupalána til iönaöar numið 850% á sama tima og þau hafa vaxiö um 580% til sjávarútvegs og 29% til landbúnaðar. Iðnfyrirtækjum sem f engu aðgang að þessu f jármagni hef ði fjölgað á tímabilinu frá júlí 1981 til nóvember 1982 úr 120 í 263 og hlutfall þessara lána í heildarfjármögnun í iönaði hefði vaxið úr 28,2% í um 40% á síðasta ári. Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun fyrir iðnaðinn vantaði enn tals- vert á að jafnræði ríkti varðandi hlut- deild f jármögnunar með endurkaupa- lánum í landbúnaði (54,7) og sjávarút- vegi (53,4%) annars vegar og í iðnaði (39,8) hins vegar miðað við síðustu áramót. I ræöu iðnaðarráðherra kom fram að iðnaðarráðuneytið hefur beitt sér fyrir víðtækum athugunum á orkunýtingu og úrvinnslu hráefna í landinu, bæði með innanlandsmarkað og útflutning í huga. Hefur alþingi veitt umtalsvert fé til athugana á þessu sviöi. Ráðuneytið ætlar Þróunardeild Iðntæknistofnunar verulegan hlut sem eins konar þekkingarbanka og örvandi aðila á þessu sviði. I lok ræðu sinnar þakkaði iðnaöar- ráðherra samstarfið við Félag íslenskra iðnrekenda á undanförnum árum og lagði áherslu á að treysta þyrfti efnalegar undirstöður og lífskjör í landinu. Um það gætu menn orðið sammála þótt skoðanir væru oft skiptar um leiðir, sagði ráðherra. JBH Svo mælir Svarthöf ðí Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöf ði Flokkslistar og vasaf ramboð Björn á Löngumýri hélt þvi löngum fram, að tveir menn á íslandi hefðu harmað kosningu síiia, þeir Hermann og Eysteinn. Og nú virðist sem sonur Hemiánns ætii að haluá áíram ættarkuldanum gagn- vart systursyni Björns, honum Páli ái Höllustöðum. Páll stendur í ströngu þessa daga, því að andstæðingar hans í kjördæminu úr röðum framsðknarmanna hafa boðið sér- stakan göngumannalista fram gegn honum og hafa krafist þess að fá listan merktan BB. Því hefur kjördæmisráð flokksins i kjördæm- inu alfarið hafnað. Þá bregður hins vegar svo einkennilega við, að mið- stjðrn Framsóknarf lokksins ákveður að hafa skoðun kjördæmisráðsins að engu og Steingrímur tilkynnir að listi göngumanna verði merktur BB, þvert á vilja heimamanna. Eðlilega hefur PáU á Höllustöðum hrugðist illa við og hvetur nú sax sittl og býst til víga, þótt hann telji sig í engu afkomanda Grettis Ásmunds- sonar. Páll ætlar sér heldur ekki að verða eins konar útlagi i Framsóknarflokknum og höfuðset- inn af foringjum hans, þvert á mðti telur hann sig í engu hafa brotið gegn flokksreglum, afbrot hans sé einung- is fðlgið í því að vera meiri málafylgiumaður en samþingmenn hans. í þessu máli b!2Euási lim framboðsmál sjálfstæðismanna á Vestf jörðum. Steingrímur á í höggi við harða andstæðinga þar, og honum er talsvert í mun að efla óánægju meðal sjálfstæðismanna þar. Hefur hann séð sér leik á borði að hlaupast af tan að Páli á Höllustöðum til þess að geta notað göngumanna- málið gegn Matthíasi Bjarnasyni. Steingrímur telur eðlilega, að Matthias lendi í talsverðum vandræðum með að verja harða afstöðu Sjálfstæðisflokksins gegn sérframboði Vigurættarinnar, fyrst framsóknarmenn neita að hjalpa Guðlaugsstaðakynlnu í vandræðum þess. En það eru fleiri en sjálfstæðis- menn og framsóknarmenn, sem hafa lent í f ramboðsraunum. Vilmundur Gylfason hafði lýst því yfir, áður en tii framboða kom og hann var að safna liði, að flokkur hans væri gegn flokkum, flokkur hans ætti að verða eins konar regn- hlíf fyrir áhugahðpa um stjörnmál. En sú dýrð stóð ekki lengi. Menn á Suðurnesjum vtrðast hafa tekið Vflmnnd á arðinu og ákváðu f ramboð í nafni Bandalags jaf naðar- manna. En þeir höfðu ekki náð að setja tilkynninguna um framboðið í pðst, þegar í ljðs kom, að leiðtogi bandalagsins var með sitt eigið framboð tilbúið í vasanum og skipti engu um skoðanir heimamanna, vasaframboðið var knúið fram. Þannig virðist Vttmnndur vera ákvcðnari um traust völd miðstlórnarinnar og sjálfs sin en leiðtogar annarra flokka, og væri staða Geirs Hallgrimssonar önnur, eða til dæmis Sighvats Björgvins- sonar, ef ákvæði um vasaframboð væru í skipulagsreglum þeirra flokka. Nú er það vitanlega ljóst, að Bandalag jafnaðarmanna er fyrstpg fremst stofnað utan um persónu Vilmundar Gylfasonar. Hann virðist nú vera með alræðisvald í f lokknum, sem sé privateign hans eins og Framfaraflokkurinn í Danmörku er eign Mogens Glistrup. A.m.k. hafa foringjarnir sömu viild i raun. Það er í skipulagsreglum Framfaraflokks- ins, en VUmundur hefur sín framboð í vasauum og reiðir þau írain eins og lögreglumaður handjárn, þegar flokksfólkið ætlar sér að byrja póUtískar gripdeUdir. Ekki er vitað tU þess að kvenna- listarnir hafi lent í svipuðu uppi- standi og karlrembuflokkarnir, enda er það viðurkennt, að of t leysast mál betur undir prjönaskap og kaffiboUa en i löngum orðræðum. Listar þeirra hafa á sér vinstri blæ og stefnuskrá kvennanua er fjarri því að vera borgaraleg. Það er enda í ösamræmi við borgaralegar hugmyndir um jafnrétti karla og kvenna, að konur eigi að halda sig sér með Usta í nútimanum. Það gat verið SS'Jðsynleet í gamla daga en nú á dögum er það jafnvitlaust og cí þVi væri haldið fram, að konur ættu ekki að haf a kosningarétt. Svarthöíöi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.