Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1983, Side 3
DV. FÖSTUDAGUR 25. MARS1983. 3 DV svarar Morgunblaðinu: REIÐUBÚNIR í SAMEIGIN- LEGT UPPLAGSEFTIRLIT DV hefur sent Morgunblaðinu bréf þar sem tekið er undir það með Morgunblaðinu að þessi tvö blöð taki upp sameiginlegt upplagseftirlit. Hugmynd þessi var sett fram í leiðara Morgunblaðsins 20. mars siðastliðinn. I bréfi DV er á það bent að DV hafi fyrst íslenskra blaða tekið upp þá nýbreytni að birta daglega upplýsingar um upplag blaðsins. Þá er orðuð sú hugmynd að auk sam- eiginlegs upplagseftirlits komi þau dagblöð, sem hér eru gefin út, sér saman um sameiginlega könnun á lestri dagblaðanna. Shk könnun yrði þá gerð með reglulegu millibili. DV leggur síðan til í bréfi sínu að leitað verði samstöðu alb-a dag- blaðanna um þessi mál því þótt DV og Morgunblaðið beri höfuð og herðar yfir önnur blöð í útbreiðslu muni upplagseftirlit og lestrar- könnun ekki koma að fullum notum nema öll blöðin séu þátttakendur. í lok bréfs DV til Morgunblaðsins er því lýst að næst liggi fyrir að fulltrúar blaðanna komi saman til nánari athugana og undirbúnings sem forráðamenn DV eru hvenær sem er reiðubúnir að taka þátt í. -óm. Alþýðubandalagið leggur fram kosningastefnuna: SKIPULAGSUPP- GJÖR ALLS HAGKERFISINS — eina leiðin til árangurs gegn verðbólgunni Alþýðubandalagið kynnti kosninga- stefnuskrá sína á fundi með frétta- mönnumígær. I stefnuskránni segir að grund- vallarforsendur efnahagsstefnu Alþýðubandalagsins séu aö tryggja fulla atvinnu, vernda kaupmáttinn og koma á jafnari lifskjörum. Hafnað er einhliöa aðgerðum gegn verðbólgunni, sem séu ætið á kostnað launafólks, en boðuð samræmd áætlun um aðgerðir og skipulagsuppgjör á öllum sviðum hagkerfisins. I því á að felast bætt verðlagsstjóm, jafnvægi í gjaldeyris- málum, ódýrari innflutningsverslun og niðurskurður miIUUðakostnaðar. Þá er boðað að þak verði sett á erlendar skuldir. 1 launamálum leggur Alþýðubanda- lagið megináherslu á styttingu vinnutímans, þannig að 40 stunda vinnuvika nægi til lífsframfæris. Afnám tekjuskatts af lægstu tekjum og hert barátta gegn skattsvikum eru lið- ir í því að ná auknum félagslegum jöfnuði ásamt með því að komið verði á afkomutryggingu einstasðra foreldra. Stefnt verði að auknum jöfnuði í búsetu með lækkun hitunar- og orkukostnaðar almennings, meðal annars með því að hækka raforkugreiðslur frá álverinu. Undir liðnum: jafnrétti í menntunar- og menningarmálum, er tekið fram að vera skuli öflugt ríkisúvarp í þágu allra landsmanna. Boðað er að komiö verði á sér- stökum sjóði er nefnist „Ibúðir fyrir ungt fólk” er starfi næstu fimm árin. Honum er ætlað aö fjármagna hóflegt húsnæði fyrir ungt fólk og þá sem eru að tryggja sér húsnæði í fyrsta sinn. Fjármagn sjóösins á aö koma með auknu framlagi lífeyrissjóöanna og lögbundinni þátttöku bankakerfisins í húsnæðislánakerfinu, ásamt með því að gripið verði til sérstakrar tekju- öflunar í þessu skynL Framkvæmdastofnun verður lögð niður og Byggðasjóði kpmið á nýjan grundvöll, segir ennfremur í stefnu- skránni. Er það liður í endurskipu- lagningu stjórnkerfisins en ætlunin er að fækka ríkisstofnunum og sameina þær til spamaöar, samræma fjár- festingalánasjóði og einfalda banka- kerfið. I utanríkismálum er lagt til að stöðvuö verði öll endurnýjun á víg- búnaði og tæknibúnaöi Bandaríkja- manna og Nató á Islandi. Bannað verði með lögum að geyma og flytja kjam- orkuvopn um Island, lofthelgina og fiskveiðilögsöguna, segir í stefnu- skránni og einnig að Alþingi skuli álykta um aðild Islands að kjamorkuvopnalausu svæði Norður- landa. -ÓEF. Lava loppet: Um 220 keppendur hafa skráð sig — skíðagangan hefst klukkan 11 ífyrramálið Um 220 manns hafa þegar skráð sig í Lava loppet, alþjóölegu skíða- gönguna í Bláfjöllum sem hefst á morgun. Enn er tækifæri fyrir þá sem áhuga hafa á þátttöku því skráningu lýkur ekki fyrr en í kvöld í Ferðaskrif- stofunni Urvali við Pósthússtræti í Reykjavík. Þar em einnig afhent ýmis nauðsynleg gögn sem hver þátttakandi verðurað hafa, rásnúmer og fleira. Að sögn Knúts Oskarssonar hjá Ur- vali höföu um 80 skráð sig í gær í 42,3 kílómetra, 50 í 21 kílómetra og um 90 í 10 kílómetra. Að minnsta kosti 7 eða 8 sveitir taka þátt í stystu gÖngURMÍ. í feverri Svéií em 3 einstaklingar og keppa þeir einnig sem slíkir en tími þeirra síðan lagður saman. Lava Icppet hefst klukkan 10.50 í fyrramálið með ávaTpí Hreggviös Jónssonar, formanns Skíðasambands Islands. Klukkan 11.00 leggja keppendur síðan af stað. Þar verða bæði þaulvanir keppnismenn í göngu, íslenskir og erlendir, og þeir sem ganga sér til skemmtunar og heilsu- bótar. Geta má þess að flestir af fremstu skíðagöngumönnum Islendinga verða með í Lava loppet. Margs konar þjónusta verður við keppendur og áhorfendur. Meðal annars sér Ferðaskrifstofan Urval um ferðir frá Umferðarmiðstöðinni klukkan 8.00, 10.00 og 13.30 og frá Blá- f jöllum klukkan 16.00,17.00 og 18.00. Annað kvöld veröur svo lokahóf í Broadway. Þar verður matur klukkan 20.00 og úrslit síðan birt og verðlaun afhent. Á eftir verður dansleikur. -JBH. Kosningar nólgast. Rúmar fjórar vikur eru nú til kjördags. Kosninga- baráttan magnast með degi hverj- um. Stjórnendur kosninganna eru einnig að gera klért. Í fyrradag inn- siglaði Jónas Gústavsson borgar- fógeti kjörkassa fyrir utankjör- fundaratkvæðagreiðsluna ■ Reykjavik sem hefst á laugardag. Á myndinni eru starfsmenn borgar- fógeta og yfirkjörstjórnarmennirnir Hrafn Bragason og Jón G. Tómas- son fylgjast með ásamt Inga R. Helgasyni, fuiltrúa G-listans. Skömmu áður hafði yfirkjörstjórn fundað um listabókstafi og út- hlutað Bandalagi jafnaðarmanna bókstafnum C en Kvennalista bók- stafnum V. -KMU/DV-mynd: Bjarnlerfur. Frekari afsláttur aldraðra með SVR — ókeypis fyrir yngri en fjögurra ára Ákveðið hefur verið í borgarstjórn Reykjavíkur að þeir ellilifeyrisþegar á aldrinum 67—70 ára, sem njóta tekjutryggingar frá Tryggingastofn- un ríkisins, skuli eiga kost á sama af- slætti á fargjöldum SVR og nú býðst ellilífeyrisþegum, 70 ára og eldri. Farmiðaspjöld aldraðra og öryrkja eru seld gegn framvísun nafn- skírteinis á Hlemmi og Lækjartorgi frá og með 28. þessa mánaöar. Stjóm SVR hefur einnig samþykkt að böm innan fjögurra ára aldurs, í fylgd með fullorðnum, fái fritt með strætisvögnunum. -PÁ. VIÐ TEUUM að notaðir VOLVO bílar séu betri en nýir bflar af ódýrari gerðum VOLVO 245 GL '82, ekinn 19.000, ljósblár, sjálfsk. Verö kr. 340.000,- VOLVO 244 GL '82, ekinn 14.000, blár, sjálfsk. Verð kr. 310.000,- VOLVÖ 244 DL 'S2, ekinn 19.000, beige, beinsk. Verö kr. 285.000,- VOLVO 244 GL '81, ekinn 35.000, ljósblár, beinsk. Verð kr. 270.000,- VOLVO 244 GL '81, ekinn 35.000, ljósblár, sjálfsk. Verð kr. 285.000,- VOLVO 345 GLS '82, ekinn 11.000, brúnn, beinsk. Verð kr. 230.000,- VOLVO 345 GL '80, ekinn 30.000, koparrauður, beinsk. Verð kr. 160.000,- VOLVO 244 DL '78, ekinn 40.000, ljósblár, beinsk. Verð kr. 155.000,- OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-16. 35200 VELTIR SUÐURLANDSBRAUT16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.