Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 3
DV. MIÐVKUDAGUR 20. APRÍL1983. 3 Enn sér ekki fyrir endann á máli fjórmenninganna sem voru í gæsluvarðhaldi vegna Geirf innsmálsins: Telja sig hafa veríð hlunnfama af ríkinu —við greiðslu bóta. Höfða nýtt mál á hendur ríkissjóði Ekki er enn séð fyrir endann á máli fjórmenninganna sem dæmdir voru í gæsluvaröhald í sambandi viö Geir- finnsmálið árið 1976 þó svo að hæsti- réttur hafi nýlega dæmt þeim bætur úr ríkissjóði fyrir gæsluvarðhaldiö. Telja þeir og lögfræðingar þeirra að þeir hafi verið hlunnfamir af ríkissjóði við greiðslu bótanna. Hæstiréttur kvað upp þann úrskurð aö Einar G. Bollason skyldi fá í bætur 236.500 krónur, þeir Valdimar Olsen og Magnús Leopoldsson 220 þúsund krónur og Sigurbjöm Eiríksson 190 þúsund krónur. Á þessa upphæð kæmu svo vextir frá og með 10. maí 1976. Þegar til kom greiddi ríkissjóöur fjórmenningunum aðeins einfalda vexti á upphæðina en lagði þá ekki árlega við höfuðstól eins og viö hafði verið búist af fjórmenningunum og lög- fræðingum þeirra. Telur ríkissjóður að ekki megi leggja vexti á vexti þótt þaö sé gert í bankakerfinu. Reiknar Seðla- bankinn t.d. út hæstu vexti tvisvar á ári 30. júni og 31. desember og leggjast Patreksfjörður: Skemmdarverk unnin á yfirgefnu húsi Um helgina var ráöist inn í yfirgefið ingar sem brutust inn í húsiö sem hús viö Miðtún í Garðabæ og mikil enginn býr í og „lögöu þar allt í rúst.” spjöll unnin á því utan og innan. Ekki hafði náðst til þeirra sem ábyrgð Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar bám á skemmdarverkunum þegar í Hafnarfirði voru þar á ferðinni ungl- síðastfréttist. -óbg. Eins og sjá má hafa orðið talsverðar skemmdir á húsinu að utan, klæðning skemmd og gluggar brotnir. DV-mynd S. Mjólkursamlagshússð stækkað Mjólkursamlag Vestur-Barða- strandarsýslu hefur nýlega tekiö í notkun nýja pökkunarvél fyrir mjólkurfernur og er hún frá Noregi. Einnig er verið að stækka mjólkur- samlagið um helming og bætir það alla aðstöðu mikið. Miklum áhyggjum hefur valdiö hve mjólkurframleiðsla hefur dregist saman í hreppum sýslunnar síðastliðið ár. Yfir erfiðustu mánuði ársins hefur varla verið til nægjanleg mjólk. Umframmjólk undanfarinna ára hefur verið unnin í Búðardal til þessa. Stjóm mjólkursamlagsins vonar að er nýr Baldur hefur siglingar og hafnar- aðstaða á Brjánslæk batnar verði hægt að nýta umframmjólk allt árið. Sú mjólk sem ekki er hægt að vinna á Patreksfirði verður þá send til Búðar- dals á tönkum og unnin þar. Þegar stækkun mjólkursamlags- hússins verður lokiö er unnt aö vinna allar mjólkurvömr á Patreksfirði nema osta. E.O. Patreksfirði. þeir þá við höfuðstól. Samkvæmt þessum útreikningi ríkissjóðs, var Einari afhent ávísun aö upphæð kr. 723.577 og hinir fengu sínar bætur eftir sama útreikningi. Ef greitt hefði verið eftir hinni almennu reglu var upphæðin sem ríkissjóður átti að greiða meira en helmingi hærri. Hefði Einar þá fengið 1.486.675 krónur en hinir eitthvað minna enda þeim dæmdar lægri bætur í hæstarétti. Þessum upphæöum tóku fjórmenn- ingamir við með fyrirvara að kröfu lögfræöinga þeirra. Munu þeir ætla að höfða mál á hendur ríkissjóði og fá þar úr því skorið hvort þessi vaxtaútreikn- ingurfærstaðist. -KLP Mezzoforte: Kom tvisvar sinnum f ram Mezzoforte gerir það gott í Hol- landi um þessar mundir. Á vinsælda- listanum þar hafði litla platan með lögunum Garden Party og Funk Suite No 1 stokkið úr 32. sætinu upp í það 19. Stóra platan Surprise Surprise hafði færst upp um fimm sæti frá vikunni á undan, úr 21. sæti í 16. Þær fréttir fylgja einnig að íhollenska sjónvarpinu tvisvar sinnum hafi Mezzoforte birst í hollenska sjónvarpinu og að sögn Jónatans Garðarssonar hjá Steinum hf. var þar um að ræða videoupptöku sem Mezzoforte gerði í Lundúnum, ekki alls fyrir k'ngu, við lagið Garden Party. Þess verður kannski ekki langt aö bíða að íslendingar fái aö berja þessa videoupptöku augum. Mezzoforte er annars á föram til Lundúna nú á sumardaginn fyrsta til að taka upp litla plötu sem vonast er til að leysi þá plötu af hólmi sem nú situr í þrítugasta sæti breska vin- sældalistans. Hljómsveitin kemur heim næstkomandi sunnudag. SþS | J Skilrúmin fástmeð: BÓKASKÁPUM, STOFUSKÁPUM, GLERSKÁPUM O.M.FL. ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT - BIÐJIÐ UM MYNDALISTA Ármúla 20 Sími 84630 og 84635. Óteljandi möguleikar. Þú gerbreytir íbúð þinni með okkar aðstoð. EIK og ASKUR í mörgum litum. VIÐ BJÖÐUM Árfellsskilrúm og handrið sérhönnuð fyrir yður. LANDSÞJÓNUSTA Offídal VUeo Products of LA.1984 Otympics QQP Efþúátt 6000 krónur í útborgun — eigum við myndsegulband fyrír þig. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 Sími 91 35200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.