Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 29
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL1983. 29 KOSNINGAFUNDUR DV KOSNINGAFUNDUR DV KOSNINGAFUNDUR DV að ræða. Þau þrep mega ekki vera það stór að það sé ekki hægt að standa við þau. Þetta þarf að gerast í áföngum og þrepin mega ekki vera stærri en það að þau séu framkvæmanleg. Það er vissulega stefna Framsóknarflokksins að halda fast við þessa niðurtalningar- leið. Þær ráðstafanir sem til þess þarf verða ekki gerðar nema heimild sé veitt fyrir þeim í lögum eöa lögum breytt. Þess vegna er lagasetning varðandi þessi atriði nauðsynleg,” segir Ölafur J óhannesson. Hvar á að skera niður? Sigríður Sveinsdóttir spyr Friðrik Sophusson: Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur lýst yfir því að hann ætli að fella niður tekjuskatt og aðra skatta, einnig hefur hann lofað að veita 80% lán til íbúðarkaupa. Hvar á að fá fjármagn, hvar á að skera niður? „Sjálfstæöisflokkurinn hefur lýst því yfir að hann ætli að fella niður tekju- skatt af almennum launatekjum. Hins vegar þá snýr málið þannig að hús- næðislánunumað við ætlum okkur eftir kosningar ef við setjumst þá í ríkis- stjórn að ná 80% lánshlutfalli á fimm árum. Til þess eru þrjár leiðir fyrst og fremst. Hin fyrsta er sú að nota launa- skattinn, sem nú á að vera til ráð- stöfunar en hefur ekki verið notaður. 1 árum. Það hafa fríverslunarflokkarnir hins vegar ekki þorað að gera,” svarar Svavar Gestsson. Vinnustaða- félög Sigurður Guömundsson spurði Jón Baldvin Hannibalsson: Er Alþýðu- flokkurinn ámótifrumvarpiVilmund- ar Gylfasonar um valddreifingu og vinnustaðafélög í verkalýðshreyfing- unni? „Frumvarp Vilmundar um vinnu- staði og valddreifingu. Svarið er þetta: Alþýöuflokkurinn hefur lýst sig fylgj- andi tillögum sem Alþýðusambands- þing fyrst samþykkti árið 1958 um það að gerbreyta skipulagi verkalýðs- hreyfingarinnar, leggja vinnustaöinn sem grunneiningu, sem stofn að til dæmis nýjum atvinnuvegasam- böndum. Með öðrum orðum: Sameina fólkið á vinnustöðunum í einum sam- tökum þar sem samningsrétturinn væri á sama tíma og hjá atvinnuvega- samböndunum. Þetta er yfirlýst stefna Alþýðusambandsins. Þá stefnu styður Alþýöuflokkurinn og berst fyrir henni. En Alþýðubandalagið er á móti vegna þess að þeir vilja verja fámennisstjóm sína í skjóli ófullnægjandi lýðræðis- legra aðferða í verkalýðshreyfingunni. Vilmundar-frumvarpið gekk miklu skemmra. Það gekk í þá átt aö samningsrétturinn skyldi vera á öllum Frjálsir fjölmiðlar Hinrik Erlingsson spurði Vilmund Gylfason hver væri afstaða hans til frjálsra fjölmiðla, útvarps og sjón- varps: „Það er einfalt. I fyrsta lagi viljum við að einokun ríkisútvarpsins á út- varpi verði afnumin. En í annan stað viljum við að þetta frelsi komi fólki til góða en ekki stórfjármagninu. Með öðrum orðum: Við viljum að þegar farið verður af stað með þetta þá verði ekki heimilaðar auglýsingar. Það verði frjáls félög frjáls fólks sem reki, að því er útvarpið varðar til dæmis, þessa ódýrustu f jölmiðlatækni, sem er ódýrari en blaðakostur, í nútíma þjóð- félagi. Og ég vil aðeins segja það fyrir þá sem hafa hlustað á skólaútvörpin að undanförnu að þau eru dæmigerð fyrir það hve langt má komast á lífskraftin- umeinumsaman,” sagðiVilmundur. Niðurtalningin Hjörleifur Grímsson spurði Ölaf Jóhannesson: Hvert er álit fram- sóknarmanna á nýbirtri spá Þjóðhags- stofnunar, sem greint var frá í kvöld- fréttum, með tilliti til niðurtalningar- stefnu flokksins? „Ég held að þessi spá, sem birt er af Þjóðhagsstofnun, geti staðist. Hún er Mikið f jölmenni var á f undinum, öll scti setin og auk þess staðið á göngum og í anddyri kvikmyndahússins. DV-myndir GVA öðru lagi að auka hér innlendan sparnaö, sem ekki hefur verið minni í þrjá áratugi og í þriöja lagi verður þetta auðvitað að bitna á þeim, sem eru að fá lán í þriöja og kannski fjóröa sinn,” svarar Friðrik Sophusson. Skuldir meiri ógn en herinn? Áslaug Kristinsdóttir spyr Svavar Gestsson: Eru hinar gífurlegu erlendu skuldir ekki meiri ógn við sjálfstæði þjóðarinnar en bandariski herinn? „Það má því miður vart á milli sjá í þessu efni. Staðreyndin er sú að efna- hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar er mikil hætta búin af stórfelldum erlend- um skuldum. Þær hafa hlaðist upp á liðnum árum vegna mikils viðskipta- halla. Til þess að taka á viðskipta- hallanum þurfa menn hins vegar að hafa kjark til þess að draga úr þeim hömlulausa innflutningi, sem um hefur verið að ræða til landsins á liðnum vinnustöðum þar sem væru 25 manns að minnsta kosti á vinnustað. Það hefði leitt til stjómleysis á vinnumarkaðn- um, eins og margt annað sem þeir leggja til, því miöur,” sagði Jón Baldvin. Hver maður eitt atkvæði? Helga Sveinsdóttir spyr Ölaf Jóhannesson: Telur þú að hver maður eigi að hafa eitt atkvæði? „Já, ég tel að svo eigi að vera að meginstefnu til. Hins vegar sætti ég mig við það fyrirkomulag, sem ákveð- ið var fyrir þá stjórnarskrárbreytingu, sem nú er gerð, og í því felst málamiöl- un. Eg held að það hafi veriö rétt að stíga ekki skrefið til fulls, það hefði ekki veriö grundvöllur fyrir því, það hefði ekki náðst samkomulag um það. Þaö er einmitt merkilegt við þá stjómarskrárbreytingu sem núna er gerð að allir flokkar urðu sammála um hana,” svaraði Olafur Jóhannesson. því miður ekki falleg. En ég sé ekki að hún breyti neinu um það, nauösyn niðurtalningar eða niðurfærslustefnu, nema aðeins að hún undirstrikar það sérstaklega að þaö þurfi aðgerða við. Og það sýnir reynslan að niðurtalning I eða niðurfærsla getur borið árangur.1 Það sást árið 1981. Verðbólgan árið 1980 var sextíu prósent. Hún færðist á árinu 1981 niður í fjömtíu prósent. | Þetta er staðreyndin sem menn geta 1 ekki á móti mælt. Og þess vegna þýðir ! ekkert að vera með glannalegar j upphrópanir um það að þetta standist! ekki. Það breytir ekkert þeim i staðreyndum sem fyrir liggja og sýna j að þetta er hægt ef vilji er til og menn j hafa þor og þrek til að framkvæma,” j sagðiOlafur. I Húsaleigu- okrið Dagný Haraldsdóttir spurði Svavar Gestssou: Af hverju hefur ekkert veriö gert í sambandi við húsaleiguokrið sem viðgengst nú í Reykjavík? „Svariö við spurningunni er það aö þessi mál hafa verið til meðferðar í ríkisstjórninni og þar liggur nú fyrir frumvarp til laga um þessi mál sem verður tekið fyrir á næsta ríkis- stjórnarfundi, á miðvikudaginn kem- ur. Varðandi málið að öðru leyti þá er svariö það að hér er náttúrlega um að ræða birtingarform hins þrönga húsnæðismarkaðar. Ástæðan fyrir því hve hann er þröngur er fyrst og fremst sú að það er allt of lítið framboð á litl- um og hóflegum íbúöum hér á svæðinu. Borgarstjórnaríhaldiö hér í Reykjavík hefur nú tekið ákvörðun um það að þrengja enn stórkostlega aö þessum markaði með því aö úthluta nær öllum lóðum á næstu 2—3 árum undir sérbýli. Borgarstjórnaríhaldið hafnar þannig þeirri stefnu að þeir sem þurfa á minna húsnæði að halda fái öruggt hús- næöi í þessari borg. Og það er alveg sama hversu vel væri gengið um húsnæðismálakerfið; ef lóðastefnu borgarstjórnaríhaldsins verður fylgt þá kemur þaö verst við þá sem síst skyldi,” sagði Svavar. Kvennalisti meðeðaá móti her? Þorsteinn V. Sæmundsson spyr Guð- rúnu Agnarsdóttur: Verði lögð fram tillaga um brottför hersins og eöa úr- sögn úr NATO á næsta þingi, mun þá Kvennalistinn styðja eða leggjast gegn þeirri tillögu, ef listinn kemur manni á þing? „Eg held að það sé alveg ljóst að við erum dvergur á milli tveggja risa, við erum smáþjóð meðal annarra þjóða, sem við erum í samböndum við. Áður en ákvörðun er tekin um þetta mál þá verður að spyrja spurninga eins og þessarar: Að hve miklu leyti er efna- hagur Islands háður veru þessa hers sem hér er? Hvað með fiskimarkaöinn okkar í Bandaríkjunum, hvað meö lánstraust, erum við í rauninni efna- hagslega sjálfstæð þjóð? Síðan skulum við svara spurningunni,” svarar Guðrún Agnarsdóttir. Kallað á hinn sterka mann? Kristján Ólafsson spyr Vilmund Gylfason: Bandalag jafnaöarmanna kallar á hinn sterka mann og vill að þingkosningar snúist um menn en ekki málefni. Hvernig samrýmist þetta lýð- ræði og valddreifingu, sem Bandalagið tönnlastá? „Málið er það aö þaö er mikill mis- skilningur að það sé krafa um hinn sterka mann, þegar lagt er til að þjóðin kjósi sér ríkisstjórn, eins og er í Bandaríkjunum, eins og er í Frakk- landi, svo að tvö lönd séu nefnd, í stað þess að 32 þingmenn tilnefni ríkis- stjórnir. Vitaskuld er það rétt að þeim mun beinna sem lýðræðið er, þeim mun sterkari er ríkisstjórnin. Grund- vallaratriöið er samt að það er úti- lokað að ná fram leiðinni einn maður eitt atkvæði í gegnum hefðbundnar þingræðisleiðir, vegna þess að þá þurf- um við að fara með þingmenn upp í 140. Það dettur engum í hug. Þetta er leið til þess, að því er ríkisstjórn og framkvæmdavald varðar, að ná fram aðferðinni einn maður eitt atkvæði sem hangir líka saman við skynsamlega hagstjórn.” Samstarf með kommum Guðmundur Kjartansson spurði Friðrik Sophusson: Ætlar Sjálfstæðis- flokkurinn, ef hann fær aðstöðu til stjórnarmyndunar, að lýsa því yfir að hann starfi undir engum kringum- stæðum meö kommum og staðfesti þar með að áhrif þeirra á landsmál séu fullnóg í bili? „Eg get tekið undir óskir fyrirspyrj- anda en ég held að það væri alrangt af Sjálfstæöisflokknum, og það er hans afstaöa í dag, að lýsa því yfir með hverjum hann ætlar aö starfa eftir kosningar og hvern hann útiloki frá slíku samstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn mun væntanlega mynda stjórn, og stefnir að því, og þá með þeim flokki sem vill undirgangast sem allra mest af þeim stefnumiðum sem Sjálfstæðis- flokkurinn berst fyrir,” sagði Friörik. Ríkisumsvif í stórvirkjunum Hörður Bergmann spurði Friðrik Sophusson: Hvers vegna mælir Sjálf- stæðisflokkurinn meö auknum ríkis- umsvifum í stórvirkjunum og stóriöju enda þótt allur orkufrekur iðnaður í landinu sé rekinn meö tapi og borgar því aðeins brot af framleiðsluverði raf- orku? „Það er öllum kunnugt að megin- stefna Sjálfstæðisflokksins er að sem allra mest af framleiðslustarfseminni sé í höndum einstaklinga og fyrirtækja þeirra. En svo stendur á um sum fyrir- tæki að þau eru svo stór og umfangs- mikil að við komumst ekki hjá því að hið opinbera hafi nokkur tök á slikri starfsemi. Það er fyrst og fremst það sem hefur ráðið því, í þeim undantekn- ingartilvikum sem hér er vísað til, aö Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt til að hið opinbera legði fjármagn til stikra hluta. En ég vil nefna í þessu sam- bandi að einstaklingar geta margt gert. Eg vil nefna til dæmis að nú stendur fyrir dyrum aö Stálfélagiö fari aö hef ja störf og ég vildi miklu fremur sjá í framtíðinni þá þróun að einstakl- ingar taki höndum saman og í okkar stefnu er að finna nokkur rök, nokkur markmið, nokkrar leiöir, sem gera það að verkum að stikt verður hægt,” sagði Friörik. Símaafsláttur Sigurður Jónsson spurði Guðrúnu Agnarsdóttur: Ætlar Kvennatistinn að notfæra sér símaafsiátt? „Nei. Kvennalistinn situr við sama borð og hinn almenni símnotandi. Hann greiöir full gjöld,” sagði Guðrún. Af staða til hækkunar húsaleigu? Jón frá Pálmholti spyr Ölaf Jó- hannesson: Hver er afstaða þín til hækkunar á húsaleiguvísitölu og til hvaða ráða hyggst ríkisstjórnin grípa? „Ég tel þessa hækkun mjög óeðlilega mikla og óheppilega. Eg hef fylgst með því að farið hafa fram viðræður á milli leigjenda og húseigenda um það að reyna að koma á samstarfsnefnd um þessi mál. Ég held að menn séu þar á réttri leið. Eg fyrir mitt leyti vil styðja það á allan hátt,” svarar Olafur Jóhannesson. Bændurnirí Breiðholtið? Ölafur Sigurðsson spyr Jón Baldvin Hannibalsson: Ef niðurgreiðslur og út- flutningsbætur á landbúnaðarvörur verða afnumdar, verða bændur þá ekki að hætta búskap, á að flytja bændurna í Breiðholtið? „Ég á ekki von á að Olafur bóndi í Selárdal, bróðir minn, sé neitt á förum í Breiðholtið, hann flúði þaðan fyrir nokkrum árum. Menn skulu ekki ætla að þó að niðurgreiðslur, sem eru fram- leiðsluhvetjandi aðgerð í þágu fram- leiðenda fyrst og fremst, og útflutn- ingsbætur, sem eru náttúrlega yfirlýs- ing um gjaldþrota pólitík framsóknar- og SlS-kerfisins í tuttugu ár, að ís- lenskur landbúnaður muni hreinlega leggja upp laupana þó þetta sé afnum- ið. I þessu felst að við setjum okkur þá stefnumörkun vegna staðreynda í um- heiminum að íslenskur landbúnaður á að framleiða fyrir þarfir íslensks innanlandsmarkaðar. Vegna niður- greiðslna á öllum helstu mörkuðum fá- um við ekki nema spottprís á erlendum mörkuðum,” svarar Jón Baldvin Hannibalsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.