Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 22
22 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL1983. nsn 3000 KRÓNURÚT Philips frystikistur. 260 OG 400 LÍTRA. ALU á sínum stað •J J J <— J u '\J SCHAFER skrúfulaust hillukerfi fyrir alla hluti VÉLAVERSLUN Ármúli 8 105 Reykjavjk ■2-91-85840 Járnsmíöavélar - Stálinnréltingar Fyrir verkslæöi. birgöa- og vorugeymslur BIBLÍAN ER SÍGILD BÚK TIL GJAFA Fæst i bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG ^uÖOranbðsítofii Hallgrimskirkju, Reykjavík, simi 17805, opið 3—5 e.H. Menning Menning__________Menning Menning Fljúga hvítu fiörildin Þjóðleikhúsið: GRASMAÐKUR eftir Birgi Sigurösson Lýsing: Ámi Baldvinsson Leikmynd og búningar: Ragnheiður Jónsdóttir Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir Fólkið í nýja leikriti Birgis Sigurðssonar hefur allt átt í ótta- legum útistöðum í kynlífi sínu, hvert fyrir sig og allir sem einn. Og af því hefur leitt meira en lítið rask á til- finningum og þar með öllum þess högum: hinar kynferðislegu sviptingar, sem að mestu gerast ut- an sviös og leiks, hafa skapaö því ör- lög, gert úr þeim þær manneskjur sem við kynnumst í leiknum. Nú er auðvitað spursmál hvort sanngjamt sé að greina náið frá þessum málavöxtum í umsögn um sýninguna. Það er ekki því að neita að spennan í leiknum, slík sem hún er, stafar sumpart af ókunnugleika áhorfandans á efni leiksögunnar, ná- kvæmlega hvað það er sem veldur háttsemi fólksins eins og við sjáum þaö á sviðinu. Hvemig stendur á fálætinu, þykkjunni, heiftinni á milli hjónanna í leiknum, Unnar og Har- alds, sem svo auðfundið er í byrjun leiks og veröur því skýrar sem lengra líður á hann? Hvað skyldi valda óttanum og hatrinu sem Har- aldur ber til fyrri konu sinnar og bróður? Það er svo glöggt að eitthvað annað veldur uppreisn Grétu litlu gegn stjúpu sinni og föður en eintómt gelgjuskeiöið. Og hvað varþaðeigin- lega sem kom fyrir Braga unga skáldefni og kom honum til að reyna sjálfsmorö? Líf í kreppu Aö vísu held ég að eiginlega spenn- an í leiknum stafi af öðm en hinum ytri kringumstæöum fólksins og skýringum þeirra sem smátt og smátt koma á daginn í sýningunni. Að réttu lagi ætti hún að felast í og helgast af mannlýsingunum í leikn- um, þeirri kviku tilfinningalífs sem hægt og hægt birtist okkur af sögu þess og öilum samskiptum á sviðinu. Enda mun glöggur áhorfandi brátt ráða í hinar ytri ástæður sem valda átökum í leiknum. Þaö eru innri ástæður fólksins á sviöinu sem öllu skipta í sýningunni. I byrjun leiks er Bragi: Sigurður Sigurjónsson nýútskrifaður af geð- deild eftir sitt mislukkaða sjálfsmorð. Það sýnir sig brátt aö sjálfsmorðið reyndi hann af því að stúlkan hans brást honum, fór að vera með öðrum, og stúlkan, ástin sem brást var það fallegasta sem hafði komið fyrir Braga. Unnurfrænkahans: Margrét Guðmundsdóttir er að sínu leyti komin í kröggur og kreppu í hjúskap sínum. Hún tók í upphafi Harald að sér af því aö hann þurfti á huggun að halda og hún s jálf á einhverjum til aö vera góö viö. Þetta reyndist skamm- góður vermir, maðurinn alltaf með hugann allan við fyrri konu sína. Og þrátt fyrir þetta hefur hann allan tímann haldið við bláfátæka ekkju á óðinsgötu sem hann vitjar reglulega á fimmtudögum klukkan fjögur og á víst meö henni yngsta bamið hennar. Það er aö skilja að þessi sviksemi hafi fyilt mæli Unnar, snúið andúö hennar á manni sínum upp í eins f ull- komiö hatur og raun ber vitni í leikn- um. Haraldur: Gísli Alfreðsson ber að sínu leyti ekki barr eftir fyrri kon- una, Disu og hann elskaði af hjartans einlægni en sveik hann í tryggðum. Hann kom að þeim Atla bróður sín- um í samförum sem í senn ofbuöu blygðunarsemi hans og drógu hans eigin tilfinningar niður í svað til sín. Nú er Atli: Hjalti Rögnvaldsson kominn heim að heimta föðurarf úr greipum Haralds. Og það er að sjá sem hann sé breyttur maður eftir þaö sem kom fyrir þau Dísu. Svo mikið er víst að eftir það vildi hann ekki líta við henni en hefur lifað lífi sínu í auðnuleysi utanlands alla tíö síðan. Það má ennfremur skilja að dóttir Haraids og Dísu, Gréta litla: Halldóra Geirharösdóttir sem ólst upp hjá fööur sínum, lifandi eftir- mynd móður sinnar, hafi alla sína bemsku verið afskipt því tilfinninga- lega atlæti sem hún þurfti að njóta hjá föður sínum en vildi ekki þýðast af stjúpu sinni, allt vegna minningar- innar um móðurina. Líf og leikur Hvemig þetta fer? Ætli sé sann- gjamt að ganga lengra að endur- segja efnið úr leiknum. Nægir að geta þess að í leikslokin er höggvið á frekar en greitt úr þeim hnút tilfinn- inga sem fólkið í leiknum hefur riðið um sig og líf sitt. Sé þar einhverri lífsvon fyrir að fara á hún sér stað ut- an hans, þess mannlífs sem þar er lýst í líkingu vítis á jörð. Nú er þaö engin nýlunda, og síst í leikriti eftir Birgi Sigurðsson, að kynferðislegra skýringa sé leitað á breytni og háttsemi fólks. Né þá heldur hitt aö endanleg merking eða boöskapur leiks sé fólginn í skáldyrö- um, líkingamáli sem aukið er við eða Ragnheiöar Jónsdóttur í Þjóðleik- húsinu, tókst þetta allténd nógu vel til aö vekja áhuga manns á frá- sagnarefninu, framvindu atburða og mannlýsinga. Einkum fannst mér Margréti Guðmundsdóttur lánast vel Leiklist jr Olafur Jónsson að leiða Unni í ljós, örvæntingu hennar, heift og uppgjöf um síðir, allt í skefjum raunsæislegrar mann- lýsingar. Hlutverk Haralds held ég að sé meira í sér og vandráðnara enda veigamest í leiknum. Hann er má heita regla í leikritum Birgis Sig- urðssonar að ófarir fólks í leikjunum eru öðrum að kenna, sigrar þess sjálfu því að þakka. I Grasmaðki er allri sök á því sem aflaga hefur farið á ævi fólksins í leiknum um síðir beint að mynd og minningu föður þeirra bræðra, Atla og Haralds. Það er svo að sjá sem hann hafi ríkt sem harður og grimmur drottinn yfir allri þeirra ævi, allt fram í síðustu senu leiksins. Það er fyrst þegar Haraldur hefur misst allt sem hann taldi sitt, aö því kominn að vinna verk sem í rauninni stríðir gegn hans innsta eðli, að hann skilur hvar komiö er fyrir honum og verður fær til að rísa gegn fööurvaldinu. Og þá er það að vísuumseinan. Fiðrildi í felumynd Lífsvon í leiknum er aðallega fólg- lagt út af frásagnarefni hans. Skáld- leg myndstef af slíku tagi ganga í gegnum bæði Pétur og Rúnu og Selurinn hefur mannsaugu, en í Skáld-Rósu verður Rósa um síðir einhverslags táknmynd „lífsins sjálfs”. Gildi nýja leiksins held ég aö ráðist einkum af einbeitingu hans að sínu sálfræðilega yrkisefni, tilfinningalífi á suðupunkti sem þar er leitast viö að leiða í ljós. En þetta yrkisefni er birt og fjallað um það í formi natúralískrar leiksögu úr sam- tíðinni, og úrlausn þess á fyrir ‘ mest komið undir þeirri veruleikí ingu sem tekst að gæða og kiæða fólk og atburði í leiknum. Grasmaðkur er að ýmsu leyti ansi haganlega samið verk til sinna nota: sannleikurinn um fólkið í leiknum að leiðast í ljós fram eftir öllum leik og ekki allur uppi fyrr en í lokasenunni. Það er í aöalatriöum unnt aö festa trú á manngerðir og umhverfi leiks- ins sem starfhæfa eftirmynd veru- leika. Og þaö má auðveldlega hugsa sér áhrifameiri sýningu leiksins en þá sem gat að líta í Þjóöleikhúsinu á fimmtudagskvöld, og er þaö sjálf- sagt lof um leikritið. Því verður þá jafnharðan að bæta við að eiginlegu tilfinningalífi leiksins veröa leikend- ur að mestu að auka af sínu afli við efnisatriði og hugmyndir leiksins, textann eins og hann kemur f yrir. Og það er aö sönnu nokkuð sem til þarf að fá mann til að meðtaka efnið með trúnni sem sannleika, gera persónur og hugarástand leiksins að veruleik- ans dæmi fyrir sjónum áhorfandans, sönnuísjálfusér. Um synd og dauða I sviðsetningu Brynju Benedikts- dóttur, við ívið stílfæröa leikmynd eins og Unnur ofurvenjulegur maöur til aö sjá, einfaldur kannski síngjam og sérdrægur, en hann er líka ein- mana og alls umkomulaus innst inni. Helst aö hann f inni sig í hugmyndum sínum um vel unnin verk, húsið sitt og fýrirtækið, en ekki síður í smíðum sínum, sundi og skotfimi. Aðallega er hann fangi úreltra hugmynda sinna um karlmennsku, arftekinna frá föður sínum. Og það eru þær sem móta manninn eins og við sjáum hanníbyrjun leiks. inhvemveginn fannst mér þessi sóna ekki koma fram alsköpuð í lýsingu Gísla Alfreössonar, þó að sönnu væruljómandi fallegir kaflar í leik hans, einkum í upphafi þriðja þáttar þar sem fyrst veröur til hlítar ljós bjánaleg þjáning Haralds, einangmn hans og bjargarleysi. En vandræði eru að hinu reyfaralega sögubragði um ekkjuna á Oðinsgötu: hvað fær hann út úr kynnum þeirra, aðeins útrás fyrir illsku og losta? Og konan sjálf, hversvegna þýðist hún Harald upp á þessi býti, getur skeð að hún „elski” hann eins og Unnur hálfpartinn heldur? Á þetta efni, sem vel að merkja skiptir sköpum í at- burðarásinni, verða ekki færðar sönnur nema í og meö lýsingu Har- alds. Eða er unnt að trúa því að hann sé í raun og vem að því kominn að skjóta Unni í lokaatriði leiksins? Eg held aö áhorfandi verði svo vel sé að vænta þess að skotið ríði þá og þegar af byssunni. Þá aðeins verður til hlít- ar ljóst hvaö það er sem gerist í leikslokin. Það sem örðugast veröur að grynna í og færa á það sönnur í sýn- ingu leiksins eru hugmyndir hans um synd og sekt og þar með vald og ábyrgð manns á sínu eigin lífi. Það in í lýsingu unga fólksins, Grétu og Braga, öndvert við fordæmdan heim hinna fullorðnu. I örvæntingu sinni á Kleppi skynjaði Bragi mannlegt líf í líkingu grasmaðks blindrar moldar- veru sem á þó um síðir fyrir sér aö verða fiðrildi og fljúga upp í ljósið: ailt fram aö þeirri stund er hann ekki nema felumynd af sjálfum sér. Gréta á sér lífsvon af því að hún hafnar í leiknum fyrir- mynd og minningu móöur sinnar en kýs að verða hún sjálf. Sena þeirra Braga þessa efnis í fyrra atriði f jórða þáttar varð einhver hin falleg- asta í leiknum, aðallega vegna ungu stúlkunnar í hlutverki Grétu. En raunar var það undravert hve ágengt Sigurði Sigurjónssyni varð að láta þessa skáldlega draumsjón „lífsins sjálfs” uppi í samhengi trú- verðugrar mannlýsingar í hlutverki Braga. Bragi er á því að fólki eigi að „þykja vænt um lífið”. Unnur gerir einhversstaðar þá skynsamlegu at- hugasemd aö ógerningur sé að elska lífiö allt, menn komist ekki yfir meira en lif einstakra manna, sitt eigiö eða annarra. I leikslokin virðist hún samt snúin á sveif með Braga og áskilur sér rúm í bókinni hans þar sem segja skuli sannleika um lífiö. Bragi er aöallega áhorfandi, sjónar- vottur atburðanna í leiknum, lífsins eins og því er lifað þar, og er aö sögn svo sem felumynd af sjálfu sér. Efn- ið er reynsla hans af þeim heimi sem leikurinn lýsir, leikurinn sjálfur kannski ávöxtur hennar. Það var þá bókin hans sem út kom á frum- sýningardag, leikritið sem leikið var í Þjóðleikhúsinu á fimmtudags- kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.