Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 18
18 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL1983. Menning Menning Menning Menning Frá tólftónatónlist tiI spilimanna Tónlist eftir Holewa og Hahn á nýjum hljómplötum Hans Holowa — Symfoni nr. 3, Concertino nr. 4, Kammarmusik nr. 2. Stockholms Filharmoniska Orkestor (Dorothy Dorow, sópran, stj. Eduardo Mata). London Sinfonietta, stj. Simon Rattle. Ola Karlsson, selló, Ingrid Lindgren, píanó. Caprice CAP 3027. Umboð á íslandi: FÁLKINN. Gunnar Hahn — .. . och sommaren begynner. Svensk folkmusik för kör och orkester. Stockholm Sinfonietta, stj. Jan-Olav Wedin, Kór Stockholms Musikgymnasium, stj. Marianne Hillerud, Caprice CAP1254. Umboð t fslandi: FÁLKINN. Hér eru á feröinni tveir gjörólíkir listamenn sem báöir hafa lagt mikiö af mörkum til sænsks tónlistarlífs undan- farna áratugi. Sennilega mundi hvorugur þeirra hlusta á hinn, allt um þaö eru þeir nú komnir í eina sæng undir merki Caprice. Hans Holewa er aö mörgu leyti utangarösmaöur í tónlistarh'finu hér. Hann er fæddur í Vínarborg áriö 1905 og alinn upp í miðevrópskri tónlistarhefö, veröld þeirra Mahlers, Albans Berg og Schönbergs, en kom til Svíþjóöar á fjóröa áratugnum miðjum. Þá voru aöstæöur í landinu varla honum í hag, Berg og Schönberg voru tæpast nefndir, hvaö þá heldur leiknir opin- berlega og ekkert sænskt tónskáld haföi áhuga á tólftónatækninni, — sem Holewa gjörþekkti og notaöi. Hann varö því aö hafa ofan af fyrir sér sem kennari, undirleikari og nótnaskrifari allt fram til 1960, er áhugi vaknaði fyrir tónlist hans. Upp frá því samdi Holewa tónverk af ýmsu tagi, píanó- stykki, kórverk, konserta fyrir selló og hljómsveit og loks sinfóníur. Göran Bergendal lýsir tónsmíðum Holewas þannig aö þær séu mjög strangt uppbyggðar, hreinar og klárar í formi enþóástríðufullar. Rödd gegn hljómsveit Þessi orö held ég aö eigi vel við þau verk sem finna má á þeirri hljómplötu sem nú er til umræðu, — sem er reynd- ar fyrsta „sóló” plata tónskáldsins. Áöur hafa verk hans komið út á safn- plötum, m.a. plötu semballeikarans Ewu Nordwall, sem ég hef áöur getiö um. Mesta verkið á þessari plötu er án efa þriöja sinfónían, sem samin er fyrir gríðarstóra hljómsveit og söngrödd sem ekki fer með texta. Verk þetta er í þremur köflum, þar sem röddinni er annaöhvort teflt gegn hljómsveitinni eöa hún er látin vinna meö henni. Röddin tekur á sig ýmsar myndir eftir köflum, hún er blíðlega ljóöræn í fyrsta kafla, veröur ómstríöari eftir því sem á líöur, á í dramatískri baráttu viö hljómsveitina sem endar þó á jafntefli. Concertino nr. 4 er samið 1978 fyrir hina heimsþekktu London Sinfóníettu, sem íslenskir tónlistarunnendur þekkja vel og Simon Rattle stjómar. I fyrstu tveim köflum þessa verks er að finna mikil átök milli hljóðfæra, í þeim þriöja fellur allt í ljúfa löð. Kröfuharka Kammermusik nr. 2 (Holewa er ekki fyrir aö beita hugarfluginu þegar hann skírir verk sín...) er frá 1973 og er gert fyrir selló og píanó. Þáttur sellósins er þó stórum meiri, meginframvinda verksins fellur því í skaut, meðan píanóiö sér um baksviöiö. Ekki þarf mörg hljóöfæri til að mynda flókið tónverk, sem sannast á þessu kammerverki. I Því eru atónal kaflar sem undirritaður á erfitt meö aö átta sig á, en fyrir þeim liggja eflaust góöar oggildarástæöur. f heildina séö er þetta kröfuhörð tónlist en brennandiaf sannfæringu. öfugt viö Holewa hefur Gunnar Hahn (f. 1908) alla tiö starfaö í þunga- AÐALFUNDUR BYGGINGA- SAMVINNUFÉLAGS KÓPAVOGS veröur haldinn í Þinghóli, Hamraborg 11, miðvikudaginn 27. apríl rik. og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. miöju sænsks tónlistarlífs. Hann hóf feril sinn meö námi í orgel- og píanóleik og var byrjaður aö flytja erindi og leika tónlist í sænska útvarpiö árið 1925. Skömmu síöar hóf hann störf fyrir samtök sænskra tónskálda, barðist fyrir auknum réttindum þeim til handa og vann auk þess lengi fyrir sænska ríkiö að skipulagningu hljóm- leika. Leikandi létt Samt er Hahn þekktari fyrir annaö, þ.e. áhuga sinn á sænskri al- þýöutónlist. Sem barn lærði hann á nikku og á unglingsárum sótti hann allar samkomur þar sem spilamenn var að finna. Áriö 1936 stofnaöi hann spilamannakvartett (fiölu, klarinett, fagott og nikku) sem varð feikna vinsæll í útvarpi, og árið 1957 var kvartettinn orðinn aö heilli hljómsveit, —sem m.a. spilaði lengi undir hjá Evert Hljómplötur Aðalsteinn Ingólfsson Taube. Fyrir þessa hljómsveit sína samdi Hahn Gautasvítuna, sem er á þessari hljómplötu. Svítan er í fimm köflum sem allir eru tilbrigöi viö þekkt þjóðlög. Þetta er leikandi létt, innilega glaöleg tónlist og þaö er innileiki hennar sem bjargar henni frá væmni. En Hahn gerði meira en leggja út af þjóölögum, hann safnaði þeim og bjargaöi mörgum perlum frá glötun. Má hann því teljast arftaki þjóðlaga- safnaranna Geijers og Afzeliusar á 19. öld. Nokkur þeirra laga sem Hahn bjargaði eöa endurlífgaöi er líka aö finna á plötunni, m.a. „Ranningen” og „Trollvalsen”. Þegar samband sænskra kóra hélt upp á 40 ára afmæli sitt áriö 1965, tók Hahn aftur til höndum og samdi Sænska kórsvítu fyrir blandaðan kór og sinfóníuhljómsveit. Svítan er einnig byggð á þjóðlögum, 8 alls, sem Hahn setur saman þannig aö þau mynda eina frásagnarlega heild. Varla er hægt aö finna betri kynningu á sænskri þjóölagatónlist fyrir þá sem ekki þekkja hana fyrir. -AI/Lundi. Hans Holewa og Ola Karlsson viö æfingu á „Kammarmusik nr. 2” Grænland íaugum blökkumanns: A jöklinum eni engar eiturslöngur hverjum staö, uppþvott á hótelum og annaö slfkt. „Faðir minn gat ekkert styrkt mig. Viö erum bara venjuleg Afríkufjöl- skylda og pabbi á átta konur og tuttugu ogsexbörn.” Á Grænlandi dvaldi Téte-Michel í sextán mánuöi, á árunum 1965—66. Bók hans um þá dvöl kom út í París 1981. Síöan hefur hún verið þýdd á dönsku og heitir „En Afrikaner pá Grönland.” í og með til aðvörunar „Blökkumenn og Eskimóar eiga margt sameiginlegt,” segir Téte- Michel,” ekki síst þaö aö vera kúgaðir sem frumstæöar þjóöir af hvítum Vesturlandabúum. Sú mynd sem þeir hafa dregiö upp af okkur er heldur ljót: Afríkusvertingjar eru mannætur og Eskimóar skrælingjar sem lána hver öörum konumar sínar. Þótt Téte-Michel sé mjög hrifinn af menningararfleifð Grænlendinga dregur hann ekki dul á lesti þeirra, ekki síst ofdrykkjuna. Hann telur þó orsökina fyrst og fremst þá að framandi siðum hafi verið þröngvaö upp á þá skyndilega. „Sumpart skrifaði ég bókina til aövörunar. Viö Afríkubúar megum ekki skemma okkur meö því að apa allt eftir Evrópumönnum,” segir Téte- Michel. Síst af öllu vill hann slíta tengslin miili elstu og yngstu kynslóðarinnar einsoggerteráV esturlöndum. „Þann dag, sem viö reisum fyrsta elliheimilið, er Afríka búin aö vera,” segirhann. ihh Nýlega kom út í Danmörku bók um næstu nágranna okkar í vestri, Grænlendinga. Höfundur hennar er Téte-Michel Kpomassie, frá Afríku- ríkinu Togo, kolsvartur á brún og brá. 1 viðtali í danska sjónvarpinu sagöi hann frá tildrögum bókarinnar: „Þegar ég var sextán ára sat ég einn dag sem oftar uppi í krónunni á háu pálmatré. En allt í einu sá ég aug- liti til auglits stóra eiturslöngu, sem var í þann veginn að fara aö gæða sér á mér. Af eintómri hræöslu hrapaði ég niöur úr trénu, og lá í rúminu lengi á eftir. Meöan ég beið þess aö komast aftur á fætur las ég meöal annars bók um eskimóa. Eg haföi aldrei heyrt þá nefnda fyrr og ákvaö aö fara rakleitt aö skoöa þá þegar ég kæmist aftur á fætur. Mér fannst mikiö til um það aö á Grænlandi skyldu ekki vera neinar slöngur né höggormar. ” Téte-Michel var lengi á leiöinni norö- ur eftir. Hann aflaöi sér farareyris meö því að vinna þaö sem til féll á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.