Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 1983. 15 Kosningahugleiðingar Það vill oftlega gleymast í umræðum um komandi Alþingis- kosningar að þessar kosningar voru settar á svið vegna stjórnarskrár- breytingar sem gerð var í ársbyrjun og inniheldur nær einvörðungu fjölgun á þingmönnum úr 60 í 63. Af öllum þeim umræðum sem ég hef heyrt hingað til, frá bæði stjórnarmeðlimum og stjórnarand- stæðingum, hef ég aldrei heyrt þá minnast einu orði á sjálft tilefni kosninganna. Nú skilst manni einna helst að þetta sé ekkert höfuðatriði. Kosningamar virðast aðallega snúast um það að rakka hver annan niður og upphefja sjálfa sig á kostnaðhins. Það hlýtur að vera kominn tími til þess að alþingismenn fari að bera ábyrgð á orðum sínum og gerðum, og að framkvæmdir og efndir séu í réttu hlutfalli við það sem sett var upp í stefnu viðkomandi fyrir kosningar. Fólkið í þessu landi hlýtur að eiga heimtingu á því aö stjórnmálamenn komi fram af ábyrgð og einurð. Gamla tuggan Hver nennir að hlusta á þessa sömu gömlu tuggu rétt fyrir kosningar? Þá hafa þeir lausnir á öllum öröugleikum þjóðarinnar og virðist aðeins vanta það eitt aö ná kosningu svo að þeir geti tekið til viö að „telja niður veröbólgu” eða hvað annaö sem þeim dettur í hug að bera á borð sem lausn þjóðarvandans fyrir almenning rétt fyrir kosningar. Þá koma þeir fram rétt eins og þeir hafi ekki komið nálægt stjómar- taumunum undanfarin ár. Þeir tala sakleysislega (og oft sannfærandi) flokkakerfis hefur slík áhrif og skin í gegnum alla umræðuna, sbr. stjómarskrársamkomulag flokk- anna fjögurra, þar sem jöfnuður milli flokka var hafður að leiðarljósi í stað jöfnunar atkvæöa. Slík og þvílík vinnubrögö em ekki áhugaverð og ekki til þess fallin að auka áhuga almennings á stjóm- málalegum umræðum. Þess vegna segjum við, sem stöndum að Banda- lagi jafnaöarmanna: „Þetta stjórn- leysi verður að stöðva.” Kosturáper- sónukosningum Við viljum að fólkið í landinu fái valfrelsi til þess að kjósa. Kjósa um menn og málefni innan lista eða Kristín S. Kvaran um þetta eða hitt sem miður hefur farið. Þegar þeir svo em minntir á þá staðreynd að það hafi nú einmitt verið þeir sjálfir sem hafi verið við stjóm og þeir hafi lofast til þess fyrir síðustu kosningar að koma lagi á þessi atriði, þá koma svörin að bragði og án þess að þeir svo mikiö semblikni: „Já, en Svavar vildi ekki gera þetta,” eða „Gunnar ákvað að svona skyldi þetta vera” eöa „Olafur sagði að þetta væri ekki fram- kvæmanlegt eins og ég vildi” o.s.frv. Umræðan hefur misst marks. Það hefur verið skotið langt yfir það. Meiningarlaust orðagjálfur hefur þau áhrif. Samábyrgð steinrunnins þvert á lista og með því, samkvæmt tillögum okkar um breytta kosninga- aðferð, fái kjósendur kost á persónukosningum sem leysa af hólmi prófkjör sem hafa fyrir löngu gengið sér til húðar. Einnig viljum við auka á valfrelsi almennings með aðgreiningu löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds. Samkvæmt þeirri til- lögu bjóða sig fram til forsætis- ráðherraembættisins (ríkisstjórnar) menn, sem fyrirfram hafa lagt fram ákveðna stefnu. Þá stefnu þyrfti viðkomandi að kynna og útskýra vel og vendilega í kosningabaráttu sinni, ásamt því á hvern hátt hann hygðist koma þessum atriöum í framkvæmd. Samkvæmt tillögunum fara þá ekki fram hrossakaup um stefnur eftir á við myndun stjórnar, eins og nú tíðkast. Þá hefðu kjósendur löggjaf- ann til eftirlits með því að efndir yrðu á þeim stefnumálum sem fram hafa veriðsett. Löggjafinn yrði í slíkri kosningu einvörðungu kosinn til þess að setja landinu lög og leikreglur og hafa eftirlit með því að framkvæmdar- valdið fari að lögum og ákvörðunum hans. Þá gætum við búist við þvi aö þingmenn færu aö afgreiða málin (þingmál og frumvörp) jafnt og þétt yfir þingtímann, samhliða rækilegri kynningu og umræðu í þjóðfélaginu. Með því móti ætti fólk þess kost að hafa beinni áhrif og fylgjast meö því hvað það er sem er að gerast á Alþingi. Þá ættum viö það ekki á hættu eins og nú er að fjöldinn allur af málum er hristur fram úr erminni á maraþonfundum síðustu dagana fyrir þingslit. Enda sjá allir að slik færibandavinna er ekki sæmandi Alþingi okkar Islendinga. Við í Bandalagi jafnaöarmanna viljum aö það fólk sem fer með löggjafar- og framkvæmdarvaldið sé ábyrgt gagn- vart fólkinu í landinu og komi fram sem slíkt. Þjóðarsamstaða er fyrir hendi við atburði eins og eldgos og með málefnum eins og þjóðarátaki gegn krabbameini. Viö búum við efnahags- leg móðuharðindi — hví ekki þjóðar- átak gegn óstjórn og spillingu í stjómkerfinu? Með þjóðarhag í hug hvet ég ykkur til þess að kynna ykkur málefna- grundvöll Bandalags jafnaðar- manna. C er okkar stafur — C fyrir þigákjördag. Kristin S. Kvaran jojjý Á SUMARDAGINN FYRSTA Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík gangast fyrir OPNU HÚSI í Valhöll, Háaleitisbraut 1, fimmtudaginn 21. apríl 1983, fyrsta sumardag. Lúðrasveit Reykjavfkur leikur frá kl. 14.45 HÚSIÐ OPIMAÐ KL. 14.30. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna hefst kl. 15.15 fi Setningarávarp — Gudmundur H. Gardarsson, formaöur Einsöngur — tvísöngur: Elísabet F. Eiríksdóttir og Júlíus Fulltrúaráðsins íReykjavík. Vífill Ingvarsson við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Kvartett nemenda úr Menntaskólanum í Kópavogi syngur. Ávörp — Albert Guðmundsson, Ragnhildur Helgadóttir, Jónas Þórir Jónasson og Graham Smith leika saman létt lög Bessí Jóhannsdóttir og Geir Hallgrímsson. ápíanó og fiðlu. Kynnir: Svavar Gests upplausntil abyrgðar Veitingabúðin er opin. Stórhlutavelta Varðar er í kjallarasalnum. Sjálfstæðismenn, hittumst og fögnum sumri í OPIMA HÚSIIMU í VALHÖLL Gleðilegt sumar SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í REYKJAVÍK FULLTRÚARÁÐIÐ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.