Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 48
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 Dauðaslys íBreiðholti — ekiðá5ára bam á gangbraut Fimm ára telpa beiö bana er bif- reiö ók á hana þar sem hún var að fara yfir gangbraut á Breiöholts- brautinni um hádegisbilið í gær. Litla stúlkan var aö ganga yfir Breiðholtsbraut á gangbrautar-' Ijósum sem eru gegnt Engjaseli. Bif- reiö sem ekið var til vesturs ók á hana. Stúlkan var þegar flutt á slysa- deild, en lést þar síðdegis. Ökumaður bifreiðarinnar mun ekki hafa séð stúlkuna á gangbraut- inni. Ekki er Ijóst hvort grænt eöa rautt ljós logaði á gangbrautarvitan- um. -ás Vextir af orlofsfé hækka Í57% Vextir af orlofsfé launafólks hjá Póstgíróstofunni voru hækkaöir af félagsmálaráöherra í gær í 57% en þeir voru 34% á síðasta orlofsári. Vextir af almennum sparisjóðs- bókum eru nú 42%. Orlofsféð er nú ávaxtað í Seðlabankanum á verð- tryggöum reikningi og er þar skýringin á þeim vöxtum sem nú hafaveriðákveðnir. Vextir af orlofsfé voru 5% fram til 1979, þá voru þeir ákveðnir 11%, síðan 24% 1980, þá 34% og loks 57% á það orlofsfé sem kemur til útborg- unarnúímaí. -PÁ Rás2: Fjórtán sækja um Fjórtán sóttu um starf forstööu- manns rásar 2 hjá Ríkisútvarpinu, sem búist er við að hefji útsendingar 1. október næstkomandi. Fjórir umsækjendur óskuöu nafn- leyndar en hinir tíu eru: Frosti Fífill Jóhannsson þjóðháttafræðingur, Geir Viðar Vilhjálmsson sálfræðingur, Guömundur Sæmunds- son eand. mag., Hallgrímur Thor- steinsson fréttamaður, Helgi Péturs- son fréttamaður, Öskar Eyvindur Arason, kvikmyndatökumaður hjá Sjónvarpinu, Steinþór Olafsson fjöl- miðlafræðingur, Sveinn Kristinsson, Þorgeir Ástvaldsson landafræðingur og Ævar Kjartansson, varadag- skrárstjóri Ríkisútvarpsins. Otvarpsráð fjallaði lítillega um umsóknirnar á fundi sínum í gær en umsögn þess mun ekki liggja fyrir fyrr en eftir kosningar. Otvarps- stjóri ræður í þessa stöðu eins og aðrar stöður hjá Ríkisútvarpinu en ekki menntamálaráöherra eins og komið hef ur fram víða. -SþS A/bert fékk rauða spja/d- ið hjá Irtgva Hrafni í gær- kvöldi. ........' ............................ ' - ,ll,LJMI >. LOKI Tvísýnt um kosningafærð: REYNA AÐ FORDAST BRáÐABIRGDALÖG „Otlit er fyrir norðanátt meö snjó- komu og éljagangi um norðanvert landið alveg fram á kjördag en þá er eins og muni kannsld fara að rofa svolítið til,” sagði Hafliði Jónsson veðurfræðingur í morgun. „Það verður skoðað á ríkis- stjómarfundi á eftir til hvaða ráða verður gripið,” sagði Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra í morgun um aðgerðir til að tryggja að landsmenn geti neytt atkvæðis- réttar. Friðjón sagði að reynt yrði að komast hjá bráðabirgðalögum. „Þau leysa ekki allan vanda,” sagði ráð- herrann. „Allt tiltækt lið Vegagerðarinnar, bæði fast starfslið og starfsmenn á leigutækjum, er í vinnu núna. Það veröur reynt að moka eins og hægt er og veöur leyfir fram á kjördag. Allt liðið verður svo í viðbragðsstöðu á kjördag,” sagöi Hjörleifur Olafsson vegaeftirlitsmaður í morgun. Landhelgisgæslan hefur einnig verið beðin um að vera til taks með þyrlur ogskip. ,,Stefnt er að því að moka alla helstu vegi landsins milli byggða fyrir kosningar. Einnig verður reynt að moka á sveitabæi en í einstökum tilfellum er þaö ekki hægt. Þar verður málum bjargað öðruvísi, jafnvel með snjóbílum,” sagði Hjör- leifur. Fréttir af færð á vegum í morgun voru ekki upplífgandi. Hellisheiði var ófær en átti að mokast fyrir hádegi. Holtavörðuheiöi lokaöist í gærkvöldi og verður ekki opnuð fyrr en á föstudag. „Sæmileg færð var um Suðurland og austur í öræfasveit en alveg koló- fært þar fyrir austan, á Breiða- merkursandi og i Suðursveit. Þar snjóaði gífurlega í gær. Eins var Al- mannaskarð ófært. En þetta verður mokað í dag og þá ætti að opnast austuráfirði. Öfært er milli Patreksfjarðar og Bíldudals og leiðindaveöur. Moka átti Breiðadalsheiði í gær en þá skall á vitlaust veður og var hætt við það,” sagði Hjörleifur. Vegir austan Akureyrar voru meira og minna að verða ófærir síðdegis í gær. Vegagerðin hafði ekki upplýsingar um ástand mála þar í morgun. Skárri fréttir bárust frá Aust- fjörðum. Þar var fært um Odds- skarð, Fagradal og Fjarðarheiði. -KMU. Mikil snjóþyngsli eru víða norðanlands. Þessi mynd var tekin á Siglufirði. DV-mynd: Loftur. Oddur Benediktsson prófessor: FÆR NAFN Sin EKKI MÁÐ AF KJÖRSKRÁNNI Tölvunefnd dómsmálaráðuneytis- ins samþykkti á fundi sínum í gær að Hagstofan hefði gert rétt í að má ekki nafn Odds Benediktssonar prófessors af kjörskrá sem flokkamir fá senda eins og hann hafði farið fram á. Nafnið var aðeins máð af kjósendaspjöldum og lím- miðum. I greinargerð tölvunefndar er talað um kjörskrár, almannaskrán- ingu og hlutveik þjóðskrár. Einnig er vitnað í bréf frá dóms- og kirkju- málaráöuneytinu og Hagstofunni, dagsett 11. mars, sem heitir „Fyrirmæli og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna”. Tekið er fram að kvörtun Odds beinist að kjörskrárstofninum en í honum séu upplýsingar eins og nafn, nafn- númer, fæðingardagur og ár. Þá segir: „Á kjörskrárstofnum þeim sem um er fjallað eru ekki per- sónulegar upplýsingar sem viðkvæmar geta talist. Ekki er í ljós leitt að aðilar þeir sem fá í hendur þessi gögn hafi notaö þau eða hyggist nota þau til að senda út dreifibréf, tilkynningar, auglýsingar eða áróður. Þykir því ekki rétt að skylda Hagstofu Islands vegna Þjóöskrár að má nafn Odds Benediktssonar af þjóðskrá.” Oddur spurði tölvunefnd einnig í opnu bréfi, dagsettu 12. apríl, um „ áhrif laga á venjubundnar starfsað- ferðir stjórnmálaflokka við kosning- ar og kosningaundirbúning. Ákvað nefndin að taka það fyrir á næsta fundi, eftir um hálfan mánuð. jbjj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.