Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 24
24 íþróttir DV. MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL1983. Waterschei lagði Aberdeen að velli — en það dugði ekki. Skoska fiðið fer í úrslitin í Gautaborg Lárus Guðmundsson og félagar hans hjá Waterschei unnu sigur 1—0 yfir Aberdeen í Evrépukeppni bikarmeistara i Waterschei i gærkvöldi, þessi sigur dugði ekki, því að skoska liöiö vann fyrri ieikinn 5—1 og því samanlagt 5—2 og þar með hefur Aber- deen tryggt sér að leika til úrslita í keppn- inni í Gautaborg 11. maí. Métherjar skoska iiðsins verða að öilum líkindum Re- al Madrid sem á eftir að leika beimaleik- inn gegn Austria Vín eftir jafnteflf 2—2 í Vín. Það var belgíski landsliðsmaðurinn Eddy Voordekkers sem skoraði mark Waterschei á 74. mín en fram aö þeim tíma höfðu leikmenn Aberdeen veriö nær að skora — aðeins stórleikur Pudelko í mark- inu hjá Waterschei kom í veg fyrir það. Lárus Guðmundsson lék með Waterschei þó að hann sé ekki búinn aö ná sér eftir meiðsli í hné. Hann var tekinn út af í leikn- um. Aberdeen hefur aldrei áður leikið tU úr- slita í Evrópukeppni. 17 þús. áhorfendur sá leikmenn liðsins tryggja sér farseðilinn tilGautaborgarígærkvöldi. -SOS KR-lngar í undanúrslit — en leik Reynis og Þór Ve. varfrestað KR-ingar tryggðu sér rétt tU að leika í undanúrslitum bikarkeppninnar í hand- knattleik þegar þeir unnu stórsigur 35—22 yfir Þrótti í LaugardaishöUinni í gær- kvöldi. Anders-Dahl Nielsen skoraði sjö mörk fyrir \ esturbæjarliðið en Stefán HaUdórsson var markahæstur með 9 mörk. Konráö Jónsson skoraði sex mörk fyrir Þrótt og Páll Ölafsson f jögur. Reynir átti að fá Þór frá Vestmannaeyj- um í heimsókn í gærkvöldi til Sangeröis en þar sem ekki var flogiö frá Eyjum varð ekkertafleiknum. I kvöld verða leiknir tveir leikir í 8-liða úrslitunum. Vikingar leika gegn KA frá Akureyri kl. 20 í Laugardalshöllinni og strax á eftir leika Fram og Valur. Það gæti þó farið svo að af leik Víkings og KA verði ekki þar sem óvíst er að flogið verði til Akureyrarídag. -SOS Spánski lands- liðshópurinn — sem mætir írum í EM Miguel Munoz, landsliðseinvaldur Spán- verja, valdi í gær 16 manna landsliöshóp sinn sem mætir írum í Zaragoza í Evrópu- keppni landsliða 27. aprU. Landsliðshópur- inn er þannig skipaður: • Markverðir: Luis Arconada, Real Sociedad, og Francisco Buyo, Sevilla. • Varnarleikmenn: Juan Jose, Fran- cisco Bonet og Jose Camacho frá Real Madrid, Antonio Maceda, Sporting Gijon, Antonio Goikoechea, Athletic BUbao og Jose Nimo, Sevilla. • MiðvallarspUarar: Victor Munoz, Barcelona, Rafael GordUlo, Real Betis, Juan Senor, Real Zaragoza og Ricardo GaUego, Real Madrid. • Sóknarleikmcnn: Marcos Alonso og Francisco Carrasco frá Barcelona, Carlos SantiUana, Real Madrid og HipoUto Rinc- on.Real Betis. Eins og menn vita þá leika Islendingar gegn Spánverjum 29. mai i Reykjavík.-SOS GóðursigurLaval Karl Þórðarson og félagar hans hjá Lav- al unnu sigur, 1—0, yfir París St. Germain í frönsku 1. deUdarkeppninni f gærkvöldi. Teitur Þórðarson og félagar hans hjá Lens gerðu jafntefli, 0—0, gegn Auxerre á úti- velli. Nantes tapaði óvænt í Rouen, 0—1, en félagið er þó enn langefst — meö 48 stig. Bordeaux er með 42 stig eftir 32 umferðir. Laval og Lens eru með 36 stig og eru í fimmta og sjötta sæti. -SOS íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir ft Þeir hafa undirbúið afmælishátíð Víkings. Frá vinstri Sveinn Grétar Jónsson, formaður Vikings, Þorlákur Þórðarson, Freyr Bjartmarz, Sigtryggur Sigtryggsson, Anton Örn Kærnested og Agúst Ingi Jónsson, ritstjóri afmælisbókarinnar. DV-mynd Friðþjófur. Knattspyrnufélagið Víkingur 75 ára á morgun, 21. apríl: Of lugt félag í stöðug Knattspyrnufélagið Víkingur, eitt öflugasta, ef ekki mesta íþróttafélag íslands nú, verður 75 ára á morgun, sumardaginn fyrsta, 21. aprU. Sigur- ganga félagsins undanfarin ár hefur verið mikil og meistaratitlarnir hlaðist upp í mörgum íþróttagreinum, ekki að- eins handknattleik og knattspyrnu. Margt hefur drifið á daga Víkings: síðan félagið var stofnað í geymsluplássi í kjaUara við Túngötu 21. aprU 1908 — drengjafélag í miðbæ Reykjavíkur og það tapaði ekki Ieik fyrstu 10 starfsárin. En það hafa skipst á skin og skúrir hjá félaginu og oftar en einu sinni hefur það verið við að logn- ast út af. En þáttaskU urðu þegar félagiö flutti starfsemi sína í Bústaöa- og Smá- íbúðahverfið 1953. Þaö tók nokkur ár að festa rætur þar en flutningur í þetta barnflesta hverfi Reykjavíkur átti eftir að gefa ríkulega uppskeru. Forráðamenn Víkings efndu nýlega tU blaðamannafundar vegna af- mælisins. Formaður Víkings, Sveinn G. Jónsson, rakti sögu Víkings. Margt verður gert vegna afmælisins og á morgun kemur út saga Víkings í 75 ár, Afram Víkingur, sem Ágúst I. Jónsson blaöamaöur hefur skráð en Anton Kærnested hefur séð um útgáfuna. Bókin verður til að byrja með seld í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Sigtryggur Sigtryggsson, formaður fulltrúaráðs Víkings, er formaður sér- stakrar afmælisnefndar sem unnið hef- ur mikið starf tU að minnast þessara merku tímamóta í sögu Víkings. Aðrir í afmælisnefndinni eru Þorlákur Þóröarson, fyrrum formaður Víkings, og Freyr Bjartmarz. Um 2000 manns iöka nú íþróttir innan Víkings en Vikingar eru að sjálfsögðu mun fleiri. Gífurleg vinna liggur að baki því æskulýðs- og íþróttastarfi sem þar er unniö. Kostnaður við rekstur félagsins og deilda þess var í fyrra sex miUjónir króna. Aðalstöðvar Víkings eru við Hæðargarð, félagsheimiU og veUir, en Víkingur er einnig með svæði innarlega í Fossvogi, þar sem hafnar eru framkvæmdir. Þar verður gras- völlur með áhorfendasvæðum, einnig malarvöUur, tennisveUir og fleira. Hér á eftir verður stiklað á stóru úr sögu Víkings og starfsemi félagsins nú. Stofnun Víkings Knattspyrnufélagið Víkingur var stofnað 21. aprU 1908 af þeim Axel Andréssyni, Emil Thoroddsen, Davíð Jóhannessyni, PáU Andréssyni og Þórði Albertssyni. Stofnfundurinn var haldinn að Túngötu 12 og mættu alls 32 drengir á fundinn, flestir á aldrinum 8—12 ára. Axel Andrésson var aðal- hvatamaðurinn aö stofnun félagsins og fyrsti formaður þess. Eins og nafniö bendir tU, var knatt- spyman sú íþróttagrein, sem Víkingar iðkuðu og var svo fyrstu ártugina eða fram undir 1940, en þá var farið að stunda handknattleik og skíðaíþrótt- ina innan félagsins. Fyrstu 10 árin tók Víkingur ekki þátt í íslandsmótinu í knattspymu en lék ýmsa vináttuleiki og leiki í opinberum mótum Fyrsti leikurinn í opinberu móti var gegn KR í júní 1914 og vann Víkingur, 2—1. Árið 1918 tók Víkingur í fyrsta skipti þátt í Islandsmóti. Árið 1920 varð Víkingur Islands- meistari í fyrsta skipti. Félagið hlaut 4 stig, KR 2 stig og Fram ekkert. Víkingur vann KR, 5—2, og Fram, 4— 3. Aftur varð Víkingur Islandsmeistari 1924 en þá kepptu fjögur lið um titUinn, Víkingur hlaut 6 stig, Fram 4 og KR og Valureitt stighvortfélag. Gengi félagsins var allgott í Islandsmótinu fram tU ársins 1928, en Everton veitti Liverpool aðstoð Leikmenn Everton veittu nágrönn- um sínum hjá Liverpool gleðifréttir frá Goodison Park í gærkvöldi þegar þeir lögðu Manchester United þar að veUi, 2—0. Leikmenn Liverpool þurfa nú að- eins eitt stig tU að Englandsmelstara- titUlinn sé í höfn — fjórtándi titUl fé- lagsins og sá sjötti á síðustu átta ámm. Þó að United vinni aUa sjö leiki sína og Sunnudags- landsleikur íWales Fyrsti knattspymulandsleikurinn sem leikinn er á sunnudegi á Bret- landseyjum fer fram 12. júní í sumar en þá leikur Wales gegn BrasUíu. Þetta er eini dagurinn sem BrasUíumenn höfðu aflögu 1 Evrópuferð sinni en þeir leika gegn Portúgal 9. júní og halda þaðan tU Wales. -SOS með því að vinna United 2:0 Liverpool tapi sínum fimm sem félagið á eftir getur United aðeins náð Liver- pool að stigum — 81 stig. Markatala leikmanna Liverpool er svo miklu betri en United, munurinn 37 mörk, að það yrði algjört kraftaverk ef Liverpool missti af titlinum. Leikmenn Everton græddu á því að pressan var mikU á United, sem réð að mestu gangi leiksins, en „Rauðu djöfl- amir” náðu ekki að skora. Everton skoraði sitt fyrsta mark á 64. mín. Þá átti Graeme Sharp skot að marki Unit- ed þar sem írski táningurinn Paul Mc- Grath var og var hann fyrir þeirri óheppni að senda knöttinn í eigið net. Sjö mínútum síðar gerði svo Adrian Heath út um leikinn og skoraði annaö mark Everton, 2—0. Brighton er komið í alvarlega faU- hættu — félagið varð að sætta sig við jafntefli gegn Sunderland á Roger Park. Gordon Smith skoraði fyrir Brighton með þrumuskoti eftir aðeins 27 sekúndur en það dugði ekki. Nick Pickering jafnaði fyrir Sunderland á 38. mín. UrsUt urðu annars þessi í ensku knattspymunni í gærkvöldi: 1. DEILD: AstonVUla-W.B.A. 1-0 Everton—Man. Utd. 2-0 Sunderland—Brighton 1-1 2. DEILD: FuUiam—Bamsley 1-0 Sheff. Wed.—Q.P.R. 0-í Þama unnu Lundúnaliðin góða sigra sem færir þau nær 1. deildinni. 3. DEILD: Plymouth—Wigan 0-2 4. DEILD: Northampton—Rochdale 1-1 Swindon—Blackpool 3-3 Wimbledon—Crewe 3-2 York-Hull 1-0 -SOS Gordon Smltb skoraði eftir aðeins 27 sek. en það dugði Brfgbton ekki. Sighvatur íFylki Fylkir hefur fengið góðan liðsstyrk. Sighvatur Bjarnason frá Vestmanna- eyjum, sem leikiö hefur með ÍBV, Fram og Val, tUkynnti á mánudag félagaskipti úr Val í Fylki. -hsím. íþróttir íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.