Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 8
8 Útlönd Útlönd DV. MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 1983. Utlönd Utlönd Óttast aö fjöldi sé enn grafinn í sprengjurústunum Björgunarsveitirhalda áfram aðgrafa í rústum bandaríska sendiráösins í Beirút eftir sprenginguna í fyrradag en 29 manna er enn saknaö. Grunur leikur nú á því aö þeir sem sprengingunni ollu hafi farist í henni sjálfir en alls er taliö aö yfir 60 manns hafifaristíhenni. Eftir tveggja daga rannsókn liggur ekkert fyrir um hverjir ábyrgö beri á þessari árás, utan ein nafnlaus sím- hringing þar sem verkin var lýst á hendur róttækum samtökum sem kalla sig Islamic Jihad (heilagt stríö). Ovíst þykir hversu mikið mark er á slíku takandi. Taliö er aö sprengjunni hafi veriö komiö fyrir í bifreið og henni hafi síðan veriö ekiö á framdyr sendiráðsins. Meö þeim hætti hefur ekillinn fórnaö eigin lífi til verksins. Sendiráösbyggingin var sjö hæöa hús og hrundi framhlið þess öll. Inni í því var matsala sem var þéttsetin þeg- ar sprengingin varð, sem var á mat- málstíma. Bandaríkjastjórn hefur ítrekað aö hún muni ekki láta þessa árás fæla sig frá frekari tilraunum til þess aö koma á friöi í Austurlöndum nær eöa hafa milligöngu um samninga varöandi brottflutning erlends herliðs úr Líbanon. Afurðaverð til bænda vefjast fyrir ráðherrum EBE Landbúnaöarráöherrar hafa setiö í maraþonviðræöum um hugsanlegar verðhækkanir á afuröum átta milljóna bænda, en hlé var gert á viöræðum í gærkvöldi, eftiraðtilraun V-Þjóðverja til þess að jafna ágreininginn fór út um þúfur. Aðalklofningurinn ríkir milli V- Þjóöverja og Frakka út af sköttum og niöurgreiöslum á landbúnaðarafurð- um í innbyrðis viðskiptum EBE-land- anna. Sá ágreiningur stendur einnig um gengisskráningu gjaldmiðla aöild- arríkjanna annars vegar og hins vegar „græna pappírsmarksins”, sem greiöslur til bænda eru miöaðar viö. Þetta græna mark er 13% lægra en v- þýska markiö. Frakkar telja þennan mun bitna ósanngjamt á frönskum bændum og útflutningi þeirra sem skattlagöur er viö þýsku landamærin. Þjóöverjar höfnuöu þó kröfum Frakka um nýja skráningu gengis græna marksins til þess aö mjókka þetta bil. Segja þeir aö slík breyting jafngildi lækkun á afuröaveröi til bænda. Lögö hefur verið til 4 J2 % meöalhækk- un á landbúnaðarafurðum og viija Þjóöverjar sem minnst út frá því breyta. Hækkun á mjólkurafuröum og höfrum á þó ekki aö nema meiru en 2,3 og 3% vegna mikilla umframbirgða og offramleiðslu. Leita að leif um 23 fórnardýra fjölda- morðingja Lögreglan í New York hefur grafið upp lík tveggja kvenna í húsagarði í Staten Island en segist leita enn jaröneskra leifa 23 fórnarlamba fjölda- morðingja. Líkin fundust fyrir tilvísun dæmds moröingja, Richard Biegenwald (42 ára). Þau voru grafin í plastpokum í garöi móöur hans, sem býr afskekkt í New York Borough. — Húsiö var mannlaust þegar lögregluna bar að og er ekki ljóst hvort búiö er í því. Biegenwald hefur veriö ákæröur íNewYork fyrir morð á 18 ára stúlku sem fannst grafin í bænum Ocean í Monmouth. Lögreglan telur að hún hafi veriö drep- in af manni sem „fann nautn í þvi aö horfa á fómardýr sín deyja”. Biegenwald þessi hefur veriö ýmist innan eöa utan fangelsismúra síöan hann var 18 ára gamall og hefur af- plánað 18 ár af lífstíðardómi sem hann hlaut fyrir morö á saksóknara í Bayonne 1958 en var látinn laus 1976. Bjó hann þá í húsi móður sinnar þar til ífyrra. Á svínabúi f sveitasælunni bjá EBE og unnið að ostagerð í einu mjókurbúinu en offramleiösla er á mjólkurvörum. KÆRUR VEGNA SJÁLFSMORDA Yfirsaksóknari bresku krúnunnar hóf í gær málsókn á hendur félagsskap sem kennir sig viö líknarmorð, Euthanasia society, fyrir útgáfu á bæklingi þar sem ýmsar aögerðir til sjálfsmorða eru kynntar. Talsmenn fé- lagsskaparins segja aö bæklingurinn sé aðeins gefinn út fyrir félaga og ekki til sölu til almennings. Samkvæmt breskum lögum liggur allt að fjórtán ára fangelsi viö því aö aðstoöa fólk viö sjálfsmorð. Talsmaöur saksóknaraembættisins í Bretlandi sagöi aö lögregluyfirvöld heföu tengt a.m.k. 15 sjálfsmorð á Bretlandseyjum viö útgáfu bæklings- ins, sem kom út fyrir átján mánuðum. Formálsorö að bæklingnum voru rituö af Arthur Koestler rithöfundi, sem framdi fyrir skömmu sjálfsmorö ásamtkonusinni. I yfirlýsingu frá Euthanasia samtök- unum segir aö markmiö þeirra sé að fá lögum breytt svo f ólk sem á viö ólækn- andi sjúkdóma að stríða, eöa er svo illa fariö að það getur ekki lifað eölilegu lífi, geti framiö sjálfsmorð ef þaö óskarþess. Gaddafihardur íhomaðtaka Réttarhöldyfir borgarskæru- liðum Rúmlega sextíu meölimir Rauöu herdeildanna á Italíu voru færöir fyrir rétt í gær og kæröir fyrir 10 morð sem framin voru í Torino á árunum 1973 til 1980. Meðal hinna ákæröu eru nokkrir f élagar í Rauðu herdeildunum sem þegar hafa ver- iö dæmdir í 32 ára fangelsi fyrir morðið á Aldo Moro, fyrrum for- sætisráöherra Italíu, í Róm 1978. Þegar eru í gangi svipuð réttar- höld í Mílano, Bologna, Genúa og Róm. Glæpamaður myrtur I gær var borinn til grafar Edgar Zemour, valdamesti foringi í undir- heimum Parísar, sem kallaði sig Napóleon franskra undirheima. Jarðarför hans þótti tiltölulega lát- laus, miðað viö siövenjur glæpa- manna. Flestir þeir sem fylgdu honum til grafar voru ættingjar hans en hann var grafinn viö hlið tveggja bræðra sinna, sem báöir voru myrtir. Zemour var myrtur af leigu- morðingja í Miami í Bandaríkjun- um í síðustu viku. Taliö er aö morö- iö standi í sambandi viö tilraunir hans til þess aö ná undir sig hluta af hinum gróðavænlegu spilavít- um, sem finnast víðs vegar viö Karabíska hafiö. Þau eru flest í eigu Mafíunnar. Mannræningjar skilabömum Talsmaður skæruliöahreyfingar- innar Unita í Angóla tilkynnti í gær aö rúmlega tuttugu böm, tékknesk og portúgölsk, sem skæruliöar hreyfingarinnar námu á brott fyrir fimm vikum, yröu látin laus. Börn- in voru meðal rúmlega 80 fanga sem teknir voru í árás Unita-hreyf- ingarinnar á iðjuver viö Alto Catumbela í Angóla. Talsmaður skæruliöahreyfingar- innar sagöi að flestir fanganna væru viö góöa heilsu en sumir heföu átt viö sjúkdóma aö stríöa og aö þeir fengju þá umönnun sem hægt væri. Atvinnuástand íÞýskalandi Vinnumálastofnun V-Þýskalands spáir því að atvinnulausum þar í landi fækki um hálfa milljón fram að september en fjöldi atvinnu- lausra er nú 2,39 milljónir. Tals- maður stofnunarinnar sagði aö at- vinnulausum myndi fækka stööugt fram á haustið en búist væri við að þeim færi fjölgandi þegar nær liöi áramótum. Forstööumaður stofnunarinnar, Josef Stingl, sagði fyrr í þessum mánuöi aö rekja mætti fækkun at- vinnulausra til árstíöabundinna sveiflna en tölur sýndu enn aö at- vinnuleysi myndi aukast í framtíð- inni. Lögðustgegn frekari hemaðaraðstoð Utanríkisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur lagst gegn beiöni Reaganstjómarinnar um 50 milljón dollara frekari f járveitingu til hernaöaraöstoöar viö E1 Salva- dor. Sömuleiöis breytingartillögu um 25 milljón dollara fjárveitingu til þjálfunar stjórnarhermanna. Nefndin samþykkti hins vegar beiðni um 140 milljón dollara efna- hagsaöstoö viö E1 Salvador og verður máliö nú sent til afgreiöslu þingdeildarinnar, þar sem kann aö verða gerð tilraun til þess að koma í gegn tillögunni um frekari hernaöaraðstoð viö E1 Salvador. Átta V-Þjóöverjar, sem hurfu í Líbýu í síöustu viku, hafa verið handteknir og ákærðir fyrir n jósnir í þágu Bandaríkjanna. Þaö er Jana, fréttastofa Líbýu, sem greinir frá þessu en allir þess- ir átta menn voru starfsmenn þýskra fyrirtækja sem hafa fram- kvæmdir meö höndum í Líbýu. Sendiráð Líbýu í Bonn bar á móti því í þýska sjónvarpinu í gærkvöldi aö þessar handtökur stæöu í tengsl- um viö réttarhöldin í V-Þýskalandi yfir tveim Líbýumönnum, sem sakaöir eru um aö hafa pyndað líbýska námsmenn, andstæöa Gaddafi-stjóminni. Gaddafi offursti smalar á einu bretti 8 Þjóöverjum fyrir rétt og sakar um njósnir, á meðan réttarhöld standa yfir í máli tveggja flugumanna hans í V- Evrópu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.