Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 20
20 DV. MIÐVKUDAGUR 20. APRIL1983. „ÞETTA er okkar stefna ...BETRILEIÐIR BJÓDAST’ Þá hefir framboöskynning allra stjórnmálaflokkanna farið fram í sjón- varpi, með margs konar tilbrigöum, eins og vænta mátti. Ekki er ég mikill sjónvarpsdýrkandi en af þessu hefði ég ógjarnan viljað missa, þó að ég sé reyndar alls ekki pólitískari en svo að ég ætla hreint ekki aö nota þetta litla brot atkvæðisréttar, sem mér er út- hlutað, þar sem þrátt fyrir ný framboð gat ekki komiö fram flokkur, sem vildi berjast fyrir jöfnum kosningarétti. Mér sýnist, að það sé algjört skilyrði fyrir mannsæmandi þjóðfélagi, að tak- ast megi að hrekja Alþingi út af þeirri illu braut að traðka á rétti mikils meiri hluta þjóðfélagsþegnanna, svo aö þing- menn geti óáreittir stundað blygðunar- lausar atkvæðaveiöar og mannrétt- indasölu. Eg er sannfærö um að hvort heldur er um að ræða gamla eöa nýja flokka, sem ekki treysta sér til að bera fram kröfu um jafnan kosningarétt, þá kem- ur það til af annarlegum sjónar- miöum. Þess vegna mun ég hvorki láta núverandi né væntanlega mannrétt- indasala fá mitt litla atkvæði. Trúarjátning Flokkakynningin var á vissan hátt býsna skrautleg og á köflum meö alveg sérstökum helgiblæ. Þar kenndi svo sannarlega margra grasa, fögur loforð og fyrirheit. .. Þetta er okkar stefna. . . Betri leiðir bjóðast og þar fram eftir götunum. Trúarjátningun- um rigndi yfir sviöið og það var sem loftið ómaði af englasöng. Kristindóm- urinn var einn af grundvallarþáttum stærsta stjórnmálaflokksins og þá var næststærsti flokkurinn ekki eftirbát- ur. .. Hallelújá. . . Þar hafði kristin- dómurinn líka algjöran forgang. Og ég hugsaöi nú sí sona; Guð í himnum, ef hann Geir og hann Oli Jó skyldu nú aft- Aðalheiður Jónsdóttir ur komast í eina sæng. Skyldi það ekki verða fyrirboði guðsríkis á jörðu eða í það minnsta á Islandi. POLITIKUSAR AD RAÐA OLLU UTSENDU EFNI? Á ísland að verða eitt vestrænna landa með einokun ríkis á útsendingum um alla framtíð? SEGIR PÚ NEI? Viltu þá ekki líka skrifa nei? Ahugamenn um frelsi í qðlmiðlun safna nú undirskriítum að mótmælum í landinu. Þér, sem öllum öðrum 16 ára og eldri er boðið að rita undir svohljóðandi yíirlýsingu: V16 undlrrituð skorum á þlngmenn að setja nú þegar ný útvarpslög, sem veiti auklð trelsi tll útvarps og sjónvarps. Pé mótmælnm vib jatntramt þeirrl atlögu að tækniþróun er telst í kæru Ríklaútvarps og Ríklssaksóknara á hendur kapalsjónvarpi sem orðið erhetðbundlðvíðsvegarumland. Tið væntum góðra undirtekta þegar til þin og þinna verður leitað. Jafnframt bendum við á að viljir þú veita söfnun undirskrifta lið þá hafðu samband við okkur í sima 12019. Ahugamenn um frelsi í fjölmiðlun En hver þremillinn var þetta? Var ekki kominn þarna einhver framboðs- kandidat, lofsyngjandi flokkinn sinn fyrir 200 milna fiskveiðilögsöguna? Var hann kannski að djóka, eins og krakkarnir segja, eða hafði hann aldrei heyrt talað um stjórnmálaflokk- ana tvo, sem gerðu samning við Breta, þess efnis að Islendingar mættu ekki færa fiskveiðilögsöguna út fyrir 12 Sagt var hér fyrir nokkru, aö á framboðsfundi einhvers staðar úti á landi hefði einn af kandidötum Fram- sóknarflokksins látið svo um mælt að Alusuisse kæmi hér mikið við sögu í kosningabaráttunni og jafnvel eins og honum kæmi á óvart eða geðjaðist ekki að hversu mikið valdsvið þess væri orðið. Skyldi hann annars ekki hafa minnst á aö dr. Paul Miiller hafi komið mílur, nema með leyfi Breta eða ef kæmi til ágreinings skyldi Alþjóðadóm- stóllinn dæma í málinu? Veit hann kannski ekki, að annar þessi flokkur er 'flokkurinn hans? Ekki ætla ég að fara að rekja þennan raunalega stjórn- málaferil frekar. . . Hitt er annað mál að ég vildi mega ráðleggja þessum unga stjórnmálamanni að kynna sér vel alla þessa sögu, svo og allar aðrar samningagerðir við erlenda aðila. Kannski veit þessi væntanlegi þing- maður ekki heldur, að þetta eru sömu flokkarnir, sem gerðu hinn fræga ál- samning, og sem vilja nú, að Alusuisse ráði feröinni í samningamálunum. En það er ég viss um, að hvað sem hann veit eða veit ekki, þá mun þessi upp- rennandi stjarna vilja hafa það, sem sannara reynist, minnugur þess að kristindómurinn er einn af grund- vallarþáttum flokks hans. .. Eða var ekki á þá leið orðanna hljóðan og varia trúi ég því, að hann vilji að þetta séu aöeins „orð, orð innantóm. . ” Þess vegna veit ég, að hann mun bæði biðja fyrir þeim, sem þarna urðu á ljót mis- tök og gera sér grein fyrir því, aö til þess eru vítin að varast þau. hingað til lands í vetur og tekið flokks- bróður hans í hjarta- og nýmarann- sókn ásamt flokksformönnum tveggja annarra stjórnmálaflokka eða skyldi hann hafa gleymt þessu öllu? Og hefur hann ef til vill gleymt hver lét flokks- bróður hans hlaupast út úr álviðræðu- nefnd? I lokin vil ég svo aöeins minnast sér- staklega á kynningu Framsóknar- flokksins í sjónvarpinu. Hún verð- skuldar það svo sannarlega. Hátt yfir öUu öðru gnæfir Hallgrímskirkja. Vafalaust sem tákn hins kristilega flokks, er á þá hugsjón æðsta að efla kristindóminn. Mér fannst aðeins til- finnanlega vanta að utanríkisráðherra hefði getað komið herstöðinni á Mið- nesheiði fyrir við hlið hennar. En hvað um það, tilkomumikil var sýning- in Þrátt fyrir allt... Því sat ekki utan- ríkisráðherra þarna umvafinn ein- hvers konar slikju? Og var hann ekki áreiðanlega með geislabaug um höfuðið eða var það kannski álhring- ur? Meðan ég horfði hugfangin á fyrir- bærið heyri ég hann í sífellu tauta fyrir munni sér: f g er villurúfandi veraldarsnauður og vandamál. I Helguvík brölti ég hokinn og blauður. Ég er hernumin sál. ,,Ég krýp ekki fgrir kommunum hér né kinnina býð. ” Ég veit hver minn herra og hásbóndi er. Fyrir honum ég skríd. Ég skríd fyrir hinu vestrœna valdi. Og vígamóð. Ég er borin tilþess að brjóta niður barnunga þjóð. Aðalheiður Jónsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.