Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 25
DV. MIÐVKUDAGUR 20. APRIL1983. 25 óttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Viðarfer j ekkiáEM j ÍParís Júdókappinn kunni, Viðar I Guðjohnsen úr Ármanni, getur I ekki keppt á Evrópumeistaramót- I inu í júdó sem fer fram í París í * apríl. Viðar varð fyrir því óhappi I að meiðast i keppni á sunnudaginn, enhannfórúrliðiáolnboga. I -SOSj Pétur eerir bað miðvallarspilari —og hef ur f engið mjög góða dóma f Belgíu Pétur Pétursson átti stórleik með Antwerpen gegn Beerchot á dögunum, eins og hefur komið fram hér í DV. Við höfum nú fengið nokkrar blaðaúrklippur frá Belgíu þar sem farið er lofsamleg- um orðum um Pétur sem var maður leiksins og valinn í lið vikunnar. Eitt blaðanna sagði að Pétur befði leikið eins og hann gerði best með Feyennord. í viðtali sagði Pétur að leikmenn Antwerpen myndu að sjálf- ri sókn upp frá því fór að halla undan fæti og má nefna sem dæmi, að liðiö lék 5 islandsmót í röð án þess að fá stig. Þáttaskil er félagið flytur Þáttaskil verða er félagið flytur starfsemi sina í Bústaða- og Smáíbúða- hverf ið árið 1953. Félagið hafði f ram til þessa verið miðbæjarfélag, en flutti nú í bamflesta hverfi borgarinnar, sem var óðum aö byggjast. Sótt var um leyfi fyrir félagssvæði 1952 og fékk Víkingur úthlutað núverandi svæöi viö Hæðargarð. Axel Andrésson tók fyrstu skóflustunguna að nýju félagsheimili 3.septemberl953. Með tilkomu félagsheimilis og í- þróttavalla kom nýtt blóð í félagiö. Fljótlega eignaðist Víkingur sterka yngri flokka sem unnu mörg tslands- mót. Árið 1969 vannst fyrsti bikarinn í háa herrans tíð í meistaraflokki, er Víkingur vann 2. deildina og árið 1971 vann félagið Bikarkeppni KSt. Fast sæti í 1. deild náöist 1974 og Reykja- víkurmótið vannst sama ár. Sumarið 1981 rættist hinn langþráði draumur, Víkingur varð Islandsmeistari í knatt- spymu á ný, eftir 57 ára hlé. I fyrra varði félagið tslandsmeistaratitilinn. Handknattleikur Byrjað var að iöka handknattleik í Víkingi 1938 og var mikill kraftur í starfinu til að byrja með. Til dæmis sá Víkingur um fyrsta tslandsmótið 1939, í samvinnu við Val. Árið 1946 vannst fyrsti Islandsmeistaratitillinn og var það í 2. flokki. Víkingur varð Islands- meistari í mfl. í fyrsta skipti 1975 og síðan hefur félagiö verið í fremstu röð. Það hefur orðið Islandsmeistari fjögur síðustu árin. Bikarmeistari varð Víkingur 1978 og 1979 og Reykjavíkur- meistari f jögur síðustu árin. Skíðaiðkun Skíðaiðkun hófst hjá félaginu um 1940. Skíðaskáli var reistur í Sleggjubeinsskarði á tiltölulega stutt- um tíma og var hann afhentur félaginu sem skuldlaus eign 1944. Skíðaskálinn var vinsæll af Víkingum og mikið notaður allt þar til hann brann til kaldra kola á páskum 1964. Þegar í stað var hafist handa viö að reisa nýjan skála og var hann tekinn í notkun árið 1972. Fjórar nýjar deildir stofnaðar Árið 1973 vom fjórar nýjar deildir stofnaðar í félaginu, borðtennis-, badminton-, blak- og kvennadeild og eiga þær 10 ára afmæli um þessar mundir. Stjórn f élagsins Núverandi stjóm Víkings skipa: Sveinn Grétar Jónsson formaður, Sigurður Bjamarson varaformaður, Guðmundur Rúnar Oskarsson gjald- keri, Þórhildur Gunnarsdóttir ritari og meðstjórnendur eru Sigfús öm Sigur- hjartarson, Guðmundur Tómas Gísla- son, Þórir Gunnarsson og Bjami P. Magnússon. Formenn deilda em þessir: Knatt- spymudeild: Eiríkur Þorkelsson. Handknattleiksdeild: Þórður Þórðar- son. Skíðadeild; Kristbjörg Þórðar- dóttir. Borðtennisdeild: Gunnar Jónas- son. Badmintondeild: Magnús Jóns- son. Blakdeild: Sunneva Jónsdóttir. Kvennadeild: Halldóra Þ. Olafsdóttir. Fulltrúaráð: Sigtr. Sigtryggsson. Formenn Víkings hafa verið þessir frá upphafi: Axel Andrésson, Öskar Norðmann, Helgi Eiríksson, Magnús Brynjólfsson, Halldór Sigurbjörnsson, Tómas Pétursson, Guðjón Einarsson, Gunnar Hannesson, Þorbjörn Þórðar- son, Ölafur Jónsson (Flosa), Gísli Sigurbjörnsson, Brandur Brynjólfs- son, Þorlákur Þórðarson, Ingvar N. Pálsson, Haukur Eyjólfsson, Gunnar Már Pétursson, Pétur Bjamason, Jón Aðalsteinn Jónasson, Anton öm Kærnested og Sveinn G. Jónsson. Núlifandi heiðursfélagar em tveir, Guðjón Einarsson og Olafur Jónsson (Flosa). sögðu stefna að því að tryggja sér meistaratitilinn í Belgíu. — Það verður ekkert gefið eftir i keppninni viö And- erlecht og Standard Liege, sagöi Pétur. — Pétur sagði að ef meistaratitillinn næðist ekki, þá væri UEFA-sæti til að vinna að. Við ætium okkur að vera með í Evrópukeppninni í knattspyrnu næsta keppnistimabil, sagði Pétur. Pétur hefur leikið sem miðvallar- spilari hjá Antwerpen að undanförnu, en liðið leikur leikaðferðina 4—4—2. - -SOS. Pétur sést hér skora sigurmark, 1—0, Ántwerpen gegn Beerschot. Stjörnuflóð hjá Bjarna Fel. — sem sýniralla bestu körfuknattleiksmenn Bandaríkjanna „All-Star” í leik á laugardaginn íslenska sjónvarpið hefur fengið myndband frá Bandaríkjunum sem hefur að geyma einhvem frá- bærasta körfuknattleiksleik sem hefur farið þar fram lengi. Það er „All-Star”-leikurinn þar sem bestu körfuknattleiksmenn austur- strandarinnar mæta þeim bestu á vesturströndinni og er þvi valinn maður í hverju rúmi. Þetta er gífurlega mikill sýningarleikur þar sem allir leikmenn beggja liða keppa um nafnbótina „besti körfu- knattleiksmaður Bandarikjanna”. Það er því hamagangur í öskjunni því að allir vilja nafn- bótina og gera allt til að þeir verði útnefndir. Þeir fara á kostum og sýna allar sínar bestu hliðar í göldrum körfuknattleiksins. Þetta er leikur sem enginn íþrótta- unnandi má missa af. Sýningin hefst kl. 16.00 á laugardaginn í sjónvarpinu. -sos. ^ acui diiii leuvmemi i/eggja uua -ouo. Sjö júdómenn eru á förum til Parísar — þar sem þeir taka þátt í EM og verða síðan í tíu daga æf ingabúðum Sjö af sterkustu júdómönnum landsins eru nú á förum til Parísar, þar sem þeir taka þátt í Evrópumeistaramótinu í júdó 12. apríl og eftir EM verða þeir í 10 daga í æfingabúðum i París, sem er fyrsti undirbúuingur þeirra fyrir OL1984. Þeir sem keppa á EM eru Bjarni Ág. | Friðriksson, Ármanni, Halldór Guðbjörnsson, JFR, Kristján Valdimarsson, Ármanni, Ómar Sigurðsson, Keflavík og Kolbeinn Gíslason, Ármanni. Þá fara tveir aðrir júdómenn til Parísar og verða i æfingabúðunum. Það eru þeir Sigurður Hauksson frá Keflavik og Niels Hermannsson úr Ármanni. -SOS Ray Wilkins. Wilkins aftur ílandsliðs- hóp Englands Bobby Robson, landsliöseinvaldur Englands, hefur að nýju valið Ray Wilkins frá Manchester United í landsliðshóp sinn en Wilkins missti sætið sitt í landsliði Englands stuttu eftir að hann var fyrirliði liðsins gegn Dönum i Kaupmannahöfn — eða eftir að hann meiddist á auga. Ástæðan fyrir því að Wilkins er aftur kominn í liðið er sú að Glenn Hoddle hjá Tottenham og Graham Rix f rá Arsenal eru dottnir út úr landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi í Evrópukeppni landsliða á Wembley 27.apríl. Robson hefur valiö að nýju Russell Osmann, miðvörð hjá Ipswich, í landsliðs- hópinn þar sem Alvin Martin hjá West Ham á við smávægileg meiðsli að stríða og óvíst er aö hann geti verið með gegn Ung- verjalandi. -SOS Landsliðshópur Bobby Robson Bobby Robson, landsliðseinvaldur Englands, hefur valið 22 manna landsliðs- hóp fyrir laudsleik Englendinga gegn Ung- verjum á Wembley 27. apríl og er hópurinn þannig skipaður: • Markverðir: Peter Shilton, Southampton og Ray Clemence, Tottenham. • Varnarleikmenn: Kenny Sansom, Arsenal, Phil Neal, Liverpool, Alvin Martin, West Ham, Terry Butcher, Ipswich, Russel Osmann, Ipswich, Derek Statham, WBA og Mike Duxbury, Man. Utd. • Miðvallarspilarar: Gary Mabbutt, Tottenham, Sammy Lee, Liverpool, Ricky Hill, Luton, Gordon Cowans, Aston Villa, Alan Devenshire, West Ham, Bryan Robson, Man. Utd, og Ray Wilkins, Man. Utd. • Sóknarleikmenn: Tony Woodcock, Arsenal, Trevor Francis, Samdoria, Luther Blissett, Watford, Paul Mariner, Ipswich, Mark Chamberlain og Tony Morley, Aston V illa. -sos Sandy Clarke het ja Rangers — sem mætir Aberdeen í úrslitum skosku bikarkeppninnar Sandy Clark, fyrrum leikmaður West Ham, sem Glasgow Rangers keypti nýlega frá Lundúnafélaginu, var hetja Rangers gegn St. Mirren í undanúrslitaleik liðanna í skosku bikarkeppninni í gærkvöldi. 25 þús. áhorfendur sáu hann skora sigur- mark Rangers þegar aðeins tvær min. voru eftir af f ramlengdum leik liðanna. Þar með voru leikmenn Rangers búnir að tryggja sér farseöilinn á Hampden Park áttunda árið í röð. Þcir mæta Aber- deen en það voro einmitt leikmenn Aber- deen sem unnu bikarinn sl. ár — unnu Rangers í úrslitaleik 4—1. -SOS fþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.