Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR20. APRlL 1983. Utankjörstaðakosningar Stuðningsmenn Alþýðubandalagsins athugið: • Kjósið strax, ef þið verðið að heiman á kjördag. • Látið okkur vita um stuðningsmenn meðal námsfólks, sjó- manna, ferðamanna, sjúklinga og annarra sem ekki verða heima á kjördag. • Hringið og leitið upplýsinga og við veitum aðstoð eftir föng-’ um. I Reykjavík er kosið í Miðbæjarskólanum alla virka daga og laugardaga kl. 10—12, kl. 14—18 og kl. 20—22, helgidaga kl. 14-18. UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA ALÞÝÐUBANDALAGSINS Hverfisgötu 105 — Símar 11432, 19792. 1 x 2-1x 2-1 x 2 32. leikvika — leikir 16. apríl 1983 Vinningsröð: 212 — 1x1— x 12 - 2 x x 1. vinningur: 11 réttir — kr. 45.700,- 68726(4/10) 95016(6/10) 100331(6/10) + 93415(6/10)+ 95154(6/10) 2. vinningur: 10 réttir — kr. 989.00 280 10395 48649 90275+ 93479+ 98108 100352+ 3142 10400 60486 92585 94133 98488+ 100849+ 3462 10697 63294+ 92597 94394+ 100234+ 100879+ 4139 13167 63295+ 93349+ 94581 + 100304+ 69337(2110) 4235 14472 64506 93389+ 95028 100313+ 69922(2110) 4473 18226 74717 93392+ 95053 100321 + 70170(2)10) 5623 19619 78109 93395+ 95055 100322+ 31. vika: 8559 20062 79083 93404+ 95153 100329+ 101293+ 9959+ 21367 79159 93445+ 95293 100330+ 101302 + 10065 43401 + 79778 93478+ 95499 100334+ Kærufrestur er til 9. maí kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá um- boðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða aö fram- vísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsing- ar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK íbaki og fótum?, Þaö þarí ekki aö vera alvarlegt, en líttu niöur og gáöu á hverju þú stendur. Já,. þaö er nefnilega ekki sama á hverju staðið er. Hörð — köld og blaut gólf geta valdið óþarfa óþægindum og verkjum í baki og fótum, ef staðið er lengi. PERSTORP gólfmottur eru tilvalin lausn á verkjum. Þægilegar — mjúkar en þó niðsterkar, framleiddar úr LD — Polyethylen i tveímur gerðum og stærðum og þremur litum. Auðvelt er að leggja þær t. d. i horn og kringum vélar og gott aö þrifa. Littu niöur og gáðu hvort ekki sé þar verk að vinna. Margt hefur veriö ritað og rætt síöustu dagana um framboösmál og má því vera aö veriö sé aö bera í bakkafullan lækinn aö stinga niöur penna um þessi efni nú. Tvennt knýr mig þó til aö gera svo, annars vegar nauösyn þess aö ítreka stefnumiö Kvennalistanna í þeim darraöardansi sem nú dunar meö þvílíkum skar- kala aö varla má greina oröaskil. Hins vegar blöskrar mér svo það viröingarleysi í garö kjósenda sem birtist í yfirstandandi umræðu um málefni lands og þjóöar aö ég fæ ekki oröa bundist. Stjórnmá/aumræðan I ræöu og riti standa framboösaöilar upp hver um annan þveran og kasta skít hver í annan, skætingur, útúrsnúningar og hroki viröast vera æöstu lögmál þess sem Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Ekki gefst hér færi til að reifa alla málaflokka og læt ég mér nægja aö taka dæmi af sviði efnahagsmála til aö skýra þennan meginþátt stefnu okkar. Ef við tökum stóriöju sem dæmi þá munum viö beita okkur gegn stóriöju vegna þess aö starfsskilyrði þeirra, sem við hana vinna, eru ómann- eskjuleg vegna þess að hún eyöilegg- ur og mengar náttúru lands okkar, vegna þess aö stóriðju fylgir byggöa- leg og félagsleg röskun sem hefur í för meö sér ómælda mannlega erfiö- leika og vegna þess aö stóriöja hefur aðeins upp á hlutfallslega fá atvinnu- tækifæri aö bjóöa. Stóriöja skilar okkur ekki heldur neinum efnisleg- um aröi, tap álversins á síðasta ári nam 684 milljónum íslenskra króna samkvæmt forstjóra þess fyrirtækis, Ragnari Halldórssyni, svo að dæmi AÐ HUISTA EFTIR _ ___ _ uu □GIN RODD kallaö er kosningabarátta. Þaö aö kynna kjósendum málefni framboðsaöila virðist snúast um þaö hver kemur besta högginu á hvern í siagnum, hver er roggnastur, hver veit allt best og hver getur best haft vit fyrir öðrum. Grein Margrétar Björnsdóttur í Dagblaöinu-Vísi 14. apríl síöastliðinn er ágætt dæmi um slíkan málflutning, þó engan veginn einstætt því af nógu er aö taka. Hvemig stendur á því að kjósendur láta bjóöa sér þetta? Málflutningur af þessu tagi er vanvirða viö dómgreind og tilfinningar kjósenda. Kjósendur hljóta aö eiga heimtingu á því aö vikurnar fýrir kosningar kynni framboðsaðilar stefnumið sín málefnalega en sláist ekki eins og ólmir hundar eða heyi einvígi sem óöir væru. I rauninni ætti aö vera algjör þögn um framboösmál í fjölmiðlum aUra síðustu dagana fyrir kjördag svo að kjósendur hafi frið til að velta málum fyrir sér og taka afstöðu. Vald fjölmiöla í stjómmálum hér á landi er mikið — án þess aö nokkur kæri sig um aö minnast á slíkt — og mér finnst það virðingarleysi viö skynsemi og rétt kjósenda til aö taka sjálfstæöa afstööu aö demba yfir þá áróðrinum fram á síðustu stundu. Ákvöröun útvarpsráðs aö halda framboösfund í sjónvarpssal kvöldiö fyrir kjördag er eitt dæmiö um slíkt viröingarleysi svo að ekki sé minnst á þá ákvörðun ráösins aö útiloka einn framboðslistann, Kvennalistann, frá þeirri umræðu fyrst hún á aö fara fram. Ákvarðanir útvarpsráös í þessum efnum em því dæmigerðar fyrir þaö virðingarleysi sem kjósendum í landinu er almennt sýnt. Við kvennalistakonur höfum ekki hætt okkur út á þann vígvöll sem stjórnmál hér á landi virðast vera til þess að berast þar á banaspjótum. Viö erum komnar út á völlinn vegna þess aö okkur eru málefnin kær og vegna þess aö viö viljum leggja okkar skerf af mörkum til þess aö réttlátara og betra mannlíf megi þrífast í þessu landi. Við þykjumst ekki hafa einu sönnu lausnina á öllum málum, viö þykjumst ekki vita allt heldur eöa vera til þess kjömar aö hafa vit fyrir öörum. Viö höfum ósköp einfaldlega ákveðin sjónarmið fram aö færa, sjónarmiö sem viö trúum aö geti nýst til að skapa hér betra og réttlátara samfélag og við höfum vilja og kjark til að vinna aö framkvæmd mála á þeim grundvelli. Stefnumið Kvennalista Á grundvelli sjónarmiöa okkar, sameiginlegrar reynslu allra kvenna, höfum við k vennalistakonur mótaö stefnu í öllum málaflokkum og sett fram í stefnuskrá. Stefna okkar er tvíþætt. Annars vegar leggjum viö áherslu á þau mál sem snerta konur og böm í þessu samfélagi sérstaklega. Á Alþingi Islendinga munum viö beita okkur fyrir gagngerðu endurmati á störfum kvenna, fyrir því að atvinnu- tækifæmm kvenna jafnt sem annarra fækki ekki í kjölfar nýrrar tækni heldur stuöla aö því að tækn- inni veröi beitt til þess að stytta vinnutímann almennt. Viö munum leggja ríka áherslu á að búa vel aö fullorðinsfræðslu sem er mikið hagsmunamál kvenna þar sem konur hafa yfirleitt notiö skemmri skólagöngu en karlar. I því tilliti er endurmenntun fyrir konur ekki hvaö síst mikilvæg til aö auövelda konum aö komast aftur út á vinnumarkað- inn eftir aö uppeldisstörfum heima fyrir lýkur. Við munum beita okkur fyrir því aö húsmóöurstörf veröi metin sem starfsreynsla þegar út á vinnumarkaöinn er komiö og taka lífeyris- og tryggingamál húsmæöra til gagngerðrar endur- skoöunar. Viö munum ennfremur beita okkur fyrir því aö komið verði á a.m.k. 6 mánaöa fæöingarorlofi fyrir allar konur og aö allar sitji þar viö sama borð, að séð verði fyrir dagvistar- rými fyrir öll böm þannig aö foreldrar geti sjálfir valiö hvort þeir hafi börn sín á dagheimilum en ekki ríkiö eins og nú er. Viö munum beita okkur fyrir því aö skóladagur bama á grunnskólastigi veröi samfelldur og aö almennur aöbúnaöur bama og unglinga í þessu samfélagi sé sem bestur því aö æska þessa lands, börnin okkar, er okkar dýrmætasti fjársjóöur, þau verðmæti sem af- koma þessarar þjóöar byggist endanlega á. Við munum á öllum sviðum gæta hagsmuna og réttinda kvenna og bama og reyna meö öllu móti aö búa þannig í haginn aö hver og ein kona hafi raunverulegt val um það hvernig hún ver starfsævi sinni. Hinn meginþátturinn í stefnu Kvennalistans er aö viö ákvaröana- töku í öllum málum veröi mannleg verömæti ávallt lögö til grundvallar. sé tekiö og varla getur þetta talist efnahagslega arðbært. Fyrir utan slíkan taprekstur er nær helmingur af erlendum skuldum þjóðarinnar tilkominn sökum stóriðju- og stór- virkjanaframkvæmda og þessi skuldabaggi teflir sjálfstæöi þjóðar- innar í tvísýnu. Horfum viö fram til þess tíma aö handhafar erlends fjármagns fari meö stjóm mála í þessulandi? Þetta eru ógnvekjandi staðreyndir og á þennan máta viljum viö kvennalistakonur ekki aö þjóöarheimiliö sé rekiö. Viö munum þess í staö beita okkur fyrir því aö nýta okkar eigin hráefni, fisk, landbúnaðarafuröir og annað þaö sem land okkar gefur af sér, fullvinna hér útflutningsvörur okkar, efla hér smáiðnað til innan- landsnota og vera sjálfum okkur nóg. Viö leggjum til grundvallar stefnu hinnar hagsýnu húsmóður sem lifir sem mest á eigin fram- leiöslu, nýtir þaö sem hún hefur, eyöir ekki um efni fram og reynir af fremsta megni aö búa heimilismönn- um sínum vistlegt og manneskjulegt heimili. Að h/usta Niðurstöður nýlegra skoöanakann- ana eru ákaflega gleðilegar hvaö varöar fylgi Kvennalistans. Viö fögnum hverju einasta atkvæöi því aö hvert atkvæöi er sigur fyrir mál- staö okkar. Þaö er öllu örðugra fyrir okkur kvennalistakonur en aöra framboðsaöila aö koma málefnum okkar á framfæri því aö viö höfum ekki á bak viö okkur neitt fjármagn, flokksmaskínu eöa fjölmiöil eins og þeir. Viö höfum aðeins okkur sjálfar, vinnusemi okkar, kjark og sannfæringu. Þess vegna er þaö einstaklega gleðilegt aö svona stór hluti kjósenda hafi heyrt raddir okkar í gegnum allan flokks- bardagahávaöann og veitt málstaö okkarstuðning. Eg vona að enn megi nema rödd okkar gegnum skylmingaglamriö og aö þú, kjósandi góður, hafir næöi til að hlusta eftir eigin rödd í öllum hávaðanum og ganga úr skugga um hvort þú finnir samhljóm í eigin brjósti. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. • „Hinn meginþátturinn í stefnu Kvennalistans er aö viö ákvarðanatöku í öllum málum verði mannleg verðmæti ávallt lögð til grundvallar... ”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.