Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 19
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL1983. 19 Menning Menning Leikfélag Keflavíkur. Bör Börson. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. I öllu skemmtiefnisflóöinu sem er nú á boðstólum og í miðjum kosningaslagnum, sýnir L.K. gamanleikinn Bör Börson, eftir norska höfundinn Johann Falkberg- et, í Félagsheimilinu Stapa í Njarðvík. Suðumesjamenn vilja sýnilega ekki aöeins vera þiggjendur í menningunni, helur líka gefendur þótt sú viðle i tni sé ekki ávallt metin aðverðleikum. Leikfélag Keflavíkur býr við erfiðar aðstæður með starfsemi sína, en lætur aldrei bugast. Fyrir 3—4 árum lögðu allt of margir af reynd- ari félögum þess árar í bát, en við tók ungt fólk reynslulítið. L.K. galt þess auðvitað mikið næstu árin á eftir, en með sýningunni á Bör Börson er félagið komið yfir þennan erfiða hjalla. Unga fólkiö hefur öðlast reynslu, orðið sviðsvant svo að sýningin er í heild sinni mjög góð. Vafaiaust á leikstjórinn, Sigrún Valbergsdóttir, sinn stóra þátt í vel heppnaðri sýningu og hefur greini- lega lagt mikla alúð í verkið, — hvergi kastað til höndunum—heldur leyst vandamáiin á hugvitsamlegan hátt því að Bör er hreint ekki svo auðveldur í uppsetningu, ef allt á að komast til skila á venjulegu leiksviði. Fóru sum atriðin fram framan við tjald og svið, áhorf- endum til óblandinnar ánæg ju. Bör Börson, spjátrungurinn á Öldustað, varð þekktur á meðal Is- lendinga þegar Helgi Hjörvar las söguna í útvarpið, á sinn snilldarlega hátt og enn eimir mikiö eftir af sög- unni hjá þeim sem hlýddu á þann lestur. Sú minning — og kvikmyndin, sem seinna var sýnd um Bör, kallaöi ósjálfrátt fram samanburð við sýninguna hjá L.K. og spillti framan af fyrir um hlutlægt mat á sýningunni eða á meðan verið var að átta sig á því að Bör þarf ekki endilega að vera bústinn og pattara- legur. Það sýna líka allir Börarnir sem eru til í vaxandi mæli í þjóð- félaginu, — hann getur alveg eins verið mjór og sprengilegur í vexti, eins og Jóhann Kjartansson sýndi fram á í hlutverk Börs. Túlkaði hann þennan hégómlega oflátung mjög skemmtilega og af miklu öryggi í sínu stærsta hlutverki til þessa. Að öðrum ólöstuðum skiluðu þau Þór Gils Helgason, sem lék gamla Bör og einnig Olsen prókúrista og Halla Sverrisdóttir í hlutverki Láru Isaksen, léttúðardrósarinnar, hlutverk- um sínum sénstaklega vel. Ámi Mar- geirsson hafði góð tök á hinum form- fasta O.G. Hansen sýsluskrifara, sem Leiklist Magnús Gíslason kunni vel að meta kvenlegan yndis- þokka. Fersku sveitastúlkuna, Jósefínu, sem Bör hafði rennt hýru auga til lék Sigrún Gunnarsdóttir af miklum inni- leik. Unnur Þórhallsdóttir fór vel með lítið hlutverk frk. Flinkel og Helga Gunnólfsdóttir var svo sannarlega „gerviprinsessu”leg sem barónsfrú von Rosenberg. I öðrum hlutverkum má nefna Jónatan Einarsson sem lék bæði Andrés í Þórsey og Mána með á- gætum, þótt nýliði sé. Oli í Fitjakoti, sá ísmeygilegi þorpari og hinn kaldrif j- aði Níels á Furuvöllum, voru nokkuö skýrar persónur í meðförum þeirra Gísla Gunnarssonar og Guðfinns Kristjánssonar, þótt gervið hafi kannski ekki verið eins og sagan var búin að greipa í huga manns. Aðrir sem fram komu, svo og allt hjálparlið, eiga þakkir skildar fyrir frammistöðuna sem hækk- ar ris L.K. og boöar vonandi enn betri tíma í starfsemi félagsins. -emm. Frá vinstri Halla Sverrisdóttir í hlutverki Láru Isaksen, Jóhannes Kjartans- son sem Bör Börsson, Árni Margeirsson, leikur O.G. Hansen sýsluskrifara og Guðfinnur Kristjánsson Níels á Furuvöllum. Bör Börson í Kef lavík: Hvergi kastað til höndunum KJÖRFUNDUR í REYKJAVÍK við alþingiskosningar iaugardaginn 23. apríi 1983 hefst ki. 9.00 árdegis. Kjörfundi skal slíta eigi síðar en kl. 23.00 á kjördegi. Talning atkvæða í Reykjavíkurkjördæmi hefst að kjörfundi loknum. Aðsetur yfirkjörstjórnar verður í Austurbæjarskólanum. 18. april 1983. Yfirkjörstjórn Reykjavikur. Jón G. Tómasson Jón A. Ólafsson, Sigurður Baldursson, Hrafn Bragason, Hjörtur Torfason. FR AMSOKNARFLQKKl RINN EREINI FLOKKIJRINN SEM BODAR ÁKYEÐNA EFN AH A GSSTEFNIJ □ Framsóknarflokkurinn vill að lögbund- ið verði til 2ja ára þak á hækkun verðlags, opinberrar þjónustu, vaxta, launa, búvöru- verðs og Fiskverðs, en standa jafnframt vörð um kaupmátt lægstu launa. n □ Verði farið að tillögum Framsóknar- flokksins í efnahagsmálum er hægt að ná verðbólgunni niður án þess að komi til atvinnuleysis. □ Alþýðubandalagið hefur geflst upp í baráttunni við verðbólguna og heldur dauðahaldi í úrelt vísitölukerfl. □ Leiftursókn Sjálfstæðisflokksins, leið Reagans og Thatcher, er ófær. Hún hefur leitt til mesta atvinnuleysis í Bandaríkjun- um og Bretlandi frá því í kreppunni miklu. □ í Ijósi fenginnar reynslu, setur Fram- sóknarflokkurinn það sem skilyrði við stjórnarmyndun að sett verði lög um niður- talningu verðbólgunnar í áfönguni. Lögbundin niðurtalning er eina færa leiðin / Kvennulistinn í Reyhjavth er til húsa að Hverfisgötu 50, 3. hæð, stmar 137,25,24430og 17730. tlpið allu daga frt19—19. Girónúnter 25060-0. Valið er X-V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.