Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 16
16 DV.MIÐVIKUDAGUR20. APRIL1983. Spurningin Finnst þér dýrt að kaupa í matinn? Garðar Karlsson verslunarmaður: Já, mér finnst þaö. Það er kannski fiskur og egg sem eru á góðu verði, en annað erfrekardýrt. Randý Sigurðardóttir húsmóðir: Já, þaö er allt orðið óheyrilega dýrt. Eitt- hvað ódýrt? Ekki hef ég orðið vör við þaö. Eirikur Jónsson verkstjóri: Já, mér finnst þaö dýrt. Eg er frá Homafirði og þar er allt mikið dýrara en hér. Súsanna Haraldsdóttir verslunar- stjóri: Já. Það er ekkert ódýrt í dag, heldur rándýrt. Sigríður Guðjónsdóttir matráðskona: Já, mér finnst það dýrt. Það er allt jafndýrt og fer síhækkandi. Gunnar Granz málari, Selíossi: Frek- ar, já. Annars er þetta nú upp og ofan, ekkert er samt ódýrt. Allt í dýrara lagi. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Landið okkar: Á að leyfa erlenda fjallatrukka? 2004—0998 hringdi: Vegna umræðna um rall-keppni, sem halda á hér á landi næsta sumar, langar mig til að leggja orð í belg. Eg heyrði fróðlegan útvarpsþátt á dögunum þar sem fjallaö var um út- lendinga sem hingað koma með Smyrli. Sagt var að þeir geystust um öræfin á fjallatrukkum og tættu upp landiö okkar. Síðan gumuðu þeir af öllu saman í erlendum blöðum. Eg hringdi í dómsmálaráðuneytið og spurði hvort ekki væri hægt að banna ferðir slíkra manna. Það vakti undrun mína að svarið var nei. Vek ég hér með athygli á þessu og spyr hvort ekki þurfi að breyta lögum til að vernda landið okkar. Bréfrítarí hefur þungar áhyggjur af landsskemmdum af völdum er- lendra fjallatrukka. Ekknasjóður: Foiréttindi gHtrakvema 9723—5910 hringdi: Háttvirtir alþingismenn, í hvaða flokki sem þið eruð. Er ekki kominn tími til að breyta 60 ára gömlum lögum? Forréttindum sem giftar konur hafa ef menn þeirra deyja. Ef konan er komin yfir fimmtugsaldur er hún tryggð til 67 ára aldurs úr ekkna- sjóði. Nú getur verið um efnafólk að ræða og eins efnalítið. Ekki hættir kona að vinna 50 ára fremur en fráskilin kona ef heilsa er fyrir hendi. Eg vann meö konu sem missti mann sinn. Þau voru bamlaus og hún fékk sín ekknalaun því að það eru lög. Ég er fráskilin kona, á fjögur böm. Svona forréttindi eiga að falia niður. Konur og karlar, gift eða fráskilin, eiga að hafa sama rétt ef erfiðleikareru tilstaðar. Orlofið: „Ef atvinnurekand- inn borgar ekki” 3539—9798 hringdi: Mig langar til aö orlofsdeild,svarar: vita hvar launþegi stendur ef atvinnu- Hann getur kært þetta til rekandi borgar ekki orlof til Póstgíróstofu og hún sér um aö inn- Póstgíróstofunnar. heimta orlofsféð. Sá sem vill kæra Eyjólfur Guðmundsson, fulltrúi í þarf aðsýnalaunaseöla. Kvartaö yfir skoðanakönnun 4421-0525 hringdi: Mig langar til að kvarta vegna skoöanakönnunar Helgarpóstsins. Faðir minn, 75 ára gamall, býr á heimili mínu og svaraði þegar hringt var frá Helgarpóstinum. Hann var fyrst spurður aö því hvert uppáhalds- skáld hans væri og síðan spurður hvemig bíl hann myndi kjósa ef hann ætlaðiaökaupa sér. Síðan kom þriðja spurnirgin. Hvaða stjórnmálaflokk ætlarðu að kjósa í kosningurium? Hann sagðist engum segja það nema sjálfum sér og honum fannst spyrillinn ekkert vilja viö sig tala meira eftir þau svör. Nú var birt skoöanakönnun Helgar- póstsins og ekki minnst á þessar tvær fyrstu spumingar. Mig langar því að spyrja. Vom þær bara gabb til að fá svar við þeirri þriðju? Brófrítari telur ranglótt að Vilhjálmur Vilhjálmsson og aðrir forsvarsmenn SÁÁ hafi orðið fyrir svörum vegna gagnrýni á söfnun samtakanna. Telur hann verktakann Frjálst framtak hafa átt að svara fyrir hana. Söfmm SÁÁ er hafínyfir gagnrýni" —þörfin mikil, segir bréf ritari 9128—8265 skrifar: ,,Ég vil byrja á því að þakka SÁÁ fyrir mjög góðan þátt í sjónvarpinu, 9. apríl sl. Færi vel á því að sjónvarpið tæki SÁA sér til fyrirmyndar. Söfnun SAA hefur sætt nokkurri gagnrýni í fjölmiðlum og finnst mér skömm aö því. Vera má að eitthvað hafi mistekist en undarlegt þykir mér að forsvarsmenn SÁA hafa ætíð setið fyrir svöram vegna gagnrýninnar en ekki verktakinn, Frjálst framtak. Eru mistökin ekki verktakans? Eg vil taka undir meö Tomma í Tomma-hamborguram: Þessi söfnun er yfir alla gagnrýni hafin. Vil ég hvetja alla sem bréf hafa fengið frá SÁA til að styðja málefnið því að verk- ef nið er stórt og þörfin er mikil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.