Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 13
DV.MIÐVIKUDAGUR20. APR1L1983. 13 Hvað er svona merkilegt við það að vera kvenmaður? semi, nýtni og fyrirhyggja ráði ferð- inni. Þær vilja ekki láta heimilistekj- urnar næstu árin að veði í áhættu- framkvæmdir. Þær vilja ekki bruðla. Þær láta sig ekki dreyma um að taka lán út á nafn bamanna sinna. Sum þessara úrræða hafa þegar verið kynnt. Oftast af konum innan stjórnmálaflokkanna. Við vitum hvemig þeim hefur veriö tekið. Eins og ástandið er nú, er ekki fariö að ráðum kvenna, og það vitum við öll. Flokkamir skynja hættuna og beita ýmsum brögðum til að berjast gegn kvennalistunum. Þeir krefjast þess að konur komi meö fullskapaða stefnu. Þegar þeir fá hana segjast þeir ekki skilja hana. Þaö gerir svo sem ekkert til því aö þeir sem ekki skilja hana em yfirleitt þeir sömu og em annálaöir fyrir óskýra hugsun og málalengingar. Þeir sömu og skemmta sér fyrir hverjar kosningar í einhvers konar orrustuleik hverjir gegn öðmm, og þar er ekki spurt um stefnu, heldur hver mali hvern. Konurnar í flokkunum skilja okkar stefnu. Og þær segja við okkur: Þetta er það sem við höfum alltaf sagt! Því miður, þaö virðist vera rétt. Vonaðþeimsámi. Það hefur komiö mörgum á óvart, jafnvel konunum sem standa að Kvennalistanum, hve fljótt og greið- lega gekk að koma saman fullskap- aðri stefnu. Ágreiningur varla að orð væri á gerandi og það sem ýmsa hafði gmnað, en varla þorað að vona, var að konur eiga gmndvallar- stefnu sameiginlega. Kannski mætti oröa það svo að hver og ein hafi átt sér hugarfóstur, um betri skipan í þjóðfélaginu og í fyllingu tímans hafi ekkert getað stöðvað fæðingu Samtaka um kvennalista. Konur taka aö sér að koma hugmyndunum aö baki hans út í veröldina og hlynna að þeim meðan þær em að komast á legg. Konur skynja og skilja að grund- vallarbreytingar veröa ekki í sam- félaginu nema mikil hugarfarsbreyt- ing komi til. Þær boða hugarfarsbylt- ingu. Þær em boðnar og búnar til að vinna að því að hún fari friðsamlega fram. Þaö er heldur nöturleg leiö, sem annars blasir við, að spilaborgin hrynji, þenslan í samfélaginu komi þvíákaldanklaka. Urræöin sem okkur hefur hingaö til verið boðið upp á em þau sömu og seinast og þar áður og þar áður. .. ogþauvirkaekki. Friðarstefna Kvennalista Friöar- og utanríkismálastefna Kvennalistans hefur vakið athygli. Hún á það skilið. Konur um allan heim skilja að taka verður í taumana strax. Þær skilja líka að hér er ekki spurning um hægri og vinstri, það er spurning um að nógu öflug hreyfing komist á legg til að sigrast á þeim sem í raun og veru em hættulegastir þeim sem hagnast á vígbúnaðar- kapphlaupinu. Þeir spyrja ekki um austur eða vestur, þeir spyrja um gróða. Það er eiginlega kraftaverki líkast hvað þeim hefur tekist að fá ráöamenn til að safna um sig mikl- um vopnabirgðum í þetta skiptið án þess að nota þær. Vissulega er allur markaður fyrir vopn fyrir bí, ef brot af þessum vopnum yrði notað. Samt tekst þeim enn að selja vopn í stómm stíl. Þetta verður að stöðva, það vit- um við öll. Friðarhreyfingar kvenna hafa sprottið upp af miklum krafti vegna þess að konur vita aö það eina sem getur bjargað mannkyninu er skilyrðislaus friðarvilji, alls staðar. Þar er ekki rúm fyrir sundrung af nokkru tagi. Konur ætla að láta til sín taka og byrja strax. Það er ekki eftir neinu að bíða. Þær gera sér engar gyllivon- ir um að landinu verði stjómað eftir þeirra hugmyndum þegar í stað. Til þess er stjómkerfiö of fast í gömlum og ónothæfum hugmyndum. En setj- um svo að á spjöld sögunnar kæmi stjóm byggð á hugmyndum kvenna innan fárra ára. Líklegt væri að hennar yrði getið í sögunni líkt og fjölda friðsamra og velviljaðra kvenna hefur verið getið þegar starfsdagur þeirra hefur verið á enda: „Hún var hæglát og tranaði sér ekki fram. Hún var hreinleg, húsleg og þrifin og bjó löndum sínum gott þjóöarbú. Sparsemi hennar og ráð- deildarsemi var rómuð og þegar eitt- hvað bjátaði á var eins og hún ætti alltaf ráö í pokahorninu. Henni féll aldrei verk úr hendi og allt sem hún vann var vandað og gert af miklum kærleik.” Anna Ölafsdóttir Björnsson. „t öðru lagi eigum við að gera hvað við getum til að skilja á milli hersins og þjóðarinnar. Til þess m.a. viljum við framsóknarmenn að reist verði á Keflavikurflugvelli ný flugstöð.” Orðum mínum vil ég sjálfur ráða Ég hef aldrei legið á skoðunum mínum í öryggis- og utanríkismálum fremur en öðrum, en ég vil hins veg- ar fá að ráða orðum mínum sjálfur í þeim efnum sem öðrum og ekki þurfa að eftirláta jafnóheiðarlegu blaði og Morgunblaðinu að slita þar allt úr samhengi, snúa út úr og af- baka eftirpólitískumþörfum sínum. Þess vegna sný ég mér til DV með þetta greinarkorn. Við höfum hér útlent herlið, sem ekki er fyrirsjáanlegt að hverfi héðan í bráð. Það er hér af því að við höfum skipaö okkur í sveit með ýms- um þjóöum öðrum á Vesturlöndum sem búa við lýðfrelsi og almenna velmegun og vilja fá að gera það á- fram. Við getum ekki skotið okkur undan því að leggja okkar af mörkum til þess þótt auðvitað sé illt að þurfa að hafa hér erlent herlið. Við eigum á hinn bóginn aö gera hvað viö getum til þess aö leggja eigið mat á vamar- og öryggismálin og þann viðbúnað sem hér þarf að vera hverju sinni. Við eigum að hafa okkar eigin sérfræðinga, en ekki láta aðra, hvorki Bandaríkjamenn né Sovétmenn, mata okkur á upplýsing- um. I ööru lagi eigum við aö gera hvað við getum til aö skilja á milli hersins og þióðarinnar. Til þess m.a. viljum við framsóknarmenn, að reist verði á Keflavíkurflugvelli ný flugstöð. Bandaríkjamenn á Keflavíkur- flugvelli eiga ekki heldur að njóta sérréttinda. En fleira er utanríkismál en þetta. Eg vil nefna nokkur atriöi — og sleppi þá að sjálfsögöu málum eins og Norðurlandasamstarfi og aðild að Sameinuðu þjóðunum og öðru ámóta, til þess að lengja ekki þessa grein að óþörfu. Mikilvægi Norður- Atlantshafsins Við emm svo lánsamir Islendingar að ráða nú fyrir atbeina framsóknar- manna yfir miklu hafflæmi um- hverfis landið. Það er að mínum dómi mikil og knýjandi nauðsyn að við hugum enn betur að varðveislu þess á allan máta en við höfum gert. Þá á ég við að við eigum að hafa fmmkvæði að, því að koma á sam- vinnu um vörslu Norður-Atlants- hafsins alls við þær þjóðir aðrar sem land eiga að því, Færeyinga, Græn- lendinga, Kanadamenn og Norðmenn. Við eigum ekki að bíða eftir því að aðrir láti heyra til sín — frumkvæðið á að koma héöan. Ég vil að komið veröi á reglulegu samráði og samstarfi þessara þjóða í þessu máli. Það er okkur gríðarlegt hags- munamál. Risaveldin tvö, Bandarikjamenn og Sovétmenn, em nú að þrefa sín á milli á fundum í Genf um meðal- drægar kjarnorkueldflaugar í Evrópu. Trúlega rennur sá dagur aö þau komi sér saman um tak- markanir við þeim. Halda menn aö þar með láti þau af vígbúnaði á þessu sviði? Ætli þá verði því miður ekki fremur brugðið á það ráð aö auka kjamorkuvígbúnað í hafinu og þá fyrst og fremst í Norður-Atlants- hafinu? Ég held að við þurfum ekki að fara í neinar grafgötur um að það séu líklegar afleiðingar samninga um þetta í Genf. Þótt ekki væri annað ætti þetta að færa okkur heim sanninn um nauðsyn samstarfs við nágranna- þjóðirnar i Norður-Atlantshafinu til þess meðal annars að reyna að koma í veg fyrir stóraukningu kjarnorku- vígbúnaðar í sjónum í kringum okkur. Fari svo að okkur takist ekki að koma í veg fyrir slíkt þarf ekkert kjamorkustríð til þess að tefla lífi okkar á þessu landi í tvísýnu. Þá þarf ekki nema eitt lítið slys um borð í kjamorkubúnum kafbáti í grennd við landið til þess að enginn fáist til að kaupa fiskinn okkar. Hvað þá? Þess vegna legg ég áherslu á frumkvæði okkar í þessum efnum. Þannig mætti halda áfram að tína til ýmis mikilvæg atriði í utanríkis- málum okkar, sem við höfum ekki hugaö að. En Morgunblaðið hefur auðvitað ekki áhuga á slíku. Fyrir því vakir það eitt að sverta and- stæðinga sína undir yfirskini frétta. Þess vegna er gott og raunar lýðræðisleg nauðsyn að til séu fjöl- miðlar á borð við DV. HelgiH. Jónsson. • .. en ekki láta aðra, hvorki Banda- ríkjamenn né Sovétmenn, mata ykkur á upplýsingum.. . ”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.