Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 39
DV.MIÐVIKUDAGUR20. APRIL1983. 39 Sandkom Sandkorn Sandkorn 1 Morgunblaðiau á miövikudaginn var birtist frétt um Walesa og hljððaði fyrirsögnin á þá leið að [ Walesa hefði fundað „með j ncðanjarðarleiðtogum”. Hvaö er strangkaþólskur maðurinn að funda með myrkrahöfðingjum? Kynlegur kveðskapur 1 Sviðsljðsi í fyrradag [ birtust nokkrar vísur, ekki ortar eftir ströngustu kröfum bragfræðinnar. Sem dæmi má nefna þessa hér: Niöurtalningin nýtist enn notist í smáum skömmtum flytjum inn bæði mýs og menn með innflutningshöftum. Ekki voru allir lesendur sáttir við þennan kveðskap og einn þeirra, Hörður Einars- son tannlæknir, sem er dável hagmæltur, orti í sama stíl: Svona lagað þykir mér ekki gott að yrkjast. Efað églesþettahér ætlaég aðkyrkjast. Á rásinni Nöfn umsækjenda um for- stöðu fyrir rás tvö hjá útvarp- inu hafa nú litið dagsins ljós. Athygli vekur að af þeim tíu sem ekki hafa óskað nafn- leyndar eru flestir fremur ungir að árum. Slíkt hlýtur að teljast vænlegt miðað við þaö hlutverk sem rásinni er ætl- að. Fjórir umsækjendur hafa óskað nafnleyndar, en slíkt virðist nú færast i vöxt í at- vinnuumsóknum. Eitt nafn er þó talið afar líklegt að sé í þessum bópi, nefnilega nafn Ástu Ragnheiðar Jóhannes- dóttur, sem um langt skelð hefur unnið við ýmiss konar dagskrárgerð hjá útvarpinu. Skoöana- könnun Skoðanakannanir eru alvarlegt mál eins og allir vita. Það hefur heyrst að á Morgunblaöinu hafi ráða- menn tekið Hagvangskönn- unina svo alvarlega að enginn biaðamanna hafi fengið að sjá hana fyrr en hún var blrt í blaðinu. Þaö gekk svo langt að útlits- teiknarar blaðsins fengu efn- ið ekki í hendur fyrr en tryggt þótti að blaða- mennirnir væru farnir. Nýju fötin ráðuneytis- mannanna Framsóknarmenn nota nú hvaðeina sem hendi er næst til að verjast gagnrýni Al- þýðubandalagsins á Tómas Árnason, vlðskiptaráðherra. Þetta birtist m.a. í Tímanum í seinustu viku, en þar var sagt frá því að starfsmenn stjórnarráðsins hefðu verið í kaffi og voru þar mættir starfsmaður viðskipta-, fjár- mála- og iðnaðarráðuneytis- ins. Talið barst að iðnaðar- j málum. Starfsmaður i viöskiptaráðuneytisins (sem reyndar er í framboði) sagði viðskiptaráðuneytið ein- dregið styðja framgang íslensks iðnaðar og sýndi sig það í því að þeir gengju í islenskum fötum. Var nú gerð skoðanakönnun um hvers konar fötum menn klæddust, fjármálaráðuneytis- og við- skiptaráðuneytismennirnir voru klæddir ísienskum föt- um en iðnaðarráðuneytis- maðurinn var klæddur í vest- ur-þýskan jakka. Þetta birti Tíminn og þótti góð frétt. — Síðastliðinn föstudag var haldin velsla góð í tilefni 40 ára afmælis Félags stjórnar- ráðsstarfsmanna og voru menn klæddir í sitt finasta púss. Nú hittust sömu menn en í þetta skipti með glas í hendi og enn var gerð skoðanakönnun um hvernig fötum menn klæddust. En nú snerist dæmið við, fjármáia- ; og iðnaðarráöuneytismaður- 1 inn voru klæddir í finustu Kóróna föt (meðal hluthafa í því fyrirtæki er Tómas Arna- son), en viðskiptaráðuneytis- maðurinn var nú kominn i bresk föt Af hverju? Það var óvenju stórt og myndarlegt Alþýðublaöiö í gær og kom mönnum þess vegn ókunnuglega fyrir sjónir. Það heyrðist til eins lesenda blaðsins, þar sem hann horfði á leiðara blaðsins, sem hafði að fyrirsögn: „Af hverju Alþýðuflokkinn?”. Maðurinn starði um stund, lagði frá sér blaðið og sagði stundarhátt: „Það er von þeir spyrji, blessaðir.” Umsjón: Ölafur B. Guðnason Kvikmýndir í Kvikmyndir Regnboginn, í greipum dauðans: Magnaður Stallone Regnboginn, ( greipum dauðans (FIRST BLOOD) Stjórn: Ted Kotcheff Handrít: samkvœmt skáldsögu David Morrell Kvikmyndahandrít: Michael Kozoll, William Sackheim Silvester Stallone Kvikmyndun: Andrew Laszlo Aðalleikendur: Silvester Stallone, Richard Crenna, Brían Dennehy, David Caruso , Jack Starrett, Michael Talbott, David Crowley Tónlist: Jerry Goldsmith. Framleiðendur: Mario Kassar, Andrew Vajna. örlög heillar kynslóðar Banda- ríkjamanna réðust í Víetnam á sín- um tíma, meö einum eða öðrum hætti. Þar var háð einhver grimmi- legasta og ógeðslegasta styrjöld síð- ari ára. Og vissulega skyldi hún eftir sig djúp sár í þjóðum þeirra ríkja sem þar börðust sín á milli. Hundruð þúsunda létu lífið — og þeir stríðsmenn sem enn eru ofan grafar bera ævarandi ör — likamleg og ekki síst sálræn og þeim er erfitt að horfa framhjá. Þessi ör, ef svo má kalla, hafa greinilega komið fram í bandarískri kvikmyndaframleiöslu á síðustu ár- um. Þær bandarísku kvikmyndir sem að einhverju leyti skirskota til Víetnamviöbjóðsins fara vafalitið að nálgast hundraðið. Nokkrar þeirra hafa borist inn í íslensk kvikmynda- hús, og sumar þeirra veröa að teljast til betri verka kvikmyndasögunnar. Nægir þar að benda á Apocolypse Now, The Deer Hunter og Coming Home. I greipum dauðans, eða First Blood, eins og hún heitir á frummál- inu, hefur nú bæst í marglitan og misjafnan hóp Víetfilma. Handrit hennar er byggt á vinsælli skáldsögu David Morrel sem hann sendi frá sér ekki alls fyrir löngu: John Rambo nefnist söguhetjan. Hann hafði áður tilheyrt hópi grænhúfukappanna í Víetnam sem var sérþjálfaö drápshö í fenja- og skógasvæðum landsins. Rambo hlaut mörg heiðursmerki fyrir vask- lega framgöngu og dirfsku i Víetnam. En nú eru mörg ár liðin frá þeim raunveruleika. Rambo hefur átt við sálræna erfiðleika að etja eftir stríðið. Hann á erfitt með að ná sambandi við fólk, er einrænn og þögull. I Víetnam hafði hann lent í höndum óvina og verið pyntaður á hinn hroðalegasta hátt, svo að líkami hans er alsettur örum. Þau minna hann sífellt á stríðið. Hann getur ekki gleymt. Það er þessi maður sem gengur einn góðan veðurdag til smábæjar eins í leit að síðasta félaga sínum úr drápsflokknum frá Nam sem hann telur enn vera lífs. Hann hittir konu í útjaðri bæjarins sem reynist vera móðir vinar hans. Hún tjáir honum að sonur hennar sé nýlátinn; af völd- um krabba sem rekja megi til eitur- gass frá Víetnam. Þessi tíöindi taka mjög á Rambo og hálfutan við sig röltir hann áfram inn í bæinn. Þar verður á vegi hans hrokafullur lög- reglustjóri sem lítur á lögsagnarum- dæmi sitt sem eign sína. Hroki þess- arar löggu, grobb og stærilæti vinda upp á söguþráðinn. Rambo er stungiö í steininn fyrir það eitt að vilja ekki fara að „lög- um” stjórans „að hunskast úr bæn- Ekki síður hefur leikstjórinn náð góðum tökum á sviðsetningu og ögun helstu leikara myndarinnar. Reynd- ar er leikur myndarinnar meö mikl- um ágætum. Fyrir Stallone er mynd- in leiksigur, því að ég minnist þess ekki að hafa sé hann tjá persónu af jafnmiklu öryggi og með jafnmiklum tilfinningalegum tilþrifum og í þess- ari mynd. Þá leysa leikarar í auka- hlutverkum hlutverk sín vel af hendi, sérstaklega Richard Crenna sem leikur höfuðsmann Rambo úr Víet- stríðinu. Öll tæknivinna myndarinnar er fáguð og að því er virðist hnökralaus. Klipping og kvikmyndun er sum- Silvester Stallone f hlutverki sinu í myndinni First Blood. Leikur hans er með miklum ágætum. um því þangað eiga flækingar ekkert að sækja.”Sú meðferð sem Rambo fær síðan á lögreglustöðinni vekur upp minningar frá pyntingum Víet- Kongara. Við þá tilhugsun ærist Rambo, lemur frá sér sem hann getur og brýst út úr lögreglustöðinni. Og stefnir til fjalla á flótta. Eltinga- leikurerþarmeðhafinn.. . Þetta er hinn sæmilegasti sögu- þráður, eins og hann birtist í kvik- myndinni. Atburðarásin mollar ró- lega fyrsta fjórðung myndarinnar, en sveigir sig æ meira upp á viö þegar líða tekur, og undir lok nær hún á sig fullkomleika spennumyndar. Stíg- andin er þannig góð, markviss og missir aldrei jafnvægi. Hún gerir jafnvel efniviðinn trúverðugan. Þennan kost myndarinnar má þakka leikstjóranum. Hann hefur greini- lega náð góðum tökum á sögunni sem slíkri. staðar sérlega smekkleg. Það eru einkum tveir ókostir sem mér viöist þessi mynd hafa. Annars vegar hefði betur mátt vanda val á smáleikurum í myndinni. Litlu hlut- verkin eru sum hver klúðurslega af hendi leyst. Hins vegar sækir leik- stjórinn einum of mikið inn í stór- slysaþemað. Honum hættir til að ýkja andrúmsloftið og gera sögu- hetjurnar einum of öfgakenndar: Það gerist of mikið af stórkostlega í myndinni. Ef frá þessum tveimur ókostum er litið, verður ekki annað sagt um kvikmyndina First Blood, en að hún sé prýðileg afþreyingarmynd.I viss- um skilningi er hún mögnuð og eítir- minnileg, en vantar herslumuninn til aö komast í flokk þeirra úrvals Víet- filma sem áðan voru nefndar. -Sigmundur Ernir Rúnarsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir ■■■■■MVELKOMIN TILHH ÍSAFJARDAR BÚIÐ MIÐSVÆÐIS - ELDIÐ SJÁLF Svefnpokapláss m/eldunaraðstöðu "r- (í rúmgóðum herbergjum) 200,00 Eins manns herb. m/eldunaraðstöðu 300,00 2ja manna herb. m/eldunaraðstöðu 450,00 Eins manns herb. í mánuð m/eldunaraðst. 3.000,00 2ja manna herb. í mánuð m/eldunaraðst. 4.000,00 GISTIHEIMILIÐ ÍSAFIRÐI (áður Hjálpræðisherinn) Sími 94-3043 BETRI I.ETÐIR BJÓÐAST: Vísitölumöndl er blekking. Tökum upp lágmarkslaun og liískjaratryggingu. Alþýduflokkurinn Cunnar v Andréssoo (CVA) Ijósm Dagblaöið og Visir TÓmSTUnOflHÚSID HF EBm Laugauegi 164-Reqtiauit s=21901 Rafhlöður með hleðslutæki fvrir: Útvarpstæki, vasaljós, kassettutæki, leifturljós, leikföng. vasatölvur og margt fleira. Pað er margsannað, að SANYO hleðslutæki og rafhlöður spara mikið fé. I stað þess að henda rafhlöðunum eftir notkun eru SANYO CADNICA hlaðin MEIRA EN 500 HLEÐSLUR aftur og aftur meira en 500 sinnum. Pess vegna segjum við. .Fáðu þér SANYO CADNICA í eitt skipti fyrir öli". .Ég hef notað SANYO CADNICA rafhlöður i leifturljós mitt i þrjú ár og tekið mörg þúsund myndir. Min reynsia af þessum rafhlöðum er þvi mjög góð'.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.