Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 4
DV.MIÐVIKUDAGUR20. APR1L1983. Eittskiper tekið á beinið —Níels Arsælsson, skipstjóri og útgerðarmaður, sakar Siglingamálastof nun og fyrirgreiðsluvaldið um að leggja fiskiskipið Einar Benediktsson í einelti „Kerfiö leggur okkur hreinlega í einelti. Eitt skip er tekið á beiniö,” sagöi Niels Arsælsson, skipstjóri á fiskiskipinu Einari Benediktssyni, í samtali viö DV. „Frá því að skipið kom til landsins og til dagsins í dag höfum við reynt aö fá eölilega fyrirgreiöslu fyrir þaö, svo sem bankaviöskipti, hiaupa- reikning, útgerðarlán, eins og öll skip hafa, Fiskveiðasjóöslán og Byggðasjóðslán en öllum þessum beiönum okkar hefur veriö neitað. Viö höfum fariö til alls fyrir- greiösluvaldsins. Viö höfum ekkert fengiö, hvorki frá hinu opinbera né bönkum eða sjóöum. Viö höfumsjálf- ir starfaö eins og nokkurs konar bankar. Viö höfum sjálfir veriö meö persónulega reikninga til greiöslu á launum og öörum skuldum fyrirtæk- isins. Við höfum ekki einu sinni fengiö skuldbreytingalán, sennilega eina fiskiskipiö í flotanum sem ekki hefur fengið slíkt,” sagði Níels skipstjóri. „Upphafið aö þessum ofsóknum er þegar skipiö kemur til landsins og Steingrímur Hermannsson segir: „Við höfum veriö plataðir.” Þá sak- ar Steingrímur siglingamálastjóra um aö hafa ekki gefið sér réttar upp- lýsingar um kosti og galla skipsins. Sjómannasamtökin risu þama líka upp og formaöur Landssam- bands íslenskra útvegsmanna rakk- aöi þetta skip niður. Hann sagöi þaö ósjóhæft og gaf út ýmsar yfirlýsing- arumþaö. Þegar skipiö kom til landsins voru 34 atriði sem þurfti aö lagfæra. Við breyttum öllu í samræmi viö kröfur Sgilingamálastofnunar, að undan- skildum fjómm atriöum, en það voru: Tveir spennar í rafkerfi, skut- rennuloki, brunadæla í vélarrúm og varaslógdæla í aögeröarrými. Við fengum undanþágu fyrir þessum atriðum fram í endaðan ágúst 1982. Undanþágan var síöan framlengd um tvo mánuði, en áöur en hún rann út bræddi aðalvél skipsins úr sér og skipið var dregiö inn til Tálknafjarö- ar 20.október. Þar var þaö í sam- felldri vélarklössun í fjóra mánuði, tillokafebrúarl983. Enginn lætur breyta skipi án þess aðfálán Þegar skipiö kom til landsins lét- um við lagfæra þessi þrjátíu atriði sem áður voru nefnd. Skipið var þá í breytingum í tvo mánuöi. Breyting- arnar voru alfarið fjármagnaöar af okkur sjálfum, án aðstoöar fyrir- greiösluvaldsins. Þetta kostaöi alls á þriöju milljón króna. Þaö lætur enginn maður breyta skipi sínu sjálf ur meö því aö borga úr eigin vasa. Þeir fá allir þessi hefö- bundnu lán. Ofan á þessar breytingar bættist svo við stöðvunin á Tálknafirði. Tryggingamar borguöu sjálfa klöss- unina að mestu leyti, en skipiö var þama í fjóra mánuöi og viö meö /V/s/s Ársælsson, hinn 23 ára gamli skipstjóri og útgerðarmaður. Mynd- in var tekin þegar hann mætti fyrir dómara i Hafnarfirði fyrir helgi. DV-myndir S. fjölda manns á launum og auðvitað áfram meö afborganir af skipinu og annaö. Á þessum tíma gengum viö mjög stíft eftir því viö sjávarútvegsráð- herra, formenn lánastofnana, banka- stjóra, til alls fyrirgreiösluvaldsins, að fá eðlilega fyrirgreiðslu. En ekk- ertfengumviö. Getur einhver ímyndaö sér aö við getum farið út í þessar dým breyt- ingar sem eftir eru — þá á ég viö skutrennulokann, hitt em allt smá- atriði — án þess aö fá fyrirgreiöslu? Það fá allir aðrir lán fyrir þessu nema við. Siglingamálastjóri nefndi í út- varpi nýlega aö skutrennulokinn væri þaö sem helst vantaöi. En ég vil benda á aö þaö eru f jölmargir togar- ar sem ekki em meö þennan loka og fá aö vera þannig fram til hausts. En viö erumteknir á beinið. Reglur um skutrennulokann gengu í gildi á síðasta ári en af ýms- um ástæðum, aðallega fjárskorti, hafa menn fengiö aö dóla meö þetta. Einar ekki síður búinn en önnur skip Varðandi haffærisskírteini þá gæti ég tínt til dæmi um fjölmarga sem hafa siglt í 2—3 mánuði án haf- færisskírteinis. Varðskipi er hins vegarsigaðá okkur. Viö erum ekki síöur búnir en önn- ur skip og betur búnir en mörg, sagöi Níels. Hann var spurður um hvemig út- geröin stæöi fjárhagslega: „Ég vil helst ekki ræöa það mál. En ég get sagt þaö aö staðan er ekki góö. Allir sem þekkja sögu þessa máls hljóta að sjá aö fjárhagsstaðan erekkigóð. Ég er svarinn óvinur alls stopps í landi. Ég vil komast strax af staö. Viö höfum ekki efni á því aö stoppa. Slíkt bætir ekki stööu fyrirtækisins. I Vestmannaeyjum vorum viö stoppaöir í fimm daga og þaö kostaöi stórfé. Svo unnum viö þaö mál eins og lög gera ráö fyrir. Eg vil taka fram aö sjávarútvegs- ráöherra er alveg sérstakt ljúfmenni og góöur drengur. Hann hefur reynt aö gangast fyrir því að útvega okkur fy rirgreiöslu en honum er ekki sinnt. Samskipti okkar viö Pál Guö- mundsson hjá Siglingamálastofnun, sem er í þessum málum, hafa verið mjög góö. Hann er alveg sérstaklega heiöarlegur og góöur maöur. Hann hefur bara sína yfirboðara sem em miöur góðir,” sagöi Níels Ársælsson, skipstjóri á Einari Benediktssyni og framkvæmdastjóri útgeröarfyrir- tækis skipsins. -KMU. Svo mælir Svarthöfðí Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Talað frá hlaðvarpanum heima Heldur hörmulega hefur tekist til meö sjónvarpskynningu frá kjör- dæmunum fyrir þessar kosningar. Veröur þaö varla allt skrifaö á reikn- ing frambjóðenda, heldur þeirrar stefnu sem sjónvarpiö viröist hafa markað varðandi þessa sjónvarps- þætti. Menn sitja þarna í hring og hef ja upp sömu tugguna og þeir hafa verið meö á Alþingi, og flokksblöðin þeirra hafa verið með, um ýmis sjálfsögð mál héraðanna, svo sem atvinnumál og iðnað, fræðslumál og samgöngur. Hvergi nokkurs staðar hafa frambjóðendur treyst sér til að fara út fyrir þennan ramma af hættu við að vera ásakaðir um að hafa ekki áhuga á kjördæmi sínu. Sannleik- urinn er sá, að almennir kjósendur í landinu eiga allt öðruvísi umræðu skiliö, og það er hart að þurfa að horfa upp á það, að stofnun, sem á aö vita og vilja annað, hvað snertir almenna upplýsingu, skuli standa fyrir og stjórna svona lágkúru. í rauninni mátti vita þetta fyrir, því heilt framboð hefur verið byggt upp gegn hinni pólitísku lágkúru, sem gengið hefur undir nafninu flokkakerfiö. Hér er um að ræða framboö Vilmundar Gylfasonar og hans fylgismanna. Honum er nú spáð töluverðu fylgi og allt að sex þing- mönnum. Er það ekki að undra, þegar jafnvel upplýsingaþættir í sjónvarpi um frambjóðendur snúast upp í að sanna meö öllum hætti að kenning Vilmundar um kerfiskall- ana sé rétt. Það nær ekki nokkurri átt að kjósendur skuli nú enn einu sinni eiga að ganga að kjörborðinu undir yfirlýsingum um atvinnu hér, iðnað þar, heilbrigðismál og sam- göngur. Enginn hefur sagt að leggja ætti þessa þætti niður, hvað þá að draga úr hinum margvíslegu fram- kvæmdum í landinu. Hitt er alveg ljóst að helftin af frambjóöendum ætlar ekki á þing til að hafa vit fyrir okkur hinum í landsmálum. Hún ætlar á þing til aö reyna að raka eldi að skoplitlum framkvæmdum, sem kynnu að treysta þá í sessi á meðan hinir stóru mælikvarðar eru látnir afskiptalausir og á meðan okkur er að blæða út hvað efnahaginn snertir. Þannig hefur þetta gengið fyrir sig hverjar kosningar á fætur öðrum. Að þeim loknum eru kjósendur jafnnær um úrlausnir, enda sanna dæmin um verðbólguna og atvinnuleysið, sem er að skella á, að ekki hafa það verið beint vitrir menn sem hafa haldið um stjórnvölinn síöustu árin. Og enn koma þeir og boða sömu ráö og áður. Hvergi örlar á þeirri endurreisn, sem okkur er nauðsynleg. Það er jafnvel farið nú þegar að undirbúa bráðabirgðaráðstafanir út af hol- skeflunni 1. júní. Heildarlausnir henta ekki kerfinu og raunar kjós- endum ekki heldur. Talað var af fyrirlitningu um svonefnda leiftur- sókn Sjálfstæðisflokksins, og enn er vitnað til hennar með hryllingi af allaböllum og Framsókn. Þeir una sér miklu betur við smíð hundrað prósent verðbólgu og hin daufu ræðuhöld í sjónvarpi um hlað- varpann heima. Það er alveg ljóst af þeirri kosn- ingabaráttu, sem nú hefur verið háð, að Vilmundarliðið hefur mikið til síns máls, þegar það talar um staðnað kerfi og flokkaaðalinn í stjórnmálum landsins. Engar stórar línur hafa verið birtar okkur fyrir þessar kosningar. Þar ræður aö nokkru ótti við kjósendur, sem virðast heldur meta útflutningsbönn og aðrar neikvæðar aðgerðir en úriausnir. Auðvitað byggist þetta viðhorf á því, að einhver kynni að geta tapað á aðgerðum, sem miðuðu að því að gera þetta aftur að skyn- samlegu samfélagi. En kjósendur gá hins vegar ekki að því, að tapið verður meira og óviðráðanlegra, eigi að halda áfram að stjórna með bráöabirgðalögum og skammtíma ráðstöfunum, eins og gert hefur verið hin síðari ár. Kjósendur ætlast raunar til þess að frambjóðendur tali ekki um sjálfsagða hluti, heldur þá hluti, sem gætu orðið til að firra okkur samneyti við vofur hörm- unganna. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.