Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR 4. JUNt 1983. Éghefreynt að standa uppréttur — segir Elías Jónsson sem orðið hefur fyrir fleiri óhöppum í lífinu en flestir aðrir Hann varö bæklaður tveggja ara, blindaöist upp úr þrítugu, hefur misst aleiguna tvisvar á síðustu 13 árum en stendur enn hnarreistur og óbugaöur af óláni lífsins. „Ég hef reynt aö standa uppréttur og gefast ekki upp. Það hefur verið mitt eina takmark í lífinu,” sagði Elías Jónsson á Patreksfiröi nýlega þar sem hann sat í eldhúsinu sínu, strýhærður, veöurbitinn og hraustlegur. Hann var nýbúinn aö fá snældu meö blaðalestri frá Blindrafélaginu. A augum hans sést ekki aö hann sé blindur. Elías gengur við tvo stafi, en neitar aö styöj- ast viö þá meðan tekin er mynd af honum fyrir utan viölagasjóöshúsiö sem hann f ékk eftir sn jóflóöin í vor. Elías er fæddur í Fit á Barðaströnd. Hann flutti þaðan 21 árs og hefur dval- iö í 40 ár á Patreksfirði. „Þar bjó mamma mín með stóran barnahóp. Hún var ekkja. Viö vorum 12 bömin — en 10 sem komumst á legg. Pabbi dó þegar ég var 12 ára.” Tveggja og hálfs árs fékk Elías lömunarveiki, sem þá gekk, og síðan hefur hann gengið með spelkur á ööram f æti en er b jagaöur á hinum. , JVlilli tvítugs og þrítugs fór ég aö sjá svo illa og þaö hefur veriö aö ganga á. Eg var rúmlega þrítugur þegar ég frétti aö þetta væri ólæknandi sjúk- dómur. Fyrir 13—14 árum hætti ég aö vinna. Eg þrjóskaöist lengi viö en varö að gefast upp fyrir rest. ” Elías vann í hraðfrystihúsi Patreks- fjaröar. Fyrir 13 árum brann hjá systur hans á Barðaströnd. Elías bjó hjá systur sinni einmitt þá og hann missti allar eigur sínar í brunanum. Nokkru seinna keypti hann sér hús á Patreksfirði. 1 vor sá hann svo aleigu sína hverfa í annað sinn — í snjóflóðinu ægilega sem þar eyöilagði mörg hús og varö fjórum aö bana. Þaö var aöeins meö naumindum aö Elías slapp lifandi úr flóðunum. Vatn var farið aö flæöa í stríöum straumum niöur Brenn, fjallið sem Patreksfjörö- ur stendur viö. Þeir sem þurftu aö flýja hús sín segja aö síðustu mínúturnar fyrir snjóflóöiö hafi vatnið náð upp í mitti. Þetta vatn ösluðu bæjarbúar, Elíasmeðtalinn. Elías var ekki fyrr kominn af hættu- svæöinu en snjóflóðið skelltist á hús hans og ruddi því niður í fjöru. Sjónar- vottar segja að ekki hafi mátt tæpara standa aö Elías slyppi. „Eg fór inn í félagsheimili og flóðið nærri elti mig,” sagöiElías. „Eg hef sloppið í svo ótal mörg skipti aö það væri eölilegra aö ég væri löngu kominn í holtiö. Eg hef verið óheppinn í lífinu, en þó kannski heppinn. Eg læt ekkert grafa mig lifandi fyrr en ég vil gera það sjálfur.” Þó.G. Elías Jónsson hefur oröiö fyrir fleiri óhöppum í lífinu en flestir aðrir. Vesturgata 29 sem nú hefur veriö auglýst til sölu. Vesturgata 29 til sölu Húseignin Vesturgata 29 hefur veriö auglýst til sölu. Á árum áður bjó þar Ottó N. Þorláksson, fyrsti forseti Alþýöusambands Islands, og komst húsiö í eigu Alþýðusambands- ins nýverið. Þorsteinn Jónsson, for- stöðumaður Listasafns ASI, keypti húsið af Alþýðusambandinu og lét fara fram gagngerar endurbætur. „Þetta voru dýrar framkvæmdir og ég hef ekki getað klofiö kostnað- inn meö léttleik. Því verö ég aö selja húsiö,” sagði Þorsteinn í samtali viö DV. -ás Magasín íKópavogi: Heimild veitt til greiðslustöövunar Borgarfógetinn í Reykjavík hefur veitt fyrirtækinu Magasín sf. heimild til greiðslustöðvunar aö sögn Markús- ar Sigurbjörnssonar fógetafulltrúa. Hópferð á tónleika David Bowie Hópferö verður farin til Gauta- borgar á tónleika David Bowie 11. júní. Samvinnuferöir gangast fyrir: ferö þessari. Ferðin og miði á tón- leikana kosta átta þúsund krónmv Hljómleikamir fara fram í Gauta- borg á íþróttaleikvangi sem tekur GOþúsundmanns. Fararstjóri verður Sigmar B. Hauksson. Uppselt er á þessa tón- leika en Samvinnuferðir fengu 50 miða til ráðstöfunar. EA „STORÐ MJOG VEL TEKIД ,yStorð hefur verið tekið mjög vel. Áskrifendasöfnunin hefur tekiö vel við sér og sama máli gegnir um lausa- sölu,” sagði Haraldur Hamar, ritstjóri — segir Haraldur Hamar tímaritsins Storöar, sem hóf göngu sina sl. mánudag. Fyrsta tölublaö Storðar er gefið út í 25 þúsund eintökum en þar af fara 15 Þaö þýöir aö kröfuhafar geta ekki gengiö að fyrirtækinu og innheimt skuldir. Magasín, sem er sameignarfyrir- tæki Ástþórs Magnússonar og Magnús- ar K. Jónssonar, fór fram á greiöslu- stöövun til að endurskipuleggja fjár- hag fyrirtækisins. Hún var veitt þann 17. maí síöastliöinn og er heimiluð í tvo mánuði, til 17. júlí. Eftir þann tíma getur Magasín sótt um framlengingu í aðra tvo mánuði ef sérstakar aðstæður mæla með. -KMU. Alþýðuleikhúsið: Neðanjarðarlestin sýnd um helgina Alþýðuleikhúsiö flytur nú með Neðanjarðarlestina sína af Hótel Borg yfir í Félagsstofnun stúdenta. Þetta elskulega hryllingsleikrit um svartan mann og hvíta konu í New York verður sýnt í félagsstofnuninni í kvöld og á mánudagskvöld kl. 21. Enn- fremur á fimmtudaginn í næstu viku. Þaö eru Sigurður Skúlason og Guð- rún Gísladóttir sem túlka parið í Neðanjaröarlestinni. Eins og áður leika Tískuljónin djass á undan og eftir meöan gestir dreypa á léttum veigum. ihh Landsvirkjun fær 19% hækkun þúsund til félgasmanna í bókaklúbb Almenna bókafélagsins. Útgefendur tímaritsins eru Iceland Review og Al- menna bókafélagið. as Iðnaðaráðherra hefur ákveðið að heimila Landsvirkjun 19% hækkun á heildsölugjaldskrá fyrirtækisins frá og með 3. júní. Jafnframt hefur ráðuneyt- ið heimilað 9,5% hækkun á gjaldskrám ’ rafveitna og þeirra hitaveitna sem nota raforkusem aflgjafa. Niðurgreiðslur á raforku til íbúðar- húshitunar verða auknar sem nemur ríflega þessari hækkun. Á Sjómannadagiim ItililP® . « f #« * Sendum öllum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra. SKIPADEILD SAMBANDSINS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.