Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR 4. JUNI1983. Tollvöru- geymslan hf. Aðalfundur Tollvörugeymslunnar hf. Reykjavík verður hald- inn í hliðarsal 2. hæðar Hótel Sögu þriðjudaginn 14. júní 1983 og hefst hann kl. 16.00. Dagskrá: 1. Samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Útgáfa jöfnunarhlutabréfa. STJÓRNIN. Húsgagnasýning laugardag kl. 9—4 sunnudag kl. 2—4 Við sýnum m.a. Furusófasett með og án svefnmöguleika. Einnig sýnum við það nýjasta í framleiðslu okkar, fallegar veggsamstæður í stofuna, Ijósar og dökkar. Allt í stíl í unglinga- og barnaherbergi Minnum á þessi vinsælu og vönduðu islensku húsgögn. Margar viðartegundir — ekta viður. Góð lakkáferð. Ath. ný þjónusta • Smíðum fataskápa eftir máli. • Góðir greiðsluskilmálar á öllum vörum verslunarinnar. „ÓLÖGLEG BROTTVIKNING” — segir Páll A. Pálsson lögf ræðingur um brottvísun dýralæknis f rá Dýraspftalanum „Þetta er ólögleg brottvikning og mun verða krafist bóta vegna hennar,” sagði Páll Arnór Pálsson lögfræðingur Dýralæknafélags Islands í samtali við DV í gær. Páll fer meö mál Helga Sigurðssonar sem nýlega var vikið frá störfum við spít- alann. Brottvikningarástæðuna sagði Páll þá að Helgi hefði tekið laun án þess að fá samþykki eigendanna. Slíkt væri hreinn tilbúningur því farið hefði verið eftir gerðum samn- ingi við dýralæknana tvo frá í haust. 1 honum og gjaldskránni sem líka var gerð, væri lýst nákvæmlega hvað aðgerð er. Eins og fram kom í frétt DV í gær hefur verið deilt um hvemig skilgreina eigi aðgerð. Læknarnir hafa fengið meira greitt fyrir það sem kallast aðgerðir en önnur verk. Sagði Páll að um þessi atriði hefðu verið í samningnum ákvæði um árlega endurskoöun. Stjómin hefði hins vegar um miðjan maí ákveðið einhliöa að hætta að greiða eftir samningnum. Stjórn Dýraspítalans skrifaði uppkast að bréfi til Helga með dagsetningunni 25. maí og var honum afhent þaö daginn eftir. I því var farið fram á að hann segði upp störfum. Átti hann að skrifa undir en gerði ekki. Föstudaginn 27. maí fær Helgi svo uppsagnarbréf í hendur, dagsett 24. maí eða áður en honum hafði verið boðið að segja upp. Uppsögnin var miðuð við 1. j úní. Aö sögn Páls var stjórninni ritað bréf þann 31. maí þar sem brottvikn- ingin er lýst ólögleg og gerð krafa um að fallið verði frá henni. Því bréfi heföi ekki verið svarað. Hjá honum kom einnig fram að stjórn Dýraspít- alans telur aö Gísli Halldórsson, sem var dýralæknir við spítalann en réð sig frá 1. apríl til Hofsóss, hefði meö því brotið samninginn frá í haust. Svo hefði ekki verið, sagði Páll, vegna ákvæða í samningnum um að læknamir gætu ráðið fyrir sig menn að sinna störfum í forföllum. Hefði það verið gert í samráði við þáverandi stjóm Dýraspítalans og maður ráðinn frá Noregi frá 1. júní. Hefði sá sagt upp störfum þar til að koma heim en ný stjóm spítalans nú afturkallaö þá ráðningu. JBH. Marie Luce flutt um borð í sjukraþotu, sem flaug með hana til Frakklands fimm dögum eftir árásina á Skeiðarár- sandi. Franska stúlkan kemur aftur til Islands um helgina. DV-mynd: Þó. G. Morðmálið í Öræfasveit: Franska stúlkan kemur sem vitni Franska stúlkan Marie Luce Bahuaud, 22 ára gömul, kemur til Is- lands um helgina til aö bera vitni í máli ákæruvaldsins gegn Grétari Sigurði Ámasyni. Grétar Siguröur var handtekinn 18. ágúst í fyrra í fylgsni, sem hann haföi útbúiö í hlíðum Hafrafells í Öræfum, sólarhring eftir að lík Yvette Marie Bauhuaud, systur Marie Luce, fannst í farangursrýni bíls hans. Grétar Sigurður var þá vopnaður riffli og haglabyssu. Marie Luce lá þá slösuð á Borgar- spítalanum eftir aö hafa verið barin í höfuðiö með byssuskefti í sæluhúsi á Skeiðarársandi. Marie Luce mun mæta fyrir dómarann í málinu, Gunnlaug Briem, á þriðjudag. Magnús G. Jónsson verður dómtúlkur. —KMU. Veiðiferðir á Arnarvatnsheiði — fyrstu ferðirnar byrja í júnílok Hesta- og veiðiferðir á Arnarvatns- heiði frá Aðalbóli í Miöfiröi verða með líku sniði í sumar og undanfarin ár. Það er Arinbjörn Jóhannsson sem sér um þessar ferðir og eru upplýsingar veittar hjá Farandi Travel Service, Vesturgötu 4 í Reykjavík. Ferðirnar í sumar era sem hér segir: 25.6.—1.7., 2.7.—8.7., 9.7.—15.7., 16.7,—22.7. og 30.7.—5.8, Áætlað verð er 6.800 krónur. Verð á ferðum 13.8.—19.8. og 20.8,—26.8. er 6.100 krónur. Gisting er í húsi á Aðalbóli og í leitarmanna- kofa við Lónaborg. Allur útbúnaður verður lagður til, meðal annars veiði- stengur. Einnig verður boðið upp á lengri ferðir. Eru það hestaferðir til Hvera- valla frá Aðalbóli og áætlað verð er 7.200. Einnig þá er gist innan dyra og útbúnaöur lagður til, auk tveggja mál- tíða á dag. Á þaö við allar ferðimar. I Hveravallaferðunum verða auk trússahestanna nokkrir lausir hestar til skiptanna með í feröinni. Hver þátt- takandi verður því að geta teymt hest. Ferðir þessar eru reyndar ætlaðar þeim sem em eitthvað vanir hestum. -jbh.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.