Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Blaðsíða 25
Ísgrímsson, •r« og varaformaður iins, í helgarviðtali Texti: Kristln Þor§tein§dóttir Myndlr: Gunnar V. Andr駧on 'h **! ÍlfÍIÖ ^ tlÍÍl tlaði rei iiíh9 9 mun auövitaö á næstunni setja mig sem best inn í það. Aöalatriöiö er aö menn geri allt sem hægt er, h ver á sínu sviöi, til þess að sjávarútvegurinn hafi rekstrargrundvöll. Hann veröur ekki rekinn á stöðugum reddingum og lánum. Allir sem í slíku standa munu gefast upp viö þaö. Þaö er þvi miður víöa í þjóðfélaginu uppgjafartónn í mönnum. Ég vonast hins vegar eftir því að viö þaö aö taka á málum af raunsæi og festu þá öðlist menn aftur þá bjartsýni sem þarf til að ná sér upp úr öldudalnum.” — Steingrímur Hermannsson þótti veitull á fyrirgreiöslu til kaupa á togurum, sem ekki gátu staðiö undir sér, eins og Raufarhafnartogara og Hólmavíkurtogara. Munt þú fylgja sömu stefnu eöa gera meiri kröfur um hagkvæmni f járf estinga í fiskiskipum? „Það er alls ekki rétt aö Steingrímur hafi leyft til dæmis Hólmavíkurtogar- ann. Hann var smíðaöur hér innan- lands og menn hafa veriö að smíöa skip hér sem ekki hafa veriö nægilega hagkvæm. En menn veröa að hafa þaö í huga. að ef byggðir út um land eiga aö hafa einhverja möguleika veröa aö vera til atvinnutæki á stööunum. Hins vegar er þaö mín skoðun aö þaö sé ekki ráðlegt aö fjölga fiskiskipum nú. Síðasta ríkisstjórn tók þá ákvörðun aö heimila ekki innflutning fiskiskipa næstu tvö árin. Eg tel enga ástæðu til aö breyta þar nokkru um. Hins vegar er ekki hægt að taka slíka ákvöröun um langa framtíð, menn veröa aö meta stöðuna á hverjum tíma. Fiskiskip ganga úr sér, rétt eins og kútter Haraldur! Þaö dytti engum í hug að gera hann út í dag! Þaö veröa áreiðan- lega fá af þeim fiskiskipum sem nú eru á miðunum þar enn eftir þrjátíu, fjörutíuár.” — Ef kæmi hér maður inn og bæöi um fyrirgréiöslu vegna kaupa á togara, myndiröu snúa honum viö í dyrunum? „Ja, þaö er náttúrlega ekki í mínum verkahring aö lána honum peninga til slíks, svo sú ferö væri ekki til f jár. Hins vegar veröa engin fiskiskip flutt inn í bráðina og engin áform uppi um aö byggja ný hér innanlands, aðeins þeim verkefnum haldiö áfram sem komin eruárekspöl.” — I málefnasamningi ríkisstjómar- innar segir að gera eigi án tafar ráö- stafanir til aö mæta rekstrarvanda sjávarútvegsins og athugun á hvernig auka megi hagkvæmni í útgerö og vinnslu. 1 hverju eiga þessar ráðstaf- anir aö felast og hvar má helst auka hagkvæmnina? „Fyrstu ráöstafanir ríkisstjómar- innar miðuðust við þaö að bæta rekstrargrundvöll sjávarútvegsins. Þaö hefur veriö gert. Síðan em fjöl- mörg verkefhi, sem vinna þarf aö til aö auka verömæti okkar afurða. Eg er þeirrar skoðunar að það verði ekki gert meö stjómvaldsákvörðunum eöa stefnuyfirlýsingum stjórnarinnar. Þaö er verkefni stjómvalda aö skapa sem best skilyrði fyrir því að svo megi veröa. Þaö má gera meö því að beina f jármagni til hagkvæmra f járfestinga, eins og tækjakaupa í frystihúsum, tækja til aö vinna afla eins og lifur og slóg, sem hent er í hafið, auka má orkusparnaö. Lög og reglur varöandi veiðar þarf að endurskoða, ýmislegt þar aö lútandi torveldar þaö í reynd að gerð séu sem mest verömæti úr afl- anum. Þá þarf aö ná sem bestri sam- vinnu milli allra stétta í landinu sem vinna að sjávarútvegi. Þaö er leiöin til bættra lífskjara.” „Útflutningsbætur ekki hægt að nema brott í einu vetfangi" — Á sama tíma og útgjöld þjóðar- búsins em dregin saman og laun skert hjá almenningi em notaöar miklar fjárhæðir í útflutningsbætur á land- búnaðarafuröir eða meö öörum orðum að kjöt er greitt niöur til erlendra neytenda. Er þaö sanngjamt á tímum samdráttar að landbúnaðurinn fái slíkar ívilnanir? „Landbúnaöurinn er ekki síður mikilvægur þjóöarbúinu en aðrar at- vinnugreinar. Það er afskaplega erfitt að reikna meö því að framleiðslan geti verið alveg nákvæmlega jafnmikil og neyslan. Hins vegar þarf að vinna að því aö landbúnaðarframleiöslan veröi nokkurn veginn samsvarandi innan- landsneyslunni. Þaö er líka veriö aö gera með því aö taka upp nýjar búgreinar. En þaö er mjög varasamt aö ætla sér aö gera þaö meö einhvers konar byltingu. Það tekur allt sinn tíma. Utflutningsbætur eiga sér langa sögu og ef þær væm numdar af í einu vetfangi heföi það mjög alvarlegar afleiöingar. Ekki aðeins fyrir bændur heldur og allt þaö fólk sem byggir af- komu sína á landbúnaðarafurðum. Við verðum líka aö hafa það í huga að sveitirnar tengja saman byggöimar í landinu og þær verða að byggjast áfram. Auövitað er ekki þar meö sagt að þar megi engu breyta, þaö er allt annaömál. Því miður hafa heyrst æ háværari raddir aö undanfömu um aö land- búnaöurinn og sjávarútvegurinn taki eitthvaö frá þjóöfélaginu. En hvað er þaö sem heldur þessu þjóöfélagi uppi? Á hverju lifa menn? Hvaðan kemur sá gjaldeyrir sem menn fara svo mis- jafnlega meö? Mér er spum. Ætli hann komi ekki fyrst og fremst frá þessum undirstöðuatvinnuvegum. ” „Algjört atkvæðajafnvægi getur aldrei orðið" — Framsóknarflokkurinn hefur tek- iö aö sér aö vera málsvari bænda- stéttarinnar og dreifbýlis gegn hags- munum þéttbýlis. Er flokkurinn ekki orðinn tímaskekkja eða málpipa þröngs þrýstihóps? „Þaö er orðið býsna vinsælt síöustu ár að tala um þrýstihóp hér og þrýsti- hóp þar. Fólki er skipt niður í ákveðna þrýstihópa og sjálfsagt er það rétt aö þeir eru fyrir hendi. Hins vegar er þaö mjög slæmt að vera aö skipta okkur upp í slíka hópa og þaö hefur veriö gert í of miklum mæli. Þaö er mikilvægt aö fullur skilningur sé á milli fólks í þétt- býli og dreifbýli því sannleikurinn er sá að án hvor annars getum viö ekki lifað í þessu landi. Mér finnst stór- hættulegt aö vera aö stilla upp þéttbýli og dreifbýli sem andstæðum. Þetta skapar aðeins baráttu, sem leiðir til niöurrifsstarfsemi. Eg hef bæöi búiö í þéttbýli og dreifbýli og mér finnst afskaplega sárt að hlusta á þessa umræðu því hún byggir á misskilningi einum.” — Framsóknarflokkurinn hefur fleiri þingmenn en atkvæðatala hans segir til um og margir flokksmenn hafa lagst gegn breytingum á kjör- dæmaskipuninni. Er ekki óeölilegt aö flokkurinn byggi völd sín á ranglátri kjördæmaskipan? „Ég veit ekki betur en allir flokkar hafi fallist á að atkvæðavægið yröi fært í svipað form og var ’59. Hins vegar getur enginn neitað því aö algjört jafn- vægi getur aldrei orðið í þessu. Hvar í heiminum höfum viö dæmi um þaö? Eg held mér sé óhætt að fullyrða að þaö sé hvergi, að minnsta kosti ekki þar sem ég þekki til. Menn vilja stundum gleyma fjarlægðunum því þaö er að fleiru að huga en höfðatölu íbúa. Viö búum dreift og kjördæmin eru afskaplega misstór, það er að segja í ferkílómetrum. Og við getum ekki litiö framhjá því að fólkið úti á landi býr ekki viö sömu skilyröi og fólk í þéttbýli. Þaö hefur til dæmis ekki sama aðgang aö stofnunum, sem flestar eru staösettar í Reykjavík, og því um langan veg aö sækja fyrir þetta fólk.” — Er þá sanngjamt að bændur og fólk í dreifbýli ráði meiru um mótun utanríkisstefnu Islands, um stefnuna í menntamálum eöa um önnur tilfall- andi mál en fólk í þéttbýli? Veröur ekki aö leysa vanda hinna dreifðu byggöa á annan hátt en meö fjölda þingmanna? „Þaö er engin lausn á vanda þessara byggöa aö hafa fleiri eöa færri þing- menn. Sjáöu til dæmis þátttöku okkar í Norðurlandaráði. Ef jafnvægi ætti aö gilda þar ættum viö aðeins að hafa einn fulltrúa, viö erum aöeins 240 þúsund af 22 milljónum sem byggja Norðurlönd. Einn fulltrúi ætti erfitt um vik aö kynna málstaö okkar og þess vegna eigum við sex fulltrúa þar eöa þriðjung af fulltrúatölu hinna land- anna. Á því byggist aUt lýöræöi, aö aUir menn hafi jafnan rétt tU aö kynna sinnmálstað.” „Framkvæmdastofnun þjónar ekki lengur því hlutverki sem henni var ætlað" — I málefnasamningi ríkisstjórnar- innar segir aö stjórnin muni beita sér fyrir breytingum á stjórnkerfinu tU aö gera það virkara. I hverju ættu þessar breytingar helst aö vera fólgnar aö þínumati? „Það hefur allt tiUineigingu tU aö staöna. Þaö er nauðsynlegt aö taka hlutina upp tU endurskoðunar annað veifið. TU dæmis finnst mér að þurfi aö endurskoða verkaskiptingu í ráöuneyt- unum, svo og ýmsum ríkisfyrir- tækjum. Þar er ýmislegt sem ekki er rekiö með nógu hagkvæmum hætti. Þarna vantar meiri samhæfingu. Stjóm fjárfestingamála er heldur ekki hagkvæm, stjórnarfarsleg ábyrgö er sums staðar ekki eins og hún á að vera. Þá finnst mér ríkið ekki endilega eiga aö hafa afskipti af öllu því sem þaö hefur afskipti af nú. Einnig þyrfti lög- gjafarvaldið að hafa meira eftirUt meö framkvæmdavaldinu. Þar þarf aðhald og eftirlit og ég er viss um að slíkt verður best gert ef ríkisendurskoðun yrði efld undir stjórn Alþingis, eins og ég hef margoft lagt til. ” — Framkvæmdastofnun hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir óeðlUega fyrirgreiðslu viö gjaldþrotafyrirtæki og annan vonlausan rekstur í nafni byggðastefnunnar. Hvaða breytingar eru fyrú-hugaöar á rekstri hennar? „Framkvæmdastofnun hefur gert margt gott fyrir undirstööuatvinnu- vegina sem þurfa að ganga. En hins vegar þarf aö endurskoða rekstur hennar. Eg tel aö starfssvið hennar hafi færst frá upprunalegum tUgangi. Hún þjónar ekki lengur því hlutverki sem henni var ætlað. Framkvæmda- stofnun er ein af þeim stofnunum sem líta ber á af fullri gagnrýni. En hins vegar er ég á því að hún þurfi að starfa áfram.”- „Erfitt að ná árangri á stuttum tíma" Halldór Ásgrímsson er fjölskyldu- maöur, giftur Sigurjónu Siguröar- dóttur frá Hrísey og eiga þau þrjár dætur, þriggja til þrettán ára. Mér er sagt aö þú sért stjórnmálamaður fyrst og síðast og lítiö annaö komist aö hjá þér. Hvemig er meðtómstundir? „Eg hef haft og hef alltof lítinn tíma, bæði tU að sinna fjölskyldunni og áhugamálunum. Hins vegar hef ég gaman af allri útiveru, fer gjarnan á skíöi, ég les töluvert, spUa bridge með félögunum og hlusta á góöa tónlist en ég er mikUl jassaðdáandi þegar tími gefst tU.” — Hyggur þú á fjögurra ára setu í stól sjávarútvegsráðherra? „Já, ég vænti þess. Það er erfitt aö ná árangri á mjög stuttum tíma. Það tekur og töluverðan tíma að setja sig inn í máUn, þaö gerist ekki á einni nóttu. Svo viU maöur fá tækifæri til aö vinna og gera eitthvert gagn, til þess þarf góðan tíma.” — Og ein aö lokum, hvemig „fU- arðu” stólinn? „Eg hef nú ekki haft neitt tækifæri tU á þessum stutta tíma aö fá einhverja ákveðna tilfinningu fyrir þvi hvað ég er aö fara út í. En ég finn þaö örugg- lega á næstunni.” -KÞ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.